Tölvumál


Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 11

Tölvumál - 01.11.1995, Blaðsíða 11
Nóvember 1995 Alþýðuflokkurinn og upplýsingatæknin Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðuflokkurinn telur að þróuðustu þjóðfélög heimsins muni ijarlægjast æ meir þá iðnað- arframleiðslu sem einkenndi iðn- byltinguna. I stað framleiðsluhag- kerfanna hafa myndast þjónustu- hagkerfi, sem munu áfram eflast. Flokkurinn telur að alnetið (Internetið) sé að valda byltingu sem reynast muni víðtækari en flestir gera sér grein fyrir í dag. Alnetið mun binda fólk saman óháð fjarlægðum, gera landamæri enn óskýrari og breyta eðli fjöl- miðlunar og viðskipta, sem munu verða sífellt alþjóðlegri. Alnetið mun einnig breyta afþreyingu, listum, menntun og stjómarháttum, svo eitthvað sé nefnt. Markmið okkar eiga að vera að tryggja að óþarfa hindranir standi ekki í vegi fyrir þróuninni og að íslendingar geti tekið þátt í henni á jafnræðisgrundvelli og sem þátt- takendur, ekki aðeins neytendur. Alþýðuflokkurinn telur að stjórnvöld eigi að gæta þess að frjósamur jarðvegur sé fyrir hendi fyrir þá sem vilja sá fræjum nýrrar uppskeru. Stjórnvöld eiga hins- vegar almennt ekki að velja útsæð- ið og ekki að styðja einn sáðmann umfram annan. Umræða um upplýsingahrað- brautina er miklu fremur um atvinnumál og framtíðarsýn á því sviði en tækni. Fullyrða má að iðnaðar- og þjónustusamfélag framtíðarinnar verður ekki byggt án fullrar þátttöku í hinu alþjóðlega alneti og skilningi á möguleikum þess. Alnet - hvað er það? Hvað er upplýsingahraðbraut og alnet? Hraðbrautin er þýðing á því sem Al Gore varaforseti Bandaríkjanna nefnir Information superhighway. Hún er nokkurs konar alþjóðlegt vegakerfi upp- lýsinga, net ljósleiðara og símalína sem tengirtölvukerfi um allan heim í eina heild. Þetta net hefur á íslensku verið nefnt alnet eða samnet. Um alnetið má senda allt það sem hægt er að umbreyta í runur af núllum og einum, sem eru frumeindir tölvutækninnar. Þar á meðal eru sjónvarpsmyndir, tónlist, ritað mál, talmál og símtöl, teikn- ingar, talnagögn og hvers kyns upplýsingar. Framfarir í tölvusamskiptum og ljósleiðaratækni sjá til þess að alnetið verði æ hraðvirkara og fullkomnara. Innan tíðar munu dreifikerfi fyrir síma, kapalsjón- varp og tölvunet sameinast í hinu alþjóðlega alneti og mun verða allsherjar æðakerfí heimsins. Netið dreifir runum af núllum og einum á ofurhraða frá sendanda til mót- takanda, en tölvubúnaður í sjón- varps- og símtækjum breytir rununum jafnóðum í myndir og hljóð eftir því sem við á. Skóli framtíðarinnar Alnetið mun gjörbylta viðtekn- um hefðum og takmörkunum á ýmsum sviðum. Til dæmis munu ijarlægðir í rúmi skipta miklu minna máli en áður. Tökum dæmi Frh. á nœstu síðu Frh. af fyrri síðu Hálfur sigur hefur unnist í þessu máli, þar sem alþingi býður nú upp á gjaldfrjálsan aðgang að öllum umræðum og þingskjölum síðast- liðinna ára, eða frá því tölvur voru almennt teknar í notkun þar. Því miður hefur ekki tekist eins vel til hvað varðar lög, reglugerðir og fjölþjóðasamninga. Á þessu ári opnaðist leið gegnum alþingi um stund að þessum gögnum, en var fljótlega lokað. Það er vilji margra, innan alþingis og utan, að gjald- frjáls aðgangur að þessum grund- vallargögnum, verði opnaður á nýjan leik. Þetta er í hnotskurn stefna Kvennalistans í tölvumálum, og þó aðeins stiklað á því allra stærsta. Tölvupóstfang Kvennalistans er: kvennalistinn@centrum.is. Á næstunni mun Kvennalistinn bjóða upp á heimasíðu á netinu og verður slóðin kynnt nánar þá, en upp- lýsingar má einnig fá með því að skrifa Kvennalistanum. Anna Ólafsdóttir Björnsson er sagnfræðingur Tölvumál - 11

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.