Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						10
VISIR
Fimmtudagur 16. ágúst 1962.

Hinir svokölluðu Sigtryggssteinar, tveir rúnasteinar sem
fundizt hafa við Heiðabæ. Annar þeirra er reistur af sjálfum
Sveini tjúguskegg Danakonungi.
Heiðabær
Framhald af bls. 9.
strönd, forfeður okkar, sem þar
lágu  í  leyni  fyrir farskipum
hlöðnum dýrgripum.
Þannig varð Heiðabær mið-
stöð verzlunarinnar milli Norð-
ursjávarins og Eystrasaltsins í
250 ár. Og nálægir konungar
börðust um að ná yfirráðum
yfir henni, ýmist til að tryggja
verzlun þegna sinna eða til að
ná í tekjurnar af skattalagningu
verzlunar og iðnaðar í borginni.
Það er t .d. mjög merkilegt, að
Svlakonungar réðu um skeið
yfir Heiðabæ og bendir það og
margt fleira til þess, að Svíar
hafi verið áhrifamestir Norður-
landaþjóðanna í verzlun þeirra
tíma. Síðar seildust Saxakon-
ungar til yfirráða í Heiðabæ og
þar hafði Ansgar postuli og
kristniboð Norðurlanda aðsetur
sitt.
CEM fyrr segir, er enga beina
lýsingu á Heiðabæ að finna
í Islenzkum ritum. En einhvern
tíma í kringum árið 950 heim-
sótti arablskur kaupmaður að
nafni Al-Tartuschi Heiðabæ og
var hann kominn þangað frá
kalífadæminu í Cordova á
Spáni. í riti sem varðveitzt hef-
ur gefur þessi Arabi nokkra lýs-
ingu á staðnum. . Hann segir
m. a.:
„Hún er mjög stór borg við
yztu takmörk úthafsins. í henni
eru brunnar með fersku vatni.
fbúar hennar tilbiðja Sirius, ef
frá er tekinn líiill hópur krist-
inna manna, sem eiga sér eina
kirkju í borginni. Þeir halda há-
tíðir, þar sem þeir koma allir
saman til að dýrka guð sinn og
borða og drekka. Sá sem slátrar
fórnardýrl, hvort sem það er
hrútur, geithafur eða svín —
reisir staur við anddyri húss
síns og festir dýrið á hann svo
að aðrir sjái að hann hefur blót-
að þvl guði sfnum til dýrðar.
Borgin er snauð að eignum og
dýrðleikum. Aðalfæða ibúanna
er fiskur og hafa þeir nóg af
honum. Ef þeir eignast börn
varpa þeir þeim f sjóinn til að
spara sér uppeldiskostnaðinn.
Hjá þeim hafa konurnar skiln-
aðarréttinn, konan ákveður að
skilja við mann sinn, þegar
henni sýnist. Þeir hafa búið til
sérstakt .....«msmyrsl,  sem  er
þess eðlis, að ef það er notað
dvínar fegurðin aldrei hvorki
hjá körlum né konum. Aldrei
hef ég heyrt Ijótari söng en hjá
borgarbúum. Það er hljóð sem
kemur úr hálsi þeirra eins og
hundgá, aðeins villidýrslegra."
TjANNIG'er lýsing Arabans af
Heiðabæ. Sumt er ýkt eins
og vildi verða á þessum lltt
upplýstu tímum, en vel • geta
sannleikskjarnar falizt i lýsingu
hans. Og margt bendir til þess,
að efnahagur borgarbúa hafi ver
ið betri en Al-Tartuschi gefur í
skyn, þó hús Heiðabæjar, föln-
uðu við samanburð á skraut-
hýsi Cordova á Spáni.
Svo mikið er víst, að það
var barizt og strítt um yfirráðin
yfir auði hennar. Kaupmennirn-
ir hefðu kosið að fá að lifa þar
í friði, en margir ásældust völd-
in, konungar Dana og Saxa.
Uppgröftur 1 borginni sýnir, að
fólk af tveimur þjóðernum hef-
ur lifað þar saman 1 friði, ann-
að Danir, hitt Fríslendingar, og
má sjá mismun í grafarsiðum
þessara tveggja þjóða.
