Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Fimmtudagur 11. október 1962.
9

iHBrtsnnrftr
T>að er ævinlega forvitnilegt að
kynnast listum framandi
þjóða og það eitt út af fyrir sig
gerir þessa frumsýningu eftir-
minnilega að þar var skyggnzt
inn í heim sem okkur er framandi
með öllu. Ástralíumenn og list
þeirra er hvort tveggja falið bak
við bláma fjarlægðarinnar og
hlýtur að vekja forvitni okkar.
Það kemur þó á daginn að þrátt
fyrir margbreytileik lífsins og þá
órafjarlægð sem skilur Ástralíu
frá heimsálfu okkar byggir leik-
ritaskáldið á gamalli fastri hefð
sem meira að segja var sköpuð
á Norðurlöndum. Mér er ekki
kunnugt um hvenær þetta leikrit
var skrifað en það var fyrst sýnt
í Ástralíu 1955 og það kemur
manni á óvart hvað leikritið er
í raun og veru lítið nýstárlegt.
Cautjánda brúðan er skrifuð í
anda raunsæisstefnunnar og
gætir víða áhrifa frá Strindberg
þótt hinn ástralski höfundur
gangi ekki eins langt og Strind-
berg gerði. En svipur raunsæis-
stefnunnar er einráður. Sviðið
er hið sama sýninguna á enda
og viðbrögð fólksins og átök
þess í leiknum er tilraun til þess
að sýna mennina nákvæmlega
eins og þ.lr koma fyrir í lífinu
sjálfu. Menn mega ekki misskilja
orð mín á þá lund að mér finnist
það galli við verkið að það er í
anda raunsæisstefnunnar. Hún
er þvert á móti sú stefna í leik-
bókmenntum sem er hvað drama-
tfskust í eðli sínu og gerir mest-
ar kröfur til leikaranna.
T eikritið fjallar um tvo menn
sem stunda þá atvinnu að slá
sykurreyr sjö mánuði ársins en
hinn hlutann dveljast þeir hjá
vinkonum sínum í borginni.
Þetta hafa þeir gert í sextán ár
og þegar leikritið hefst er von á
þeim í sautjánda skipti. En í
þetta sinn tekst þeim ekki að
lifa lífi sínu eins og alltaf áður.'
Ástæðan fyrir þessu er á yfir-
borðinu sú að annar mannanna
hefur beðið ósigur í vinnuflokki
sínum fyrir ungum og nýjum
manni. En í raun réttri er ástæð-
an allt önnur. Hún er sú að þeir
hafa ekki gert sér það ljóst, að
það er ekki hægt að lifa eina og
sömu stund að eilífu. Það er ekki
hægt að grípa eitt andartak út úr
eilífðinni og halda eftir handa
sér af því tíminn heldur alltaf á-
fram miskunnarlaus og óstöðv-
andi. Og þeir sem ekki gæta
þess að fylgjast með honum eru
skildir eftir. Það er þetta sem
hefur gerzt. Mennirnir hafa hald-
ið áfram að lifa æsku sína og
manndómsár en uppgötva svo
allt í einu að tíminn er kominn
langt á undan þeim, þeir hafa
verið skildir eftir í blekkingu
sirini og hvorki geta né vilja ná
tímanum aftur. Það er því boð-
skapur þessa leikrits að maður-
inn verði að læra að horfast í
augu við sannleikann og hafa
hugrekki til að breyta samkvæmt
því. Og þetta er einmitt hinn
eðlilegasti boðskapur leiklistar-
innar því hún er f eðli sínu speg-
ilmynd lífsins, getur að vísu bæði
verið spéspegill og öfgaspegill
þá til þess eins að við lærum
að meta hina óbjöguðu mynd
h'fsins þeim mun betur.
TTöfundi verksins tekst vel að
draga fram aðalatriði leiks-
ins þegar líða fer á sýninguna
en ef til vill mætti segja að að-
dragandinn sé nokkuð daufur á
köflum. Hins vegar tekst honum
mætavel að blanda saman gamni
og alvöru, leikritið er bæði gam-
apleikur og átakanlegur raunsæ-
isleikur og það eykur enn á gildi
verksins vegna þess hvað það
nær vel að sýna margslungið sál-
arlíf persónanna í öllum sínuni
einfaldleik. Sömuleiðis er endir-
inn mjög sterkur og raunsannur
En eins og öll raunsæisleikrií
stendur Sautjánda brúðan og
fellur með leikstjóra og leikurum
og er því bezt að taka þeirra hlut
til athugunar.
"C'yrsta og stærsta vandamálk
sem mætir leikstjðranum
Baldvin Halldórssyni við upp-
færslu þessa leikrits er val I
hlutvérkin. Þetta val hefur hon-
um tekizt misjafnlega og er það
raunar efni í heila grein hvernig
valið er í hlutverk hér í Reykja-
vík yfirleitt. Það er nefnilega
mikill og miður góður siður að
vera sí og æ með sama fólkið í
aðalhlutverkum margra leikrita
í einu. Það er auðvitað rétt að
hér eru leikarar fáir — en svo
fáir eru þeir ekki og þeim er
sjálfum enginn greiði gerður með
því að ofgera þeim með vinnu.
Það kemur bæði niður á list
þeirra auk þess sem áhorfendur
verða einfaldlega leiðir á þv£ að
horfa alltaf á sama fólkið. Þetta
val Baldvins sem að mínu viti er
stundum hæpið verður annars
rætt nánar þegar fjallað verður
um  einstaka  leikara.  Að  öðru
Jón Sigurbjörnsson og Guðbjörg Þorbjarnardóttir.
líður. Aftui á móti er meðferð
ljósa hvergi nærri sannfærandi, t.
d. þegar kveikt er á lömpunum
í stofunni, og stundum er Ijós-
kösturunum beint þannig að
vinstri hlið leikara er í skugga
meðan alltof sterkt ljós fellur á
hægri hlið hans.
og í upphafi þessa leikrits var
ekki alveg Iaust við að áhrifa
„frænkunnar" gætti nokkuð.
