Tölvumál - 01.03.1993, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.03.1993, Blaðsíða 10
Mars 1993 Að ná sáttum við sína tölvu og sigla mikinn Thor Vilhjálmson, rithöfundur Byggt á erindi semflutt var á ET degi SI, sem haldinn var 4. desemher sd. Að sigla mikinn. Það ætlar maður sér náttúrlega að gera skáld sem sezt við tölvu til að koma saman bókmenntatexta. Hvernig sem heimurinn breytist gildir æ hið fornkveðna: Kóngur vill sigla en byr hlýtur ráða. Mér vildi til láns að átta mig snemma á því að tölvan býður upp á mikil undur og ævintýri og ginningar ýmsar sem geta glapið skáld og villt af leið. Hún býður léttleika tækniundra sem geta ruglað og afvegaleitt þann sem ætlar að koma saman bókmennta- texta svo hann missi þeirrar fyrirstöðu sem ljærmátt. Eg kann dæmi þess að rithöfundar hafa ruglað því saman að kunna vel á tölvu og hinu að skrifa vel. Þeir hafa lent í hinum bærilega léttleika tækninnar sem getur borið þann sem gáir ekki að sér svo hratt, svo undurhratt burt frá sjálfum sér í eitthvert tæknilegt listflug, og geti í fríheitum tölvusprangs farið tvöfaldar sviflykkjur og flug- hrapsheljarstökk (loop) einsog ekkert sé, en lesendur standa á öndinni og sjá ekki í glæsilegum tilþrifum tölvuundra að það er ekkert efni og inntak, engin næring, engin sköpun, bara undraglæstir tilburðir óskyldir list, skáldskap; eða laustengdir. Skáldið verður að flýta sér hægt, vara sig í hverju fótmáli, vita af sér og láta ekki tæknina hremma hugann svo missi átak sitt í verki sínu, tölcin slakni á því sem hann er að yrkja, og hugsunin rjúki í heillandi undurog léttleika tækn- innar í staðinn. Mér vill til láns að mig skortir fingrafimi til þess að svífa í tækniölvun burt frá sköpunarverkinu. Skáldskapur krefst árvekni, að vaka yfir hverju orði, vita af hverju orði og öllum hinum orðunum í senn. Þar verður hugsun skáldsins að lifa og vaka. Tölvan lokkar með tilboðum sínum, og getur rænt skáldið þeirri fyrirstöðu sem þarf að skynja í baráttu fyrir texta sínum, og við textann. Það ætti kannski að vera áfram einkamál sem ég hugsaði snemma í sambúð minni við tölvu að læra ekki nema það sem ég þyrfti brýnast að nota í mínu eigin verki, í minni baráttu við að koma saman frambæri- legum skáldskap. Þetta gildir fyrst og fremst þegar ég fæst við það sem mér er tamast sem ég kýs að kalla prósa til að forðast það sem sumir gera að segja óbundið mál, það er mér fjarri, heldur vil ég binda texta öðrum böndum, mitt mál vil ég ekki að sé óbundið. Og þegar ég er upp- lagður finnst ég hafa byr í seglin eða undir vængi svo að ég orði það öðruvísi, þá hugsa ég svo hratt að ég hef enga fimi í fingrum til að ná því fram, til að virkja það sem streymir fram á tölvuna, þá verð ég að hrökkva aftur í þá aðstöðu sem hefur tíðkast um allar aldir, að handskrifa, með penna eða blýanti ellegar ritstíl; eðaefallt um þrýturmáfara aftur fyrir skráða sögu og skrifa með priki í sjávarsand, eða fingri í flæðarmálinu handa flóðinu til að þurrka burt. Þegar ég er í ham verð ég að hafa mig allan við til að týna ekki hugmyndunum út í bláinn eða buskann, þó ekki sé nema að rissa drög og teikna stiklur, þar hef ég hraðann sem ég þarf, og síðan kemur að tölvunni og þá nást sættir, að forma og móta svo borið verði fram fyrir aðra. Nú freistast ég til þess að ljósta því upp sem mörgum kann að koma á óvart: ég hef unun að því að sitja við tölvu mína og yrkja ljóð, þá fer ég mér hægar og þá er hún mér svo tillát, þá semur okkur vel, þá get ég reynt allskonar tilbrigði, og hún svarar mér jafnharðan og sýnir mér það, án þess að henda hinu, ég get fært til parta og skoðað, skilað aftur í sama horf ef sýnist. Þá er ég glaður og þakklátur, og uni sáttur í þeirri frjóu sambúð. Að vísu er mér þetla fært líka í prósanum . Það verður ekki fullþakkað að geta haft heilar bækur á litlum diski, að geta farið sem elding fram og aftur, og þurfa ekki að leita daglangt að gömlum blöðum eða í minnisbókum eða stílabókum eða handritum að því sem kannski mætti nýta á hraðfleygri stund; sem er orðin þá, þegar þú ert búinn að segja nú. Þú ert með skáldverk í tölvunni, þú getur fært til kafla, prófað hvernig þeir fara með öðrum tengslum, hvað það kostar og hvort það svarar fyrirhöfninni og hvort verkið muni skekkjast, hvað af muni vaxa og hvernig það verði hamið. Nú hefur mér áskotnast sem frægt varð í fyrra 10 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.