Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						%
VISIR . Þriðjudagur 16. oktöBgF
y
BÆKUR OG HOFUNDA
r   &
V*.
Gagnrýni og
sjálfsgagnryni
Tjað kemur fyrir að rithöf-
undum sárnar við gagn-
rýnendur ef þeir fá ekki nógu
jákvæða dóma. Það kemur
einnig fyrir að sömu menri
stökkva upp á nef sér, gripa til
þess vopns sem þeim er hand-
hægast, pennans, til þess að
reyna að ná sér niðri & við-
komandi gagnrýnanda. Þess
hefur löngum gætt að þessi teg-
und rithöfunda varar sig ekki
á þvi að þeir valda pennanum
ekki jafnvel í reiðikasti og þeg-
ar þeir eru alls gáðir á skaps-
munum og oftast er árangurinn
eftir því. Slíkar greinar fjalla
venjulega um tvö atriði: að allt
starf þeirra sem bókagagnrýni
skrifa beinist að því að gera
sjálfa sig að merkilegri persónu
á kostnað rithöfundarins og
þeir taki list rithöfundanna
ekki nógu alvarlega. Og til þess
að breiða yfir það hvað þeir
eru særðir og viðkvæmir fyrir
sjálfum sér reyna þeir að
bregða fyrir sig gamansemi og
segjast vera að „gera at í gagn-
rýnendum" og prjóna undarlegu
þrugli framan og aftan við það
atriði sem er mergurinn máls-
ins. 'En þessi yfirbreiðsla verð-
ur oftast götótt og undir henni
glyttir í rithöfundinn eins og
hann má aldrei sýna sig fyrir
almenningsaugum: í líki móðg-
aðs stráklings.
öll þessi atriði koma fram í
grein sem Gisli J. Ástþórsson
(„sem mér er þ<5 sagt að hafi
ýmsar góðar hliðar") skrifaði í
Sunnudagsblað Alþýðublaðsins.
Tilefni greinarinnar er fremur
jákvæður ritdómur sem ég
skrifaði í Vísi fyrir nokkru um
miðlungsgóða skáldsögu eftir
Gísla og hafa tvær ályktanir
þessa ritdóms fariö einkenni-
lega mikið í taugarnar á hon-
um. Utan um svar sitt við
þessum tveim athugasemdum
hefur honum svo tekizt að
prjóna þáttum um himnaríkis-
vist Bjarna frá Hofteigi og lítt
skiljanlega þanka um það hvað
„hamrað sé á" í sambandi við
bókmenntir án þess að það sé
skýrt nánar.
¦pg verð að segja það að ég
varð heldur fyrir vonbrigð-
um með þessa grein Gísla J.
Ástþórssonar ritstjóra og rit-
höfundar. En af þvf að í henni
kemur fram mjög alvarlegur
misskilningur á starfi bók-
menntagagnrýnenda dagblaða
og verksviði rithöfundar gagn-
vart sjdlfum sér tel ég rétt að
taka fram eftirfarandi atriði:
Glsla J. Ástþórssyni finnst ég
of fullyrðingasamur í áður-
greindum ritdómi. Hann kvart-
ar andan þvf að ég skuli full-
yrða að tveimur köflum bókar-
innar (sem höf. kallar sjálfur
útúrdúra I fyrirsögnum) sé
ofaukið. GIsli segir: „Hann seg-
ir ekki „ef til vill", „kannski",
„að Iíkindum". Hann varpar
þessu bara fram sem augljósum
sannleika, alveg blakaldur". Ég
get varpað þessu fram enn á ný
„sem augljósum sannleika" ef
Gísli J. Ástþórsson kærir sig
um. Og ástæðan er sú að þetta
liggur I augum uppi. Þessir
kaflar eru jafnfráleitir og að
birta smásögu inni í miðri
skáldsögu. Það er tilfinning
min fyrir skáldsöguformi sem
segir mér þetta. Ég er ekki að
segja að hún sé óskeikul en ég
þori að leggja þetta atriði und-
ir dóm flestra manna annarra
en höfundarins sjálfs vegna
þess að hann getur ekki dæmt
sitt eigið verk af þvi aS hann er
blindur gagnvart því.
"JVTú langar mig til að spyrja
Gisla J. Ástþórsson að einu
atriði sem er honum til litils
sóma. Les hann ekki ritdóma
eftir aðra menn en mig og
Bjarna frá Hofteigi? Veit hann
ekki að Sigurður A. Magnússon
skrifaði ritdóm um Brauðið og
ástina 9. október síðastliðinn?
