Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 5

Tölvumál - 01.04.1993, Blaðsíða 5
Apríl 1993 Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaður SÍ Nýir menn til starfa í stjórn Eins og jafnan á aðalfundi verða breytingar á stjórn. Að þessu sinni voru þau Bjarni Ómar Jóns- son og Laufey Jóhannesdóttir kjörin í stjórn í stað þeirra Guð- bjargar Sigurðardóttur og Karls Bender sem ekki gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa. Um leið og ég þakka Guðbjörgu og Karli samstarfið býð ég Bjarna Ómar og Laufeyju velkomin til starfa. Breytt skipan innan stjórnar Jafnhliðaþeimmannabreytingu- m sem áttu sér stað á aðalfundi færðust nokkrir stjórnarmanna á milli embætta. Haukur Oddsson tók við embætti gjaldkera, Douglas Brotchie var kjörinn ritari og Halldóra Mathiesen var kjörin skjalavörður. Fleiri hádegisfundir Stjórn SÍ hefur markað þá stefnu að fjölga hádegisfundum og halda þá u.þ.b. á tveggja vikna fresti á háannatímanum. Hádegisfundir eru vinsælt form, hæfilega stuttir til þess að þeir tefji ekki um of frá vinnu, en nægilega langir til þess að unnt er að ná fram áhugaverðri ogfróðlegri umræðu um afmörk- uð mál. Nú þegar hafa verið haldn i r t vei r hádegisverðarfund i r, annar um nýju fjarskiptalögin en hinn um Roder kerfið sænska. í stað hádegisfundar 19. mars var haldin kynning á sýndarveruleika í samvinnu við Háskóla íslands og Félag tölvunarfræðinga. 25 ára afmæli SÍ 6. apríl næstkomandi Hinn 6. apríl 1968 var haldinn síðari stofnfundur Skýrslutækni- félags Islands og telst þessi dagur því formlega afmælisdagur félags- ins. Afmælisnefnd hefur til at- hugunar að efna til móttöku eða annars atburðar á þessum tíma- mótum og verður félögum SI tilkynnt um það sérstaklega ef af verður. Að öðru leyti verður afmælis- árið viðburðaríkt eins og fram kom í grein Önnu Kristjánsdóttur, varaformanns, ísíðastatölublaði Tölvumála. Ráðstefna síðari hluta aprílmánaðar Koini ekkert óvænt til þá verður ráðstefna um Tölvuvæðingu í kreppu síðari hluta aprílmánaðar. Heiti ráðstefnunnar er vísvitandi hafttvírætt. Annars vegarverður fjallað um það með hvaða hætti unnt er að nota tölvutækni til þess að ná betri árangri í kreppu, en hins vegar verður komið inn á það hvort tölvuvæðing sé í kreppu. Ahugaverð ráðstefna fyrir alla sem að tölvumálum koma! COPE’IT ’93 í Kaupmannahöfn 14.-16. júní ’93 Danska skýrslutæknifélagið efnir til alþjóðlegrar ráðstefnu íKaup- mannahöfn undir merkjum Sam- taka norrænu skýrslutæknifélag- anna (NDU) um miðjan júní næstkomandi. Þessi ráðstefnaer gjörbreytt að formi til frá fyrri Norddata ráðstefnum þar sem stór hluti fyrirlesarakemurfrálöndum utan Norðurlandanna. Má þar nefna fyrirlesara eins og James Martin, Willian Starbuck frá Háskóla New York, Bob Philips frá Ernst & Young, Chuck Whitc frá Gartner Group, Peter Reid frá AT&T og JohnP. Imlay fráD&B Software. Ráðstefnan verður að mestu leyti haldin á ensku. Meginþemu hennar eru fjögur, (i) Upplýsingabylting í fyrirtækjum, (ii) Breytilegur heimur hug- búnaðar, (iii) Breytt kerfishögun og (iv) Net. Þá verður sérstakur flokkur erinda um nýjustu þróun þar sem fyrirlesarar fjalla um það sem "heitast" er þá stundina. Það leikur ekki vafi á því í mínum huga að þessi ráðstefna verður ákaflega vönduð og fróðleg en dagskrá hennar barst mér snemma í mars. Óhætt er að hvetja fél- agsmenn SI til þess að sækja COPE’IT’93 en skrifstofa okkar getur haft milligöngu um að út- vega dagskrá og skráningarblöð. Vel heppnuð árshátíð Arshátíð SI, Félags tölvunar- fræðinga og Kerfís var haldin 5. mars síðastliðinn á Ömmu Lú. Er skemmst frá því að segja að hún var mjög vel heppnuð. Frá- bær skemmtiatriði, góður matur, hresst fólk og veglegt happdrætti lögðust á eitt til þess að gera árshátíðina eftirmihnilega. Nokkur fyrirtæki gáfu veglega 5 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.