Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.03.1996, Blaðsíða 9
Gagnvirkt sjónvarp: AMUSE rannsóknarverkefnið Mars 1996 Inngangur Eitt af hlutverkum upplýsinga- tækni í nútíma þjóðfélagi er að auðvelda fólki vinnu og gera hana hagkvæmari og öruggari. Að auki er skemmtun og fræðsla að verða stór þáttur í nýjum leiðum upplýs- ingatækni. Markmið AMUSE verkefiiisins er að prófa í tilraunum gagnvirka margmiðlun yfir ATM (Asynchronous Transfer Mode) breiðbandsnet. Þó nokkur búnaður hefur verið í þróun sem stuðlar að því að hægt sé að gera slíka tilraun, en í AMUSE verða gerðar tilraunir í raunverulegu umhverfi til að sjá hvemig hann reynist notendum á heimilum. Notendur á heimilum eru aðal- markhópurinn, frekar en notendur innan fyrirtækja og markast það af því að notendabúnaðurinn er ekki hefðbundin tölva heldur svo kallað Set-Top-Box (STB) sem er tengt við sjónvarp annars vegar og netið hins vegar. STB er stýrt með fjar- stýringu af notanda líkt og flest sjónvörp í dag. AMU SE er eitt stærsta verkefn- ið innan ACTS sem gerir tilraunir með gagnvirka margmiðlun í sam- hengi fjarskipta og því verður vel fylgst með framkvæmd verkefnis- ins og niðurstöðum í Evrópu. Hug- búnaður og vélbúnaður í nútíma margmiðlunarumhverfi er að sjálf- sögðu margþættur og eru önnur verkefni innan ACTS mun sér- hæfðari og einblína þá gjaman á einn þátt. Eftir Ebbu Þóru Hvannberg Umfang Þátttakendur í AMUSE verk- efninu eru samtals 23 frá Italíu, Þýskalandi, Englandi, Belgíu, Sviss, Portúgal og íslandi. Þátttak- endur eru m.a. símafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki, framleiðendur vélbúnaðar og myndefnis, rann- sóknastofnanir og háskólar. Verk- efnið mun taka þrjú ár og em um 1200 mannmánuðir, en um 120 mannmánuðir verða unnir hér á landi. Verkefnið hófst í september 1995 og því lýkur árið 1998. AMUSE (Advanced Multime- dia Services for Residential Users) er fjölþjóða rannsóknarverkefni styrkt af fjarskiptasviði 4. ramma- áætlunar Evrópusambandsins, eða ACTS (Advanced Communication Technology and Services). Á íslandi eru þrír þátttakendur, Póstur og Sími, Nýherji og Kerfis- verkfræðistofa Háskóla íslands. Hver þessara aðila hefúr afmarkað verksvið innan verkefnisins en vinna í náinni samvinnu því loka- takmarkið er það sama, þ.e. að setja upp tilraunir með gagnvirkt sjónvarp hér á landi. Gagnvirk margmiðlun Margmiðlun er það þegar við notum venjuleg textagögn, hljóð og kvikmynd til að miðla upplýsing- um til notanda, rétt eins og í sjón- varpi, en ólíkt því sem verið hefur í tölvuheiminum fram til þessa. Gagnvirkni er m.a. það þegar not- andi getur ákveðið hvað hann fær með vali. Þetta er alþekkt í tölvu- heiminum, en hefúr verið til í tak- mörkuðum mæli í sjónvarpi, þar sem við getum valið á milli rása, eða í mesta lagi valið að horfa á einstakar kvikmyndir og borga fyrir (e. pay-per-view, eðapay-tv). Gagnvirk marmiðlun er núna mest þekkt af geisladiskum, eða CD-ROM. Sérstök tól, eða höf- undartól (e. authoring tool) fást sem hjálpa til við að útbúa efni á slíka geisladiska. Einnigmásegja að í gegnum netrýni (e. net brows- ers) getum við fengið efni á marg- miðlunarformi. Hefðbundnar tölvur eru mest notaðar fyrir gagn- virka margmiðlun og er þær þá út- búnar geisladrifi, hátölurum og öðrum aukabúnaði. Önnur leið til að nota gagnvirka margmiðlun er að veita henni í gegnum sjónvarp og er það oft kallað gagnvirkt sjónvarp (e. inter- active TV). Þá getur notandinn valið efni til að sýna í sjónvarpinu heima hjá sér. Hann notar í þessu tilfelli fjarstýringu sem hann beinir að STB. Boðin berast svo um fjar- skiptanet til miðlara sem senda honum efnið til baka og sér hann það svo í sjónvarpinu. Efnið hins vegar einskorðast ekki við kvik- myndir, þætti, fréttir eða annað sjónvarpsefni en getur verið hvaða þjónusta sem er svo sem banka- þjónusta, heimaverslun, ferðaþjón- usta eða hvað annað sem boðið er upp á. Mynd 1 sýnir hvemig má Tölvumál - 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.