Tölvumál


Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.03.1994, Blaðsíða 15
Mars 1994 Að ná hámarksárangri við forritun Grein þessi er byggð á erindi semflutt var á ráðstefnu SÍ um myndrœna forritun 18. nóvember 1993. Eftir John Toohey Inngangur Hinn 3. maí 1993 kynnti Paul Maritz, framkvæmdastjóri verk- efnisins "Fram- líðaráætlun um háþróuð kerfi" hjá Microsoft Corp, OLE 2.0 (Object Linking and Embedding eða Tenging og innbyrðing við- fangs) fyrir hóp 1200 forritara og fréttamanna á ráðstefnu í Seat- tleíWashington. A þessari fyrstu opinberu OLE 2.0 sýningu var m.a. sýnt Word fyrir Windows og Skjáfax frá íslenska fyrirtækinu Tölvusam- skipti hf. Þess má geta að fyrir- tækið Tölvusamskipti hf hóf þró- unarsamstarf við Microsoft á síðasta ári. Hvers vegna OLE 2.0? 1 mörg ár hafa forritarar og aðrir sem framleiða hugbúnað nýtt að- ferðir viðfangsforritunar (object oriented programming). Með OLE 2.0 fá notendur einnig að- gang að þessu öfluga tæki. Hefð- bundnar vinnuaðferðir breytast með OLE 2.0, nú er aðaláhersla lögð á gögnin sjálf en ekki for- ritið. Þegar OLE 2.0 er notað einbeitir notandinn sér að gögn- unum en ekki þeim verkfærum sem notuð eru. Þetta er fyrsta skrefið í þá veru að framfylgja OLE 2.0 Eiginleikar stefnu Bill Gates "Upplýsingar á hraðbergi" (lnformation at your fingertips). Skjalsniðin skil (Document Oriented Interface) I skjalhverfðu líkani (Document Centric Model) vinnur notandi við skjal í stað forrits. I skjölum geta verið margs konar viðföng, t.d. hljóð, kvikmyndir og texti. Vinna má úr hverju þessara við- fanga sérstaklega, afrita á milli skjala, prenta eða senda með tölvupósti til annarra notenda. Skjalið er þá eins konar hirsla (container) fyrir margs konar við- föng (objects). Þessi hugmynd um hirslur og viðföng er mjög mikilvæg í OLE. Tökum dæmi af notanda sem ætlar að útbúa fjár- málaskýrslu. Tölurnar sækir hann í töflu- reikninn sinn, textann frá rit- vinnsluforritinu og súlurit frá teikniforriti. Þegar skjalið er tilbúið má líta á það sem eitt viðfang. Þá má t.d. draga það í teikn (icon) af bréfasíma (fax) og þannig sím- sendaskýrsluna. A þennan hátt er notandinn alltaf að vinna við skjal, en ekki forrit. Notandinn getur valið þau forrit sem best henta hverju sinni og þá skiptir ekki máli hver framleiddi þau. Forveri OLE 2.0 OLE 1.0 Microsoft fyrirtækið setti OLE 1.0 á markað og með því var gerð tilraun til þess að útbúa staðla fyrir samsett skjöl (Com- pound Documents) fyrir Win- dows. OLE 1.0 leyfði notendum að setja myndir frá PaintBrush teikniforritinu inn í skjöl, búin til í Word. Ritvinnsluskjalið varð þá eins konar hirsla fyrir myndina Mynd 1. 15 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.