Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						Mánudagur 17. september 1962.
VISIR
Ke'rkga
enour
reist
ið
Mosfells
Kátt tók að klingja og fast
klukkan, sem áður brast.
Alskærum ómi sló
út yfir vatn og skóg.
Mín klukka, klukkan þín
kallar oss heim til sín.
H. K. L.
Það geymasí. margar kynja-
sagnir í kristnum löndum. um
dularmátt kirkjuklukkna, hvern
ig þær orka ævilangt á mann-
legar tilfinningar og mannleg
örlög aftur á þær, líkt og klukk
urnar séu gæddar lífi og sál.
Það kunna allir íslendingar
söguna af því, er Líkaböng
Hóladómkirkju átti að hafa ték-
ið að hringja sér sjálf, er lík
Jóns Arasonar og sona hans
voru flutt heim að Hólum. Tjt-
lend frásögn hermir, að það
hörmulega slys hafi hent, að
fegursta stúlka þorpsins hafi
fallið í mótin, þar sem verið
var að bræða málminn í þorps-
klukkurnar, og líkami hennar
bráðnað þar. Sagan segir að
fegurð hennar hafi orðið ódauð
leg 1 hljómi klukknanna, sá
hljómur sé ekki af þessum
heimi.
1 einum fegursta dal Islands,
við dyr höfuðborgarinnar, er nú
verið að móta í málm og stein
lokaatriði ævintýralegrar og ó-
trúlegrar sögu, sem hófst ária
1888. Klukknahljómur er upp-
hafs- og lokastef þessarar Ijóð-
rænu, rómantísku frásagnar, og
jafnvel á atómöld eru menn
veikari fyrir rómantík en menn
vilja vera láta.
Hið umrædda ár, 1888, var
tekin af kirkja, sem staðið hafði
I dalnum um aldaraðir. En all-
margir dalbúanna máttu ekki
til þess hugsa að klukknahljóm-
urinn hyrfi úr dalnum. Þeir
hófu harðar mótmælaaðgerðrr
gegn kirkjuyfirvöldunum og
náðu á sitt vald klukku ur
gömlu kirkjunni, sem jöfnuð
var við jörðu. Segir sagan að
þeir myndu aldrei hafa látið
hana af hendi og verið þess
albúnir að verja hana með afli.
Svo mikið er víst, að kirkju-
klukkan er enn í dag varðveftt
I dalnum, á næsta bæ við hinn
forna kirkjustað, sem tákn
löngunarfullrar þrár þessa
byggðarlags, hvers byggðarlags
og hvers hjarta, eftir „alskær-
um" helgum hljóm, þrátt fyrir
allt og allt.
Á bænum með kirkjuklukk-
unni ólst upp drengur, sem síð-
ar varð forvígismaður sveitar-
innar. Hann lézt fyrir fáum ár-
um, ókvæntur og barnlaus stór-
eignamaður og hafði þá stofn-
að eignum sínum sjóð, sem
verja skal til að endurreisa
kirkju dalbúa á hinum forna
kirkjustað. Nú er þessi einstæða
kirkjubygging hafin. Og fyrsti
gripurinn, sem kirkjan hefur
eignazt, er gamla klukkan, hið
eina sýnilega tákn gömlu kirkj-
unnar, sem aldrei tókst að ræna
frá dalbúum. Til orða hefur
komið að taka upp þá venju
með nýju kirkjunni, að hringja
klukkum hennar út yfir dalinn
á sama tlma hvert einasta
kvöld. Og það er trú ými^sa,
að fengi gamla klukkan ekki að
hljóma með, myndi hún hrmgja
sér sjálf.
Mín klukka, klukkan þín
kallar oss heim til sín.
Séra Bjarni í Mosfelli. í baksýn er nýja prestsseturshúsið á Mosfelli og kirkjan í smiöum.
U  iifí/i?  HitXs-                    !   .'II
KLUKKAN
KAL
Elinborg Andrésdóttir húsfreyja á Hrísbrú með hina sögu-
frægu klukku. Elinborg er sonardóttir bóndans á Hrísbrú,
er nam klukkuna á brott og er hún nú í hennar vörzlu
Séra Bjarnl Sigurðsson, sókn-
arprestur í Mosfellssveit, sagði
okkur þessa merkilegu sögu, er
við vorum gestir hans og Að-
albjargar     Guðmundsdóttur,
konu hans, á hinu stórmyndar-
lega heimili þeirra I nýja prests
húsinu á Mosfelli, sólskins-
morgun hér ö dögunum. Og
börn þeirra hlýddu einnig á
söguna.
