Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Laugardagur 20. oktober 1962.
„Nautnalyf janeyzla fer
vaxandi með hverju ári"
Eiturlyf í þess orðs eiginlegu
merkingu virðast ekki mis-
notuð á íslandi svo vitað sé, en
þar er átt við kokain, heroin, opí-
um og morfín. Fyrir nokkrutn ár-
um voru þessi lyf þó um hönd
höfð af nokkrum einstaklingum
hér á landi. Þegar sýnt þótti að
hætta væri á ferðum var algerlega
tekið fyrir þau og síðan hefur
þeirra ekki orðið vart í umferð
manna á meðal.
Að sama skapi hefur hins veg-
ar neyzla alls konar örvandi og
róandi lyfja færzt I aukana, lyfja
sem með hóflegri neyzlu virðast
hættulaus, en verða skaðleg með
ofneyzlu og á stundum hættuleg.
Neyzla þessara lyf ja virðist kom-
in út í öfgar og eina ráðið til að
stemma stigu fyrir hana að dómi
lögreglunnar er að/ hætta i eitt
skipti fyrir öll að gefa lyfseðla
út á þau, en í Iyfjabúðum og hjá
læknum virðist uppsprettunnar
einkum að leita.
Þetta, sem að framan er sagt,
er samkvæmt áliti þeirra rann-
sóknarlögreglumanna, sem gerst
mega um þetta vita, en það eru
þeir Sveinn Sæmundsson yfirmað
ur rannsóknarlögreglunnar ogt
Njörður Snæhólm lögregiuvarð-;
stjóri, en I blaðinu í gær birtist
viðtal við þá um hina ört vax-
andi nautnalyfja-neyzlu Reyk-
vfkinga.
Telja báðir rannsóknarlögreglu-
mennirnir að læknar verði —
hvað sem það kostar — að stinga
við fótum og draga úr eða jafn-
vel hætta útg:.-.. lyfseðla á
pillunum. Þær komi fáum að
gagni en verða mörgum hættu-
legur förunautur, sem erfitt er
oft á tíðum að losa sig við.
Bað Vísir þá Svein og Njörð að
segja frá reynslu sinni af deyfi-
lyfjamálum og hyaða ráð helzt
væru hugsanleg til úrbóta.
Ekki hættulegustu
tegundir.
—  Þið teljið þetta ekki veva
eiturlyf, sem hér eru mest í notk-
un?
—   Misnotkun hinna hættu-
legu eiturlyfja, eins og koka-
in, heroin, morfin og opí-
um eru, að við teljum, úr sög-
unni hér á íslandi. Hennar gætti
fyrr á árum meðal nokkurra ein-
staklinga, en með röggsamlegum
aðgerðum var með öllu tekið fyr-
ir heyzlu þeirra. Slðan hafa þau
ekki sézt.
—  En nóg af öðrum, síður
hættulegum lyf jum?
— Já, það má með sanni segja
að það er nóg.
— Hvers konar lyf eru þetta?
— Það má einu nafni kalla þau
pillur. Við höfum tekið allt að
30 mismunandi tegundir af pill
um af fólki, sem hefur talið sig
komast i „rús", eða vímu, eða
einhvers konar annarlegt ástand
if þessum pillum.
— Og er eitur í þessum lyfj-
um?
— Það er ekki á okkar færi að
segja til um það, að öðru leyti
en því að neytendur þeirra kom-
ast að meira eða minna leyti í
það, sem við köllum vímu eða
annarlegt ástand. Og undir þvílík-
um kringumstæðum er það alltaf
inntöku, oft miður sín, með höf-
uðverk eða aðra vanlíðan þarf
það örvandi meðal til að hressa
sig við og geta farið til vinnu.
Þar með er keðjuneyzlan á Iyfj-
unum orðin að vana og blátt á-
og bera á sér pillur. Á þessu
rótleysi æskunnar verður að ráða
bót hvað sem það kostar. Hún
er í þessu efni að komast inn á
alltof hættulega braut.
— Verður fólk háð þessum lyfj-
um?
Sveinn Sæmundsson t. h., yfirlögregluþjónn og Njörður Snæhólm rannsóknarlögreglumaður.
matsatriði, hvenær lögreglunni
ber að grípa inn i og láta málið
til sfn taka.
Keðjuneyzla.
— Er um margar tegundir að
ræða, sem fólk neytir til þess
að komast í „rús".
— Ótrúlega margar eins og við
fram að nauðsyn, að því er fólk-
inu f innst.
Jafnvel unglingar.
— Er margt fólk, sem þið telj-
ið að noti pillur í örvunarskyni?
