Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Tölvumįl

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Tölvumįl

						Febrúar 1992

c) Árekstrar milli verksala og

verkkaupa.

Þegar  höfundur  er  ekki

starfsmaður þess sem verk er

I frumvarpinu er

mælt fyrir um að

atvinnurekandi

eignist höfundarétt

aö forriti ef gerö

tölvuforrita er liður í

ráðningarskilmálum

unnið fyrir, heldur verktaki, er

ekki um að ræða réttindi og

skyldur sem fylgja vinnu-

sambandi. Framsal höfunda-

réttar á sér því ekki stað í þessum

tilfellum á grundvelli þeirra

sjónarmiða um vinnusamninga

semfyrrergetið. Áhinnbóginn

getur verið um það að ræða að

verkkaupi tekur þátt í sköpun og

verði þess vegna meðhöfundur.

Hvort verkkaupinn telst hafa innt

af hendi nægilega sköpun til að

teljast meðhöfundur ræðst m.a.

af því hvort þeir starfsmenn

verkkaupa, sem unnu að verki,

voru sérfróðir um hugbúnað, t.d.

starfsmenn í tölvudeild fyrir-

tækis.

d) Árekstrarmillivinnuveitanda

og fyrrverandi starfsmanns.

Trúnaðarskyldur eru hluti af

skyldum starfsmanns samkvæmt

vinnusamningi. Með trúnaðar-

skyldum er t.d. átt við

þagnarskyldu og skyldu til að

vera ekki í samkeppnisaðstöðu

gagnvart vinnuveitanda sínum.

Þessar skyldur leiða til þess að

starfsmanni er óheimilt að

markaðssetja eigin hugbúnað í

samkeppni við vinnuveitanda.

Spyrja má hvort þessar skyldur

haldist að einhverju leyti eftir

lok vinnusamnings. Því er til að

svara að þagnarskylda helst eftir

starfslok. Bann við samkeppni

er hins vegar að öllu jöfnu ekki

fyrir hendi eftir lok

vinnusamnings nema um slíkt

hafi verið samið. Starfsmaður

hefur heimild til að nýta sér

almenna reynslu sem hann

öðlaðist hjá fyrrverandi

vinnuveitanda en hann má ekki

afrita eða gera eftirlíkingar af

hugbúnaði sem hann hannaði í

starfinu.

6. Gildistími

höfundaréttar

Höfundalögin mæla fyrir um að

höfundaréttur haldist uns liðin

eru 50 ár frá dauða höfundar.

Reglan hentar ekki fyllilega fyrir

hugbúnað, því ekki er alltaf vitað

hver höfundur er. Langur

verndartími getur einnig leitt til

að hömlur leggist á

atvinnufrelsið. I Frakklandi

hefur verndartíminn verið styttur

í 25 ár frá tilurð hugbúnaðar.

Orðaskrá frá IBM

•::¦¦$¦           S

Starfsmenn Þýðingastöðvar

Orðabókar Háskólans og IBM

hafa tekið saman orðaskrá um

tölvumál. Skráin nær yfir

orðaforða allra helstu forrita sem

þýdd hafa verið í þýðinga-

stöðinni, alls um 2600 upp-

flettiorð. ífyrrihlutabókarinnar

er íslensk-ensk skrá og

samsvarandi ensk-íslensk skrá í

síðari hlutanum.

Skráin er einkum ætluð not-

endum viðkomandi forrita, t.d.

þeim sem þekkja eða hafa unnið

við óþýddar útgáfur forrita, en

eru að byrja að nota íslenskar

útgáfur þeirra. Einnig ætti

hún að gagnast þeim sem

fást við samningu forrita

og þýðingar á íslensku.

I skránni eru engar skilgrein-

ingar orða eða hugtaka.

Það er auðvitað miður, en

þörfin fyrir skrá af þessu

tagi var orðin brýn, og því

var lagt í útgáfuna.

Orðaskráin, sem ber titilinn

"Orðaskrá yfir tölvuorð",

mun fást í verslun IBM,

Skaftahlíð 24 og mun kosta

1200 kr.

Orðaskrá

yfir

tölvuorð

Tekin saman af Þýðingastöð

Orðabókar Háskólans og IBM

Hcykjnvik 1991

10 -Tölvumál

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36