Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V í S IR . Þriðjudagur 2. október 1962.
Skólinn verður að kynna æsk-
unni störfin sem hennar bíða
jVTorðmenn eru nú að breyta
skólakerfi sínu þannig, að
níu ára skyldunám tekur við af
sjö ára skyldunámi. Skólaganga
hefst þegar börnin eru 7 ára.
¦^amaskólinn verður framvegis
annað hvort 6 plús 3 ár eða 7
plús 2 ár. Einstök skólahverfi
geta ráðið því hvort þau velja
heldur og jafnvel einstakir skól-
ar.
Ég bað Einar Jensen skrif-
stofustjóra á fræðslumálaskrif-
stofunni í Björgvin aði segja eitt-
hvað frá þessum breytingum og
fer frásögn hans hér  áeftir.
— Aðalástæðan til þess, að við
hófum lengt skólaskylduna er sú,
að okkur er ljóst, að sleppi skól-
inn hendinni af 14 ára unglingi
er hann illa undir það búinn að
velja sér ævistarf og á barnsaldri
er tilgangslaust að hefja eigin-
'ega starfsfræðslu.
Síðustu skólaárin hafa því
tvenns konar hlutverki að gegna.
Veita almenna menntun og und-
irbúa unglingana undir val ævi-
starfs.
Merkasta átakið, sem við höf-
um gert I starfsfræðslumálum er,
að auk starfsfræðslustofrian-
anna, sem við höfum í öllum
stærri bæjum og fylkjum, verð-
ur nú sérstakur uppeldismála-
ráðunautur við hvern unglinga-
skóla og verður hlutverk hans
að leiðbeina þeim ungu við
náms- og starfsval í samráði við
foreldra, kennara og stárfs-
fræðslustjóra. Þessir uppeldis-
málaráðunautar hafa enga
kennsluskyldu, en verða til við-
tals í skólunum og halda erindi
í bekkjum eftir þvl, sem þurfa
Þykir.
/^ert er ráð fyrir, að þessir
menn hafi annað hvort há-
skólapróf í sálfræði eða magist-
erpróf í uppeldisfræði. Launa-
kjör þeirra verða hin sömu og
lektora, og ætti það að tryggja
áhuga sálfræðinga á starfinu.
—   Þér nefnduð lektorslaun.
Við hvað eru þau miðuð?
—  Norskir kennarar fá laun
eftir því hvað þeir kenna margar
kennslustundir á viku og hvaða
menntun þeir hafa. Maður, sem
hefur lektorsmenntun hefur ver-
ið 7 ár í háskóla og hann kennir
22 stundir á viku. Hanfi fær
sömu laun við hvaða skóla sem
hann kennir, jafnvel þótt hann
kynni að kenna við barnaskóla.
Það er lenntunin sem ræður úr-
slitum um Iaun hans. Eins og
stendur eru byrjendalaun lektors
U2.289',78 kr. en hámarkslaun
hans eru 177.553.58.
— Eru það ekki talin góð laun
í Noregi?
—  Jú, kennarast'éttin er allvel
launuð en samt á hún von á enn
betri kjörum innan skamms. Eftir
því sem starfsgreinum fjölgar í
þjóðfélögunum og tæknin eykst
verður að gera meiri kröfur til
kennara og þá dugir ekki annað
en launa þá vel annars hverfa
þeir að öðrum störfum.
—  Hvernig eru laun annarra
kennara en lektora?
— Hæstir í launastiganum eru
adjunktar. Það eru menn, sem
hafa 4—5 ára háskólamenntun.
Byrjunarlaun þeirra eru 101.370.-
45 kr. og hámarkslauriin 160.-
693.30 kr.
