Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 29.05.1962, Blaðsíða 16
VISIR 1 ■■■■■■ Sjálfstæðismenn í borgarstjórn íkviknanir Þriðjudagur 29. maí 1962. Rétt fyrir klukkan ellefu í morg- un var slökkviliðið kallað að Ár- bæjarbletti 40. Hafði kviknað þar í miðstöðvarklefa, sennilega út frá olíukyndingu, sem þar er. Allmiklar skemmdir urðu á klef-; anum. Brann hurðin á honum og gat kom á hurð á svefnherbergi, sem er í kjallaranum, auk þess sem nokkrar skemmdir urðu af vatni. Steinplata er yfir kjallaran- um og komst eldurinn því ekki upp á hæðina, en skilrúm í kjallaran- um eru úr tré. Klukkan 11.25 var slökkviliðið kallað að togaranum Þorsteini Ing- ólfssyni, sem liggur við Faxagarð. Hafði bilað þar slanga á logsuðu- tækjum og kviknað í gasinu. Engar teljandi skemmdir urðu. Sir Francis Shepherd lótinn Sir Francis Shepherd sem áður var ræðismaður Breta á Islandi er nýlega látinn í Englandi, 69 ára að aldri. Hann var ræðismaður Breta í Danzig, þegar heimsstyrj- öldin skall á en var sendur til Reykjavikur skömmu áður en Bret ar hemámu landið, og kynntist hann mörgum íslendingum í tveggja ára dvöl sinni hér. Hann varð svo síðar sendiherra Breta í Persíu og Póllandi. Hinn nýi borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins, aðalfulltrúar flokksins og varafulltrúar. — Fremri röð, taiið frá vinstri: Þór Sandholt skólastjóri, Birgir Isl. Gunnarsson hdl., Gísli Haildórsson arkitekt, Auður Auðuns forseti borgarstjómar, Geir Hall- grímsson borgarstjóri, Gróa Pétursdóttir húsfrú, Úlfar Þórðarson iæknir, Guðjón Sigurðsson iðnverkamaður og Þórir Kr. Þórðar- son prófessor. — Aftari röð talið frá vinstri: Kristján Aðalsteinsson skipstjóri, Þór Vilhjálmsson borgardómari, Kristján J. Gunn- arsson skólastjóri, Friðleifur í. Friðleifsson bifreiðarstjóri, Guðrún Erlendsdóttir hdl., Sveinn Helgason stórkaupmaður, Baldvin Tryggvason framkvæmdastjóri, Þorbjöm Jóhannesson kaupmaður og Sigurður Magnússon kaupmaður. Kjarnorku- tilraunir Allir ánægðir með kosningaárslitin t gær komu forustumenn stjórn- málaflokkanna fram í fréttaauka ^ Ríkisútvarpsins og sögðu álit sitt Tilraunir með kjarnorkuvopn á úrslitum bæjarsljórnarkosning- hefjast á Johnston-ey á Kyrrahafi | anna. Áður hefur verið sagt hér í í þessari viku. * blaðinu frá áliti forustumanna M. a. verða sprengdar hátt í lofti „megatonnsprengjur“ og er gert ráð fyrir, að bjarminn muni sjást 1 yfir 3200 km. fjarlægð. . Sprengimagn þessara sprengna svarar til a. m. k. 1000 lesta af TNT-sprengiefni. Sjálfstæðisflokksins, sem fögnuðu þvi að Sjálfstæðisflokkurinn hélt að miklu leyti sigri þeim, sem hann vann í bæjarstjórnarkosning- unum 1958. En forustumenn vinstri flokk- anna, sem fram komu í útvarpinu í gær, voru líka ánægðir með úr- slitin. Þar töluðu þeir Hannibal Valdimarsson fyrir kommúnista, Emil Jónsson fyrir Alþýðuflokkinn og próf. Ólafur Jóhannesson fyrir Framsókn. Þeir kváðust allir mega vel við úrslitin una og virðast allir þannig vera ánægðir. UNA VEL VIÐ. Hannibal sagði að Alþýðubanda- lagið mætti vel við una. Það hafi haldið velli á Faxaflóasvæðinu og hafi unnið á á Norðurlandi og Austurlandi. Hann kvaðst telja að Framsókn væri sigurvegarinn á Faxaflóasvæðinu og taldi að úr- slitin væru stjórnarflokkunum á- minning, sérstaklega fyrir Alþýðu- flokkinn. Kvaðst hann álíta að úr- slitin hafi verið stjórnarflokkunum óhagstæð og niuni valda ókyrrð innan þeirra. SVIPAÐ OG SÍÐAST. Emii Jónsson félagsmálaráðherra sagði að atkvæðaútkoman fyrir Al- þýðuflokkinn og fulltrúatalan hafi verið svipuð og síðast. Sagði hann að ef atkvæðatölur nú og 1958 Framb á bls. 5 907 nýir áskrifendur •••:• :•:.............. Skríðuhlaup í Laaaardakfialli Síðastliðið laugardagskvöld féll skriða mikil úr fjallinu fyrir ofan Laugarvatn og alla leið niður á jafnsléttu. Mátti engu muna að hún félli á íbúðarhús, sem standa austast í húsaþyrpingunni, en þau sluppu þó öll við skemmdir sem betur fór Aftur á móti eyðilagði skriðan ! skógræktargirðingu ofanvert við Laugardalsveginn, auk þess sem hún fór yfir veginn á þrem stöðum og teppti hann um nær sólarhrings bil. En ýta ruddi skriðunni af veg- inum daginn eftir skriðufallið. Mesta og átakanlegasta tjór.ið af skriðuhlaupinu varð á skógar- gróðri í fjallinu. Bæði var þar gam all sjálggróinn birkiskógur og auk þess hefur verið plantað miklu af barrplöntum hin síðari árin. Með- Framh á bls. 5 Áskrifendasöfnun Vísis hefir gengið mjög vel og hafa bætzt við 907 nýir áskrifendur frá mánaðamótum. Nú stendur áskrifendasöfnun yfir í Laugarneshverfi. Þann 10. júnt verður í fyrsta sinn dregið í hinu mánaðarlega áskrifendahappdrætti blaðsins og er vinningurinn að þessu sinni sófasett eftir eigin vali í SKEIFUNNI í Kjörgarði. Verðmæti þess er 12.000 krónur. Aliir skuldlausir áskrifend- ur taka þátt í happdrættinu án nokkurs aukagjalds. Giida mánaðarkvittanirnar sem happdrættismiði. Gerist áskrifendur að Vísi strax í dag. Blaðið kostar aðeins 45 krónur á mánuði. Áskrifendasíminn er 1-16-60.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.