Við Heiðabæ hafa m. a. fund-
izt tveir rúnasteinar sem eru
meðal stærstu og bezt varð-
veittu rúnasteinanna. Þeir eru
Ieifar bardaga sem þar hafa
verið háðir. Áritunin bendir til
þess ,að það hafi verið sjálfur
hinn frægi fornkonungur Dana,
Sveinn tjúguskegg sem reisti
annan steininn yfir hirðmann
sinn Skarða, sem féll við Heiða-
bæ.
f\G svo kemur lokaþáttur
Heiðabæjar 1 hinni hat-
römmu styrjöld sem varð í
kringum árið 1950 milli Sveins
Ástríðarsonar Danakonungs og
Haraldar harðráða Noregskon-
ungs.
Snorri Sturluson víkur nokk-
uð að þessu f Heimskrir.glu og
segir þar að Haraldur hafi eytt
Heiðabæ. En í Flateyjarbók er
miklu ýtarlegri lýsing á styrj-
öldinni og herferð Haraldar um
Jótland:
„Haraldur vendir nú suðr til
Jótlands fyrir sunnan Vendil-
skaga (Skagen) og svo um Þjóðu
(Thy) fe. nú allt herskildi,
brennir !>yggðina og drepr
mennina,  svo  sem  hann  var
Gjörðu þeir nú svo mikinn
hernað sem hér til hefði ná-
liga skuggi verið hjá því, sem
nú var, og tóku ýki f jár.
•
Þá mælti Haraldr konungr:
„Gjarna- vilda ég, að Danir
ræki minni til vorrar kvomu,
og megu þér á líta, hver frami
það væri, að vér sæktum þá
heim og gjörðum þeiin slíkt illt,
sem vér mættum. Vér höfum nú
fengið meira fé en á mörgum
sumrum fyrr. Nú mun ég fara
allt suðr til Heiðabæjar. Það
væri oss mikið snilldarverk að
ná honum og gjöra þeim nokk-
urn auvislá".
Fara þeir nú með herínn og
láta geisa eld og járn, hvar sem
þeir fóru um Danmörk, og fara
nú djarfliga. Liðið stökk und-
an, slfkt er komast mátti, og á
fund Sveins konungs og bera
upp l'yrir honum kveinstafi sína,
segja skaða sína og hörmung.
•
Haraldr k .ungr kom nú með
herinn til Heiðabæjar og gjörði
mikinn sveim í bænum, tóku og
ræntu mörgum gersimum því
að náliga voru komnar þar all-
ar þær, sem mestar voru.
Þar voru og konur ríkra
manna, og í þehn stað einhverj-
um var mest frægð og gæzka í
allri Dunmörk. Tóku nú þar allt,
slíkt er .þeir vildu, bæði konur
og fé.
Þá mælti Haraldr konungr:
„Þó að Danir stæði á móti, að
eg mætta konungr vera yfir
þeim, þá stóðu þeir nú lítt á
móti oss eðr fyrir konum sín-
um og gersimum, að eigi komi
það í vort vald Norðmanna."
•
Og er þeir höfðu rænt stað-
inn og tekið slíkt er þeir vildu,
þá brenndu þeir hann allan. Þá
ortu menn Haralds þetta:
Brendur var upp með endum.
allur það má kalla
hraustligt bragð er eg hugda
Heiðibærr af reiði.
Von er að vinum Sveini
verk í nótt fyrir óttu
gaus hár logi úr húsum
harm á borgararmi.
TjANNIG lauk byggð I Heiða-
bæ og fluttist verzlunar-
stöðin eftir það til Slésvikur
en aldrei kom aftur hin sama
gullöld danskrar kaupmennsku
aftur. Á næstu öld fóru tím-
arnir að breytast og verzlunin
að eflast hjá Miðjarðarhafs-
þjóðum og í Frankaríki. En auk
þess gerði ósamlyndi Norður-
landaþjóðanna, stríð og bardag-
ar verzlun þeirra erfiðara fyrir.