Kennari, sem Iokið hefur prófi
frá' venjulegum kennaraskóla
kennir 30 stundir á viku. Byrjun-
arlaun hans eru 97.785.00 kr. en
hámarkslaunin 132.987.60 kr. ef
hann kennir í barnaskóla. Kenni
sami maður í unglingaskóla er
kennslustundafjöldinn aðeins 24
stundir á viku og launin 96.-
481.20 byrjunarlaun en 130.-
014.08 hámarkslaun. í praksis
verður útkoman önnur því þessir
menn fá alltaf aukatíma .við
skólana.
I oks eru kennarar, sem auk
venjulegrar kennaramenntun-
ar hafa 2ja ára framhalds-
menntun. Byrjunarlaun þeirra
eru hin sömu og hinna, sem enga
aukamenntun hafa en hámarks-
launin eru 150.695.00.
—  Og hvernig verður ,svo fyr-
irkomulag hins nýja unglinga-
skóla?
—  í 7. bekk verður lögð iriikil
áherzla á náms- og starfsfræðslu,
þannig að unglingarnir verða
ekki aðeins fræddir um helztu
atvinnuvegi okkar Norðmanna
en einnig um hinar ýmsu deildir,
sem um er að velja í 8. bekk.
— Og þær deildir eru?
— Tæknideild, sjómannadeild,
heimilisfræðsludeild (aðallega
ætluð stúlkum), verzlunardeild,
félagsmáladeild, deild listrænna
starfsgreina og loks tvær al-
mennar deildir, sem búa nem-
endur undir framhaldsnám í
menntaskóla eða gangfræðabekk.
Lögð verður rík áherzla á að
beina unglingunum inn I þær
deildir, þar sem hæfileikar þeirra
geta notið sín sem bezt.
Mikilvægur liður i náms- og
starfsfræðslu skólanna eru
kvikmyndasýningar, en við eig-
um nú orðið allfjölbreytt kvik-
myndasafn, er sýnir unglingum
flestar starfsgreinar, sem við
Norðmenn leggjum stund á.
Kennarastéttin hefur lengi gert
sér grein fyrir því að gera þyrfti
Viðtal
v/ð Einar
Jensen
skrifstofu-
stjóra
meira að því að búa unglingana
undir atvinnulífið þannig, að
fjöldi kennara er nú þegar allvel
•fær um að veita náms- og starfs-
fræðslu, eins og þeim ber nú
skylda til í öllum unglingaskól-
um landsins. Það fer svo nokkuð
eftir landshlutum og atvinnulífi
hvers héraðs á hvaða starfsgrein-
ar er lögð mest áherzla.
—  Hvað veldur þeim mismun?
—   Starfsfræðslan  verður að
miklu leyti byggð upp i sam-
bandi við atvinnulífið. í 8. bekk
er starfsfræðsla skyldunám í 30
kennslustundum og í 9. bekk í
20, en með þessu er aðeins átt
við fræðilega starfsfræðslu. I 8.'
bekk er gert ráð fyrir að nem-
endurnir verði a. m. k. tvær vik-
ur á vinnustöðum, annað hvort
tvær vikur á hausti eða vori eft-
ir því um hvaða starfsgrein er
að ræða, eða eina viku að haust-
inu og aðra að vorinu. Tak-
markið er að dreifa' þessari
fræðslu atvinnulífsins yfir miklu
lengri tíma t. d. 1—2 tíma á dag
yfir mestallt skólaárið.
IJlutverk uppeldismálaráðgjaf-
ans verður m. a. að hafa for-
göngu' um að útvega nemendum
pláss á vinnustöðum og jafnvel
koma þeim í atvinnu að sumar-
lagi.
í níunda bekk beinist fræðslan
í hagnýtu bekkjunum mest að
sérstökum starfsgreinum, þar
getur' t. d. verið um að ræða átta
mánaða sjómennskufræðslu bæði
á sjó og landi. Ér þá vorið notað
til sjóferða en veturinn til
fræðslu á landi.
Sé mjög erfitt að. koma ung-
lingum á vinnustaði vegna þess
að atvinnulíf er fábreytt á staðn-
um er gert ráð fyrir þeim mögu-
leika að koma á fót skólaverk-
stæðum.