— Þvi miður alltof margt og
fer vaxandi með hverju árinu sem
líður.   —  Jafnvel  unglingar
— Já, einmitt í því er ógæfan
fólgin. Þegar það hefur neytt
þeirra um stund fer löngunin eða
þörfin í þau að gera vart við
sig og úr því telur neytandinn sig
ekki geta verið án þeirra.
Löngun til að
vera öðruvísi.
— En hvers vegna byrjar heil-
Tveir kunnir lögreglumenn
skýra frá viðhorfum lögregl-
unnar til þessa vandamáls
sögðum áðan, ýmist örvandi eða
róandi og smám saman myndast
keðjuneyzla á þeim. Þegar fólk
er búið að taka lengur eða skem-
ur örvandi pillur -fara taugarnar
að láta á sjá og þá þarf róandi
pillur til að jafna sig og 'geta
sofnað. Svo þegar fólkið vaknar
úr þungum svefni eftir svefnlyfja-
undir tvítugs aldri neyta
þeirra. Það þykir okkur i senn
andarlegt og geigvænlegt. Þjóðfé-
lagið hefur hvorki fyrr' né síðar
gefið æskunni þvílikan kost á fjöl
breytni í skemmtanalífi sem nú.
og samt nægir það henni ekki,
heldur vill meira, vill komast f
„annarlegt ástand" eins og hinir
brigt fólk á að neyta lyfjanna?
— Það er vandamál allra tíma
og allra þjóða, þessi forvitni eða
löngun til að vera eða verða eitt-
hvað öðruvisi en það er af nátt-
úrunni. Það vill komast I vímu
eða „rús" eða eitthvert annarlegt
ástand, sama hvort það er af
völdum áfengis, tóbaks eða ann-
arra örvunar- eða nautnalyf ja. Og
áður en varir er það orðið þræll
þessarar nautnar og getur ekki
snúið aftur.
—  Eru það jafnt konur sem
karlar sem gefa sig pfllunum á
vald?
— Já, en það fer nokkuð eftir
kynjunum hvaða tegunda er
neytt. Konurnar neyta meir ró-
andi lyfja. Taugarnar fara svo oft
í „skrall" hjá kvenþjóðinni og þá
þarf róandi meðöl. Og þeim mun
oftar sem þetta skeður stækka
inntökuskammtarnir að sama
skapi. Konur gera líka nokkuð að
því að taka örvandi lyf eins og
amfetamin, ritaljn og preludin,
en samt eru það Srekar karlar,
sem neyta þeirra. Öll framan-
greind lyf virð.ast mjög vinsæl hjá
karlmönnum, ekki sízt í sambandi
við áfengisneyzlu, enda má full-
yrða, að þessi pillunotkun fylgi
mjög í kjölfar áfengisnotkunar.
Menn þurfa að rétta sig af eða
ná sér eftir fyllirl og þá þ'ykir
bezta ráðið að taka eitthvert örv-
andi lyf.
— Nota menn ekki líka pillur
til að spara brennivín?
— Jú, líka er það til. Áfengið
er dýrt og pyngjan ekki ævinlega
full. Þá dugar minni skammtur
af áfengi ef pilla er tekin með.
Stundum dugar meira að segja
svart kaffi með pillu. Menn geta
komizt í vímu af því.
Eitt sinn voru talsverð brögð
að því að menn brutu svokall-
aða benzedrine stauka, sem seld-
ir voru I lyfjabuðum gegn kvefi,
tóku úr filtið, sem innihélt am-
fetamin og átu það með svörtu
kaffi. Menn komust í vímu af
þvf, það var miklu ódýrara en
áfengi. Þegar það varð uppvlst
að næsta mikil brögð væru að
þessu var sölu á benzedrine hætt
og nú fæst það ekki Iengur.
Það má Iíka geta þess, að sum
lyf, jem eru eða eiga að vera ró-
andi, eins og t. d. meþrobamati,
verður að nautnalyfi óg fólk
kemst í vímu við neyzlu þess,
ef það tekur nógu stóran skammt.
Það sama gildir um ýmis róandi
lyf önnur.  .
Ekki vitað, að miklu
sé smyglað.
Veit lögreglan til að þess-
um lyfjum sé smyglað í stórum
stíl til landsins?
— Nei, það er einmitt það sem
við vitum ekki. Aðeins eitt smygl-
mál hefur borið á góma og þar
játaði maðurinn að hafa smyglað
lítilsháttar af svokölluðu dexa-
amfetamini — um 1000 töflum
samtals. Það er allt og sumt.
— Eru ekki samt líkur fyrir því
að pillum sé smyglað?
— Maður gæti haldið það. Það
er t. d. vitað að ýmsar þeirra fást
hömlunarlaust út úr lyf jabúðum í
Þýzkalandi, þ. á. m. í hafnarborg-
Frh. á 10. bls
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16