Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SIR . Þriðjudagur 9. október 1962.
50 ám
KrisfmunfEur  Sigurðssou
varðstjóri
Kristmundur Sigurðsson varð-
stjóri hjá umferðardeild rann-
sóknarlögreglunnar í Reykjavík
er fimmtugur í dag.
Kristmundur er Húnvetningur
að ætt og uppruna, en að námi
Ioknu — hann er gagnfræðingur
frá Akureyri — fluttist hann til
Reykjavíkur og gerðist þá brátt
lögreglumaður, fyrst í götulög-
reglunni en seinna sem starfs-
maður rannsóknarlögreglunnar og
hefur verið varðstjóri umferðar-
deildar rannsóknarlögreglunnar
frá því 1. jan. s.l. Hefur Krist-
mundur nú starfað samfleytt á
þriðja tug ára að lögreglustörfum
og getið sér þar drengskapar- og
dugnaðarorð hið bezta.
Kristmundur er þó engan veginn
einskorðaður við lögreglustörf, því
hann hefur margt látið til sín taka,
þ. á m. skógræktarmál, landbún-
aðarmál, félagsmál o. fl. Þá má og
geta þess að Kristmundur var um
skeið einn bezti glímumaður ís-
lands og hefur bæði verið glímu-
kóngur íslands og Skjaldarhafi
Ármanns.
Kona Kristmundar er Svava
Þórðardóttir og eiga þau tvö börn.
Allir sem til Kristmundar þekkja
eðahafa starfað með honum Ijúka
upp einum munni um það að þar
sé um einstakan ágætismann og
hvers manns hugljúfa að ræða.
ASÍ boðar fulltrúa síldar-
sjómanna á fund í morgun
Eins c^ Vísir skýrði frá 1 gær
hafa samningaviðræður útgerðar-
manna og sjómanna á vetrarsíld-
veiðum dregizt á langinn þótt LÍO
óskaði eftir viðræðum þegar 25.
fyrra mánaðar.
Blaðið hafði 1 morgun tal af
Snorra Jónssyni, framkvæmda-
stjóra ASÍ. Hann sagði að þau sjó-
mannafélög, sem hefðu lausa síld-
arsamninga (og það væru alls ekki
öll), ættu sjálf að tilnefna fulltrúa
í samninganefnd. Hann kvað ASÍ
þegar hafa sent þeim félögum
skeyti er bréfið barst frá LlO í
fyrra mánuði og spurzt fyrir um
það hvort þau vildu standa sam-
eiginlega að samningagerð við út-
vegsmenn um sfldveiðikjörin. Á
þessu hefði þó orðið nokkur drátt-
ur, m.a. vegna fulltrúakjörs í sjó-
mannafélögunum til AÍþýðusam-
bandsþings sem margir voru önn-
um kafnir við að undirbúa. — Þ6
hefðu nú borizt svör frá þó nokkr-
um félögum og hefði ASl sent
þeim skeyti í gær og boðað full-
trúa frá þeim á fund í Reykjavík
á morgun til undirbúnings viðræð
um um síldveiðikjörin. Kvaðst
Snorri Jónsson vonast til að eftir
þann fund yrði hægt að hefja við-
ræður við' LÍO.
Fangageymslur fyllasf
Fyrir helgina bar óveniumikið á
ölvun á almannafæri f Reykjavík
ofe fór þá svo fyrir lögreglunni,
að hún varð uppiskroppa með hús
næði fyrir gesti sfna, bæði í fanga-
geymslu lögreglustöðvarinnar og
eins í Síðumúla.
Þetta var eitt af hinum miklu
hausthelgarfylliríum eftir að síld-
arvertíð lýkur og sjómenn flykkj-
ast til Reykjavíkur með alla vasa
fulla af peningum.