— Verða ekki starfsfræðslu-
stofnanir óþarfar, er skólinn hefir
tekið eins myndarlega á starfs-
fræðslumálunum og raun bár
vitni?
— Nei, langt frá því. Starfs-
fræðslumiðstöðin í Oslo þarf t.
d. að útbúa alls konar 'fræðslu-
efni handa nemendum og kenn-
urum, sjá um að atvinnuspjald-
skrá sé í lagi, vinna að kvik-
myndagerð o. m. fl.
Starfsfræðslustjórar hinna ain
stöku bæja og fylkja þurfa m. a.
að sjá um fræðsluhefti hand?
unglingum þess fylkis, sem þeir
starfa í, vera uppeldismálaráð-
gjöfunum til aðstoðar, hæfni-
prófa þá, sem þess óska o. fl.
Við gerum okkur vonir um
mikíð og gott samstarf við
starfsfræðslustjórana og ekki
mun af veita ef takast á að koma
flestum ungum mönnum og kon-
um á sem réttasta hillu i því
margbrotna vblundarhúsi, sem
kallast norskt atvinnulíf.
Ólafur Gunnarsson.
Landafræði-
nam i
ar
Á þessu ári eru liðin 50 ár
frá því að fyrst var haíin
kennsla í landafræði f skóium
hér á landi. Árið 1912 kom út
landafræði eftir Bjarna Sæ-
mundsson, og hefur hún verið
endurprentuð hvað eftir annað
síðan. Um þessar mundir er hún
að koma út í sjöundu útgáfu
á forlagi ísafoldarprentsmiðju,
en Einar Magnússon rhennta-
skólakennari hefur endurskoð-
að hana, þar sem þurft hefur.
Annars segja kunnugir, að svo
vel hafi þessi bók verið samin
í öndverðu, að sáralitlu hafi
þurft að breyta.
Ráðamenn pósts og
síma á fundi
Ráðamenn pósts og sima voru
á fundi fyrir nokkrum dögum
i Reykjavik. Þar var rætt um
ýmis „innanrfkismái", eins og
póst- og símamálastjóri kallaði
það.
í sambandi við þennan fund
var svo annar fundur, aðalfund
ur stéttarfélags forstjóra pósts
og síma, sem í daglegu gaman-
tali milli starfsmanna þessarar
stóru stofnunar er kallað „fína
félagið". Þessi mynd er tekin
á fyrr nefnda fundinum. Fundir
sem þessi eru haldnir annað
hvert ár, en ætlunin er að koma
þeim á árlega.
Á rayndinni eru (sitjáridi' t: "f.'
v.): Gunnar Schram, umdæmis-
stjóri, Akureyri, Ólafur Kvarán,
ritsímastjóri, ] Reykjavík, Matt-
hías Guðmundsson, póstmeist-
ari, Reykjavík. Sigurður Þorláks
son Reykjavík. Maríus Helga-
son, umdæmisstjóri, ísafirði,
Otto Jörgenson, umdæmisstjóri,
Siglufirði, Emil Jónasson, um-
dfemisstjóri, Seyðisfirði, Bjarni
Forberg, bæjarsímastjóri, Rvík,
Steingrímur Pálsson, umdæmis-
stjóri, Brú í Hútafirði, og Rafn
Júlíusson,     póstmálafulltrúi,
Reykjavík.
Standandi (t. f. v.): Jón Skúla
son, yfirverkfræðingur, Reykja-
vík, Bragi Kristjánsson, rekstr-
arstjóri, Reykjavík, Gunnlaugur
Briem, póst- og símamálastjóri,
Páll Daníelsson, hagdeildar-
stjóri, Cli P. Kristjánsson, póst-
meistari, Akueyri, og MagnUs
Magnússon, póst- og símamála-
stjóri, Vestmannaeyjum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16