Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V í S I R . Laugardagur 13. október 1962.
Þessi gamla mynd, sem er í eigu Kjartans Ólafssonar brunavarðar, sýnir þátt í bæjar- og þjóðlífi,
sem mjög er að hverfa. Beykisiðnin hefir Iifað sitt fegursta og mun vera meðal þeirra iðngreina, sem
menn sækjast minnst eftir að læra, og mun nú jafnvel svo komið, að enginn nema sé í henni.
Myndin er tekin fyrir utan hús Jóns Jónssonar beykis að Klapparstíg 7 fyrir réttum 45 árum.
Jón hafði beykisverkstæði sitt í kjallara hússins, og á myndinni eru þessir menn, taldir frá vinstri:
Steingrímur Pálsson, Kjartan Ólafsson, Jón Jónsson beykir, Jóhannes Magnússon, Halldór Sigurðs-
son og Jón Magnússon skáld. Þeir Kjartan og Halldór eru einir á Iifi þeirra félaga. — Þegar Vísir
fékk þessa mynd til birtingar, lét Kjartan eftirfarandi stökur fylgja með:
Gömul myn<
Þessa mynd ég munað fæ
meðan stundir líða.
Yfir hana bregður blæ
bjarta sumartíða.
Gladdist sunnu þýtt með þel
þjóðin kunn að prýði.
Hérna unnið virkta vel
var að tunnusmíði.
Þá var tíðin önnur öll,
en þó margt á reiki.
Glumdu högg í hreimi snjöl!
hátt hjá Jóni beyki.
Á mörgum árum margt til ber
munum forna daga,
beykisstarfið orðið er
önnur þjóðlifssaga.
Gott er manna að minnast þar,
mikið efni ljóða,
Sigurður Breiðfjörð beykir var
og Bláskógaskáldið góða.
Lengi finnur það sem þarf
þjóð með kynningunni,
svona tvinnast saga og starf
sjálfri minningunni.
Gleði töpuð, árum eytt,
æskusól er hnigin,
Hverfisgötu hornið breytt
her við Klapparstíginn.
>ó samtíð manns á margt sé blind
mun ég hjarta feginn,
geyma þessa gömlu mynd
við götuna sólarmegin.
Þessa drengi muna má
mikla í raun og veru.
Sólarfriður signi þá,
sem að farnir eru.
Friðarkalli, og frelsishag
foldin mjalla deilir,
læt ég falla lítinn brag,
lifið allir heilir.
Kjartan Ólafsson.
Vísalaus klukka' á
urasýnmgu í
Svissnuskir iðnaðar- og lista-
menn hafa í haust efnt til úra- og
skartgripasýningar mikillar í Genf,
og var henni Ifkt við helztu tízku-
sýningar f París.
Að vísu var ekki um neina fylk-
ingu fagurra kjólasýningarmeyja
að rœða, enda ekki örf fyrir það,
því að svo mikil var dýrð og
glæsileiki sýningarmunanna. Þeir
voru metnir á meira en fjórar
milljónir dollara og sýndu þær
stefnur, sem nú eru efstar á baugi
á sviði skartgripa af ýmsu tagi og
úra karla og kvenna.
Mcs ta athygli á sýningunnl
vakti rafeindaklukka, sem < er
enginn hreyfanlegur hlutur,
ekki einu sinni vísar. ! sta5
vísa kvikna rákir og deplar á
framhlið klukkunnár, og sýna
þau hvað tímanum Iíður.
Sýningin, sem haldin var í húsa
kynnum lista- og sögusafns Genf-
ar, var sameiginlegt fyrirtæki 30
svissneskra úra- og skartgripa-
framleiðenda. Útlendingum var
einnig heimil þáttaka, og voru sýn-
ingardeildir frá Belgiu, Þýzkalandi
og Spáni. Til dæmis sýndi skart-
gripasali einn frá Antwerpen 31
karats stein, sem metin var á 200
þús. dollara eða um 8,6 millj. kr.
Stíll sá, sem fram kemur f sumu
af þvi, er barna var sýnt. <nun
ekki koma fram f almennri 'fram
leiðslu fyrr en að nokkrum árum
liðnum. Aðalhlutverk svninearinn-
ar var að hvetja skartgripa- og
úrateiknara til að finna ný.jar leið-
ir og nýjan stíl, hvetja menn til
sköpunar, frekar en að sýna al-
gengustu úrategundir o.þ.h.
Eitt virtist augljóst af sýningu
þessari, nefnilega að gera má ráð
fyrir, að úr karla og kvenna, og
þá aðallega armbandsúr, muni í
framtíðinni verða ferstrend en
ekki kringlótt í lögun. Sú virðist
stefnan vera, ef dæma má af þess-
ari sýningu.