Þetta hvarf þó þegar á Ieið og
styrktist þá leikur hennar jafntog
þétt. Hlutverk Olive gerir miklar
kröfur til túlkandans vegna þess
hve margbreytileg mynd kemur
T>að þarf mikla nærfærni og
alúð til að ná öllum þeim
blæbrigðum sem nauðsynleg eru
til að sýna algerlega sanna mynd
Roos, mannsins sem bíður ósig-
ur fyrir sér yngri manni og
skynjar ekki að hann er farinn
að eldast. Jón Sigurbjörnsson
skilar hlutverkinu með miklum
sóma. Hann nær einmitt þessum
einfaldleika og ákveðni en þó
þeirri uppgjöf sem einkenna
Roo. Framsögn Jóns hjálpar hon-
um mikið enda einstaklega góð.
Ef til vill mætti segja að skap-
ofsi hans sé ekki alveg nægilega
sannfærandi í áflogunum við
Barney en hins vegar er túlkun
hans á lokaatriðinu nieð miklum
ágætum.
"ITandasamasta hlutverkið er þó
þegar á allt er litið hlutverk
Róberts Arnfinnssonar sem leik-
ur Barney. Róbert leikur þetta
hlutverk með mikilli prýði frá
upphafi til enda. Hann er hæfi-
Iega glaðklakkalegur og ísmeygi-
Iegur í upphafi, ölvun Barneys
sýnir hann á mjög eftirminnileg-
an hátt og minnist ég þess ekki
að hafa áður séð ölvaðan mann
túlkaðan með jafnmiklum ágæt-
um á íslenzku leiksviði. Hann á
mikið lof skilið fyrir þetta hlut-
verk  sitt.
í>að er Herdís Þorvaldsdóttir
sem verður fyrir þeirri ó-
heppni að þurfa að leika Pearl.
Þetta er heldur leiðinlegt hlut-
verk og ég verð að segja það eins
og er að mér finnst Herdís alls
ekki passa í þetta hlutverk. Ég
er ekki þar með að kasta neinni
rýrð á leikhæfileika Herdísar því
allir vita að hún er ágæt leikkona.
En það er ekki þar með sagt að
Þjóðleikhúsið:
rrunuvniiT^n^onrr
Eftir Ray Lawler - Leikstjóri BALDVIN  HALLDÓRSSON
Ieyti nær Baldvin góðum heildar-
svip á verkið, fyrri hluti leikrits-
ins er kannski ekki nægilega
hraður en það er að nokkru höf-
undinum sjálfum að kenna. Hon-
um tekst vel að draga fram hina
innri mynd verksins, staðsetn-
ingar leikaranna vel skipulagðar
og úthugsaðar og sýningin vinn-
ur stöðugt á eftir því sem lengra
TTiutverkin eru 7 talsins en 3
þeirra eru þó langstærst.
Guðbjörg Þorbjarnardóttir leik-
ur Olive, ástkonu Roo, annars
sláttumannsins að norðan. Hún
býr i Melbourne og lifir og hrær-
ist einungis fyrir þá 5 mánuði
sem vinir hennar eru í orlofi.
Guðbjörg er í erfiðu hlutverki í
leikritinu,,  „Hún  frænka  mín"
frara af lífi persónunnar og lætur
Guðbjörgu betur að sýna þau
geysilegu umbrot og átök sem
gerast með henni síðara hluta
leiksins. Guðbjörg Ieikur þá af
röggsemi og einurð en það má
mikið vera ef henni verður ekki
ofgert ef það á að nota hina
fjö.lbreyttu hæfileika hennar í
hverju leikritinii á fætur öðru.
Herdis Þorvaldsdóttir, Róbert Arnfinnsson, Nína Sveinsdóttir og Guöbjörg Þorbjarnardóttir. Myndirnar
tók Ijósm. Vísis, I. M.
hægt sé að láta hana leika hvað
sem er og ég hef enga trú á því
að hún hafi tekið þetta hlutverk
að sér með glöðu geði enda lifir
Pearl næsta fátæklegu lífi eftir
túlkun hennar. Það ber að túlka
hana af hógværð en Herdfs gerir
hana næstum alveg litlausa óg ég
vil skrifa það á reikning leik-
stjórans.
|~Vt hefur Nínu Sveinsdóttur
^ tekizt að koma íslenzkum
leikhúsgestum í gott skap en mér
er til efs að hún hafi nokkru
sinni leikið betur en nú. Leikur
hennar er mikill listrænn sigur
og ég óska henni hjartanlega til
íamingju með hann. Hún vann
hug og hjarta áhorfenda gersam-
lega enda var henni óspart fagn-
að.
Tjá eru eftir hlutverk Bubbu og
Dowds. Brynja Benedikts-
dóttir nær ekki tökum á hlut-
verki Bubbu. Mér virðist hún alls
ekki hafa losnað úr yiðjum síns
leiðinlega hlutverks i „Hún
frænka mín", hreyfingar hennar
eru hálfýktar og framsögnin allt-
of vélræn og litlaus. Gunnar
Eyjólfsson leikur mjög snoturlega
en það háði honum mikið að
hann passar ekki nógu vel í hlut-
verkið til að verka sannfærandi.
Á móti Jóni Sigurbjörnssyni hef-
ur hann ekki nægilega líkams-
Frh. á 10. bls.


					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16