Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 21

Tölvumál - 01.10.1991, Blaðsíða 21
Október 1991 Áhrif tölvuvæðingar á stærðfræðinám Anna Kristjánsdóttir, prófessor við Kennaraháskóla íslands Þegar skoðuð eru flókin mál og spennandi er gott að byrja á að velja sér þau gleraugu sem horft er gegnum. Val mitt hefur staðið milli tvenns konar gleraugna. Með öðrum horfi ég frá tækni- heiminum á stærðfræðinámið og reyni að greina hvar koma má tækninni fyrir á þeim vettvangi. Með hinum horfi ég af sjónarhóli stærðfræðinámsins inn í tækni- heiminn og velti fyrir mér hvað þar sé bitastætt að finna og hvemig ég vilji nýta það. Það er líklega óþarfi að taka það fram að ég vel mér síðari gleraugun. En víðar þarf að velja í milli ef bregða á ljósi á jafnvíðfeðmt og flókið fyrirbæri og áhrif tölvu- væðingar á stærðfræðinám. Á að lítaáöflugforriteðaeinföld? Ég vel dæmi um hvort um sig, annars vegar töflureikni og hins vegar að lfta á einföld forrit, þýdd úr ensku, sem hér ganga undir nafii- inu Tölvubros. Það er vert að benda á í þessu sambandi að umræðan í Bretlandi snýst nú m.a. um það hvort eigi í stærð- fræðinámi að leggja áherslu á stór/öflug forrit eða forritunar- mál eða að halla sér að þeim einföldu og stuttu. Þetta má m.a. lesa um í nýjasta hefti tímaritsins Micromath sem er eitt þeirra tímarita sem bókasafn Kennara- háskóla íslands kaupir. Næsta val mitt varðaði staðsetn- ingu tölvanna. Ég kaus að hugsa mér þær staðsettar inni í venjulegri bekkjarstofu, 1-3 alls, en ekki í sérstakri tölvustofu. Kennarinn er þá í huga mér hæfur verkstjóri og þekkir nemendur sína og ekki eru allir nauðsynlega að fást við sama verkefnið á sama tíma. Sem skólastig valdi ég grunnskóla vegna þess að hann varðar fleiri og viðfangsefhin eru aðgengilegri fyrir blandaðan hóp eins og þann sem sækir ráðstefnuna, þar sem rétt er að gera ráð fyrir að afstaða manna til stærðfræði og stærð- fræðináms sé nokkuð mis- munandi. Að lokum þarf að velja milli við- fangsefna. Er rétt að þau séu löng, samhangandi og heildstæð eða stutt, aðskilin og auðtengd inn í mismunandi samhengi. Ég vel hið síðara vegna þess að þeim er f raun hægt að stjórna betur í samræmi við aðstæður og hug- myndir kennarans sjálfs og einnig vegna þess að þau krefjast annars konar undirbúnings og oft meiri umhugsunar um kennslufræðileg atriði. Að sjálfsögðu ræður stuttur tími fyrir erindið einnig nokkru hér um. Áður en lengra er haldið er rétt að taka fram þá grundvallar- skoðun mfna f þessu samhengi að nám sé merkilegt - óháð aldri þess sem nemur. Meginviðfangsefni í stærðfræðinámi Lítum þá á stærðfræðinám, um hvað það snúist, hver séu megin- viðfangsefni og hvert hlutverk okkar kennaranna sé. Hlutverk okkar í stærðfræðikennslu, hvar sem er í skólakerfinu, er að skapa nemendum aðstæður til að læra hvers konar viðfangsefni við leysum með hjálp stærðfræði, hvernig þau spretta upp, á hvern hátt við söfnum gögnum, skráum þau, vinnum úr þeim, setjum þau fram, túlkum þau, ræðum um þau, sönnum niðurstöður eða leggjum fram mótrök. Og í senn notum við þessar vörður á lítt meðvitaðan hátt, þegar stærð- fræðin þjónustar önnur svið og Nám er merkilegt - óháð aldri þess sem nemur við beinum athyglinni að þeim sjálfúm þegar stærðfræðin verður bæði vinnuform og viðfangseftii. í öllu stærðfræðinámi þarf að leggja áherslu á tækifæri til aukins sjálfræðis, tækifæri til að skilja að máli skiptir að greina sam- hengi, að halda þrasði, að taka þátt í að spinna tilgátur og reyna þær í stað þess að taka þegjandi á móti því sem að er rétt hvort sem það er skiljanlegt eður ei. Þetta skiptir meginmáli vegna eðlis námsins en einnig vegna þeirra þjóðfélagsbreytinga, bæði tæknivæðingar og annarra, sem átt hafa sér stað og munu halda áfram í auknum mæli. Möguleikar tölvuvæðingar En hvað bjóða tölvur - hvaða möguleika gefa þær f stærðfraði- námi? Þær bjóða mjög mikinn hraða, sem loks kemst eitthvað í návfgi við þá hröðu hugsun sem börn og unglingar búa yfir. Þær gefa kost á verulegri yfirsýn allt frá fyrstu könnun á fyrirbæri og yfir í það að þræðir eru dregnir 21 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.