Þar kom að Hansastaðirnir og
Rínardalurinn tóku að eflast
með nýjum verzlunarháttum
og fullkomnari og stærri skip-
um.
Það sem eftir er sjáum við
í fornleifauppgreftri Heiðabæj-
ar, hinnar brunnu borgar f
fögrum skartgripum úr gulli og
öðrum gersemum.
K. S. f.
K. S. f.
GLAUMBÆR
Kveðjudansleikur
fyrir færeyska landsliðið í Glaumbæ í kvöld.
Dansað til kl. 2.
Ókeypis aðgangur.
Knattspyrnusamband fslands.
Verkamenn óskast
— MIKIL VINNA —
Sandver sf.
Sími 33374.
Starfsstúlkur óskast
í Vífilsstaðahæli sem fyrst. — Upplýsingar gefur yfir-
hjúkrunarkonan í síma 15611.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
Yfir Sprengisand
Framhald af bls. 6.
Stundum hafði Fólksvagninn
jafnvel forustuna, fór fyrstuX
í fylkingu jeppa og fjallabíla
eins og hann ætti öll þessi víð-
lendu öræfi.
—  Ekki myndi ég samt ráð-
leggja neinum að leggja einn á
Sprengisandsleið á Fólksvagni,
sagði Gunnar Petersen einn þátt
takendanna við fréttamann Vís-
is. Aksturinn var viða erfiður,
þó bílinn hefði það yfir.
—   Hvernig er leiðin, —
hvaða kaflar eru verstir?
—  Mestöll leiðin er sandmel-
ar og yfirleitt greiðfær, ég tala
nú ekki um fyrir jeppabíla, sem
geta farið uip allt. Sprengisand-
ur sjálfur er ágætis bílabraut á
köflum. Verst er þegar komið
er að lækjum og gilum. Þá kem
ur grjótið og sýna verður mikla
varúð og aðgætni.
•'
Víðast hvar hafa fjallabílar,
sem verið hafa þarna á ferð
myndað vegaslóða og er sæmi-
legt að fylgja þeim. Þó virtist
leiðangursmönnum að vegastæð
ið niður í Bárðardal væri illa
valið, mætti fá betri leið.
Bílarnir tóku allir benzín við
ferjustaðinn á Tungnaá, sem er
nær fremst yfir Tungnaá við
ósa hennar út í Þjórsá. Heitir
þar Sultartangi. Nægði það
benzín síðan að næsta benzin-
stað við Fosshól hjá Goðafossi.
•
Lagt var af stað á laugardag-
inn frá Reykjavík um kvöldið
var tjaldað hjá Kjalvatni nokkru
fyrir norðan ferjustaðinn. Á
sunnudaginn var risið snemma
úr svefnpokum og ekið þá um
daginn sem leið liggur að Mýri
í Bárðardal, en þangað var kom
ið um kl. 10 um kvöldið. Frá
Mýri er síðan ágætis vegur og
óku þeir á Fólksvagninum á iy2
tíma í Vaglaskóg, þai sem þeir
tjölduðu aðra nótt.
Veðrið var skínandi gott og
fagurt á fjöllum. Einna hrifnast-
ir urðu férðamennirnir af nátt-
úrufegurðinni í Jökuldal vestan
í Tungnafellsjökli og fagurt gras
lendi er í Tómasarhaga. Þá er
ákaflega fagurt og undarlegt fyr
irbrigði sem mætir ferðamanni
rétt hjá svokallaðri Hrossöldu.
Þar er stórt svæði vafið hinni
fegurstu Eyrarrós. Maður trúir
varla að slikt blómskrúð sé til
uppi á hálendinu.
TRÉSMIÐJAN
co
LAUGAVEGI  166
VERZLUNARSÍMI  22229
i' GLÆSILEG HÚSPRÝÐI
VÍÐIS-sófasett
VÖNDUÐ OG STÍLHREIN
FJÖLBREYTT ÁKLÆÐI
íHAST-sófasett
EINKAFRAMLEIÐSLA
FRA VlÐI
HENTUG OG ÓDÝR
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16