Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V í S I R . Laugardagur 13. október 1962.
F ©
ifnsögubát
kkmkir fálkar hjálpuðu
brezka ílotunum 1 stríðinu
My fair
lady í
London
eignasf
son
Anna Rogers, sem lék EIisu
Doolittle í My fair Lady í Lqn-
don, þar til í apríl s.l. hefur ný-
lega eignazt son. Hamingjan
leynir sér ekki hjá Ieikkonunni.
Alltaf er mikil eftirspurn
eftir íslenzkum fálkum,
svo að þess vegna gæti
hann vel^orðið útf lutnings-
vara, sagði Birgir Thorla-
cius, ráðuneytisstjóri, í við
tali við Vísi nýlega, er
blaðið spurði hann um sitt
af hverju varðandi fálk-
ann.
Fálkinn er fyrst og fremst eftir-1
sóttur til þess að hægt sé að ala j
hann upp og þjálfa til veiða, eins
ög Tiahh var tíðast notaðúr til 'áður ;
fyrr, þegar yart'gat. göfugri íþrótt i
ao" dómi konunga og annarra tign- ¦
armanna en að eiga vel þjálfaða \
, veiðifálka. Vitanlega sækjast söfn I
i einnig eftir fálkum,  en þeir eru,
i fleiri, sem hinn höpinn fylla.     i
i  Það  kemur  við  og  við  fyrir, I
¦ þótt ekki sé það mjög algengt, að j
i hingað berist bréf frá mönnum íiti
I í heimi, sem óska að kaupa fálka I
af íslenzkum yfirvöldum.  Síðasta
bréf af þessu tagi var frá Saudi
í Genf hefir verið hald-
in fyrsta ráðstefnan um
læknavísindin og íbúa
heimskautshéraðanna, og
þar var m. a. skýrt frá því,
að slysfarir væru algeng-
asta dánarorsök á Græn-
landi.
Ellefu þjóðir áttu fulltrúa á ráð-
stefnu þessari, og meðal þeirra
var Preben Smith læknir frá Dan-
mörku, sem var landlæknir í
Grænlandi um fimm ára skeið, en
hefir riú látið af því starfi. Meðan
hann var starfandi í Grænlandi,
tók hann saman skýrslu um al-
gengustu dánarorsakir þar og birti
haná á ráðstefnunni í Genf. Er hun
mjög fróðleg á marga lund.
Eins og fyrr segir eru slysfarir
algengasta dánarorsök á Græn-
andi, og flestir sem þannig láta
lifið, drukkna í sjó. Víða um heim
eru það hjarta- og blóðrásarsjúk-
BUM1
rænian
dómar, sem verða flestum að ald?
urtila, en ástæðan fyrir þvi, að
þeir kvillar eru ekki mjög skæðir
í Grænlandi, er sú, að þar í landi
er lítið um roskið eða aldurhnigið
fólk. Tveir af hverjum fimm Græn-
lendingum eru 15 ára eða yngri.
Auk drukknana er það mjög al-
gengt, að hundar bíti börn til bana,
margir farast af voðaskotum,
frjósa í hel éða reifabörn kafna, er
móðir þeirra leggstofan á þau í
svefni.
' Smith læknir benti á, að girða
mætti fyrir mörg þeirra slysa, sem
verða mönnum að bana í Græn-
landi. Það væri t .d. fyrir neðan
allar hellur, að Grænlendingur,
sem dytti í sjóinn aðeins 10 metra
frá landi, drukknaði af því að hann
kynni ekki að synda. Nauðsynlegt
væri að hefja sundkennslu þar.
Einnig ætti að kenna mönnum
meðferð skotvopna í skólum, þvf
að léleg meðferð þeirra leiddi til
þess, að þau ryðguðu og spryngju
fyrirvaralaust framan í eigendur
sína, þegar ætti að nota þau.
sem falkinn hefir;l$íigum verið;.tal.-
inn. En svarið við því bréfi var á
sömu lund og nær allra bréfa
svipaðs efnis, sem hingað berast —
það var neitandi.
Það mun víst aðeins hafa komið
fyrir einu sinni á undanförnum
aldarfjórðungi, að svarið hafi verið
játandi, er beðið var um fálka.
Það var á striðsárunum, er beiðni
barst um það frá brezka flotanum,
að honum væru seldir tveir fálkar,
sem ætlunin var að hafa við flug-
velli, til að stugga þaðan á brott
fuglageri, sem oft sezt á flugvell-
ina, en flýgur svo upp allt í senn,
þegar flugvél kemur að til að lenda
eða flýgur upp. Geta fuglarnir þá
lent í hreyflum flugvélanna
Ur því að svo sérstaklega
stóð á, að nota átti fálkana til
að girða fyrir slys, var fallizt á
að láta brezka flotanum í té tvo
fugla, en jafnframt var tilkynnt,
að þótt tilraunin tækist, mundi
það ekki leiða til þess, að ísland
sæi fært að sjá brezka flot-
anuni fyrir fálkum framvegis.
Munu Bretar því ekki hafa hirt
um að skýra íslendingum frá
árangrinum.
