Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSÍR  .  Þriðjudagur 9. október 1962.
£&k
Þeir hafa verið með Héðni í öllum Smiðjukeppnunum frá 1947. Frá vinstri: Rafn Sigurðs-
son, Gunnar Pétursson og Halldór Backmann.
léðiííti
Hínir fótfráu starfsmenn
hjá Vélsmiðjunni Héðni
bættu enn við hið myndar
lega bikarasafn sitt nú fyr-
ir helgina, er þeir sigruðu
smiðiykepp'riiiia
Landssmiðjuna í úrslita-
leik í Smiðjukeppninni í
knattspyrnu og þar með
var áttundi silfurbikarinn
kominn  í  glerskápinn  í
LISTON
Sonny Liston, nýbakaður heims-
meistari 1 þungavigt var um
helgina nálægt því að komast aftur
inn fyrir múra fangelsisins. Lög-
reglueftirlitsmaður tók eftir Cad-
illac-bifreið, sem var ekið grun-
samlega hægt og óörugglega niður
Philadelphia Park. Bifreiðin var
stöðvuð og þegar lögreglumaður-
inn opnaði gaus á móti honum
sterk áfengislykt. Ökuskírteini?
Það fann ökumaðurinn ekki í bíln-
um né innan klæða, en maðurinn
bak við stýrið var í þetta sinn
enginn annar en heimsmeistarinn
— f ullur
vto sf ynð
í hnefaleik, Sonny Liston. Lög-
reglumaðurinn hjálpaði til við
leitina að ökuskírteininu og loks
fannst það á gólfi bifreiðarinnar.
Sem betur fer var fulltrúi laganna
skynsamur og náði I mann, sem
ók Liston heim til sín og meistar-
inn settist hljóður í baksætið, þæg-
ur sem lamb.
I sama garði, Philadephia Park
í Fíladelfíu vár Liston handtekinn
fyrir ári síðan er hann reyndi að
þvinga konu á bíl til að aka út af
veginum.
nx-Ka
eppnin
Jimmy Clark frá Skotlandi vann
United States Grand Prix kapp-
aksturinn í Watkins Glen í Banda-
rikjunum i gær, 70 sekúndum á
undan Graham Hill frá Bretlandi.
Er nú aðeins eftir ein keppni af
þeim, sem skera úr um heims-
meistú.-.titilinn og eru Clark og
Hill þeir einu, sem möguleika eiga
á aS vinna heimsmeistaratitilinn.
Héðinsnaustinu eins og
þeir kalla samkomusal
sinn á 4. hæð hússins.
„Aldrei fyrr hel'ur lið okkar
mætt annarri eins mótspyrnu og
nú," sagði formaður Starfsmanna-
félags Vélsmiðjunnar Héðins, Rafn
Sigurðsson, er liðsmenn ásamt
nokkrum gestum komu saman í
Héðinsnausti s.I. laugardag. „Hver
hefði trúað því fyrir nokkrum ár-
um aö í hálfleik stæðu leikar 0:2,
andstæðingum Héðins í vil eins og
raun varð á gegn Stálsmiðjunni.
Annað hvört hefur lið okkar farið
svo aftur eða að öðrum hefur far-
ið fram og held ég að síðari skýr-
ingin sé sennilegri," sagði Rafn
að lokum.
Héðinn vann nú 5. smiðjubikar-
inn til eignar, en auk þess hefur
Héðinn unnið einn firmabikar í
knattspyrnu og tvo bikara f
bridge til eignar. „Við höfum unn-
ið alla bikara, til eignar sem við
höfum keppt um", sagði einn
starfsmannanna, „og það segi ég
án þess að vera að gorta af því,"
bætti hann við.
