Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 16.10.1962, Blaðsíða 15
VTS IR . í'riðjudagur 16. október 1962. Í5 Friedrich Dúrrenmatt GRUNURINN ©© Þessi skrif mín kynnu að leiða til málaferla, sem að vísu yrðu skelfileg og auðmýkjandi fyrir land okkar, en samt sem áður óhjákvæmileg. Og enda þótt virðingu okkar kynni að vera stefnt í voða, myndum við með ráðvendni og heiðarleik yfir- vinna þá erfiðleika með tíman- um. (Já, við myndum sennilega gera enn hagstæðari viðskipti eftir á en við erum vanir, með úra, osta og vopnaframleiðslu okkar). Þess vegna tek ég nú til óspilltra málanna. Við fórn- um miklu með því að fórna rétt- lætinu. Við skorum á þennan af- brotamann, þennan lækni í Ziir- ich, sem við sýnum enga misk- unn, vegna þess að hann sýndi aldrei neinum miskunn, sem við munum kúga, vegna þess að hann myrti fjölda saklausra manna — við skorum á hann að gefa sig. fram við lögregluna í Zúrich. Við vitum að dómurinn, sem við munum kveða upp, verður dauðadómur (þessa setn- ingu las Barlach tvisvar) yfir þessum yfirlækni einkahælis — svo að meira sé látið uppi. — Mennirnir hafa lengi verið til alls vísir og hafa í auknum mæli litið .á morð sem hvern annan hversdagslegan hlut. Og nú er svo komið, að við Svisslending- ar erum ekki lengur nein und- antekning, þar sem við höfum einnig innra með okkur sömu | tilhneiginguna til að fórna sið- ferðinu á altari eigin hagsmuna. Við gætum nú lært af þessari morðingjaófreskju, sem nú hef- ur verið dæmd með orðunum einum, að andinn, sem hefur verið lítilsvirtur, mun upp rísa og þvinga tungur til máls, og kalla tortímingu yfir þá, sem verðskulda hana. Hversu glæsilega sem þessi texti var samboðinn fyrirætl- unum Bárlach um að hræða Emmenberger, varð hann nú hreinskilnislega að viðurkenna, að honum hafði skjátlazt hrapal lega. Læknirinn var ólíkur öll- um öðrum mönnum, sem hægt væri að vekja hjá ótta. Fortschig var nú í lífshættu, hugsaði lög- reglufulltrúinn. Samt vonaði hann, að rithöfundurinn væri nú í París og þar með óhultur. Nú gerðist atvik, sem Bárlich áleit í fyrstu, að gæfi honum möguleika til að komast í sam- band við umheiminn. Inni í herbergið gekk nefni- lega vinnumaður, með mynd Dúrers „Riddari, dauði og djöf- ull“ undir hendinni. Myndin var í stækkaðri eftirprentun. Gamli maðurinn virti fyrir sér mann- inn af nákvæmni. Þetta var góð- legur, heldur ósnyrtilegur mað- ur í bláum vinnufötum, að því er virtist tæplega fimmtugur. Hann hóf þegar að taka niður „Líkskurðinn". . „Halló,“ hrópaði lögreglufull- trúinn. „Komið hingað.“ Vinnumaðurinn hélt áfram verki sínu. Hvað eftir annað missti hann eitthvað á gólfið, ýmist töngina, skrúfjárnið eða eitthvað annað, og jafnharðan beygði hann sig niður eftir því. „Heyrið þér,“ hrópaði Bár- lach óþolinmóður, og þegar maðurinn veitti honum enga at- hygli: „Ég er Bárlach lögreglu- fulltrúi. Skiljið þér? Ég er í lífs- hættu. Þegar þér hafið lokið verki yðar, þá skuluð þér fara beint til Stutz lögregluforingja. Hann þekkja allir. Eða þér getið farið til hvaða lögreglustöðvar sem er, og látið hana ná sam- bandi við Stutz. Skiljið þér það, sem ég er að segja? Ég þarfn- ast þessa manns. Hann á að koma til mín.“ Maðurinn skipti sér enn ekk- ert af gamla manninum, sem lagði sig allan fram við að ná tali af honum. Hann átti mjög erfitt með að tala og dró stöð- ugt af honum. Vinnumaðurinn hafði nú tekið líkskurðarmynd- ina ofan, og virti nú nákvæm- lega fyrir sér mynd Dúrers, ým- ist bar hann hana upp að and- litinu eða hann hélt henni með báðum höndum eins langt frá sér og hann gat. Inn um glugg- an féll hvít birta. Eitt andartak virtist gamla manninum hann sjá mattan knött svífa um loft- 'Í==S2=^!