Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Miðvi'-;J—ur 3  október 1962.
VÍSIR
X-
Útgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar'og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifstargjald er 55 krónúr á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Batnandi hagur jb/oðoffcíís/ns
Það hefir farið heldur lítið fyrir því, að blöð
stjóraarandstæðinga segðu lesendum sínum frá til-
kynningu Seðlabankans um batnandi hag þjóðarbúsins
og greiðslu á skuldum við erlenda aðila. Tilkynning
var gefin út um þetta í lok síðustu viku, eins og frá
hefir verið sagt í Vísi, og blöð stjórnarandstöðunnar
birtu hana að vísu, en hafa ekki talið ómaksins vert
að gefa lesendum sínum nánari skýringar á því, hvað
þessi þróun táknar.
Þegar menn hafa það hugfast, hvað þessir flokk-
ar og blöð þeirra eyða mikilli orku, pappír og prent-
svertu í að sannfæra lesendur sína um umhyggju sína
fyrir hag alþjóðar, hlýtur það að vekja nokkra furðu,
hve tómlætið er mikið gagnvart þessum miklu og
góðu tíðindum. En ef málið er athugað nánar, reynist
vissulega engin ástæða til undrunar. Þegar stjórnar-
andstaðan talar um, að hún beri hag alþýðu manna,
alþjóðar, fyrir brjósti, á hún aðeins við nokkura hluta
þjóðarinnar. Hún á við þann hóp, sem flokk hennar
fyfflr, og raunar þó aðeins þá fáu, sem komizt hafa til
æðstu metorða hjá henni. Það er sú „alþjóð", sem þess-
jr flokkar eru að hugsa um með baráttu sinni.
Stjórnarandstæðingar vita að sjálfsögðu, að
greiðsla skuldanna við útlönd er ágæt sönnun fyrir
því, hversu mikinn árangur stjórnarstefnan hef ir borið.
Það telja þeir þó ekki gleðiefni, af því að þeir hafa
ekki átt þátt í að móta stefnuna eða hrinda henni í
framkvæmd. Þess vegna verður að þegja yfir öllu,
sem sannar ágæti hennar og mikinn og heilladrjúgan
árangur.
Og stjórnarandstöðuflokkunum er enn verr við
þenna góða árangur af þeim sökum, að þeir höfðu
tekið stórt upp í sig forðum, þegar tillögur stjórnar-
innar um leiðir til viðreisnar kom fyrst fram. Þá var
því slegið föstu, að þær gætu ekki haft neitt gott í
för með sér, þær mundu einmitt leiða til hruns og
vandræða á öllum sviðum. Einn ákafur framsóknar-
maður sá fram á móðuharðindi og allur hefir málflutn-
ingurínn orðið af sama tagi. En nú kemur áranguryið-
reisnarinnar æ betur í ljós, og þá verður að þegja um
hann eins og unnt er. Það er ef til vill mannlegt, en
stórmannlegt er það ekki.
Nýir síldarsamningar
Nú stendur fyrir dyrum, að gerðir verði nýir
samninsar um kaup og kjör sjómanna vegna vetrar-
síldveiðanna, sem senn hefjast. Ætla má af því, sem
á undan er gengið, að talsvert beri á milli, og er því
nauðsynlegt, að aðilar leggi sig fram um að hraða
viðræðum, svo að komizt verði að niðurstöðu sem allra
fyrst.

Dyflinni, 14. sept. 1962.
„írska lýðveldið er árkveðið
í að óska aðildar að Efnahags-
bandalagi Evrópu, hvernig sem
fer, að því er varðar samkomu-
lagsumleitanir Bretlands að
bandalaginu".
Þessu lýsti sérfræðingur rík-
isstjórnar Eire eða Irska lýð-
veldisins, Miss Murphy, yfir í
viðtali sem ég átti við hana í
gær. Hún bætti því við, að
stjórnin fylgdist að sjálfsögðu
af áhuga með samkomulagsum-
leitunum Edwards Heath's,
brezka. ráðherrans, sem fer með
þær fyrir hönd stjórnar sinnar
og aðallega hefur rætt þessi
mál við ráðherranefnd EBE.
Miss Murphy vitnaði í svör
forsætisráðherrans (Tasiseach),
er erlendir fréttamenn í heim-
sókn í Dyflinni, báru fram
fyrirspurnir um ýmis atriði
varðandi þetta mál og önnur
þvi tengd, fyrir fáum dögum.
Beykir að starfi í hinni risastóru Guinness-ölgerð.
IRAR munu ganga f
hvað sem Bretar gera
Aðild Breta ekkert
skilyrði.
