Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Fimmtudagur 16. ágúst 1962.
VISIR
þegar menn lesa hin-
ar fornu íslenzku
frásagnir um víkingaöld
ina, fá þeir þá hugmynd
að Norðurlönd hafi þá
verið alger dreifbýlis-
þjóðfélög. Menn hafi
hvergi búið í þorpum
eða bæjum, heldur á
sveitabýlum eða í hæsta
lagi í byggðatorfum.
Lesandinn fær jafnvel
þá hugmynd að konungs
setur eins og Uppsalir.
Niðarós og Hleiðra hafi
ekki verið borgir, heldur
aðeins dálitlar byggða-
hverfitorfur úti í guðs-
grænni náttúrunni.
Yfirlitsmýnd yfir hinn víðtæka uppgröft Heiðabæjar.
verið mjög f jölbýlt.
Skurður liggur gegnum borgina og má sjá af trjáleifum að hér hefur
org víkingaaldar
íslenzku landnámsmennirnir
settust allir niður á sveitabýlum,
sem urðu höfðingjasetur. Hér
mynduðust hvergi nein þorp.
Þar sem skip komu að landi stóð
kaupstefna yfir £ tjaldbúðum að
eins stuttan tíma á hverju sumri.
Og Þingvellir við Öxará, sem
voru höfuðstaður landsins, voru.
ekkert nema tjaldbúðir senf:
stóðu svo sem einn mánuð á
hverju sumri.
í frásögnum Islendingarita af
víkingaferðum skín þetta sjónar-
mið alls staðar i gegn. Um aðrar
borgir er varla talað nema í
þeim löndum sem víkingar fara
um í ránsferðum, svo sem Lund
únaborg, Rúðuborg og Paris.
k SlÐUSTU áratugum hefur
þó orðið mjög mikil breyt-
ing á skoðunum manna í þessu
efni. Það hefur sem sé komið í
ljós við æ fleiri fornminjafundi,
að undirstaða þessarar gullaldar
Norðurlandaþjóðanna, sem köll-
uð hefur verið víkingatímarnir
er geysilega víðtæk verzlun og
viðskipti íbúanna. Þeir voru á
þessum tlmum mestu sæfarar og
kaupmenn Evrópu.
f íslendingasögunum er oft
vikið að ferðum forfeðra okkar
I Noregi norður á Finnmörk I
leit að loðskinnum. Þau eru að-
eins ein greinin af hinni víðtæku
verzlun Norðurlandabúa, sem
náði um allt svteðið f rá Englandi
austur um Eystrasalt, suður til
Svartahafsins og suður til Araba
landanna, svo sem Mesopóta-
míu.
k STÆÐAN fyrir þessari miklu
verzlun Norðurlandabúa var
fyrst og fremst sú, að Miðjarð-
arhafið var stríðshaf. Þar logaði
sífelld styrjöld milli kristnu
þjóðanna norðanmegin og Mú-
hameðstrúarmanna sunnan meg-
in. Og •Njörvasund mátti heita
lokað Evrópumönnum, því að
Arabar réðu þá suður Spáni.
En hinir norrænu farmenn
höfðu ekki sérlegan áhuga á að
verzla með daglegar neyzluvön-
ur. Skip þeirra voru tiltölulega
burðarlítil. Þess vegna hirtu
þeir vart um að verzla með ann
að en „lúxus-vörur". Loðfeldi
norðan frá Finnmörk, kjörvið,
gull, silfur, þræla. Dýrgripir og
skrautmunir sem þeir fluttu með
sér hafa fundizt víða I fornald-
arhaugum og fátækir eftirkom-
endur þeirra hafa undrazt þann
auð.
Og nú á siðustu árum hefur
það sannazt við fornleifafundi,
,,,að strax í byrjun 9. aldar fóru
að myndast fáeinar verzlunar-
borgir á Norðurlöndum. Þar er
aðallega um að ræða þrjár
borgir og það má heita mjög
Nokkrar fornminjar, sem fundizt hafa i Heiðabæ. Á efri
myndinni sjást skartgripir kvenna og kemur það heim við
lýsingu Flateyjarbókar, að mikill auður hefur verið þar. Á
neðri myndinni sést arabískt gler og vopn.
ClÖct
undarlegt, að i ritum íslend-
inga er þeirra mjög lítið getið.