Leifcarar —
Framnald af bls 4
4. sept. og stendur fram í maí.
Nám hófu í vetur 16-18 nemendur
en þeim fækkar er líður á veturinn
4. sept. og stendur fram í mai.
og má búast við að þeir verði 10-
12 í vor. Skólinn tekur tvö ár, og
er kennt sex tíma í viku. Skóli
þessi hefur orðið eins konar und-
irbúningsskóli og er algengt að
"p"iendur taki úr honum inntöku-
nrfif inn í lo^'^kóla frióðieikhúss-
ins. ýn 'st eftir eitt eða tvö ir.
Skóli Ævars hefur nú starfað í 15
ár.
FERMINGÁMORGUN
Neskirkja.
Ferming 14. okt. kl. 2. Séra Jón
Thorarensen.
Stúlkur.
Anna Guðmundsdóttir, Birkimel 6
Anna Skúladóttir, Hjarðarhaga 26
Ágústa Pálína Klein, Baldursg. 14
Áslaug Björnsdóttir, Reynimel 25A
Ásta Guðmundsdóttir, Melhaga 12
Fríða Bergsdóttir, Hofsvallag. 59
Guðfinna Margrét Halldórsdóttir,
Hæðarenda 10.
Guðrún Bjarnadóttir, Ægissíðu 72
Guðrún Hauksdóttir, Ægissiðu 82
Guðrún Jónasdóttir, Grenimel 29
Hildur Gerða Jónsdóttir, Hólm-
garði 24
Hrönn Ágústsdóttir, Skólabraut 1,
Seltjarnarnesi
Ingibjörg Erla Birgisdóttir, Reykja
víkurvegi 27
Ingibjörg   Margrét   Karlsdóttir,
,  Tjarnarstíg 13,  Seltjarnarnesi.
Kristín Jóhannesdóttir, Laugarás-
vegi 62
Magnea Laufey Einarsdóttir, Stiga-
hlíð 22
Sjöfn Magnúsdóttir,  Hagamel  17
ÍValgerður Hallgrímsdóttir, Hjarðar
haga 24
Vigdís Valgerður Pálsdóttir, Nes-
vegi 4
Ylfa Brynjólfsdóttir, Birkimel 8B
Drengir
Björn  Bergsson,  Hofsvallag.  59
Daníel Guðjón Óskarsson, Fjólu-
götu 1
Gunnar Hafsteinn Hermanníusson,
Camp-Knox B, 16
Hannes  Ragnarsson,  Kaplaskjóls-
vegi 62
Hilmar  Hansson,  Faxatúni  20,
Garðahreppi
Jóhann Sveinn Guðjónsson, Hring
braut 113
Jón  Örn  Árnason,  Tunguvegi  54
Logi Jónsson, Grenimel 40
Rúnar Hafdal Halldórsson, Hæðar-
enda 10
Ævar Petersen, Flókagötu 25
Langholtskirkja.
Ferming í Langholtskirkju sunnu-
daginn 14. okt. kl. 2 prestur séra
Árelíus Níelsson.
Stúlkur.
Ásdís Jensdóttir, Hjallaveg 42
Björg  Irsa Björnsdóttir,  Álfh.  11
Björg Gunnarsdóttir, Laugateig 16
Elín  Birna  Hjörleifsdóttir,  Safa-
mýri 25
GUðrun Jóna Þorbjörnsdóttir, Sól-
heimum 20
Hólmfríður Jónsdóttir, Réttarholts
vegi 65
Katen   Sigurðardóttir  Álfh.  40
Lilja Guðmundína Valdemarsdótt-
ir Melgerði 23
Marta Elisabet Sigurðardóttir Álf-
heimum 40
Ólöf Sigmars Valdemarsdóttir Mei-
gerði 23
Sigrún Jensdóttir Hjallaveg 42
Drengir.
Axel Eiríksson Glaðheimum 14
Bjarni Gunnarsson Bessastöðum
Guðmundur  Ingvi  Þorbjörnsson
Sólheimum 20
Jón  Rúnar  Hjörleifsson  Hlunna-
vogi 14
Jón Þorkell Rögnvaldsson Eikju-
vogi 23
Krossgátuverðlaunin
Verðlaunin, fimm hundruð krónur fyrir þessa krossgátu -
hlaut Karitas Árnadóttir, Bræðraborgarstíg 8B, Reykjavík.
Karitas fær verðlaunin afhent á skrifstofu Vísis Laugavegi
178, og má sækja þau á venjulegum skrifstofutíma.
Ódýrast er að auglýsa í Vísi
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16