Þá gat lögreglan þess einnig að
síðustu dagana hafi með meira
móti borið á ölvun ökumanna und-
ir stýri. Frá þvl á laugardag og
þar til í gærkvöldi voru 7 bifreið-
arstjórar teknir grunaðir um ölv-
un við akstur og færðir til blóð-
rannsóknar. Tveir þessara öku-
manna óku út af, annar uppi í Mos
fellssveit í fyrrinótt, þar sem hann
stórskemmdi bifreiðina, en hinn ók
út í skurð uppi í Hlíðum I gær og
var þá tekinn. Þykir lögreglunni
þetta vera næsta mikil eftirtekja á
aðeins þrem dögum. Fyrir nokkru
var Vísir og búinn að skýra frá
þvl að nær helmingi fleiri öku-
menn hafi það sem af er þessu ári,
verið teknir fyrir ölvun við akstur,
heldur en á sama tíma í fyrra.
í einu ölvunartilfelli, sem skeði
'sl. laugardagskvöld f einu sam-
komuhúsi borgarinnar, var piltur
tekinn fyrir stuld á kvenveski. Pilt
urinn, sem annars er hinn mesti
sómapiltur og aldrei viljað vita
vamm sitt I neinu, lenti i þeirri 6-
er tæki-
færið
Miðasalan í skyndihappdrætti
Sjálfstæðisflokksins er f fullum
gangi. Nú styttist óðum til 26.
október, þegar dregið verður.
Miðarnir eru til sölu um allt
land. 1 Reykjavik er hægt að
kaupa miða í vinningsbflunum
þremur, Volkswagen 1963, við
Útvegsbankann í Austurstræti.
Notið tækifærið, ef ykkur lang-
ar til að eignast góðan og vin-
sælan bil fyrir lítið verð.
Stuðlaberg —
Framhald af bls. 1.
Skipaskoðunarstjóri benti blað-
inu einnig á, að þegar skip hefði
legið lengi £ sjó, mundu öll tæki
vélar, rafkerfi og annað, skilrúm
og þess háttar vera orðið ónýtt,
svo að eiginlega væri það skrokk-
urinn einn, sem nothæfur væri.
Verðmæti hans er um það bil þriðj
ungur alls skipsverðsins. Þegar
ekki er um meira verðmæti að
ræða, eru menn ekki sérstaklega
áfram um að leggja í kostnaðar-
samar tilraunir sem geta orðið
gagnlausar.
BSRB --
Framhald af bls. 1.
lægstu laun þurfi að tryggja þeim
starfsmönnum, sem við þau búa,
viðunandi Iífskjör.
Þingið beinir þeim eindregnu ,til-
mælum til Kjáráráðs, að það með
réttsýni og í nánu samstarfi við
fulltrúa bandalagsfélaga samræmi
framkomnar tillögur um skipun í
flokka og gefi fulltrúunum kost á
að bera fram rök sín, áður en Ioka
röðun fer fram.
Þegar Kjararáð telur sig ekki
geta fallizt á kröfur einstakra sam-
bandsfélaga, mælist þingið til að
ráðið geri viðkomandi félagi grein
fyrir ástæðum þess, sé þess óskað.
Þingið leggur áherzlu á, að Kjara
ráð haldi fast og örugglega á rétti
opinberra starfsmanna við samn-
inganefnd fjármálaráðherra, full-
visst þess, að á bak við það stend-
ur óskiptur hópur launþega, sem
krefst réttlátra launakjara.
gæfu að drekka sig ofurölvi og í
ölæðinu gekk hann að einu borð
inu 1 salnum, tók þar kvenveski, en
var tekinn þegar hann var að rusla
í því. Kveðst pilturinn enga grein
geta gert sér.fyrir því hvað yfir
sig hafi komið.
Þá lék og grunur á því að ölvað- I
ur  maður  hefði hafið skothríð I
snemma í gærmorgun inni í Hólm- j ]\aBI*I*Í JJFUIlIlÍllIl
garði. Var kært yfir þessu til lög-
reglunnar nokkru fyrir birtingu í
gærmorgun. Var mannsins þá leit-
að, en án árangurs.
