Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						4
VISIQ
Fimmtudagur 16. ágúst 1962.
íf«(ii«mt«Miíí*
Nokkrar af myndabókum Hans Reich í flokknum „Terra magica".
Þr jár nyjar íslandsmyndabækur
Þýzki myndabókaút-
gefandinn Hans Reich
frá Munchen, sem m. a.
hefur séð um útgáfur á
þrem myndabókum um
ísland fyrir Almenna
bókaf élagið í Reykjayík,
kom hingað til lands fyr
ir nokkrum dögum, og
ræddi þá við forráða-
menn Almenna bóka-
félagsins um útgáfu
nýrra myndabóka um
ísland.
Þær myndabækur, sem Hans
Reich hefur séð um Utgáfu á,
eru yfirleitt betur prentaðar en
almennt gerist um niyndabæk-
ur. í því sambandi má geta
þess, að enda þótt Þjóðverjar
standi meðal fremstu þjóða í
prentlist, hefur Hans Reich sent
bækur sínar til Sviss og lftið
prenta þær þar, af því að hann
telur að þar sé prentunin enn
betur af hendi leyst. Er hér þó
um verulegan kostnaðarauka
fyrir hann að ræða, þar sem
hann verður að greiða toll af
öllum þeim bókum sem prent-
aðar eru utan heimalandsins.
Þrjár nýjar
myndabækur.
Hans Reich hefur frá upp-
hafi haft nána samvinnu við
Almanna bókafélagið og hefur
annazt fyrir það íitgáfur á þrem
forkunnarfögrum myndabókum,
þ.e. íslandsbókinni, sem þegar
hefur verið gefin út á fjölmörg
um tungumálum og telja verður
í senn meðal útbreiddustu bóka
sem gefnar hafa verið Ut um
Island og jafnframt verið ein
hin ákjósanlegasta landkynning.
sem um getur. Þá er það bókin
'um Heklugosið 1947 og loks
bókin um íslenzka list að fornu,
en þar er um að ræða myndir
af ýmsum merkum og fögrum
gripum Ur Þjóðminjasafninu.
Allt eru þetta hinar fegurstú
bækur og hafa hvorki fyrr eða
síðar sézt jafn fallega prentað-
ar myndabækur um ísland sem
þessar.
Að þessu sinni kom Hans
Reich hingað til lands til að'
ræða við Almenna bókafélagið
um framhald á myndabókaút-
gáfu félagsins og eru þar efst á
baugi bækur um Öskju, Reykja
vík og nýja Islandsmyndabók
Gaf út tæknibækur.
¦ Fréttamaður Vísis átti tal við
Hans Reich um útgáfustarfsemi
hans yfifleitt, en hún  er nú
orðin víðfræg, ekki aðeins um
allt Þýzkaland, heldur einnig
víðs vegar um heim. Flestar
þeirra eru gefnar út undir ¦
heildarheitinu „Terra magica",
þ.e. töfrandi heimur, og er sá
bókaflokkur nú kunnur meðal
bóksala og bókaútgefenda í
allri vestan verðri Evrópu og
þótt víðar sé leitað.
—  Hvað er langt síðan að
þér hófuð bókaútgáfu?
—  Það var í ársbyrjun 1946,
að ég hóf útgáfu á tæknibók-
um, en það var hvort tveggja
í senn sérfræðigrein mín og að-
aláhugamál. Þarna var hvort
tveggja um að ræða kennslu-
bækur í þessum greinum og al-
þýðlegar fræðslubækur þar sem
reynt er að gefa almenningi inn
sýn á ljósan og einfaldan hátt
í furðuveröld tækninnar og þau
gífurlegu áhrif sem hún hefur
á allt, nútímalíf. Tvær kvik-
myndir hafa verið gerðar eftir
þessum fr'æðslubókum mínum
og hlutu báðar verðlaun á al-
þjóðlegri kvikmyndasamkeppni
suður í Feneyjum. Ég gaf einn-
ig á tímabili út blað um Ut-
varpsmál.
— Eruð þér hættur við út-
gáfu á þessum tæknibókum?
—  Nei, ekki með öllu. Þær
eru hugðarefni mitt enn sem
áður og ég gef öðru hvoru Ut
bækur um þau jafnhliða mynda
bókunum.
