Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Fimmtudagur 16. ágúst 1962.
VISIR
15
SAKAMÁLASAGA ^
þ ÉF77/? CHARLES WILLIAMS
FJÁRSJÓÐURINN
30.
sneri ég mér við og hljóp í áttina
til bílsins.
Ég ók hægt, þótt ég þráði að
vera korriinn aftur inn í íbúðina,
eins og ég gæti lokað mig inni,
og enginn náð til mín, en undir
eins og ég væri kominn inn var
ég sem dýr veitt í gildru, því að
í hana mundi lögreglan sækja
mig.
Hún var heima.
Var hún að reyna að gera mig
vitskertan? Eða ætlaði hún að
drepa mig?
19. kapítuli.
Föstudagur ......
Allan daginn sat ég og horfði
á hana og hlustaði samtímis á
lyftuhljóðið. Hún lá um stund og
lét sólina skína á andlit sitt,
háls og handleggi. Því næst fór
hún að ganga um á háhæluðum
skóm og æfði sig í að vagga
mjöðmunum, en það var eitt af
sérkennum Susie Mumble.
— Hvað finnst yður?
— Þér eruð fljótar að læra.
— Þetta var aldeilis ágæt hug
mynd hjá yður og ég er viss
um, að þér eruð stoltar af að
háfa skapað nýja persónu.
Já, herra trúr, hún var bara
hæstánægð og áhyggjulaus, það
var engu líkara en hér væri í
aðsigi a<5 fagna yfir einhverju.
Hvern þremilinn var hún annars
að brugga?
—  Ég er ekki að leika neitt
hlutverk lengur. Ég er Susie
Mumbler.
—  Verið þá Susie Mumbler
fyrir alla muni — en reynið að
muna nöfnin,
—  Ég man þau áreiðanlega
þegar við þurfum á þeim að
halda. Það ætti að vera óhætt
að biða eina eða tvær vikur.
Hún Var ekki í vafa um, tæf-
an, hvernig hun átti að kvelja
mig.
Tíminn ætlaði aldrei að líða
og ég gerði ekki annað en reykja
og drekka kaffi, og lagði við
hlustirnar. Og ég hugsaði um
lögregluna og Clarissu. Lögregl-
an gat komið hvenær sem var.
Og hversu lengi gat ég haldið
mér vakandi. Ef ég sofnaði
mundi hún kannske drepa mig.
Ef ég læsti mig innj á baðinu
og legðist þar fyrir með kodda
undir höfðinu var ég búinn að
koma upp um mig.
Af hverju gafst ég ekki upp.
Ég gæti hringt til lögreglunnar,
hugsaði ég, og sagt þeim að
sækja hana. Svo gæti ég stungið
af sjálfur, ,Eðar þeir létu mig
sleppa, þegar þeir væru búnir
að ná henni.
En svo fór ég aftur að hugsa
um peningana.
Ég varð einhvern veginn að
þrauka og sjá um, að hún næði
ekki- peningunum. Hún skal al-
drei ná þeim, hugsaði ég. Eng-
inn mannlegur máttur skal
koma í veg fyrir, að ég fái þá.
Þeir eru mín eign.
Ég áttaði cnig allt í einu á,
að ég hafði hugsað hátt, þar sem
ég sat þarna einn.
Ég sat í stól og mókti, en við
minnsta hávaða rauk ég á fætur
og þá hafði ég svo ákafan hjart-
slátt, að ég hélt, að það myndi
bresta þá og þegar.
Laugárdagur......
Ég fór snemma út og ók bíln-
um, keypti mér blað, og komst
að raun um, að þeir höfðu fund-
ið bíl Finlays á flugvallar-bíla-
stæðinu,
Nú stóð í blaðinu með feitu
letri:
Hins óþekkta morðingja leitað
hér í Samport.
