Vísir - 16.08.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 16.08.1962, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 16. ágúst 1962. VISIR Útgelandi: Blaðaútgafan VISIR. Ritstjórar. Hersteinn Pálcson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri: Porsteinn Ó. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er »5 krónur á mánuði. í lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Hlutlaus dómari Hér hefir undanfarið dvalizt maður að nafni dr. Mangoldt. Hefir hann gegnt einhverri ábyrgðarmestu stöðu í fjármálalífi Evrópu undanfarinn einn og hálfan áratug. Um hríð var hann forseti Greiðslubandalags Evrópu, síðan Gjaldeyrissjóðs Evrópu og er nú einn af bankastjórum Evrópubankans. í gær lýsti dr. Mangoldt því yfir á fundi með blaðamönnum að hann og ráðunautar hans teldu þær viðreisnarráðstafanir, sem gerðar hafa verið hér á landi undanfarin tvö ár hafa horft mjög til góðs fyrir ís- lenzku þjóðina. Illa hefði horft í efnahagsmálum, en þær ráðstafanir, sem gerðar hefðu verið, með aðstoð Gjaldeyrissjóðsins hefðu bætt mjög efnahag landsins. Hér vék dr. Mangoldt að atriði, sem oft áður hefir verið gert að umtalsefni í forystugreinum Vísis. Enn eru til menn á landi hér, sem neita sanngildi þeirra ummæla að viðreisnin hafi borið góðan ávöxt. Það hefir lengi loðað við íslendinginn að sannleikurinn hefir verið súrari, ef landar hafa nefnt hann. Helzt hefir þurft erlenda menn, og þá helzt sérfræðinga, til þess að benda á sjálfsagða hluti, svo að þeir væru teknir trúanlegir. Það mun reynast hinni íslenzku stjórnarandstöðu erfið glíma að fást við sameinaða hagfræðingasveit Evrópustofnananna. fsland hefir beitt sömu ráðum í sinni viðreisn eins og Frakkland, Tyrkland og Spánn tveimur árum fyrr. Þau ráð eru alkunn, en þau eru einnig sársaukafull — um skeið. Því hefir verið reynt að slá ryki í augu almennings og telja þjóðinni trú um að fómirnar væru til einskis. Því eru orð dr. Mangoldt í tíma töluð. Hann er hlut laus sérfræðingur sem engan hag hefir af því að vera á annarri skoðun en framsókn og kommúnistar. Hann segist telja það óhjákvæmilegt fyrir framtíðarheill ís- lenzku þjóðarinnar að viðreisnaráformunum verið hald ið áfram. Ella muni illa fara. Þau ummæli eru þess verð að þeim sé gaumur gefjnn — einnig í herbúðum stjórnarandstöðunnar. Má ekki segja sannleikann? Stjórn S. H. hefir gefið út fréttatilkynningu þar sem hún fordæmir skrif nokkurra blaða um austur- viðskiptin og kallar þau óheppileg og til þess fallin að menn komist að rangri niðurstöðu um málið. Þrátt fyrir fordæmingu sína bendir stjórn S. H. ekki á neitt atriði sem rangt hefir verið í skrifum þessum. Stjórnin virðist ekki hafa komið auga á aðal- atriði málsins. Ríkisstjórnin hefir ekki spillt austur-i mörkuðunum, heldur lagt sig í líma að viðhalda þeim,' þrátt fyrir það að þeir eru sannanlega óhagstæðari en ýmsir aðrir markaðir. Það er engin goðgá að benda á þá staðreynd og gefa upplýsingar um hið háa verð og oft slæmu vörti, sem fæst í skiptum fyrir fiskinn, að austan. Um þessi mál gagnar ekki að slá þagnarhjúp stórhagsmunamanna, heldur á almenningur kröfu á því að spilin séu lögð á þorðið. ..... ■:■:<<! I ''' I I i ■ '■ l'l I S laínvel kettirnir tala íslenzku Undanfarna mánuði hefur sungið á Röðli 28 ára gamall Vestur-ís- Iendingur að nafni Har- vey Árnason. Hann er fæddur í Detroit í Michi- gan, af amerískri móður og föður, sem fæddur er vestra, af íslenzkum for- eldrum. Harvey er lífleg- ur ungur maður og virð- ist ekki hafa neinar á- hyggjur af lífinu. Með nafn eins og Harvey hlýt ur fyrsta spurningin að vera: — Tala ekki allir um kan- ínur við þið? _ Það er nærri undantekn- ingarlaust það fyrsta sem fólk minnist á hér á íslandi. Mér er sagt, að bæði leikritið og kvik- myndin hafi verið sýnd hér, svo það er ekki að undra. Ann- ars er ég sennilega eina kanín- an á íslandi, sem þykir brenni- vín gott. _ Áttu þar við íslenzkt brennivín? — Já. t>að er það sem ég kem til með að sakna mest þeg- ar ég fer héðan. Ég