Tölvumál


Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.04.1991, Blaðsíða 21
Apríl 1991 Að senda umbrotin skjöl milli tölva Gísli Már Gíslason, KÓS Inngangur Þegar mannkynið hafði þróað með sér talmál um árþúsundir, kom að því, að þörf var á boð- skiptum milli manna á varanlegri hátt en talað mál leyfði. Elztu heimildir um ritmál eru frá tímum Súmera, sem uppi voru um 3000 f. Kr. íMesópótamíu, millifljót- anna Evfrat og Tígris, þar sem nú nefnist írak. Fyrir okkur Islendinga er eftirtektarvert, að við tileinkuðum okkur ekki ritlist- ina (ef frá er talið rúnaletur) fyrr en þó nokkuð eftir stofnun Alþingis, eða 1117, en þá þótti kominn tími til að varðveita lög landsins í rituðu máli. Með til- komu prentlistarinnar á 15. öld varð bylting í dreifingu ritaðs máls, og hefur sú skipan mála haldizt tiltölulega lítið breytt í grundvallaratriðum fram á okkar daga. Á tölvuöld er dreifing ritaðs máls að taka enn róttækari breytingum. Nú er ekki lengur nægilegt að dreifa lesefni svo að segja í eina átt heldur er þess krafizt, að auk þess að hægt sé að lesa skjölin, geti menn líka notað þau aftur, bætt við þau og breytt og endursent eða sent þau til enn annarra lesenda eða notenda um víðfeðm tölvunet eða á segul- miðlum eins og disklingum. Krafan um að geta endurnotað skjöl getur af sér ritsetjanleg skjöl, sem verða að vera meira en texti og myndir á læsilegu formi. Þau verða að innihalda ífekari upplýsingar. Upplýsingar um formgerð, útlit, kannski tilgang og fleira. Þetta leiðir af sér staðla til að auðvelda skipti á ritsetjanlegum skjölum milli ólfkra tölvukerfa. Alþjóðastaðlastofnunin (Inter- national Standards Organisation -ISO) hefur um árabil unnið að gerð og útgáfú staðla um tölvutæk skjöl. Þessir skjalastaðlar fjalla einkum um: 1) innihald: hinn læsilegi hluti skjalsins 2) rökræn formgerð: rökræn uppbygging skjalsins 3) snið og stíll: útlit skjalsins lnnihald getur verið af marg- víslegum toga, svo sem texti, rastagrafík o.fl. Rökræn form- gerð skjals segir til um hvernig má nota hluta þess á annan hátt eða í öðrum tilgangi en upphaflega var ætlað. Nefna má vistun í gagnasafni, notkun í öðrum skjölum, sendingu með tölvu- pósti, notkun í töflureikni o.fl. Með þvf að flytja þessar upplýsingar með skjalinu má komast hjá að endurbyggja við- eigandi hluta þess á áfangastað til að nýta þá í öðrum viðfongum. Það getur verið tímafrekt að ganga frá sniði skjals. Þessi vinna glatast oft í flutningum, og viðtakandi verður að endursníða skjalið, sem verður þá ekki endilega eins og höíúndurinn hafði hugsað sér. Sniðskipanir hinna ýmsu rit- vinnslukerfa eru sjaldnast eins. Ef hægt væri að flytja þær með skjalinu, væri unnt að spara mikla vinnu, og tryggt væri að snið skjalsins væri í samræmi við ásetning höfúndar þess. Markmið staðlanna Að senda innihald skjals milli tölva er oftast auðvelt. Sum kerfi leyfa lfka flutning á sniði og stflupplýsingum. Flutningur á formgerð skjalsins er aftur á móti sjaldgæfari. Markmið ISO er að leyfa skjalaskipti með öllum þessum upplýsingum, þannig að viðtakandi geti unnið áfram með skjölin eins og þau ættu uppruna sinn á staðnum. ISO-staðlar fyrir skjalavinnslu og skjalaskipti Þeir ISO-staðlar, sem ljalla um leiðir til að ná ofangreindum markmiðum eru: ------------------ ISO-staðlar---------------------- * SGML - Standard Generalized Markup Language Staðall fyrir uppmerkingu ritsetjanlegra skjala og flutning þeirra milli ólíkra tölvukerfa. * ODA - Office Document Architecture Staðall fyrir skipti á skjölum á þrenns konar formi: 1. sniðið form 2. úrvinnsluhæft form 3. sniðið, úrvinnsluhæft form 21 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.