Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 9
» VlSIR . Þriðjudagur 16. október 1962. 9 „Það eru mikil kynnast góðu laun að fólki44 Viðtal það, sem hér fer á eftir, átti Vísir við Þór- arin Björnsson skóla- meistara á Akureyri skömmu eftir að hann var hér á ferð í vor á þingi menntaskólakenn- ara. Af ástæðum, sem blaðið gat ekki við ráðið, dróst birting þess úr hófi. En nú, þegar skólar hafa almennt hafið störf á nýjan leik, þykir blað- inu þeim mun meiri feng- ur að geta birt viðtal við þennan merka skóla- mann. Undirritaður þykist af eigin reynslu vita, hversu feimnum sveitapiltum slái hjarta i brjósti, þá þeir fyrst ganga hlaðið undir ufsum þessa gamla húss. Mikil er smæð mannanna, og þarna teygjast þessar burstir upp gegn þeim óravíddum, sem okkur kannski dreymir um. Það er eitt- hvert lotningarfullt ákall til hæstu hæða í stíl þessa húss, sem ekkert annað hús á í sinum línum. Kannski er líka þessi himinsvifandi byggingarstíll skil- getið afsprengi þeirrar bjart- sýni, sem réð i hugum mannanna á þeirri tíð, er skólinn var reist- ur, eins og Þórarinn meistari einhvern tfma ræddi um við nem- endur sína endur fyrir löngu. ið fyrsti reglulegi latínuskólinn eða dómstóllinn á íslandi, því að hina eldri skóla virðist fremur mega telja einkaskóla," segir prófessor Jón Jóhannesson í ís- lendingasögu sinni. Norðlenzki skólinn hefur átt því láni að fagna sem nútíma stofnun, að honum hafa veitt forstöðu af- burðamenn. Kannski hefur stund- um stafað slíkur Ijómi af per- sónu meistaranna, að mönnum hefur gleymzt skólinn, gleymzt hve líf hvers eins er stutt, en Alma Mater siung. JJinir tveir fyrstu skólameist- arar, sem eingöngu gegndu því embætti á Akureyri, voru Hafnarstúdentar svo sem verið Rætt við Þórarin Björnsson skóla- meistara TVTenntaskólinn á Akureyri rís 1 1 stoltur með burstum sínum yfir krónur trjánna í Lystigarð- inum, og hann getur einnig sem stofnun verið stoltur af sögu sinni. Hann er beinn arftaki Hólaskóla hins forna. Blessað- ur Jón biskup helgi stofnaði fyrstur skóla á þeim stað. „Skóli hans hefur ef til vill ver- höfðu lærdómsmenn og oddvitar íslenzks fólks um aldir. En með komu hins þriðja, Þórarins Björnssonar, á meistarastól tengdist þessi menntastofnun atómaldar sögu frumbernsku Hólaskóla með skemmtilegum hætti. Af því segir í sögu bless- aðs Jóns biskups, þá er hann var í Frans suður og hitti í Svarta- skóla Sæmund prest, sem síðar var kallaður fróði, að Sæmund ur hafði með öllu gleymt upp runa sínum íslenzkum og nefnd ist þá Kollur. En svo lengi talaði blessaður Jón fyrir Sæmundi, að hann sagði um síðir: „Vera má, at sönn sé saga þín, ok ef svá er, þá mun finnast í túninu í Odda hóll nökkurr, sá er ek lék mér jafnan við.“ Látlausari og fegurri lýsing á hræring einlægs strengs í ís- lenzku brjósti finnst varla í bók- um. ’að er eitthvað af elskusem: og lýrik þessarar sögu í öllu lífs- viðhorfi meistarans á Akureyri. Og hann er lærður í Frans, í sjálfum Svartaskóla. Og tengslin við franska hámenningu eru tvö- föld. Franskur var pater Rikini, kapelán blessaðs Jóns, sem fyrst- ur nafngreindur kenndi Hóla- sveinum sönglist og versgjörð. Ckagfirzk og hnnvetnsk glæsi- ^ mennska og höfðingjaandi blandin aldamótalegri bjartsýni og mennsku viðhorfi danskrar menntunar höfðu löngum ráðið lögum í Akureyrarskólanum frá stofnun hans þar, þegar sex pilt- ar lögðu leið