Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VÍSIR  .  Þriðjudagur 9. október 1962.
Innan skamms má bú-
ast við, að aðalbókaút-
gáfa ársins hefjist, svo
sem venja er tií, þegar
líða tekur á haust. Vísir
hefur því leitað til helztu
bókaútgefeneL &1 þess að
komast eftír því, hvers sé
helzt að vænta bókakyns
á þessu hausti. Flestar út-
gáfurnar hafa nú gefið
okkur svör sín, en ekki
voru allar tilbúnar með
ákveðin svör enn sem
komið er. Þess vegna er
þessi listi ekki tæmandi,
auk þess sem alltaf eru
einhverjir að fást við að
gefa út bækur án þess að
vitað sé af því fyrirfram.
Engu að síður er hér all-
gott yfirlit yfir þær bæk-
wy sem út munu koma
fyrir hæstkomandi jól.
Almenna bókafélagið.
Bretland í bókaflokknum Lönd
og þjóðir verður septemberbókin.
Jón Eyþórsson veðurfræðingur
þýddi. Októberbókin verður Fram
tíð manns og heims eftir Pierre
Rousseau, próf. við Sorbonne i
París, í þýðingu dr. Brodda Jó-
hannessonar. í nóvember kemur
svo fyrsta bindi í verki próf. Ein-
ars Ól. Sveinssonar um íslenzkar
bókmenntir í fornöld. í þessu
fyrsta bindi verður fyrst inngang-
ur að bókmenntasögunni allri, al-
mennt yfirlit yfir kveðskap ÍS-
lendinga í fornöld og loks verður
svo þáttur um eddukvæði. Bókin
verður um 500 bls. að stærð,
prýdd fjölda mynda. Desember-
bókin verður Helztu trúarbrögð
hcims, stór o^ mikil bók með
ógrynni  mynda,  jafnframt  því
sem hinum einstöku trúarbrögð-
um er lýst og rakin saga þeirra.
Sr. Sigurbj. Einarsson biskup sér
um texta bókarinnar. Gjafabók
A. B. í ár verður Galdramálin í
Thisted eftir Árna Magnússon.
Bókin var tekin saman að tilhlut-
an háskólaráðsins í Höfn og hafði
mikil áhrif til þess að draga úr
galdratrú á Norðurlöndum og
Þýzkalandi. Kom bókin fyrst út
um aldamótin 1700, en hefur
aldrei fyrr verið þýdd á íslenzku.
Er það Andrés Björnsson, sem
hefur þýtt bókina. Loks koma 2
bindi af skáldverkum Gunnars
Gunnarssonar. Er hér um að
ræða 5. og 6. bindi, og eru þá
eftir tvö bindi af heildarsafni
skáldverka Gunnars. í 5. bindinu
eru sögurnar Fóstbræður og Jörð,
en í því 6. Hvíti Kristur, Kon-
ungssonur og Grámann.
Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar.
Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds
sonar gefur að þessu sinni út 4
bækur: Réttur er settur er rúss-
nesk skáldsaga um 100 bls., gefin
út undir dulnefninu Abram Tertz,
en handritinu var smyglað út úr
Sovétríkjunum ásamt fleiri verk-
um höfundar, en hann vill ekki
láta nafns síns getið. Þýðinguna
hefur Jökull Jakobsson gert. Þá
er brezk skáldsaga eftir Constan-
tine Fitz-Gibbon í þýðingu Her-
steins Pálssonar ritstjóra. Endan-
legur titill á íslenzku hefur enn
ekki verið ákveðinn, en á ensku
nefnist bókin When the Kissing
Had to Stop. Þetta er ástarsaga,
sem kemur inn á atburði í brezk-
um stjórnmálum síðari ára. Finn-
ur Sigmundsson og Tómas Guð-
mundsson sjá um útgáfu á úrvali
úr greinasafni Snæbjarnar Jóns-
sonar, og er þetta safn greina
hans gefið út í tilefni af 75 ára
afmæli höfundar, sem var á þessu
ári. Þá er ljóðabókin Á 17 bekk
eftir Pál H. Jónsson, og er þetta
önnur bók hans.
fsafold.
ísafoldarprentsmiðja h. f. gefur
að vanda út mikinn f jölda bóka
á þessu hausti. Ekki eru tök á
að nefna þær allar hér, en þær
helztu eru þessar:
Verkamenn í vln-
garði eftir Guð-
mund Danfelsson
og er þetta sam-
talsbók, önnur
samtalsbókin frá
hans hendi. Ferða
bók eftir Sigurð
A. Magnússon, er
nefnist Við elda
Indlands, en hann [
fór til Austur-
landa á síðasta I
ári. Guðmundúr
L. Friðfinnsson birtir nú smá-
sagnabók, Baksvipur mannsins.