Minning
I fregn af andláti Jóns Kjartans-
sonar sýslumanns hér í blaðinu í
gær féll hiður slðasta málsgreinin.
Þar var þess getið að síðari kona
hans var frú Vilborg Stefánsdóttir,
sem lifir mann sinn.
Framhald af bls. 1.
sem föt hans voru byrjuð að loga,
en sjálfur vissi hann hvorki í
þennan heim né annan. Konan
kæfði eldinn í einni svipan, og það
áður en hann fengi nokkrar bruna-
skeinur.
Talið er að þarna hafi ekki mátt
muna augnabliki, svo að maður-
inn hefði ekki brennzt meira eða
minna, eða jafnvel hlotið bana.
Hlauzt þarna ekki annað tjón, en
brunagöt á fötum hins drukkna.
sigur
Lýðræðissinnar unnu glæsl" _,an
Si^ur i Sjómannasambandiiiu um
helgina, þegar kosnir      l'ulltrú-
ar sam'  .idsins á næsta Alþýðu-
sambandsþing.
A-listi lýðræðissinna hlaut 637
atkvæði, en B-listi kommúnista
422 atkvæði. Auðir seðlar voru 15,
og fjórir ógildir.
Tónlist
¦MB^BtJ ¦Jti-
KRAFTUR
M<
fikill fögnuður ríkti meðal
hljómleikagesta í Austur-
bæjarbíói í gærkvöldi. Var það
ekki að undra, því að þar heyrð-
ust þrjú tríó, fáheyrð hérlendis:
E-dúr trió Haydns, annað tríó
Schumanns og c-moll Mendels-
sohn tríóið — og flutningur
þeirra var í stuttu máli sagt
glæsilegur. Bandaríska Marl-
boro-trióið (fiðla, selló og
píanó) var hér að verki.
Um langt skeið hefur sam-
setning strokhljóðfæra og slag-
hörpu verið sérstaklega heill-
andi. Þar hafa hreinstillt strok-
hljóðfæri staðið skör hærra á-
sláttarhljóðfærinu, sem ekki
var nema „vel stillt". Ann-
markar þessir voru lengí vel
alvarlegt íhugunarefni grand-
vörum tónskáldum. Sagan frá
tríósónötu Barokk-tímans til
píanótriós nútímans er út af
fyrir sig heillandi tónbók-
menntagrein. Hér geta menn
kynnzt I hnotskurn sigrum
meistaranna á þeim fornu hefð-
um stillingar, sem kenndar
voru við náttúruna.
Tj'n „náttúran" verður aðeins
knéfelld hverju sinni, og
þess vegna eru atrennur Iistar-
innar — og verða að vera —
æ nýjar. Tríó-sónatan var ein
sU fyrsta í náinni sögu tón-
listar. (Er það kannski þess
vegna, sem Haydn yitnar til
hugmyndaheims herinar, svo
sem síðar er getið?) Góðu still-
ingunni óx ásmegin í píanótríó-
inu (og þótti nokkrum manni
Schumann „ónáttUrulegri" en
Haydn í gærkvöld?) Hljóðfærin
stóðu nú öll jafnfætis — ný
„náttúra"   óvinveitt   listinni.
Enn þurfti að fullkomna still-
inguna — og þann listræna
skilning, sem á hana bar að
leggja. Sem betur fer var
Schönberg ekki langt undan,
svo að enn á tónlistin framtíð!
Þrjú ólík hljóðfæri — þrír
einstaklingar, hver með sína
sérstæðu afstöðu til hljóðfæra-
leiks, stilla hæfileika sína sam-
an til að fullnægja kröfum
þriggja ólíkra tónskálda — þá
er eitthvað markvert á ferðum!
Blandaðist illa? Nei, skemmti-
lega. Ekki rýrnar ánægjan við
það að heyra gamalkunnan
Josef Haydn þræða ólfklegustu
stílleiðir. svo sem í c-moll
(„hæga") kafla þessa trlós. Sá
kafli er næstum einstakur.
