Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
Miðvikudagur 3. október 1962.
Settur læknir
Hinn 24. september 1962 var
Ragnar Ásgeirsson héraðslæknir á
Isafirði settur til að gegna Súða-
víkurhéraði ásamt sínu eigin hér-
aði frá 1. sept. unz öðruvísi verð-
ur ákveðið.
Sýningarmunir
sendir tíi Lagos
Sýningarefnið á sýningu Is-
lands í Lagos í Nigeriu er fyrir
nokkru farið utan. Verður sýningin
hluti í stórri vörusýningu sem opn-
uð verður þar um 20. október. ís-
lenzka deildin verður 50 fermetrar
á stærð og verður bæði vörusýning
og landkynningarsýning. Þar verð-
ur lögð megináherzla á að kynna
ísland sem ungt riki með rótgróna
menningu.
Gunnar  Friðriksson  formaður
vörusýningarnefndar skýrði Vísi
frá þessu í morgun. Hann sagði m.
a. að lögð væri áherzla á að kynna
menntamál íslands og verður líkan
af íslenzkum, skóla haft þar til
sýnis. Þá verður sagt frá Háskóla
Islands og greint frá menntamálum
með litskuggamyndum o ,fl.
Þá verða á sýningunni líkön af
íslenzkum fiskiskipum, en sýning-
in verður sölusýning fyrir íslenzka
Pramhald Jt bls. 5.
S  Kl t 0 $  ¦ I.T
Volkswagen-bifreið prestsins eftir áreksturinn f gær.
fBT « mtl 18tAK5$
¦  mmmmmmmwmmmt
"Mtft umm
TÓ83HAVH
....... ttnm ti
:    jii*$ti$*m$t ttimt ,\
PUKT
öskjurnar, sem Færeyingar kaupa, eru úr brúnum pappír, ætlaðar
undir frysta síld. Eru þær merktar fyrirtækinu og með vörumerki þess,
sem er Lundi.
Færeyingar kaupa fisk-
umbúðir hér á fandi
1 morgun voru íslendingar að
hefja nýjan útflutning, þó að í
smáum stíl væri. •— Kassagerð
Reykjavíkur var að selja 10 þús-
und fiskumbúðakassa til Færeyja.
Kaupandinn er eitt stærsta út-
gerðarfyrirtæki Færeyja Poul Han-
í fyrra kom sonur eiganda þessa
fyrirtækis hingað til lands og var
þá að huga að togarakaupum, sem
síðan varð þó ekki ur. En í ferð-
inni komst'hann í kynni við fram-
leiðslu Kassagerðarinnar á fiskum-
búðum og leizt vel á framleiðsluna
og verð hennar.
Presturinn á Borg í bflslysi
Presturínn á Borg á Mýrum, sr.
Leó Júlíusson, slasaðist alvarlega
í bifreiðarslysi er varð á inótum
Bústaðavegar og Réttarholtsvegar
kl. 19 í gær. Var hann einn í bif-
reið sinni, M-185, sem er Volks-
wagen. Tveir menn voru í hinum
bílnum, X 455, sem er jeppabifreið.
Sr. Leó var sá eini sem slasaðist.
Var hann þegar fluttur á slysa-
varðstofuna og siðan á Landspital-
ann. Ekki hefur verið unnt að yfir-
heyra hann enn þá.
Ökumaður jeppans hefur verið
yfirheyrður af lögreglunni. Hann
kvaðst hafa ekið á 40—50 km
hraða. Sá hann Volkswagen bílinn
er hann kom inn á gatnamótin.
Hann kveðst þegar hafa hemlað og
reynt að beygja aftur fyrir hinn
bílinn, en það mistókst. Skall fram-
endi jeppans á hægri hlið Volks-
Mennfáskðlinn á Akur-
eyri settur í gær
Frá fréttaritara Vísis
Akureyri í morgun.
Menntaskólinn á Akureyri var
settur á Sal kl. 13.30 í gær af Þór-
arni Björnssyni skólameistara.
Hann sagði i setningarræðu sinni
að hemendur skólans yrðu 440 til
450. Væru þeir komnir úr öllum
sýslum landsins. Bekkjardeildir
verða 17. Nú er í fyrsta sinn fækk-
að í miðskóladeildinni, þannig að
fyrsti bekkur hennar fellur niður.
En ætlunin er að leggja þessa deild
alveg niður. Vöxtur skólans hefur
verið svo mikill, að hann rúmar
ekki lengur nema menntaskóla-
bekkina. Héimavist skólans verður
fullskipuð.
T/veir nýir kennarar bættust í
kennaraliðið, Friðrik Sigfússon,
sem mun kenna ensku og Helgi
Jónsson,' sem kennir stærðfræði.
Báðir eru þeir stúdentar frá
Menntaskólanum fyrir fáeinum ár-
Hin nýja flugvél landhelgisgæzlunar TF—SIF
wagenbifreiðarinnar, en við það
snerist jeppinn á veginum, og vissi
framendi hans í þá átt, sem hann
kom úr. Volkswagenbifreiðin kast-
aðist til við áreksturinn, en fór síð-
an skáhallt út af gatnamótunum
og stöðvaðist í hárri girðingu, sem
er steinsnar frá veginum, og braut
hana.
Framh. á bls^ 5.
Frumsýnd
næsf u viku
Frumsýning á „79 af stöðinni"
verður væntanléga í lok næstu
viku. Ekki er búið að ákveða end-
anlega hvenær hún verður, en
vonir standa til að hún geti orðið
á  föstudaginn.
Vinnu við filmuna er nú lokið '
og verið að kopiera hana. Verður
frumsýningin samtímis í Háskóla-
bíó og Austurbæjarbíó og verður
myndin sýnd samtímis í þessum
tveim húsum. Aðalfrumsýningin
verður haldin í Háskólabíó.
Ekki er von á Erik Balling til
að vera viðstaddur frumsýninguna,
þar sem hann er byrjaður á annarri
kvikmynd og á ekki heimangengt.
Ekki hefur verið ákveðið hversu
mikil hátiðahöld verða í sambandi
við frumsýninguna, en einhver
dagamunur verður þó frá venju-
legri sýningu.
Reykvíkingar veittu því athygli
i gær að nýja landhelgisflugvélin
Sif hóf sig til flugs og má segja
að það væri sögulegt flug því að
hún var að fara\I fyrstu eftirlits-
ferð sína. Flugvélin. flaug lágt
austur með landi, austur yfir
Hornáfjörð, flugstjóri í þessari
ferð var Bragi Norðdahl. Flugvélin
varð ekki vör neinna iandhelgis-
brjóta. Skyggni var heldur slæmt.
Landhelgisflugvélin Sif hefir áð
ur farið í stutt reynsluflug, en
þetta var fyrsta eftirlitsferð henn-
ar sem fyrr segir. Blaðamönnum
mun verða boðið að fljúga með
henni , eftirlitsferð innan skamms,
eða strax og léttir verulega til í
lofti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16