Þorbjörn Björnsson á Geitaskarði
ritar minningar sínar, og kallar
hann þær Að kvöldi. Halldór Pét-
ursson rekur sögu draugs í bók-
inni Saga Eyjafellsmóra. Þá gefur
ísafold út tvær þýddar skáldsög-
ur Mærin gengur á vatninu eftir
finnsku skáldkonuna Eeva Joen-
pelto í þýðingu Njarðar P. Njarð-
vík og Herragarðslíf eftir norsku
skáldkonuna Anitru í þýðingu
Stefáns Jónssonar námstjóra. Þá
kemur endurútgáfa á ræðum Guð
mundar Finnbogasonar, Mann-
fagnaður, ásamt nokkrum ræðum,
sem ekki hafa birzt áður, en dr.
Finnbogi Guðmundsson annast út
gáfuna. Einnig kemur 3. bindi af
Ljóðmælum Sigurðar Breiðfjörðs
og Númarímur hans. Ennfremur
barna- og unglingabækur.
Menningarsjóður.
Menningarsjóður býður m. a.
upp á bókina HundraS ár í þjóð-
mihjasafni eftir dr. Kristján Eld-
járn, stóra bók með 100 heilsíðu-
myndum. ívar
Orgland, sem var
sendikennari í
norsku við háskól
ann hér um all-
langt skeið, ritar
fyrra bindi af
Ævisögu Stefáns
frá Hvítadal. Þá
kemur     annað
bindi af Ritum
Jóns Sigurðsson-
ar. Arni Óla skrif
ar bókina Þúsund
ára sveitaþorp á
íslandi. Lundurinn helgi nefnist
bók eftir Björn Blöndal, eru það
frásagnir, endurminningar að
nokkru færðar í söguform. Ný
ljóðabók kemur eftir Þórodd
Guðmundsson frá Sandi, nefnist
húh Sólmánuður, og einnig koma
smásögur eftir Jökul Jakobsson
í flokknum Smábækur Menning-
arsjóðs, en ekki hefur enn verið
ákveðinn titill bókarinnar. Af
þýddum bókum má nefna Játn-
ingar Ágústínusar kirkjuföður i
þýðingu sr. Sigurbjarnar Einars-
sonar biskups, 50 ljóð úr Rig-
Veda, sem Sören Sörenson hefur
þýtt úr sanskrít og Maður í
hulstri, smásögur eftir Anton
Tsékov í þýð. Geirs Kristjáns-
sonar.
Fróði.
Af útgáfubókum Fróða í ár má
nefna 2. bindi af Breiðfirzkutn
sögnum eftir Bergsvein Skúiason,
ferðasögu eftir danskan höfund,
Jens Kruse, Þau óku suður I þýð-
ingu Andrésar Kristjánssonar,
bók eftir franska landkönnuðinn
Paul Emil Victor í þýðingu Jóns
Sskars, og nefnir hann þýðing-
una Upp á líf og dauða og hina
frægu skáldsögu sænsku skáld-
konunnar Sara Lidman, sem hún
nefnir Sonur minn og ég og fjall
ar um kynþáttavandamálið í Suð-
ur-Afríku. Einar Bragi þýddi bók-
ina. Loks er að nefna unglinga-
bókina Sögur, sem Jesús sagði,
endursagðar af danska skáldinu
Kai Munk en sr. Sigurbjörn Ein-
arsson biskup þýddi.
Iðunnarútgáfan.
Meðal útgáfubóka hjá Iðunnar-
útgáfunni er fjórða bindið af ís-
lenzku mannlífi eftir Jón Helga-
son ritstjóra. Þá er endurútgáfa
á Öldinni okkar I —II og 3. útg.
af 79 af £ Ymni eftir Indriða G.
Þorsteinsson með myndum úr
kvikmyndinni. Af þýddum bókum
kemur ný bók eftir Alistair Mac-
lean í þýðingu Andrésar Kristj-
ánssonar. Titill þýðingarinnar er
enn ekki ákveðinn, en á ensku
heitir bókin H. M. S. Ulysses.
Einnig kemur ný útgáfa af Ben
Hur í þýðingu sr. Sigurbjarnar
Einarssonar biskups. Er það
fyrsta bók í nýjum bókaflokki,
sem einkum er ætlaður ungu
fólki, en f þeim flokki verða ýms-
ar úrvalsskáldsögur, sem margar
hverjar hafa komið út fyrir mörg
um árum og eru orðnar klassísk-
ar. Ennfremur barna- og unglinga
bækur.    ..  ,
Setberg.
Setberg sendir frá sér 14 bæk-
ur á þessu hausti, og þær helztu
eru þessar: Jóhannes Helgi ritar
bók um sjómanninn Andrés Matt-
híasson, en Jóhannes Helgi skrif-
aði í fyrra samtalsbók við Jón
Engilberts, sem mikla athygli
vakti. Vilhjálmu. S. Vilhjálmsson
ritar bókina Fimm konur, og er
hún endurminningar fimm
kvenna, sem hafa frá margvís-
legri lífsreynslu að segja. Þor-
steinn frá Hamri skrifar þætti úr
íslenzku þjóðlífi og af sérkenni-
legu fólki fyrr á tímum, en í
þeirri bók eru ennfremur frá-
sagnir af löngu liðnum söguleg-
um atburðum. Hendrik Ottósson
sendir frá sér bókina Hvíta strfð-
ið, sem fjallar um atburði, er
gerðust á haustmánuðum 1921,
þegar gert var herútboð í Reykja
vik. Einnig eru í bókinni nokkrar
myndir frá þessum atburðum. Af
þýddum bókum má nefna ferða-
bókina Örlagaleikur við Amazon
eftir Leonard Clark og bókina Sjö
menn við sólarupprás eftir brezka
blaðamanninn Alan Burgess.