Clarissa var þannig ekki enn
farin að muna og þeir höfðu á-
fram bara lýsinguna við að styðj
ast, en það var eins og netið
væri stöðugt að þrengjast um
mig og mér fannst oft, að það
í væri aðeins spurning, hvenær
ég mundi bugast, en svo stapp-
aði ég í mig stálinu á milli og
heitstrengdi að þrauka. Og ég
ætlaði ekki að láta Madelon
leika á mig. Ég varð að gera
henni Ijóst, að einnig hún væri
glötuð, ef lögreglunni heppnað-
ist að taka mig. Hvort okkar
gat þolað lengur þrýstinginn á
taugakerfið? Eða var þetta allt
öðruvísi fyrir hana? Hún virt-
ist sofa vel og hún fór í sólbað
sem ekkert væri. Hún æfði sig
í Susie-hlutverkinu eins og þetta
væri skemmtilegur leikur. Hún
virtist áhyggjulaus með öllu.
Ég sofnaði eftir að hún hafði
farið að hátta. Þegar ég vaknaði
lá ég endilangur á legubekknum
og ég vissi, að það var veikt
hljóð, sem hafði vakið mig.
Svo kom ég auga á hana. Hún
kom varlega úr svefnherberginu
og var í þessum gegnsæja inni-
slopp og nakin undir honum og
hún var með skæri í hendinni.
— Ó, sagði hún brosandi, —
það var alls ekki tilætlunin að
vekja yður.
Ég gat engu orði upp komið,
starði bara á skærin, og hún tók
eftir því.
— Ég var að laga dálítið lokk-
ana og svo datt rhér í hug að
fá mér sjúss og ætlaði fram í
eldhús, en þar sem ég hef nú
vakið yður gætum við fengið
okkur reyk og rabbað saman.
Ég sat eins og áður og hún
tók sígarettu og kveikti í. Það
virtist ekki skipta hana neinu,
þótt hún væri sama sem nakin.
— Það er annars bara huggu-
legt sérna, sagði hún.
Og ég, sem hafði verið að gera
mér vonir um, að hún mundi
bugast! Ég sat þarna á sófanum
og fann hversu ég titraði allur,
eins og mér yæri hrollkalt.
Og hún sat þarna gegnt mér
og fitlaði við skærin, eins og
þau væru nýtt og skemmtilegt
leikfang.
—  Það er svo friðsamlegt
hérna, að ég gæti næstum látið
mér detta í hug að vera hér það
sem eftir er ævinnar.
Mér fannst  allt hringsnúast
T
A
R
Z
A
N
Indíánaforinginn   ógnaði   nú   „En hvers vegna?" spurði apa-
fanga sínum og ögraði honum full  maðurinn.
ur haturs með dauða.              ~? Nóg, uraði konungurinn. —
*EN0USH!'CKOAKE7 THE ICINS.
*THE WHITE MAN HAS ALWAVS
5K0UGHT EVILTOTHE ZUNCAS..."
*OTHERS LIKE
YOU CAANE TO
PLUN7EK ANP
MUKPEe—NOW
THEY LUKK.
A50VE IN THE
SNOW KEGION."
^)
Hvíti , maðurinn hefur ætíð verið
okkur til bölvunar.
•— Aðrir þér líkir komu hingað
til að eyða og drepa og nú liggja
þeir í leyni í snjóbeltinu hér fyrir
ofan.
Barnasagan
KALLI
og græm
páfa-
gaukur-
Snn
„Hvaða talandi páfagaukur", ¦
sagði stýrimaðurinn skjálfandi, —
„við höfum engan páfagauk um
borð". Ókunnugi maðurinn 'horfði ;
illúðlegur og tortrygginn á stýri-
manninn. „Nú, en þið hljótið að
hafa haft hann. Gamlir sjómenn
,11  !11:,.   ,n  \n1111
hafa alltaf með sér páfagauka. Öll
skip hafa páfagauka, þeir segja
að það sé gœfumerki. Þetta er rétt
hjá mér stýrimaður. Ég hef rann-
sakað siði skipshafna." Með þess-
um orðum hvarf hann jafnskyndi-
lega  og  hann  hafði  komið,  og
skildi stýrimanninn eftir furðu lost
inn.  .
