Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						8
V í S í R . Laugardagur 13. október io„
P»WBB—
VJWfl f fi
Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi  178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði.
f lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 llnur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Alvarlegasta vandamáHB
Á morgun verður haldinn víða um land almenn-
ur bindindisdagur, baráttudagur fyrir bindindi og gegn
áfengisbölinu. Er það Landssambandið gegn áfengis-
bölinu, seni gengst fyrir degi þessum og mun verða
leitazt við — með aðstoð blaðamanna og á annan hátt
- að vekja þjóðina til umhugsunar um það, hversu
hættulega hún er á vegi stödd ,að því er áfengismál-
in snertir.
Margir þeir, sem telja lítilla aðgerða þörf í þessu
máli, benda á töhir þær, sem gefnar eru út við og við,
þar sem sýnt er að áfengisneyzla á hvern einstakling
í hóp fslendinga sé mun minni en í öðrum löndum.
Meðan við séum slíkir eftirbátar annarra þjóða í þessu
efni, sé öllu óhætt, og við getum jafnvel hert drykkj-
una, án þess að nokkurri sök komi. Menn geti jafn-
vel létt aðeins á sér beinu skattana, ef nægilega dug-
lega sé drukkið og sem flestir leggist á eitt í þessum
efnum.
Hér eru íslendingar samt í meiri hættu en þessar
tölur gefa til kynna, því þær segja aðeins brot sög-
unnar. Smyglað áfengi flæðir yfir landið með ýmsum
hætti og kemur hvergi fram á skýrslum. Þó er það
enn alvarlegra, að það er fyrst og fremst æskan, sem
er í hættu í þessu efni. Hundruð, ef ekki þúsundir,
æskumanna eru farnir að drekka meira eða minna,
til þess að vera menn með mönnum, og þótt engum
þeirra sé vitanlega í huga að verða ofdrykkjumenn,
verða margir það, áður en þeir hafa gert sér grein
fyrir því, hvert stefnir og að glötunin ein er fram
undan.
Oft hefir á undanförnum árum verið rætt um
efnahagsniál þjóðarinnar og nauðsyn þess, að hún
kæmi lagi á búskap sinn og eyddi ekki meiru en hún
aflar. Þetta eru vissulega mikilvæg atriði, en verða
þó harla Htilvæg, þegar um er að ræða lífshamingju,
heilsu og framtíð fjölda ungra manna, karla og kvenna.
Sé gerður samanburður á þessu tvennu, mun mörgum
virðast, að tökin, sem áfengisbölið hefir náð á fjölda
ungra manna, sé ískyggilegra vandamál en flest ann-
að, sem þjóðfélagið á við að glíma. Þess vegna verða
allir góðir menn að vinna heils hugar gegn þessu böli,
stöðva frekari útbreiðslu þess og hefja síðan sókn til
útrýmingar því.
Heilbrigð skemmtun unglinga
Segja má, að fyrsta 'skrefið í þessa átt verði stig-
ið innan skamms, þegar einn helzti skemmtistaður
bæjarins, Lido, verður ætlaður unglingum einvörð-
ungu ,og þar verður að sjálfsögðu ekkert áfengi um
hönd haft. Það er spor í rétta átt, að kenna ungling-
um að skemmta sér án áfengis. Væntanlega verður
meira gert af þessu.
Anna Borg í hlutverki
Steinunnar í Galdra-Lofti.
^.   í þriðju grein sinni
^.   segir Anna frá
^.   vonbrigðum sínum
ý.   í Danmörku og
^.   erfiðleikum á leik-
^.   skólanum, unz hún
yf.   vann bug á þeim.
{jað lá ævintýraljómi yf-
ir skipunum í Reykja-
víkurhöfn. Að „sigla"
þýddi að ferðast til ann-
arra landa og ég fann til
lotningar, þegar einhver
sagði: „Ég á að sigla", því
að það þýddi — að fara
til annarra landa. Og svo
var komið að mér að
sigla.
Pabbi og mamma höfðu oft tal-
að um það, að ég skyldi sigla til
Kaupmannahafnar og ganga á
leikskóla Konunglega leikhússins
og ég var hrifin af þeirri hug-
mynd.
Að vísu kom stutt tímabil,
þegar ég var 16 — 17 ára, sem
ég vildi ekki verða leikkona. Ég
sagði við sjálfa mig: — Þú hefur
alltaf verið í leikhúsinu frá þvi
þú fyrst manst eftir þér, nú er
komið nóg af svo góðu.
En svo var mamma beðin um
að fara í langa gestaleikferð til
íslendinganýlendunnar í Winni-
peg og þá sagði hún að ég mætti,
£ndurminningar Önm Borg
I leikskólanum
Anna Borg sem prinsessan i „Einu sinni var"

koma með til Kanada ef ég lof-
aði því á eftir að vera iðin vi2
leikhlutverk mín, svo að ég
sagði: — Kannski ég haldi þá á-
fram við gamanleikina.
"jl/Tamma varð nú framkvæmda-
stjóri Leikfélagsins og bau?
hinum kunna danska leikara
Adam Poulsen I gestaleik ti)
Reykjavíkur. Hann lék prinsinn i
„Einu sinni var" og ég fékk
hlutverk prinsessunnar. Adara
Poulsen stakk upp á því að ég
færi á leikskólann í Kaupmanna-
höfn og það styrkti foreldra mína
í þessu áformi. Enn töldu þau þó
að ég væri of ung til að fara ein
til Hafnar svo að þetta yrði að
bíða. En þó fór svo að nokkrum
mánuðum síðar fór ég að ganga
á leikskólann.
Mamma hafði lengi þjáðst af
gallsteinum. Loks taldi læknii
hennar skynsamlegast að hún
legðist á sjúkrahús í Kaup-
mannahöfn og því fór ég með
henni þangað, þá yrði hvorki
hún né ég einmana í Höfn.
Danski sendiherrann á íslandi
Frank le Sage de Fontenay, sem
var góður vinur foreldra minna
kom umsókn minni um inngöngu
í Konunglega leikhúsið á fram-
'æri.
j Kaupmannahöfn hófst nýtt lif.
Ég hélt þangað með eftir-
^æntingu og blíðum tilfinningum
til Danmerkur, því að foreldrar
mínir höfðu dálæti á Danmörku.
Þeim mun fremur brá mér i brún
þegar ég kom til Hafnar. Þar var
m mm .<   tmmmmújt
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16