Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						¦—a—nn
VISIR
Laugardagur 13. oktober 1962.
Ungur
málari
sýnir
I dag kl. 2 e.h. opnar 28 ára
listmálari málverkasýningu í Lista-
mannaskálanum. Er það Bjarni
Jónsson. Bjarni sýnir alls 73
myndir, olíumálverk og lakkmynd-
ir og eru þær allar óhlutlægar,
abstrakt. Þetta er önnur sýning
Bjarna. Fyrstu sýningu sína hélt
hann árið 1957.
Sýningin verður opin fram til 28.
október.
UIR í
Nú hefur verið lýst opn-
un hins nýja Þrengsia-
vegar, sem liggur yfir
sunnanverða Hellis-
heiði. Miklar vonir eru
bundnar við þennan veg
og má gera ráS fyrir að
á næstu árum verði
hann ein aðalþjóðleiðin
til höfuðborgarinnar. —
Einmitt þess vegna ætti
það að vekja athygli
margra, að með tilkomu
Þrengslavegar er einn
merkasti hellir landsins
kominn í alfaraleið.
Rétt  þegar  komið  er  yfir
fjallabrúnina, þar sem vegurinn
Framh. á bls. 5.
Fyrsta bankaú
í Vestur
t dag opnar Búnaðarbankinn til
afgreiðslu nýtt útibú að Vestur-
götu 52 og er það fyrsta banka-
útibúið, jsem staðsett er í Vestur-
bænum. Þetta er þriðja útibú
bankans í Reykjavík, en hin eru
a8 Laugavegi 3 og 114. — Einnig
stendur til að opna útibú í Bænda-
höllinni.
Fyrst um sinn verður starfs-
fólk tvennt, Helga Kristinsdóttir,
fulltrúi, sem hefur á hendi stjórn
útibúsins, og Böðvar Magnússon
gjaldkeri. Verður útibúið opið kl.
13 til 18.30 fimm daga vikunnar
og 10—12 á iaugardögum.
Innrétting er hin vistlegasta, ein-
föld og íburðarlaus. Á götuhæð er
afgreiðslusalur, skrifstofuherbergi,
kaffistofa, geymsla og snyrting. í
kjallara eru skjalageymslur, með
nýrri gerð af skápum, sem gerðir
eru í Rafha og rúma um helmingi
meira en venjulegir skjalaskápar,
sem taka sama rúm.
Magnús Jónsson, bankastjóri,
hélt ræðu við opnun útibúsins í
gær. og sagði meðal annars: „Það
heyrast oft raddir þess efnis að
bankarnir eyði óhóflegu fé í rekst-
ur sinn. Hvað útibúunum viðkem-
ur ér þetta á misskilningi byggt.
Það er ekki fyrst og fremst um
það að ræða að bankarnir séu að
þenja ut rekstur sinn, heldur er
verið að leitast við að veita vax-
andi borg bætta aðstöðu til banka-
viðskipta."
Formaður bankaráðs er Jón
Pálmason og mælti hann einnig
nokkur orð. Sagði hann meðal
annars: „Stjórn bankans hefur
fært mikla fórn, er hún setur þetta
Framh. á bls. 5.
Þessi mynd er tekin í Raufarhólshelli og sést á henni annað af þeim tveim opum, sem mynd-
azt hafa vegna hruns.                                                 Ljósm. R. Þ. Guðm.
menn fái læknisskoðun
en þeir halda út
Dauði brezks sjómanns við. ís-
landsstrendur hefur vakið þær
kröfur að sjómenn verði allir látnir
ganga undir læknisskoðun áður en
þeir fara út á sjó í langa útiveru.
Hinn 56 ára gamli Robert Riley
slasaðist um borð í togaranum
Ross Karthoum fyrir skömmu.
Skipstjórinn komst í samband við
lækni um borð í herskipinu Dun-
can. Læknirinn lagði á ráðin um
meðferð hins slasaða. Þegar Riley
versnaði var aftur reynt að hafa
samband við Duncan en það tókst
ekki. Skipstjórinn ákvað þá að
fara  til Akureyrar, en áður en
hann komst þangað var sjómaður-
inn látinn.
Það kom síðar í ljós við krufn-
ingu að maðurinn var lifrarveikur
og hafði auk þess alvarlega botn-
langabólgu.
Dennis Welch formaður sam-
taka yfirmanna á togurum í Grims
by lýsti því yfir þegar fréttist um
dauða sjómannsins að sjálfsagt
væri að láta sjómenn undirgangast
Iæknisskoðun áður en þeir færu
út á sjó. Hann bætti því við að nú-
verandi fyrirkomulag legði alltof
þunga ábyrgð á herðar skipstjór-
um.
Við opnun útibúsins í gær: Talið frá vinstri: Stefán Hilmarsson, bankastjóri, Böðvar Magnús-
son, gjaldkeri, Jón Pálmason, form. bankaráðs, Helga Kristinsd., fulltr., Magnús Jónss., bankastj.
¦        ¦ ¦"¦¦¦             ¦ ¦          ¦¦¦ ¦¦"'                    -----------         " ¦¦  —........-  .                       — —¦  ¦                        »  ,.,.>—.11----------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------________,
Bindindisdagurinn á morgun
i ungiinga
ureyri
Á morgun er haldinn almennur
bindindisdagur vfða um land. Er
hann haldinn af Landssambandi
gegn áfenglsbölinu og er dagur
þessi haldinn í annað sinn f ár.
Á morgun kl. 8,30 síðdegis verð-
i ur haidin samkoma; í *¦ Dómkifkj-
| unni. Hefst hún á því að séra Jóh
Auðuns heldur upphafsorð. Síðan
flytur Magnús Jónsson alþingis-
maður erindi, Kristinn Hallsson
óperusöngvari syngur einsöng,
Skúli Guðmundsson alþingismaður
flytur erindi, Ingvar Jónasson leik-
ur einleik á fiðlu og séra Óskar J.
Þorláksson flytur lokaorð.
Samkomur verða haldnar viða
um land og verða víðast með svip-
uðu sniði.
Tiigangur starfsemi samtakanna
er að reyna að snúa almennings-
álitinu í landinu gegn áfengis-
neyzlu.
Undanfarið hafa verið talsverð
brögð að spellvirkjum og ólátum
I unglinga, á gótum og í húsu.: á
j Akureyri. Er það jafnt inni í bæn-
j um sem niðri á Oddeyrinni.
Meðal annars hafa verið brotn-
a: rúður í húsum, rifnar niður
grindur og girðingar við hús og
fleira þess háttar. Þá hafa lögregl-
unni borizt kærur frá ýmsum bæj-
arbúurn út af ólátum og háreysti
krakka og unglinga á götum bæj-
arins á síðkv'Jldum. Á einum stað
var bortizt inn í hús til einstæð-
ings manns sem var sjúkur, og
virðist tilgangurinn hafa verið sá
einn að valda spjöllum. 1 siðast-
nefndu tilfellinu náðist 14 ára
gamall piltur, sem játaði á sig
verknaðinn.
í nokkrum öðrum tilfellum hef-
ur lögreglan haft hendur í hári
krakka og unglinga, sem ýmist
hafa verið staðin að verki með
spjöll og ólæti, eða þá að þau hafa
játað að vera völd að slfku athæfi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16