„Ja, hvers vegna höfum við eng-
an páfagauk á þessu skipi, ef þeir
eru. til gæfu, eins og hann segir.
Hann gæti þá bægt frá slysum og
ílánum."
Hann sópaði saman póstkortun-
um, og fór með þau £ bæinn til að
skipta á þeim og páfagauk. Aum-
ingja Bill, þú veizt ekki, hvílíkt
ævintýri þessi ákvörðun þín hefur
í för með sér.
Við komumst að málamiðlun
fyrir augunum á mér og ég átti
bágt með að varðveita ró mína.
Ég var ekki smeykur við hana
vegna þess, að hún sat þarna
með skærin i höndunum, heldur
vegna þess, að hún var flagð,
ómanneskjuleg, ekkert — alls
ekkert gat haft þau áhrif á hana,
að hún haggaðist. Mér fannst
ég vera að hverfa í þokubólstra.
Átti ég að flýja — eða drepa
hana.
En þá stóð hún upp allt í einu.
— Ef þér eruð eins þreyttur
og þér lítið út fyrir að vera,
sagði hún, ætla ég ekki að kvelja
yður. Ég fer og halla mér aftur.
Hún vissi nákvæmlega hversu
langt hún gat farið hverju sinni.
Sunnudagur......
Enn hafði þetta versnað —
þessi dagurinn yrði allra verstur
— mér fannst eins og ekki væri.
munur dags og nætur lengur —
allt vær irunnið saman í eina
kvalabið án nokkurra marka og
ekki væri. eftir neinu að bíða,
nema sprengingu, sem hlyti að
Það mun hafa verið nálægt
verða þá og þegar.
miðnætti. Ég vissi, að ég gat
ekki vakað lengur inni. Ég varð
að komast út undir bert loft. Ég
settist undir stýri í bifreið minni
og ók út á ströndina. Þegar ég
fór út úr bifreiðinni, og hafði
gengið eins og 5—6 skref, fann
ég að ég var alveg ruglaður orð-
inn. Mér sýndist ég sjá hring-
ekju og í öllum hringekjusætun-
um voru seðlabúnt og»-£ seðla-
búntunum sat stúlka með kopar-
litt hár með hæðnistillit í aug-
um_ _              -fe
Ég  hlaut  að  hafa  vaknað
skyndilega — bifreið hafði num-t
ið staðar skammt frá mér, Það'
var kveikt á 'jóskastara og hon-[
um beint að bílnum mínum og>
svo var ljósgeislinn lækkaður og>
beint að mér, en ég lá þar á
bílgólfinu og hélt niðri í méri
andanum.  Þetta  var  vafalaust!
einn af eftirlitsbílum lögreglunir
ar. Nú var slökkt á Ijóskastar-
anum. Hvað mundi gerast. —»
Mundi  lögregluþjónninn,  sem|
bílnum ók eða hann og félagar'
hans, væru.þeir fleiri, koma og;
athuga bílinn frekara. En er ég:
lagði  við hlustirnar heyrði ég
fótatak eins manns. Hann hélt
á vasaljósi. Ég sá hann beina
því að jörðu aðeins í um tveggja
metra fjarlægð. Og allt í einu
var  geisla  vasaljóssins  beint
framan í mig, svo að ég fékk
ofbirtu í augun.
— Hvað eruð þér að gera hér?
Eruð þér fullur?
Svo dró hann andann djúpt cg
i i i
í
l.i i'l
Vr//llrlf.f/Mí'íVrri^V^^VÍ'/^'í^T)VM^N^r/rf> \'iu :<v i iýt r
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16