Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.12.1993, Blaðsíða 8
Desember 1993 Aðgerðavaki eða geymdar stefjur Næstu skref í tölvuvæðingu íslandsbanka Eftir Hauk Oddsson Allt frá því tölvukerfi íslands- banka fór að taka á sig núverandi mynd hefur það dregið notagildi þess að ekki hefur verið með góðu móti hægt að hafa samband við tvær móðurtölvur samtímis frá forritum keyrandi á vinnu- stöðvum netsins. Að sjálfsögðu hefur verið hægt að keyra tvö aðskilin forrit samtímis, undir Windows, og þannig hafa sam- band við tvær miðtölvur. Það sem hér er átt við er; að ekki er hægt að keyra samsetta færslu á miðtölvu bankans og á tölvu Reiknistofu bankanna frá sama forriti og standa við ACID kröfuna ("distributed on-line transaction processing", sjá skilgreiningu á ACID aftast í greininni). Til útskýringar fylgir hér stutt lýsing á tölvuumhverfi Islandsbanka. Sagan Árið 1987 varhafin notkun fyrir- bæris sem hét FBSS. (og heitir sjálfsagt enn). Á sama tíma varð til mynd af framtíðar tölvukerfi bankans. Þrátt fyrir að hugtakið biðlari/miðlari hafi ekki verið til, a.m.k ekki í huga okkar, voru hugmyndir okkar svipaðar því líkani (sjá mynd 1). Það sem okkur þótti hvað byltingakenndast við þessa nýju hugmyndafræði var að inn á netið var hægt að tengja á einn eða annan hátt nánast allar véla- tegundir og hafa samband við þær frá einmenningstölvum á netinu. Hérvarþvíumopiðkerfi að ræða í víðum og réttum skiln- ingi þess orðs. Frelsi sem þetta var ekki jafn sjálfsagt og það er nú á tímum. Svo opið kerfi, sem hér er lýst, átti mikinn þátt í því hve vel tókst að sameina tölvukerfi bankanna sem mynduðu Islandsbanka. Innri uppbygging Hugmyndir að útfærslu ofan- greinds kerfis hafa breyst ntikið frá því rnyndin varð fyrst til. Islandsbanki valdi að útfæra kerfið/netið með Ethernet, Novell Netware, CISCO marg- hátta beinum og nota ORACLE sem gagnagrunn. Nánar lítur kerfið út eins og lýst er á ntynd 2. Fyrir þá sem hafa gaman af magntölum samanstendur kerfið af eftirfarandi hlutum: Fjölnotendavélar: * IBM 3090 model 200J - Vél RB. * VAX6520 * DEC 5000 ntodel 240 * DEC 5000 model 200 * IBM RS/6000 model 350 * IBMAS/400 * IBMS/36 Net íhlutir: * Cisco Mulli Protocol Routers - 40 stk * Novell NetWare miðlarar - 35 stk * Novell SAA gáttir - 5 stk * Einmenningstölvur - ca 750 stk * IBM 3624 hraðbankar - 13 stk Helstu breytingar á vélbúnaði, sem fyrirhugaðar eru á næstu misserum eru, að VAX 6520 verður skipl út með DEC AXP 7000/610, DEC 5000 model 200 skipt út með DEC APX 3000/ M600 og IBM 3624 hraðbankar verða endurnýjaðir með NCR 8 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.