Upphaf myndabóka-
útgáfu.
'  — Hvenær hófuð þér útgáfu
á myndabókunum?
—  Það var af einskærri til-
viljun árið 1952. Ég var lang-
þreyttur orðinn af miklu starfi
og hafði ekki tekið mér frí í
nokkur ár. Ég ákvað þv£ að
fara í langferð suður um alla
Suður-Afriku og verja til þess
nægum tíma. Ég var 9 mánuði
í ferðinni og fór mjög víða. í
þeirri ferð tók ég dálítið áf
tónupptökum fyrir þýzka út-
varpið, en auk þess hafði ég
tvær Ijósmyndavélar meðferðis,
Leica og Rolleicord. Þegar ég
sá árangurinn af ljósmynda-
töku minni kom mér allt í einu
í hug að það væri ekki svo vit-
Iaust að gefa Ut myndabók úr
þessari för. Það varð fyrsta
bindið í „Terra magica", en það
nafn kom mér í hug, einu sinni
þegar ég var á skíðum í Suð-
ur-Þýzkalandi, skömmu eftir
heimkomuna úr Afríkuferðinni.
Ekki ljósmyndari.
—  Eruð þér lærður ljós-
myndasmiður?
— Ég hef lært og lært ekki
Aldrei gengið í ljósmyndaskóla
og  aldrei  öðlazt  réttindi sem
fagmaður. Hins vegar kynntist
ég einu sinni nemanda í ljós-
myndaskóla £ Munchen og ég
vann með honum að öllum verk
efnum sem honum voru fengin
í hendur þar til n.. .ið var bú-
ið veit ég sitt að hverju um ljós-
og annarri tækni og fyrir bragð
ið veit ég sitt af hvoru um ljós-
myndagerð og ljósmyndatækni.
— Takið þér sjálfur myndir
í myndabækurnar sem þér gefið
út?
— Stundum. I sumum tilfell-
um tek ég flestallar myndirn-
ar sjálfur, f öðrum tilfellum
enga eða nær enga.
— Hvað hafið þér gefið'út
margar myndabækur og hvað
koma þær Ut f miklum eintaka-
fjölda?
— Það hafa komið Ut sam-
tals um 30 myndabækur á for-
um til hinna nýtízkulegustu
halla, Önnur bókin fjallar um
nytjabyggingar f hvers konar
mynd, sU þriðja um kirkjur og
guðshUs, sU fjórða um brýr og
sU fimmta um tröppur.
Af öðrum bókum sem ýmist
eru i undirbUningi eða jafnvel
komnar í prentun má nefna
bók um ákveðið hérað f Frakk
landi og aðra hliðstæða bók
frá Austurríki, bók um Grikk-
landseyjar, bók sem ég nefni
Svif, og fjallar um svif eða
flug fugla og flugvéla, skyld-
leikans og andstæðunnar sem
þar gefur að líta. Þá er bók
með myndum sem teknar hafa
verið Ur lofti vfðsvegar á jörð-
inhi, bók um Spán, sem ég sjálf
ur  hef  einkum unnið  að  og
¦ •.»_• • • «
lagi mfnu, en margar eru nUna
í undirbúningi og sumar komn
ar f prentun.
220.000 eintök.
Um eintakafjölda gilda ekki
neinar reglur. Þar verður maður
í hverju einstöku tilfelli að
reikna með líkum. Ef verðið á
bókunum • á að verða skaplegt
eins og við köllum það, þá má
eintakafjöldinn helzt ekki vera
minni en 10-12 þUsund af hvorri
bók. Vinsælasta bókin, sem
komið hefur Ut á minum veg-
um heitir „Börn Ur viðri ver-
öld" (Kinder aus aller Welt),
hUn hefur komið Ut samtals í
220 þUsund eintökum.
—  Þér látið ekki prenta
myndabækurnar f heimalandi
yðar, Þýzkalandi?
— Fæstar. Mér þykir miður
að þurfa að segja það, að ég
tel Svisslendinga vera komna á
enh hærra stig hvað mynda-
prentun snertir. Þess vegna tet
ég prenta flestar bækurnar þar.