Um aðild Eire, \ ef ekki yrði
af aðild Bretlands sagði for-
sætisráðherrann skýrt og skil-
merkilega.
Umsókn okkar um inn-
göngu (membership) í Efna-
hagsbandalagið var ekki bund-
in neinu skilyrði tengdu því,
hvort aðild Bretlands næði
fram að ganga éða ekki, eins
og umsóknir Noregs og Dan-
merkur. Ef samkomulagsum-
leitanirnar við Bretland bera
ekki árangur, munum vér þrátt
fyrir það halda til streitu um-
sókn vorri, svo fremi, að oss
sé það efnahagslega fært."
Forsætisráðherrann bætti því
við, að undir slíkum kringum
stæðum myndu koma til athug-
unar og úrlausnar atriði með
tilliti til þeirra tengsla, sem
yrðu milli Bretlands og EBE,
vegna hinnar stórmiklu þýð-
ingar, sem Bretland hefur fyrir
utanríkisverzlun Eire.
„Sameinað írland".
Ég notaði tækifærið og
spurði Miss Murphy hvort
sameining Irlands (Eire og
Norður-írlands) væri stöðugt á
dagskrá í Eire.
Svar hennar var á þessa leið:
„Það er vissulega ósk okkar
allra, að Irland sameinist, og
við trúum þvf, að svo verði í
framtíðinni, en það eru ekki
uppi deilur um þetta mál nú,
og við trúum þvl, að þróun
málsins verði öll friðsamleg og
farsælleg."
Og i framhaldi af þessu bætti
hún við brosandi, að einn af
1 helztu stjórnmálamönnum N.-
í. hefði eitt sinn sagt, að lítið
land eins og Irland gæti ekki
verið klofið um alla framtíð.
Ég s-mrði Miss Murphy hvort
væntanleg aðild Eire að EBE
gæti ekki haft áhrif á þessa
þróun og kvað hún réttast að
bíða átekta og sjá hver þróun-
in yrði.
íslandsvinur.
Skoðana Miss Murphy varð-
andi nokkur önnur mál kann ég
að geta að nokkru síðar. Hún
ræddi  nokkuð  um  Island og
Axel Thor-
steinsson
skrifar ír-
landshréf
um efna-
hagsmál og
Guinnes
ölgerðina
var augljóslega vel heima um
sögu lands og þjððar og íslenzk
stjórnmál. Eins og fleiri, sem
ég hefi átt tal við hér, af for-
ráðamönnum, minnist hún hins
mikla áhuga fræðimannsins
Delargy prófessor, á ís-
landi, og kvað hann nota hvert
tækifæri til þess að fræða um
forn, söguleg tengsl íslands og
írlands, og íslenzka menningu
alla, og hefði hann glætt áhuga
margra. Var mér þetta vel
kunnugt og vel er mörgum
kunnugt á íslandi hve ágætur
íslandsvinur prófessorinn er.
Ég hafði hlakkað til að hitta
hann,  en  því  miður er hann
ekki hér sem stendur — er á
ferðalagi um Vestur-írland í
þjóðsagnafræðilegum erindum
fyrir      Þjóðfraíðastofnunina
írsku, sem hann starfar við.
„Konan með slæðuna".
Þegar ég kom fyrst í hús ut-
anríkisráðuneytisins hér, en
það stendur við Stephens Green,
víðfrægan, fagran skemmtigarð,
stakk hugulsamur og kurteis
húsvörður upp á þvi við mig,
að ég notaði stutta biðstund
til þess að skoða listaverkin I
hinu mikla anddyri og forsal
hússins, og benti mér sérstak-
lega á brjóstlíkan af „Konunni
með slæðuna" (The veiled
Lady) sem margir kæmu gagn-
gert til þess./að; skoða. Höfund-
ur listaverks þessa er ítalski
meistarinn Lombardi. Heillandi
fegurð þess gleymist engum.
„Guinness".    ,
Þess má geta, að hús þetta
var áður borgarsetur Guinness
lávarðs, er gaf það írska rík-
inu. Húsvörðurinn benti mér á
mynd af manni nokkrum, en
hún hékk þar á útvegg, óg
kvað hann þann, sem gerði
frægan bjór þann, sem
„Guinness" nefnist og varð
undirstaða velmegunar og
auðs Guinness-ættarinnar, og
þá einnig lávarðsins, sem gaf
ríkinu húsið. Ekki veit ég hvort
nafnið er kunnara i heiminum
Guinness eða Carlsberg —
Guinness sjálfsagt hér — og á
Englandi — því héðan fara
Guinness-bjórskip að kalla dag
Framhald,á bls. 10.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16