Marlboro-tríóið fylgdi þessum
óvæntu continuo-leiðum svo
unun var að heyra.
¦fjremenningar þessir léku ein-
arðlega, jafnvel geðofsi
Schumanns, kom þeim ekki úr
jafnvægi og þá var Mendels-
sohn tríóið okkert slor! Flutn-
ingur á svona væmnislausri og
rómantískri músík er eitt hið
þarfasta, er tónlistarunnandi
heyrir nú til dags. Áheyrendur
kunnu og vel að meta það og
varð Melboro-tríóið að færa
þeim B-dúr einþáttunginn
„ópuslausa" eftir Beethoven
aukreitis. Gaman verður að
heyra þá aftur í kvöld með aðra
efnisskrá á boðstólunum.
Þessar síðustu vikur hefur
verið mikill kraftur í starfi Tón-
listarfélagsins. Haldi þeir á-
fram í sama fjöri, verður kom-
andi vetur mikið tilhlökkunar-
efni.
Þorkell Sigurbjörnsson.
Próf. Snorri Hallgríms-
son fimmtugur
Próf. Snorri Hallgrímsson yfir-
læknir er fimmtugur í dag. Hann
er fæddur á Hrafnsstöðum í
Svarfaðardal 9. október 1912,
sonur hjónanna Hallgrims Sigurðs-
sonar bónda þar og konu hans Þor-
láksinu Sigurðardóttur. Próf.
Snon tók stúdentspróf frá
Menntaskólanum á Akureyri 1932
og embættisprófi í læknisfræði
lauk hann við Háskóla Islands 4
árum síðar og þykir það óvenju-
lega stuttur tími til að ljúka svo
margbrotnu og erfiðu námi.
Stúdentafundur —
F amhald af  16  slðu
sér fyrir því að 1. desember
yrði helgaður efninu: Sjálfstæði
íslands og sú hætta, sem því
stafar af ólýðræðislegum stjórn
arstefnum".
I' ritnefndarkjöri fór hins veg
ar svo að Vaka fékk aðeins tvo
menn kjörna, framsókn og
kommúnistar tvo og kratar
einn.
I báðum kosningunum fékk
Vaka um 40 atkvæði umfram
lista kommúnista og framsókn-
ar, og helmingi fleiri atkv. en
kratar.
Að embættisprófi loknu sigldi
hann til útlanda til framhaldsnáms,
einkum í Orthopaedi og vann við
vísindastofnanir bæði 1 Danmörku
og Svíþjóð og starfaði auk þess
víða sem skurðlæknir, meðal ann-
ars í finnska stríðinu. Árið 1943
hlaut hann dóktorsnafnbót við
Háskólann I Stokkhólmi fyrir rit-
gerð um meinsemdir og bæklun á
fótum og sama ár sneri hann svo
aftur hingað heim til íslands og
hefur starfað hér síðan. Próf.
Snorri Hallgrímsson var skipaður
prófessor I handlæknisfræði við
Háskóla íslands árið 1951 og jafn-
framt gerður yfirlæknir við hand-
lækningadeild Landsspítalans.
Læknisstörf Snorra Hallgríms-
sonar er óþarft að kynna fyrir ís-
lendingum, það kannast allir við
þann frábæra skerf sem hann hef-
ur lagt fram í þágu íslenzkra
Iæknavísinda og eru ótaldir þeir
menn sem geta minnzt próf.
Snorra Hallgrímssonar með virð-
ingu og þakklæti þvl hversu mörg-
um hefur hann ekki bjargað frá
örkumli og dauða með yfirburða
hæfni sinni. Óhætt mun að full-
yrða að ekki sé kastað rýrð á
neinn íslenzkan lækni þótt próf.
Snorri sé talinn þeirra fremstur.
Próf. Snorri Hallgrímsson er
ekki í bænum I dag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16