Fjárhagslega er þettá óhagstætt
fyrir mig, þvf ég þarf fyrir
bragðið að borga toll og bæk-
urnar verða dýrari. Samt vil ég
vinna þetta til, því ég legg
megináherzlu á að bækurnar
séu eins vel Ur garði gerðar pf
frekast er unnt.
Næstu bækur.
— Hvaða myndabækur eruð
þér með á döfinni sem stendur?
—• Þær eru margar, fleiri en
nokkru sinni áður. Meðal bóka
sem ég vinn að um þessai
mundir eru 5 bækur um bygg-
ingarlist. Ein þeirra fjallar um
íbUðabyggingar allt frá elztutím
um og til vorra daga, allt frá
hofum, hellum og moldarhreys-
væntanleg er á næsta ári og
loks er möguleiki á nýjum bók
um frá íslandi.
Bækurnar um
Island.
— Hafið þér gefið Ut margar
bækur frá íslandi til þessa?
— Þar er ég ekkithinn raun-
verulegi Utgefandi, heldur er
það Almenna bókafélagið i
Reykjavfk. — Þess vegna koma
þær ekki Ut i flokkum „Terra
magica", enda þótt Utgáfurnar
séu með áþekkum hætti. Ég sé
hins vegar um Utgáfurnar fyrir
Almenna bókafélagið og það
hefur verið ákjósanleg sam-
vinna þar á milli. Til þessa höf
um við haft samvinnu um Ut-
gáfu á þrem bókum um ís-
land. Fyrst var það almenn
myndabók um land og þjóð, ber
titilinn „Island". Síðar kom bók
um Heklugosið 1947 og loks
bók um gamla íslenzka list, og
^oru þær myndir teknar í þjóð-
-linjasafninu.
—  Hver þeirra hefur selzt
ezt?
— íslandsbókin langsamlega
ezt. HUn hefur verið gefin út
i mörgum tungumálum og hvar
vetna hlotið ágætar undirtekt-
ir. Ég held að allar þessar bæk-
ur hafi ekki aðeins verið Al-
menna bókafélaginu til sóma,
heldur einnig verið góð land-
kynning fyrir ísland. Mér er
það meðal annars minnsstætt
sem ambassador Þjóðverja & ís
landi, ,hr. Hirschefeld sagði
mér um kynni sín af Islands-
bókinhi.
— Hvað var það?
Góð landkynning.
—  Hann sagði mér frá þv£
að þegar það hafi fyrst borizt
í tal i utanríkisráðuneytinu f
Bonn að hann yrði gerður að
ambassador á Islandi hafi farið
um sig hálfgerður hrollur. Hann
þekkti að vf.su hvorki til lands
né þjóðar, en nafnið var kalt og
hann bjóst við leiðinlegu landi,
þöktu snjó og fs og fólkið vafa
laust með svipuðum blæ. Hann
færðist þess vegna eindregið
undan að taka við þessari stöðu
Áður en endanleg ákvörðun
var þó tekin um að senda ann-
an í hans stað til íslands varð
hr. Hirsehfeld gengið framhjá
' bókabUð og athygli hans beind-
ist að bók i glugganum sem hét
„ísland". Hann fór inn, keypti
bókina og um kvöldið skoðaði
hann og kona hans bókiha
gaumgæfilega. Daginn eftir þeg
ar Hirschefeld kom i ráðuneytið
sagði hann að ákvörðun sfn
væri breytt,. sig langaði ekkert
meira heldur en að fara til ís-
lands. Og það sem ambassador
inn taldi þó enn meira virði
væri þó, að landið sjálft hefði
gert miklu meira heldur en að
efna það sem bókin gaf fyrir-
' heit um.
Urðum samferða.
— Hafið þér orðið þess var
að íslandsbækurnar hafi haft á-
hrif á fleira fólk en ambassador
inn?
— Oft og einatt. Ég hef þrá
faldlega verið ónáðaður af fólki
sem hafði séð eða eignazt ein-
hverja af íslandsbókunum, og
•  Framhald á bls. 7.
Myndin hér að ofan var einnig úr myndabókinni „ísland" og
sýnir réiða svani verja hreiður sitt. 1 hinni væntanlegu Is-
landsmyndabók AÍmenna bókafélagsins verða eingöngu nýjar
myndir, sem ekki voru í fyrri bókinni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16