Veit hann ekki hvað Sigurður
A. Magnússon segir þar um áð-
urgreinda tvo kafla? Þá skal ég
segja honum það. Hann segir í
beinu framhaldi af öðru:
„Þetta á einkum við útúrdúr-
ana tvo, sem eru út af fyrir sig
góðra gjalda verðir, en eiga ekki
erindi I þessa bók ........", (Let-
urbr. mín). Hvernig veit Sigurð-
ur A. Magnússon þetta? Hvers
vegna spyr GIsli J. Ástþórsson
ekki að þvi? Það væri gaman
að fá að vita hvers vegna hann
belgir s^g út við mig fyrir slíka
ájyktun en minnist ekki á aðra
sem komast að sömu niður-
stöðu og setja það einnig fram,
sem   „augljósan   sannleika".-
Grein Gísla birtist svo löngu
á eftir ritdómi Sigurðar að hon-
um hefði verið I lófa lagið að
endurskoða hana enda þótt hún
sé samin nokkru fyrr og það
hefði hann átt að gera ef hann
metur nokkurs sanngirni og
heiðarleg vinnubrögð.
ITitt atriðið fjallaði um skop-
skyn höfundar sem ég taldi
brigðult. Hann talar um mis-
skilning i því sambandi. Ég get
ekki fallizt á það einfaldlega
vegna þess að þetta kemur
ekki nógu vel fram hjá höfundi.
Höfundurinn hefur bæði bókina
og sínar eigin fyrirætlanir tii
að fara eftir en lesandinn ein-
ungis bókina og ef höfundi
tekst ekki að láta fyrirætlanir
sínar svo vel fram i bókinni
að lesandinn grípi þær þá verð-
ur hann að bíta í það súra epli
ellegar semja skýringar við
söguna eins og sum ungskáld
hafa gert. Ég vitna enn til Sig-
urðar A. Magnússonar þar sem
hann deilir á brigðult skopskyn
höfundar og segir: „Sumir at-
burðir sögunnar jaðra raunar
við ómengað strákagrín" (Let-
urbr. mín). En ég sagði að
sumir brandarar höfundar ættu
heima í brandarasafni strákl-
inga fremur en skáldsögu.
Hvernig veit Sigurður A.
Magnússon þetta? Hvers vegna
minnist Gísli J. Ástþórsson
ekki á það?
i^ísli J. Ástþórsson mætti
gjarnan gera sér það ljóst,
að þeir sem skrifa um bækur á
íslandi skrifa flestir eins og
samvizkan býður þeim. Að
minnsta kosti geri ég það. Og
ég tel mig hafa fullan rétt til
þess að gagnrýna það sem mið-
ur fer í skáldsögu eftir Gísla J.
Ástþórsson ef mér þykir ástæða
til. Ritdómarar verða að ganga
út frá því sem vísu að lesendur
þeirra hafi nægilega greind til
að skilja að það sem þeir segja,
segja þeir eftir sinni beztu vit-
und og smekk. Þeir þykjast
hvorki vera óskeikulir páfar né
almáttugir guðir. Hins vegar
geta verið einstök atriði sem
liggja I augum uppi og tæpast
verður um deilt og undir þá
klásúlu heyra kaflabrotin tvö
sem Gísla er svo sárt um.
|"Msli J. Ástþórsson mætti
sömuleiðis gera sér það
ljóst að með þessari grein sinni
er hann að skrifa gagnrýni um
sjálfan sig og verk sitt og ég
verð að dæma hann ófæran um
slíkt. En hann um það. Þar að
auki má skilja grein hans svo
sem hann sé að biðjast vægðar.
Hann  vill  að  ~ gnrýnendur
Framhald á bls. 13.
Minningaroro
ón Kjartansson
sýslumaður
Við, sem komnir erum á efri
árin, fáum alltaf með stuttu milli-
bili að mæta þeim örlögum, að fá
fregnir af því, að hver af öðrum
vina okkar og frænda falla í val-
inn og hverfa^af sjónarsviði okkar
reikula hérvistarlifs. Stundum ger-
ast þessir atburðir með nokkrum
fyrirvara og koma eigi með öllu
óvænt, en stundum koma þeir öll-
um að óvörum, eins og þegar hríð-
arbylur skellur á sem örskot.
Fráfall vinar míns Jóns Kjart-
anssonar sýslumanns kom ekki
með öllu á óvart, því nokkur síð-
ustu árin kenndi hann hættulegs
"kdóms, en þó stóðu vonir til,
að ekki myndi yfir ljúka svo fljótt
sem orðið er. En þegar svo er kom-
ið, þýðir ekki að mögla, heldur
taka atburðinum eins og hverjum
öðrum óviðráðanlegum örlögum, og
sennilega áður ákvörðuðum af
æðra valdi. En hjá því er eigi unnt
að sneiða, að láta hugann reika
til liðins tíma og athuga hvers er
helzt að minnast.
Jón Kjartansson var fæddur 20.
júlí 1893 I Skál á Síðu í Vestur-
Skaftafellssýslu. Foreldrar hans
voru Kjartan bóndi Ólafsson alþing
ismaður á Höfðabrekku Pálssonar
og kona hans, Oddný Runólfsdóttir
bónda í Holti á Síðu Jónssonar.