Einnig sendir Setberg frá sér
nokkrar barna- og unglingabæk-
ur.
Skuggsjá.
Af útgáfubókum Skuggsjár f
Hafnarfirði eru þessar helztar:
Garðblóm í litum og Tré og runn-
ar í litum, báðar eftir Ingólf Da-
víðsson. Lúðvík Kristjánsson rit-
ar bókina Úr heimsborg í grjóta-
þorp, sem er ævisaga Þorláks O.
Johnson. Guðmundur G. Hagalin
skrifar annað bindi af endurminn
ingum Kristínar Kristjánsson,
Margt býr í þokunni, en f fyrra
kom út fyrra bindið undir nafn-
inu Engin þörf að kvarta. Einnig
ritar Hagalín bókina Af Sjónar-
hóli, og eru það minningar Björns
Eiríkssonar tíkipstjóra og bifreið-
arstjóra í Hafnarfirði. Jónas Þor-
bergsson fyrrverandi útvarps-
stjóri skrifar bókina Líf er að
loknu þessu, sem gefin er út í til-
efni af 25 ára miðilsstarfi Haf-
steins Björnssonar. Þá er 2. bindi
af ritgerðasafni Grétars Fells, Það
er svo margt, og einnig kemur út
eftir hann Ijóðabókin Ljóðvængir.
Ævar Kvaran hefur safnað og
endursagt þætti í líkingu við út-
varpsþætti hans, og nefnist sú
bók Fólk og forlög. Af þýddum
bókum má nefna endurminningar
Grænlandsfarans Ejnars Mikkel-
sens: Af hundavakt á hundasleða
í þýðingu Hersteins Pálssonar,
ástarsöguna Tvísýnn leikur eftir
Theresu Charles í þýðingu Andrés
ar Kristjánssonar og söguna það
vorar að Furulundi í þýðingu
Skúla Jenssonar.
Helgafell.
Helgafell gefur út um 20 bæk-
ur á þessu hausti. Hæst ber að
þessu sinni málverkabækur þeirra
Asgríms Jónssonar og Gunnlaugs
., Blöndal. I bók Ás
gríms  birtist  ny
gerð  af  endur-
'~~,;_    minningum hans,
sem Tómas Guð-
Ml|í  mundsson  skráði
:f rétt áður en hann
dó. I bók Blön-
dals er hins veg-
ar  ritgerð  eftir
Eggert   Stefáns-
son.  Þá  er  að
nefna    leikritið
Prjónastofan Sól-
in  eftir  Halldór
Kiljan Laxness, sem væntanlegt
er í þessum mánuði, en Helgafell
mun einnig gefa nú Ut endurút-
gáfu á bók hans Dagleið á fjöll-
um, sem ófáanleg hefur verið um
árabil.    Hannes...
Pétursson  sendir!
frá sér nýja ljóðal
bók,  Stund  og I
staðir,  mun  hún |
væntanleg      í 'l
næsta mánuði. Þá §
kemur  skáldsag-1
an  Benóní  eftir f
Knut  Hamsun  f j
þýðingu Jóns Sig
urðssonar    frá
Kaldaðarnesi  og
einnig kemur út |
vísnasafn    Jó-
hanns frá Flögu, er hann nefnir
Höldum gleði hátt á Ioft. Þrjú
skáld senda í fyrsta skipti frá sér
Ijóðabækur hjá forlagi Helgafells
í ár, eru það Kristján Árnason,
Þóra Magnea, sem aðeins er 16
ára að aldri, og Guðmundur Sig-
urðsson, er áður er þekktur fyrir
gamanvfsur. Nöfn þessara þriggja
ljóðabóka eru enn ekki ákveðin.
Rannsókn
lokið
Gísli Gestsson, starfsmaður
Þjóðminjasafnsins, sem fór vestur
um haf í sumar vegna rannsókn-
anna á fornmenjunum á Nýfundna
landi, er kominn heim aftur.
Rúm vika er síðan Gísli kom
heim, en hann varð eftir, þegar
þeir Kristján Eldjárn þjóðminja-
vörður og Þórhallur Vilmundarson
prófessor héldu heimleiðis fyrir
nokkrum vikum. Vann Gísli áfram
við uppgröftinn ásamt Helge Ing-
stad, sem fann staðinn og bauð
Islendingum að taka þátt í rann-
sóknum þar 1 sumar, og konu hans.
Vísir hefir átt stutt samtal við
Gísla, en hann kvaðst eiginlega
engu hafa við það, að bæta, sem
þeir Kristján og Þórhallur skýrðu
blöðum og útvarpi frá, þegar þeir
ko.nu heim á sínum tíma. Rann-
sóknum væri að mestu leyti lokið
Frh. á 10. bls.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16