Þær eru Skíringssalur vestan
megin við Oslóarfjörð, sem lítið
eitt er getið aðallega í Forn-
aldarsögum Islendinga, sem
konungsseturs, eyjan Birka í
Leginum nokkru fyrir innan
Stokkhólm, sem íslenzku ritin
geta ekki einu sinni um og loks
Heiðarbær, sem er að vísu oft
nefndur í íslenzkum fornritum,
svo sem Heimskringlu og Flat-
eyjarbók, en við erum jafnnær
eftir vegna þess, að þar vantar
algerlega lýsingu á staðnum.
Þar er þó að finna lýsingu á
því, þegar Haraldur harð-
ráði Noregskonungur eyddi
Heiðabæ árið 1060 og má/iókk-
uð ráða af henni hinn geysi-
mikla auð, sem þar hafði verið
safnað saman.
Það var upp úr síðustu alda-
mótum, sem tilvera þessara
þriggja norrænu borga fór að
verða ljós af fornleifaupp-
greftri. Hjá þeim hafa m. a.
fundizt stórir kirkjugarðar með
TjÁ er það einn liðurinn I þess-
um rannsóknum, að tekið
verður upp flutningaskip,
knörr, sem talið er að hafi
brunnið og sokkið árið 1050,
þegar Haraldur harðráði eyddi
staðinn, en flakið af honum
fundu froskmenn á þriggja
metra dýpi.
Þessar athuganir Þjóðverja
eru langsamlega umfangsmesta
fornleifarannsókn sem fram
hefur farið á fornleifum vlk-
ingaaldar. Þegar henni lýkur
eftir svo sem áratug mun langt-
um  meira  vitað  en áður  um
grafin upp
mörgum hundruðum, jafnvel
þúsundum líka. Þó er eftir að
vinna mikið átak við rannsókn-
ir I þeim öllum.
T\TJ í sumar eru þýzkir forn-
leifafræðingar að hefja
stórfelldan uppgröft við Heiða-
bæ, sem er I Suður-Jótlandi
rétt hjá Slésvík. Frá því danski
fornleifafræðingurinn Sophus
Miiller hóf uppgröft við Heiða-
bæ um siðustu aldamót hafa
margir stórmerkilegir fundir
verið gerðir þar, sem varpa al-
gerlega nýju Ijósi yfir líf Norð-
urlandabúa á víkingatímunum.
Þessir fundir hafa jafnframt
sannfært menn um, hve mikið
vantar I hin fornu rit íslendinga
um lifnaðarhætti fólksins á
þessum tlma. Þessi vöntun í
þeim varðar fyrst og fremst
verzlunarhættina.
Fornleifauppgröfturinn sem
Þjóðverjar undirbúa nú nær yfir
hvorki meira né minna en 15
þúsund fermetra eða sem svar-
ar ferhyrndu svæði um 120
ftmetrar á hvorn veg. Ér álitið
að þetta hafi allt verið þétt-
byggt borgarsvæði og er það
um 10 sinnum stærra svæði en
til þessa hefur verið grafið upp
þarna. 1 því er m. a. álitið að
sé hluti af iðnaðarmannahverfi
borgarinnar.
lifnaðarhætti  fólks  á  víkinga-
tímanum.
UTEIÐABÆR stendur við hið
svokallaða „Slé", sem er
fjörður, er skerst langt inn í
land I Suður-Jótlandi. Hún varð
ein þýðingarmesta verzlunar-
miðstöð Norðurlanda, vegna
þess að farmennirnir hafa frek-
ar kosið að fara með skip sín
upp eftir ánum í Suður-Jótlandi
og draga þau landveg yfir
vatnaskilin en að sigla fyrir
Jótlandsskaga. Það virðist við
fyrstu sýn talsvert mikil fyrfr-
höfn að þurfa I hvert skipti að
draga skipin landveg nokkurra
km Ieið, en gæta verður þess,
að skipin voru fremur lítil og
það var t. d. algengt að Vær-
ingjar færu þannig að I Rúss-
landi, sigldu upp eftir Nevu,
Dvinu og Njemen, flyttu skipin
yfir vatnaskilin og sigldu slðan
niður Volgu, Don og Dnjepr.
Það var styttra að fara þessa
leið milli Norðursjávar og
Eystrasalts, þó yfir landveg
þyrfti að fara og loks er líklegt,
að víkingar eða ræningjar hafi
verið mikið á ferðinni út af
Vendilsskaga eða Jótlandsskaga
eins og hann er kallaður nú.
Má búast við að það hafi eink-
um verið víkingar frá Noregs-
Framh. á bls. 10.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16