Jón byrjaði nám í Akureyrarskóla
og tók þar gagnfræðapróf 1912.
Gekk síðan í Menntaskólann í
Reykjavik og útskrifaðist þaðan
1915. Fór svo I Háskóla Islands og
tók þaðan lögfræðipróf árið 1919.
Á árunum 1919—1923 var hann
fulltrúi lögreglustjórans I Reykja-
vík. En siðan gerðist hann ritstjóri
Morgunblaðsins og gegndi þvf
starfi í 23 ár eða til 1947, og jafn-
framt var hann ritstjóri ísafoldar
og Varðar um margra ára skeið.
Árið 1947 var hann skipaður
sýslumaður I sínu æskuhéraði,
Skaftafellssýslu, og gegndi því em-
bætti til dauðadags. En hann and-
aðist á Landsspftala íslands 6. þ.
m. Alþingismaður Vestur-Skaftfell-
inga var Jón kosinn árið 1924 og
var á þingi í það skipti til 1927.
Var svo aftur kosinn 1953 og var
þá á þingi til 1959. Síðan hefur
hann verD i. varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Suðurlands kjör-
dæmi og mætt annað slagið á sfð-
ustu þingum.
Hann var kjörinn endurskoðandi
Landsbankans 1934 og hefur gegnt
því starfi síðan.
Jón kvæntist 22. júní 1924 Ásu
Sigurðardóttur Briem, póstmála-
stjóra, og eignuðust þau þrjú 'börn,
einn son og tvær dætur. Eru þau
öll hið ágætasta fólk.
Hin ágæta kona, frú Ása, lézt f
1947.
Árið 1954 kvæntist Jón i ann-
að sinn eftirlifan "' konu sinni, Vil-
borgu Stefánsdóttur. Eignuðust þau
eina dóttir, mjög efnilegt barn.
Ég, sem þetta rita, hafði nánari
kynni af Jóni Kjartanssyni en flest-
tm öðrum, er ég hef unnið með
utan Húnavatnssýslu. Var það eink
um vegna langvarandi samvinnu
við ritstjórn ísafoldar og Varðar,
og að nokkru á Alþingi. Og ég
verð að segja það, að Jón var með-
al allra geðfelldustu manna, sem
hægt er að finna. Hann var hrein-
skilinn og góðviljaður drengskapar-
maður, sanngjarn og mjög fráhverf
ur öllu því, sem ekki er heiðvirðum
mönnum samboðið. Hann var öfga-
laus maður, nokkuð viðkvæmur
fyrir árásum, en mjög næmur á
það, hvað hyggilegt og sanngjarnt
var að gera I baráttu. Munu og
fáir blaðamenn f landi voru hafa
notið almennari vinsælda en hann
og var það að verðleikum. Hann
hafði sterkan áhuga á heil-
brigðu stjórnarfari, fjárhagslega og
menningarlega. Af verklegum fram
förum hafði hann mestan áhuga á
samgöngubótum á landi og legi, og
auk þess lagði hann mikla áherzlu
á endurbætur í öllum réttarfarsmál
um. Kom allt þetta glögglega fram
í starfi hans sem ritstjóra, alþing-
ismanns og embættismanns, auk
margs annars, er hann lagði sitt
mikilsverða lið.
Þessi maður var að flestu leyti
mikill gæfumaður með almennings-
hylli og persónulegri heill. Hann
var meðal fríðustu manna, meðal-
maður á hæð og svaraði sér vel,
skapgóður og glaðvær, reglumaður
mikill og höfsmaður hinn mesti.
Hann naut þeirrar gæfu að eignast
tvær ágætar konur og mjög efni-
leg börn. Heimili hans.hér I Reykja
vík og eystra voru hin glæsilegustu.
Þar ríkti alúð og gestrisni. En sú
mikla sorg, er yfir dundi, þegar
hans glæsilega kona lézt, var
mikið áfall og þungt. — Var
það mesti skugginn á æviferli
þessa ágæta manns. En börnin, og
þegar frá leið, síðari konan, breiddu
bjarta geisla á leiðina, svo hinn
dimmi skuggi dvínaði smátt og
smátt. Og svo fer mörgum, sem
mæta þungum örlögum um stund,
ef gæfan er að öðru leyti á aðra
hönd.
Nú, þegar þessi ágæti maður er
horfinn yfir tjaldið mikla, þá veit
ég að hans er saknað af miklum
fjölda manna: venzlamahna, frænda
og vina. En sú er mikla bótin, að
minningarnar um hann eru allar
bjartar og hre:r.ar. Yfir þeim svífa
geislar og Ijómi.
Ég votta konu hans og börnum
og öðrum nánustu aðstandendum
einlæga samuð og hluttekningu, og
ég veit, að undir það tekur mikilJ
fjöldi samflokksmanna og vina
vfðs vegar um allt okkar land.
Blesirj sé minning hans.
Jón Pálmason.
,i i i.l I i.i.i
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16