Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tölvumįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tölvumįl

						Tölvumál janúar 1990
Jón Freyr Jóhannsson
tölvunarfræðingur hjá
SKÝRR
AUTO-MATE
PLUS:
VerkfærifyrirLSDM
aöferðina
Hjáfyrirtæki eins og SKYRR er
auðvitað
mikil hagrœðing íþvíað nota eina
kerfisfræðiaðferð
ístaðþess aðþurfa að viðhalda
þekkingu starfsmanna áfleirum.
Eg ætla að kynna stuttlega CASE-
verkfærið AUTO-MATE PLUS
(AM+) frá LBMS (LBMS er
skammstöfun á Learmonth &
Burchett Management Systems, sem
er breskt ráðgjafafyrirtæki).
Undirritaður hefur kynnst AM+ í
starfi sínu við hugbúnaðargerð hjá
SKÝRR. Ekki er ætlunin að kynna
AM+ ítarlega, en þau atriði sem ég
ætla að nefna eru:
- Grunnur AUTO-MATE
PLUS íLSDM-aðferðinni
- Hvaða hluta hugbúnaðarferilsins
spannar AUTO-MATE PLUS og
hvað tekur við í framhaldi af
AUTO-MATEPLUSí
hugbúnaðarferlinum?
- Hvers vegna notum við AUTO-
MATE PLUS hjá SKÝRR?
- Hvað vinnst með notkun AUTO-
MATE PLUS og hver er reynsla
SKÝRR?
- Hönnun, frágangur og annmarkar
AUTO-MATEPLUSog
væntanlegar úrbætur.
HVAÐ ER LSDM?
AUTO-MATE PLUS byggir á
LSDM-aðferðinni.
LSDM stendur fyrir LBMS
Structured Development Method,
sem kalla má LBMS
kerfisfræðiaðferðina. LSDM er
viðurkennd kerfisbundin aðferð við
greiningu og hönnun, hvort sem um
er að ræða greiningu á handvirkum
eða vélvæddum ferlum.
Einn styrkur LSDM liggur í því að
aðferðin byggir ekki á einni
fræðilegri aðferð heldur á
samtíningi af aðferðum og
samþættingu þeirra í eina heild.
Aðferðin skiptist í áfanga, sem
síðan er skipt í þætti og hverjum
þætti fylgir verkefnalisti. í LSDM-
aðferðinni eru gögn og gagnaflæði
útgangsatriði og LSDM notar
myndmál og texta til að lýsa
gögnum og kerfum. Myndmálið er
mjög sterkt 'tæki' til yfirsýnar
meðan textinn fjallar um smáatriðin.
SviðAUTO-MATEPLUSí
hugbúnaðarferiinum.
Skoðum nú hvaða hluta (eða svið)
hugbúnaðarferilsins AM+ spannar.
Með einföldun má líta á
hugbúnaðarferilinn sem hér segir:
- Stefnumótun fyrirtækis eða
stofnunar í upplýsingatækni.
- Greining eldri kerfa (handvirkra
eða vélvæddra).
- Greining þarfa nýs kerfis.
- Hönnun kerfis.
- Kerfissetning, þ.e. forritun, prófun,
uppsetning og fleira því líkt.
- Viðhald sem tengist síðan aftur
ferlinum í gegnum endurhönnun.
(Viðhald er því í eðli sínu
greiningarþáttur.)
AUTO-MATE PLUS tekur yfir
þann hluta ferilsins sem markast af
greiningu og hönnun. Segja má að
lítið brot kerfissetningar falli inn í
AM+ því uppsetningu skráa er hægt
að vinna með AM+ eins og síðar
verður vikið að. Ég lít svo á að
viðhaldið falli einnig alveg innan
ramma AM+, því viðhald er í eðli
sínu greiningarþáttur sem síðan
fylgir endurhönnun.
Forritunina sem slíka er ekki rétt að
kalla viðhald, heldur er hún (oftast)
afleiðing af endurhönnun í
framhaldi af endurgreiningu, sem
við köllum viðhald.
Hvað tekur við þar sem AM+ skilur
við okkur á hugbúnaðarferlinum,
þ.e.a.s. hvað gerist þegar 'ýtt er á
takkann'? Auk sjálfsagðra hluta eins
og kerfislýsinga, atriðaorðasafns,
einindalýsinga, lýsinga á færslum,
aðgerðum, flæði skjámynda o.fl., þá
skilgreinir LSDM kerfisbundnar
aðferðir til að vinna skráarlýsingar
fyrir eftirtalin gagnasafnskerfi úr
gögnum LSDM-ferilsins.
-ADABAS-ORACLE
- IMS - INGRES
- IDMS - SEED
-IMAGE-dBASEIII
-VSAM
- DB2 og fleiri
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28