> - “ 11 1 Q52Sfe Það eru ekki aðeins bændurnir sem þurfa að fá rigningu, við þurfum það líka. Nú erum við búnir að gefa loforð um rigningu þrjár síðustu vikur. ið, umvafinn hvítum þokuskýj- um. Nú rigndi ekki lengur. Hár og skegg vinnumannsins lýstist upp. Hann hristi höfuðið nokkr- um sinnum. Honum virtist myndin ógeðfelld. Hann sneri sér snöggvast að Bárlach og sagði á undarlega greinilegu máli og mjög hægt, um leið og hann hristi höfuðið: „Djöfullinn er ekki til.“ „Jú,“ hrópaði Barlach æ<stur: „Djöfullinn er til, maður minn, og hann er hér í þessu sjúkra- húsi. Heyrið þér það? Þau hafa auðvitað sagt yður, að ég sé vitskertur, en ég er í lífshættu, skiljið þér, í lífshættu. Þetta er sannleikurinn ,ekkert annað en sannleikurinn.“ Maðurinn hafði nú hengt upp myndina, og sneri sér nú að Bárlach og benti glottandi á riddarann, sem sat svo hreyf- ingarlaus á baki hesti sínum, og gaf Jxá sér.nokkur undarleg, káfnandi hljóð, sem Bárlach skildi ekki strax, en fengu þó loks merkingu: „Riddarinn er horfinn," heyrð ist nú skýrt og greinilega frá krampakenndum, skökkum vör- 1 stað þess að láta vegginn króa sig af, spyrnti Tarsan i hann, stökk fram og hjó með »—■1111111 iiinn — öxinni gegnum brjósthlíf Spán- verjans. Þannig bar Tarzan sigur af hólmi, og eftir að hafa grafið Spánverjann, hélt hann niður til Indíánaþorpsins. •Hmasagan KALLB 3 græm jaukur* inn Víkin við eyjuna var alveg full af perlum. Það var að vísu ekki víst, að einmitt þessar perl- ur væru fjársjóður James Tar sjóræningja, en nú kvartaði eng- inn lengur yfir páfagaukunum. — „Þegar allt kemur til alls, getum við ekki álasað páfagauk- unum fyrir neitt. Þetta hefur auð vitað verið eitt af brögðum afa. Hann kenndi páfagaukunum að tala og sagði þeim margar sögur um fjársjóðinn, svo það er þess vegna sem páfagaukarnir hafa gabbað okkur. Sniðugt, ekki satt?“ — „Jú mjög sniðugt", svaraði Kalli þurrlega. Tar leit á Kalla og vissi ekki hvað hann ætti að halda. Svo lagði hann til, að þeir skiptu perlunum á milli sín. um mannsins í bláa sloppnum. Riddarinn horfinn, riddarinn horfinn." Loks er vinnu maðurinn hafði yfirgefið herbergið og lokað á eftir sér hurðinni skildi gamli maðurinn, að hann hafði talað við daufdumban mann. Hann greip dagblaðið. Hið fyrsta, sem hann sá, var andlit Fortschigs og undir mynd inni stóð: Ulrich Friedrich Fortschig og þat* fyrir neðan: kross. Fortschig. „Hinni ömurlegu ævi rithöf- undarins alræmda Fortschigs lauk á óljósan hátt fííðastliðna miðvikudagsnótt“ las Bár- lach. Honum fannst gemt ein- hver hefði tekið fyrfr kverkai sér — „Þessi maður," héll hinn mærðarfulli fréttaritar Bernarblaðsins áfram, „seir- náttúran gaf svo mikla hæfi- leika, reyndist erfitt^að nota þá á réttan hátt. Hanii hóf ferii sinn sem expressionískfc leikrita skáld, sem vakti talverða at- hygli meðal rithofunða lielins ins, en smám saman mlssti hann allt taumhald 'é skálda- gáfu sinni (en það var þó skálda gáfa, hugsaði gamli maðurinn), unz hann fékk þá ömurlegu hug mynd, að gefa út eigið> idagblað er hann nefndi „Eplakjarnann" „Eplakjarninn“ kom út ðreglu- lega í upphafi, sem var tt. þ. b. 50 vélrituð eintök. Allir, sem lesið hafa þetta hneykslisblað vita ofurvel, að það samanstóð af árásum, ekki aðeins á allt sem okkur er dýrmætt og heilagt, heldur einnig á þekkta og mikilsvirta borgara. Honum hnignaði stöðugt og oftast sást hann drukkinn, með hinn lands- fræga skærgula klút sinn um hálsinn, flakkandi milli kránna, í fylgd með nokkrum stúdent- um, sem litu upp til hans sem snillings og létu hann njóta þess fjárhagslega. — Um endalok skáldsins er eftirfarandi upp- I lýst: Fortschig var meira og minna drukkinn síðan um nýár. Hann hafði fyrir tilstyrk ein- Odýrt, danskor aiuSlar kvenpeys- ur aðeins kr. 9S

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.