Hinn umræddi dalur er Mos-
fellsdalurinn og kirkjustaður-
inn Mosfell. Þar er nú verið að
reisa hina nýju kirkju 1 gamla
kirkjugarðinum, aðeins þremur
metrum vestan við grunn kirkj-
unnar, sem tekin var af þrátt
fyrir mótmæli dalbúa árið 1888.
Er þá hvort tveggja komið á
sinn gamla stað, kirkjan og •
prestssetrið, sem var flutt nið-
ur á dalbotninn, sem nefnist
Víðirinn, fyrir nokkrum áratug-
um. Nú hefur verið reist nýtt
prestssetur uppi í brekkunni
þar sem prestssetur og kirkja
stóðu um aldaraðir, fyrir miðju
dalsins í norðurhlíðinni.
Allir hafa ekið um Mosfells-
sveit, en þeir, sem leggja leið
sína upp að Mosfelli, á garrfía
kirkjustaðinn, sjá dalinn frá
nýju sjónarhorni, og þaðan er
jafnvel ennþá fegurra yfir hann
að líta en nokkurn tíma ofan
frá Gljúfrasteini, þótt fagurt sé
þar. Frá Mosfelli að sjá, er eins
og brugðið sé upp fyrir sjónum
okkar nærmynd af dalnum,
bugðum árinnar, rennisléttum
grundunum á dalbotninum, og
bæjunum allt í kring undir
fjállahlíðunum. Þeir standa orð-
ið svo þétt, að túnin ná saman,
svo að því er líkast að breidd
hafi verið algræn, flosmjúk á-
'breiða yfir þennan litla dal upp
í miðjar hlíðar. Á sólskins-
morgni er þar lifandi kominn
„sæludalur" útilegumannasagn-
anna, sem byggðamaður hefur
verið seiddur inn í og vaknar
upp í, er þokunni hefur létt.
Kirkja stóð á Mosfelli í Mos-
fellsdal frá ómunatlð, þar til
slðsumars árið 1888. Þá voru
Mosf ells- og Guf unesssóknir
lagðar niður ^og saméinaðar
Lágafellssókn og ný kirkja reist
miðsvæðis, það er að segja á
Lágafelli. Lágafelískirkja var
vlgð á fyrsta góudag 1889. Þar
hafði ekki verið kirkja áður, en
óljósar sagnir eru um bænahús
þar á 17. öld.
Það mætti mikilli andúð i
Mosfellssókn, er kirkjan þar
var lögð niður. Dalbúar og Inn-
Kjalnesingar vildu ekkl missa
Mosfellskirkju, en 'sóknarprest-
urinn, séra Jóhann Þorkelsson,
síðar dómkirkjuprestur I Reykja
vík, kirkjuyfirvöldin I Reykja-
vík og meiri hluti sóknarmanna
voru fylgjandi þeirri breytingu,
sem gerð var, enda hhigu ó-
neitanlega að því ýmis rök. En
tilfinningar dalbúa voru and-
stæðar þeim rökum, og gekk
svo langt, að ýmsir Ibúar Mos-
fellsdals og Inn-Kjalnesingar
höfðu fullan hug á að una henni
ekki og fóru þess á leit við
séra Þorkel Bjarnason á Reyni-
völlum, að hann gerðist kjör-
prestur þeirra. Af bréfum, sem
fóru á milli, er ljóst, að séra
Þorkell tók vel I þessa mála-
leitáh, en til þessa kom þó
ekki, og mun þessi „uppreisn"
hafa verið þögguð niður af
biskupi og kirkjuyfirvöldum.
Harðasta andstaðan gegn þvi
að taka af kirkju á Mosfelli var
á bæjunum I kring. Andstæð-
ingar þeirrar nýskipunar náðu
I slnar vörzlur klukku úr Mos-
fellskirkju, þegar hún var rifin,
og munu hafa verið albUnir
þess að verja gerðir sínar með
afli, ef á hefði verið leitað.
Bóndinn á Hrísbrú, næsta bæ
við Mosfell, Ólafur Magnússon,
Framhald á bls. 10.
vmaam
¦RQPUVnSfiíBSIt
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16