Héðinn vann Stálsmiðjuna f
keppni þessari með Sí:2, Hamar
með 4:2, Sindra með 6:0 og úr-
slitaleikinn við Landssmiðjuna
með 3:0. Gesti keppninnar, Slipp-
félagið, gerðu þeir jafntefli við en
tefldu fram varaliði sínu. Héðins-
liðið hefur ekki tapað leik í sum-
ar, en Flugfélag Islands gerði þó
jafntefli við liðið 2 mörk gegn 2.
wareyri
Fram—Kefíavík
Spennandi undanúrsBif hikarkeppninnar
A vikufundi KRR i gærkvöldi
var dregið um leikina í undanúr-
slitum bikarkeppninnar, sem fram
fara um helgina, en spenningur er
mikill fyrir úrslitum keppninnar.
Fulltrúi Vals i ráðinu, Einar
Björnsson, dró fyrsta miðann úr
kristalsvasanum, senr gegnir því
virðulega hlutverki að geyma mið-
ana með nafni þátttökuliðanna.
Upp korri nafn KR. Það var svo
fulltrúi Víkings, Ólafur Jónsson,
sem dró siðari miðann: Akureyri.
Leikirnir um helgina verða því
KR—Akureyri  og  Fram — Kef la-
vík. Líklega verður leikið á laug-
ardag og sunnudag enda þótt ekki
sé enn ákvcðið að fullu með leik-
daga né hvar leikið verður, en
sennilega verður það á Melavelli.
Verður fróðlegt að fylgjast með
leikjum þessum. KR og Akureyri
hafa verið orðuð við að hafa nú
hvað beztu liðunum á að skipa, en
Keflavík fær nú aftur 1. deildarlið
sem verkefni, meira að segja sjálfa
Islandsmeistarana og er hætt við
að meistararnir verði riýliðunum í
1. deild ofraun að þessu sinni, þó
aldrei sé að vita um úrslit fyrir-
fram.
Fyrir skemmstu var haldið heimsmeistaramót í kappróðri í Sviss, og
voru Þjóðverjar þjóða sigursælastir þar, því að þeir unnu finun af sjö
heimsmeistarastigum, sem imi var keppt. Þjóðverjar voru líka í þriðja
sæti á tveggja manna bátum. Mót þetta fór fram á Rotsee (Rauðavatni)
við Luzern. Þjóðverjar sigruðu meðal annars á 8 manna báti, og var
þó keppni mjög hörð gegn Frókkum, ítölum og Rússum. Myndin er
af sigurvegurunum í þessum róðri.
Jimmy Clark
Clark ók bíl af gerðinni Lotus
25, en Hill bíl BRM. Er bíll Clarks
hraðskreiðari, en hefur haft meiri
tilhneigingu til að bila. Eina keppn-
in sem nú er eftir, er Grand Prix
keppnin í Suður-Afríku. Hefur Hill
enn fleiri stig, og nægir honum að
verða númer þrjú í þeirri keppni
til að vinna titilinn. Hins vegar i
á Clark möguleika & að vinna, ef
Hill verður aftar, en hann vinnur. :
Bezti brautartími í gær var um I
176 kílómetrar, en var um 168 fl
fyrra.
Flestir þekktustu kappaksturs-
menn heims tóku þátt í keppninni,
svo sem John Surtees á Lola, Innes
Ireland á Lotus 24, Jack Brabham.
sem tvisvar hefur orðið heims-
meistari, á bíl sem hann hefur
rjálfur byggt, Dan Gurney á þýzk-
um Porsche og Bruce McLaren á
Cooper. Phil Hill, sem vann heims-
meistaratitilinn í fyrra, tók ekki
þátt í keppninni, þar sem verkfall
er hjá Ferrari og bílarnir ekki til-
búnir.
Fremri röð frá vinstri: Ólafur Guðmundsson, Óskar Jónsson, Páil Guðmundsson, Sigur-
fejörn Egilsson, Þór Jónsson, Joszef Czijlag. Aftari röð frá vinstri: Elías Hergeirsson, Guð-
mundur Ingi Svavarsson, Þórður Jónsson, Kristján Þór Kristjánsson, Halldór Bachmann,
Bragi Bjarnason, Rafn Sigurðsson, Gunnar Aðalsteinsson, Gunnar Pétursson. Á myndina
vantar þá Eyjólf Magnússon, Einar Sigurðsson og Þorstein Ingólfsson.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16