Fálkinn er alfriðaður, eins og
menn rekur minni til, og eru þess
fá dæmi, að menn geri tilraun til
að brjóta lögin þar um, en þó
kom það fyrir hér um árið, er
útlendingur lagðist út á Flateyjar-
dal og náði þar fálkaungum, sem
hann ætlaði vafalítið að þjálfa til
veiða og selja síðan erlendis fyrir
mikið fé. Maðurinn var gerður land
rækur, en kom þó aftur. Þá var
hann þó ekki í fálkaermdum, held-
ur hélt til Vestmannaeyja, og
kunnum vér ekki meira frá honam
að segja.
Stjórn Akraneshafnar hefur fest
kaup á nýjum hafnsögubát, en það
er v.b. Nói, sem undanfarið hefur
verið notaður til stangaveiða frá
Reykjavík. Báturinn kom til Akra
ness sl. þriðjudagskvóld.
Fram til þessa hefur verið not-
azt við lítinn trillubát til hafn-
sögustarfa, sem er algerlega ófull-
nægjandi þegar veður eru vond,
því þá verður lóðsinn að sækja
skip oft og einatt langt út.
, Hinn nýi hafnsögubátur er 8
lestir að stærð með sterkri og
góðri vél, dýptarmæli, talstöð og
öðrum útbúnaði sem æskilegur er
talinn. Kaupverð er talið hafa ver-
ið nokkuð á 5. hundrað þús. kr.
Skipstjóri á hafnsögubátnum er
Karl Benediktsson, en hafnsögu-
maður er Hallfreður Guðmunds-
son, sem gegnt hefur því starfi
um 14 ára skeið.
Um þessar mundir aðhafast Ak-
urnesingar ekkert til sjós, en hafa
hins vegar ærið að gera f landi
við margháttuð störf, þ.á.m. bygg-
ingar, gatnagerð og margt fleira.
Unnið hefur verið í allt sumar að
varanlegri gatnagerð, þ.á.m. hefur
öll Skagabraut verið steypt, allt
upp á þjóðveginn út úr bænum. í
fyrrasumar var lítilsháttar byrjað
á undirbúningi þessarar gatnagerð-
ar.
töfðu
artöffuuppskeru
Akureyri í gær.
Það sem af er þessum mánuði
hefur hlýviðrakafli gengið yfir
Norðurland og oftast verið 10-12
stiga hiti á daginn, scm þykir ó-
venjulegt um þetta Ieyti hausts.
Aðéins eina nótt komst hitastig
niður fyrir frostmark.
I þessum hlývirðakafla gerði
miklar urkomur fyrstu daga mán-
aðarins og það svo mjög að þær
töfðu fyrir ýmsum verklegum
framkvæmdum, sem vihna þurfti
utanhúss. Ekki hvað sízt töfðu
rigningarnar fyrir. kartöfluupp-
skeru víðs vegar við Eyjafjörð. En
með batnandi veðri siðustu dag-
ana hefur verið unnið hvarvetna
af miklum krafti að uppskerunni
og einkum verið fenginn til þess
vinnukraftur frá Akureyri.
Sá háttur hefur verið hafður á
að Akureyrarkonur — mest giftar
húsmæður — hafa farið í smærri
og stærri hópum dag hvern til
einstakra kartöflubænda við Eyja-
fjörð og unnið að kartöfluupp-
skerunni. Hafa allt að 100 konur
farið samtímis úr bænum til þess-
ara 'starfa. Fá þær karlmannskaup
og vinna frá hádegi til kvölds dag
hvern. Eru þær sóttar á vinnu-
staðinn og fluttar heim aftur að
kvöldi þeim að kostnaðarlausu, og
er önnur ferðin reiknuð sem
vinnutími. Fá konurnar drjúgar
aukatekjur með þessum hætti, en
geta sinnt heimilisstörfum bæði ár-
degis og eins á kvöldin.
Fyrir kartöflubændurnar er
þetta og mikið hagsmunamál, því
erfitt yrði fyrir þá að fá vinnuafl
til uppskerunnar ef þeir nytu ekki
til þess aðstoðar Akureyrarkvenn-
anna.
40 LEIKARAEFNI
Tveir af þremur leikskólum borg
arinnar hafa nú tekið til starfa
og sá þriðji tekur til starfa um
helgina. Ml...j um . nemendur
leggja stund á leiklistarnám í vet-
ur.
Leikskóli Þjóðleikhússins starfar
frá 1. okt.'til 15. maí og er tveggja
ára skóli. Eru á viku hverri 16
tímar, sem skipt er niður á sex
daga. Fer öll kennsla fram eftir
venjulegan vinnutíma eins og í
hinum leikskólunum. I vetur verða
í skólanum tólf nemendur, sem er
hámark það sem skólinn hefur sett
sér. Hefur það aldrei komið fyrir,
fyrr en í haust, að allir sem gengu
undir inntökupróf stóðust það.
Leikskóli Leikfélags Reykjavík-
ur tekur til starfa 15. okt. og starf
ar til maíloka. Er hann þriggja
ára skóli, og eru þar 8-9 tímar í
viku. Innritun er ekki lokið, en bu-
izt er við að svipaður fjöldi verði
í skölanum og undanfarin ár, eða
13-14 nemendur.
Leikskóli Ævars Kvaran byrjaði
Frh. á 10. bls.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16