hef ekki drukkið annað vín síðan ég kom hingað. — Býst þú ekki við að geta fundið eitthvað sem jafnast á við það erlendis? — Ég tel víst, að það verði mögulegt. Ég get þó alla vega fullyrt að það er einstakt I sinni röð. Það sem ég héf kunnað einna bezt við er verðið á því miðað víð aðra drykki. — Drekkurðu mikið? — Það fer alveg eftir því við hvað er miðað. Miðað við bindindismenn drekk ég mikið og miðað við drykkjumenn drekk ég ekki mikið. Mér þykir það skemmtilegt og fjandinn hafi það að ég fari að hætta því, þó að einhver setji út á það. — Hvað ertu búinn að vera lengi hér? — Ég kom hingað í desem- ber í fyrra og ætlaði þá að heimsækja Steinþór Jakobsson, skíðakennara, sem ég kynntist úti. Svo var mér boðin vinna á Röðli og ég er hér enn. Þegár ég ákvað að vera hér lengur, datt mér í hug að fara að læra íslenzku. Það hefur gengið þannig, að ég fer héðan með þann stórkostlega orðaforða „takk fyrir“. — Virðist þér íslenzkan erfið? __ Ég hlýt að vera heimskur, því að jafnvel kettirnir hér skilja íslenzku, þó að ég skilji ekki eitt orð. — Hvað um kanínurnar? — Ég er eiginlega orðinn ein þeirra. — Hvernig líkar þér það? — Ágætlega. __ Hefurðu gaman af kven- fólki? __Ætlarðu að halda áfram að syngja? — Ég veit það ekki. Áður en ég kom hingað fékkst ég bæði við að syngja og selja húsgögn. Það fyrsta sem ég ætla að gera er, að gera ekki neitt í einn til tvo mánuði. Raunar Iangar mig aldrei sérlega til að vinna neitt, en það verður víst fleira að gera en gott þykir. Annars hefur það alltaf verið mitt vandamál, að ég hef ekki hugmynd um hvað mig langar að gera. Þess vegna Hver er Harvey? — Mjög svo, af öllum stærð- um, gerðum, útliti og litum. — Hvert er ferðinni heitið núna? __ Það hef ég ekki hugmynd um enn. Það er allt undir því komið hvort ég fer með skipi eða flugvél. Ef ég fer með skipi fer ég til Evrópu og skoða hana, en ef ég fer með flug- vél fer ég til New York. — Hvenær heldur þú að þú komist að niðurstöðu um þetta? — Ég reikna ekki með að það verði fyrr en daginn sem ég geri það. Ég er vanur að gera hlutina þannig. Þegar ég kom til íslands vissi ég ekkert um það fyrr en daginn áður en ég fór. Samt er ég nú búinn að vera hér í meira en hálft ár. Hvalkjöf er herramannsmatur Hvalkjöt er orðið ríkismannafæða, að því er segir í „Lofotposten", sem gefið er út í Svolvær í Lofot. Eftirspurnin er svo mikil, segir blaðið enn fremur, að hún er ekki meiri á laxi, og margir vilja miklu frekar fá hvalkjöt en annað kjöt að eta. En það er hins vegar ekki auðhlaupið að því að fá þetta góð- gæti, segir blaðið enn fremur. En svo segir frá heimsókn I fyrir- tæki eitt í Svolvær, sem gerir ekki annað en að verka hvalkjöt til hraðfrystingar og útflutnings. Hjá fyrirtæki þessu vinna hvorki meira né minna en 35 manns við að skera hvalkjötið í hæfilega stór stykki, búa um það og frysta. Hefir verið unnið úr 370 smálestum af hvalkjöti á þessu sumri, meðan hvalveiðitím- geri ég hluti án mikillar um- hugsunar, til að eitthvað gerist. — Ertu hamingjusamur? — Ákaflega. Ég nýt lífsins miklu meira en flestir aðrir, sennilega vegna þess að ég hef engar áhyggjur af morgundeg- inum. Það er mjög hollt fyrir taugakerfið, að hafa ekki á- hyggjur og vera ekki alltaf að hugsa um hvað skeður á morg- un. Maður ræður svo ákaflega litlu um það. __ Hefur þér nokkurn tímann dottið í huga að giftast? __ Maður giftir sig ekki, maður er tjóðraður. — Hvernig kanntu við ís- lendinga? — Mér hefur virzt kvenfólkið mjög vingjarnlegt. inn hefir staðið, og finnst mönnum það lítið, því að unnt mundi að selja miklu meira, en vandræðin eru fólgin í því, að hvalveiðarnar við Noreg norðanverðan hafa gengið illa í sumar og því ekki eins auð- velt að fá hráefnið og oft áður. Þeir, sem verka hvalkjötið segj- ast verða að kaupa það svo háu verði, að þeir mundu ekki hafa neinn hagnað af því, ef gæðin væru ekki svo mikil, að orð er á gert hjá þeim, sem kaupa kjötið að end- ingu. I I ! I i J i. J J. -I l i \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.