Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1991, Blaðsíða 7

Tölvumál - 01.12.1991, Blaðsíða 7
Desember 1991 Alheimsstafrófið mikla - nýjustu fréttir Jóhann Gunnarsson, fjármálaráðuneyti Eins og drepið var á í grein minni um stafróf og stafatöflur í Tölvumálum fyrr á þessu ári (4. tbl.) var því spáð að línur myndu skýrast á árinu hvað varðar slaginn um "stóru" stafatöflumar, staðal- tillöguna ISO DIS 10646 annarsvegar og Unicode hinsvegar (meira rétt bráðum um hvort um sig). Þegar þetta er skrifað seinni hluta ágiistmán- aðar má telja víst að samkomu- lag sé að takast um að tefla ekki fram tveimur mismunandi stafatöflum sem báðar hafi þann tilgang að sigra heiminn, heldur verði hinu besta úr báðum steypt saman í nýja tillögu, sem eftir öllum sólarmerkjum að dæma gæti orðið að alþjóðlegum ISO- staðli síðari hluta næsta árs. Rætist þessi von er úr sögunni mikil óvissa, sem rfkt hefur undanfarin ár. Framleiðendur véla og hugbúnaðar geta nú búið sig undir að þjóna þörfum allra þjóða heimsins fyrir ritað mál I tölvum með samræmdum hætti. Svíinn Olle Járnefors sat fyrir hönd INSTA/IT (norræna staðlasamstarfsins) þá tvo fundi hjálSO ÍSC2/WG1 (vinnuhópi 2 í undirnefnd 2 undir sameinaðri tækninefnd 1 eins og þetta heitir fullum stöfúm á ISO-sku), þar sem gengið var frá öllum aðalatriðum hins sögulega sam- komulags um efni nýrrar staðaltillögu. Hér fer á eftir meginþráðurinn í skýrslu hans um fundinn. Fyrri staðaltillaga ISO DIS 10646 DIS (Draft intemational standard) 10646(4. nóv. 1990)kvaðáum að hvert rittákn skyldi kódað með fjórum átta bita bætum. Því gífurlega rúmi, þ.e. rúmlega fjórum milljörðum mögulegra rittákna, skyldi skipt f 256 flokka (groups). Flokkur 032 nær til dæmis yfir öll þau sæti í töflunni þar sem fyrsta bætið er 032 í tugakerfi. Hverjum flokki er á sama hátt skipt í 256 arkir (planes), þar sem bæti númer 2 hefur tiltekið gildi fyrir hverja örk. í hverri örk eru 256 línur (rows), og hefur hver lfna 256 sæti. Hvert sæti er auðkennt með ákveðnu fjögurra bæta gildi. í þeim tilgangi að létta notendum yfirfærsluúrþeim7,8og 14 bita stafatöflum, sem f notkun eru nú, yfir í ISO 10646 var í tillögunni kveðið svo á að ekkert þeirra fjögurra bæta, sem notuð eru til að tákna rittákn, skyldi hafa gildi sem hugsanlega væri unnt að túlka sem stýritákn. Þetta er kallað C0 - C1 takmörkunin, en vegna hennar minnkar fjöldi nothæfra sæta um 69% og verður "aðeins" 1.330.863.361. Öllum rittáknum í DIS 10646 öðrum en myndmálstáknum úr kínversku, japönsku og kóresku er komið fyrir í fyrstu nothæfú örkinni, þ.e. örk 032 í flokki 032. Af þvf hlaut hún heitið "grunnörk" (basic multiligual plane, BMP). Ofannefhdum myndmálstáknum var komið fyrir í öðrum örkum í flokki 032. Þar sem einungis lftill hluti nothæfra sæta í DIS 10646 var í raun notaður voru skilgreind nokkur þjöppunarform sem nota mátti fyrir tiltekinn hluta töflunnar. * Samkvæmt þjöppunar- formi 1 mátti tákna hvern staf með einu bæti, en þá var heldur ekki unnt að nota nema eina línu töflunnar í einu. Sjálfgefið var að nota lfnu 032 í BMP, sem er nákvæm eftirmynd af ISO 8859- 1 (sem við þekkjum öll). * Samkvæmt þjöppunar- formi 2 var hver stafur táknaður með tveimur bætum, samsvarandi einni örk. Að jafnaði var örkin BMP, en aðferðir voru skil- greindar til að skipta um hluta af BMP og nota í staðinn kínversk, japönsk eða kóresk tákn tekin úr örkum hvers tungumáls fyrir sig. * Þjöppunarform 3 var einnig til án þess að það hafi þýðingu fyrir þessa frásögn. * Það sem nefnt var þjöppunarform 4 var í raun það að tákna hvert rittákn fullum stöfúm með fjögurra bæta kódun. * Samkvæmt hinu breyti- lega þjöppunarformi 5 var unnt með hjálp tveggja nýrra stýri- tákna, HOP og PAD, að skipta að vild og hvenær sem var um þjöppunarform og eins að velja tákn úr hvaða línu, örk eða flokki sem óskað kynni að verða eftir. 7 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.