Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						8
VISIR
Þriðjudagur 29. maí 1962.
Otgefandi Blaðaútgáfan  VISIR
Ritstjórar: Hersteinr. Pálsson  Gunnar Q  Schram.
Aðstoðarritstjóri Axe)  Thorsteinsson.
Fréttastjóri Þorsteinn Ö. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla  Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði.
I lausasölu 3 kr eint  - Simi 1166C (5 linur)
Prentsmiðja Visis. - Edda h.f.
JákvæBur dómur
Vísir átti í gær tal við þrjá af forystumönnum
Sjálfstæðisflokksins og sögðu þeir hér í blaðinu álit
sitt á úrslitum kosninganna.
Ólafur Thors forsætisráðherra undirstrikaði í um-
mælum sínum það höfuðatriði að úrslitin eru traust-
yfirlýsing til ríkisstjórnarinnar. Um sama atriði sagði
Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra: „Eftir fall
vinstri stjórnarinnar gerbreyttust viðhorfin. Að svo
rniklu leyti sem nú er ekki kosið um sveitarstjórnar-
mál á hverjum stað er kosið um núverandi stjórnar-
stefnu. Mega Sjálfstæðismenn vel una við þann dóm,
sem felst í úrslitum kosninganna."
Andstæðingum Sjálfstæðisflokksins mun óljúft að
viðurkenna sannleiksgildi þessara ummæla. Að all-
miklu leyti snerust kosningarnar um málefni hvers
einstaks bæjar- og sveitarfélags. En hitt er lýðum
Ijóst, að hér var líka felldur dómur yfir verkum ríkis-
stjórnarinnar. Þetta eru fyrstu kosningarnar, sem
haldnar eru eftir að Ólafur Thors myndaði ríkisstjórn
sína 1959. Nú hefir kjósendum gefizt kostur á að segja
álit sitt á þeirri stjórnarstefnu, sem fylgt hefir verið.
Sá dómur hefir verið jákvæður. Megin stjórnarflokk-
urinn, Sjálfstæðisflokkurinn, hefir haldið fylgi sínu
víðast hvar og sums staðar unnið allverulega á frá
því í alþingiskosningunum 1959.
Framsókn og kommúnistar hafa misserum sam-
an haldið uppi þrálátri rógsiðju um öll verk ríkis-
stjórnarinnar. Kosningaúrslitin sýna að af því sæði
hefir ekki orðið blómleg uppskera. Hinn góði efna-
hagur þjóðarinnar er gleggsta vitnið um það að styrk-
ar hendur hafa haldið um stjórnvölinn og mestu erf-
iðleikarnir eru að baki.
Utan gufuhvolfsins
Enn á ný hafa Bandaríkjamenn sent mann í geim-
fari umhverfis jörðu. Ferð Carpenters virðist hafa tek-
izt hið bezta eftir blaðafregnum að dæma, og ýktar
hinar fyrstu frásagnir af erfiðleikum hans og þreytu
á ferðinni. Bandaríkin hafa enn einu sinni sýnt að
þau standa Rússum á sporði í tæknikapphlaupinu.
Hugvitið er þar engu síðra en hjá hinu austræna stór-
veldi, sem allt kapp hefir lagt á geimferðavísindi á
síðustu árum.
Sú spurning sem smáþjóðir, eins og við íslend-
ingar, spyrjum hins vegar, er við stöndum andspæn-
is þessum miklu tækniafrekum er: Verður mannvit-
ið notað á þessu sviði til þess að bæta líf þjóða eða
verður það notað í þágu manndrápa og yfirgangs?
Á miklu ríður að samkomulag náist með stórveldun-
um um friðsamlega sambúð utan gufuhvolfsins sem
innan. Fulltrúar íslands á alþjóðavettvangi eiga að
leggja lóð sitt á vogarskálina ásamt fulltrúum ann-
arra smærri ríkja í því efni.
Salan hrósar siffri
Dómurinn yfir Raoul Salan
hershöfðingja kom eins og
reiðarslag yfir frönsku þjóð-
ina. Varla hafði nokkrum
manni komið annað til hugar
en að hann yrði dæmdur til
dauða.
Hann hafði verið æðsti yf-
irmaður OAS-samtakanna,
hafði sjálfur skipulagt her
ferð morða og sprengjutil-
ræða í Alsír og Frakklandi.
Nokkru áður hafði undir-
maður- hans Edmond Jou-
haud hershöfðingi verið
dæmdur til dauða og bíður
nú aftöku í Santé fangelsi.
Þó er á engan hátt hægt að
segja að sök hans hafi verið
meiri en Salans.
Þrátt fyrir þetta komst
dómstóllinn að þeirri niður-
stöðu að Salan skyldi ekki
dæmdur til dauða heldur í
ævilangt fangelsi.
•
Þegar þessi. frétt barst út
safnaðist fólk saman í hópum
kringum blaðasala á götum
Parísar, las fréttina, gapti af
undrun, trúði ekki sínum eig-
in augum.
í Frakklandi er til, eins og í
mörgum öðrum löndum, fél-
agsskapur, sem berst fyrir af-
námi dauðarefsinga. Ekki hafði
sá félagsskapur neitt haft- sig
í frammi til að mótmæla því að
Salan yrði dæmdur tij "dauða,
því að hann ber ábyrgð á svo
ægilegum hryðjuverkum, að
mönnum reyndist erfitt að bera
I bætifláka fyrir hann.