sína suður yfir heið- ar vorið 1927 til þess að þreyta stúdentspróf við Hinn almenna menntaskóla í Reykjavík. Allan undirbúning undir þá þraut höfðu þeir þegið við norðlenzka skólann. Þá var hart barizt fyrir rétti hans til að brautskrá vbgg enta. Próf þessara pilta, ef vel tækist, var hátt tromp á hendi Sigurðar skólameistara. Að próf- inu loknu vissu það allir, sem til þekktu, að „Sigurður fær skól- ann“. í þessum hóp var Þórarinn Björnsson. Hann hvarf síðan til Frakklands, dvaldist við Sorb- onne í París um 5 ár, lauk þar lísensiatprófi í frönsku og latínu. Hann kom heim í nóvember haustið 1932 og hóf kennslu i fræðum sínum við Menntaskól- ann á Akureyri þá þegar eftir áramótin. Á skólameistarastól settist hann við ársbyrjun 1948. Þórarinn Bjömsson brautskráir stúdenta á Sal í vor. Þórarinn Björnsson skólameistari. T/- ennsla Þórarins Björnssonar er hlaðin sjarma, þeim blæ, sem hann einn á, og enginn ann- ar getur eignazt eða eftir líkt. Vera má, að unnt væri að festa nemendum í minni óreglulegar sagnir franskrar tungu af grammatískari heraga, en enginn annar en hann hefur flutt seið- magnaðan nið Signu, skrjáfið í laufgöngum Versala eða sólmett- aðar hæðir Champagnes inn í þröngar skólastofur norður við Dumbshaf. Hjá honum gátu fjórir veggir fallið brott, tími og rúm orðið óþekkt hugtök, en menn reikað um ódáinslendur franskrar klassíkur og hámenn- ingar. Kannski höfum við gleymt öllum staðreyndum, en minning- in lifir líkt og sá ilmur, sem við skynjum löngu eftir að blómin hafa fölnað. Meistarasæti jafn- stórbrotins persónuleika og Sig- urðar Guðmundssonar var vand- skipað, og enn er of snemmt að bera „stjórnartíð" Þórarins sam- an við feril fyrirrennara hans tveggja. En ekki kæmi mér á ó- vart, þótt hans yrði minnzt sem hins mikla „demókrats“. Hafi glæsimennska þeirra Stefáns og Sigurðar minnt á hina menntuðu einvalda, kann hitt og á stundum að hafa gerzt, að skólinn sem stofnun hafi gleymzt mönnum frammi fyrir áhrifavaldi stjórn- endanna. Líkt og frönsk mennt- un Þórarins, skapar tradísjón við hinn fyrsta söngmeistara Hóla- sveina, þætti mér líklegt, að skólastjórn hans hækkaði skól- ann sem stofnun, festi mönnum í minni, að líf hvers eins er stutt, en listin löng. A uk hinnar venjulegu skóla- stjórnar hefur Þórarinn yfir- umsjón með heimavistum skól- ans. Starf hans sem skólamanns er þannig ærið margbrotið. Vísir notaði tækifærið fyrir skömmu, er Þórarinn var hér á ferð á þingi menntaskólakennara og átti við hann stundarrabb, er honum gafst tóm frá erindisrekstri. Fyrst spurði fréttamaður Þór- arin, hvort honum virtist mikill munur á nemendur nú og þegar hann fyrst hóf kennslu. — Það er minni munur á fólk- inu til að kenna því en orð er á gert. Lakir stúdentar eru ekki lakari nú en áður. Aftur á móti kunna hlutföllin að hafa versnað, þannig að með auknum fjölda fjölgar þeim betri ekki að sama skapi. Menn skemmta sér meira nú en áður. Það er fleira, sem togar í. Aðalvandinn er að hafa kyrrð og næði. Möguleikar manna nú eru fleiri og skapa þá uættu, að þeim fylgi los. Vandi nútímans er vandi valsins, sem hinir margbreytilegu möguleikar skapa. — Virðist j.ér mikill munur á einstökum bekkjum frá ári til árs? — Tveir bekkir vilja aldrei vera eins. Það er því ekki nærri alltaf, að góður bekk- ur hafi góð áhrif á næsta bekk á Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.