En nú eftir að þessi dómur
var kveðinn upp segja menn,
að hann jafngildi nær þvi af-
námi dauðarefsingar, því að
fyrst Salan var ekki dæmdur
til dauða, þá verður héðan í frá
ekki hægt að dæma neinn
franskan afbrotamann til dauða
því að ólíklegt er að nokkur
franskur borgari geti haft al-
varlegri glæpi á samvizkunni.
•
Auðvitað fögnuðu hinir rót-
tæku hægri menn í Frakklandi
þessum dómi og 1 fylkingum
OAS manna sjálfra ríkti sigur-
gleði.
En de Gaulle forseta og rlk-
isstjórn hans varð svarafátt.
Dómurinn kom þeim algerlega
á óvart. Kallaði de Gaulle í
skyndi saman ráðherrafund,
þar sem rætt var um hlið al-
varlega ástand sem dómur þessi
hefði skapað. Skömmu síðar
gaf rlkisstjórnin út tilkynningu
um málið. Hún gat að vlsu
ekki véfengt dóminn, en hún
lét í ljósi ótta við þær afleið-
ingar sem dómurinn hefði í för
með sér.
•
Réttarhöldin yfir Salan voru
ekki aðeins yfir honum sjálf-
um persónulega, heldur yfir
OAS hreyfingunni í heild.
Spurningin var um það hvort
nokkur afsökun væri til fyrir
morðæði þeirra. Þessi spurn-
' ing kafaði niður í dýpstu
fylgsni frarfekrar þjóðarsálar.
Hún var alvarleg samvizku-
spurning allra Frakka. Þorri
frönsku þjóðarinnar getur ekki
viðurkennt neina réttlætingu á
glæpaverkunum, en þó leynist
með mönnum sú hugmynd að
barátta OAS-samtakanna sé
sprottin af þjóðernislegum hvöt
um, hún sé aðeins liður í styr-
öld tveggja þjóða, sem berjist
fyrir tilveru sinni og i felast
glæður af frönsku þjóðarstolti.
Þó Salan sjálfur hafi ekki
verið sýknaður heldur dæmd-
ur í ævilangt fangelsi er víða
litið á dóminn sem einskonar
sýknudóm yfir OAS-samtökun-
um. Dómurinn hefur í reynd-
inni ekki staðfest það að OAS
séu glæpasamtök, heldur kenn-
ir þess að hin pólitíska og þjóð
lega hlið samtakanna sé viður-
kennd.
I  I
Menn velta því mjög fyrir
sér, hvernig hafi staðið á því
að dómararnir, fjórir hershöfð-
ingjar og fimm borgarar brugð-
ust svo. Það getur verið að
þeir hafi verið hræddir vegna
þess að OAS-samtökin hótuðu
því að útrýma þeim ef þeir
dæmdu Salan til dauða.
Það er enginn vafi á því að
menn eru hræddir við OAS.
Hinn opinberi saksóknari í mál
inu nefndi t.d. aldrei berum
orðum dauðadóm heldur fór
hann krókaleiðir í ræðum sín-
um, krafðist þeirrar refsingar,
sem ekki yrði hægt að taka
aftur.
Svo virðist sem de Gaulle for
seti  geti  engum  treyst,  alls-
staðar í öllum stöðum og em-
bættum, innan lögreglu og hers
eru fyrir menn sem hafa óljósa
samúð eða ótta fyrir OAS-
•samtökunum. Það hefur t. d.
komið í Ijós við réttarhöldin,
að Salan hershöfðingi hefur
ætíð fengið nákvæmar fréttir
af öllu því sem gerzt hefur á
fundum sjálfrar ríkisstjórnar-
innar. Og það er ennfremur
upplýst, að hann hélt áfram að
skipuleggja . glæpastarfsemi
OAS eftir að hann var settur
inn f fangelsi í París. Jafnvel
þar í fahgelsinu átti hann sína
fylgismenn í liði fangavarð-
anna. Vegna þessa má vera að
mál hans verði tekið upp aft-
ur og hann þá dæmdur til
dauða fyrir að skipuleggja
morð I sjálfri fangavistinni.
Þá hefur það haft áhrif á
dómarana að verjendur Salans
héldu mjög vel og varlega á
málinu. Þeir forðuðust að
stofna til æsinga, en lögðu á-
herzlu & það, að OAS hefur tek
ið við hlutverki þeirra sem
gerðu byltingu 13. maí 1958 og
komu de Gaulle þá til valda.
Það var þessi bylting sem var
upphaf fimmta lýðveldisins og
OAS-samtökin eru arftaki henn
ar og stefnir áfram að sama
markmiði. Það markmið, sem
er grundvöllur núverandi lýð-
veldis getur ekki talizt glæp-
samlegt, þótt de Gaulle hafi
farið inn á allt aðrar brautir.
Það hefur ennfremur haft
sin áhrif, að allir fjórir hers-
höfðingjarnir í dómstólnum
höfðú starfað lengri eða
Framh. á 10. síðu.
Réttlætisgyðjan með brotið sverS eftir Salan-dóminn.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16