Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						%
VÍSIR . Laugardagur 20. október 1962.
''JMS&
;•» ..   A    H    *


,:?3';%i#.,;,;.,,/
Á uppdrættinum er strikað undir staðaheiti, sem getið er í greininni.
Sj^   Gidole — Kongó — Jav-
/f\ ., velló — Mega — Moyale,
alóþekkt orð hér á landi '
fyrir fáum árum, staðanöfn í
Suður-Eþíópíu, hafa þó stöku
sinnum komið fyrir í prentuðu
máli, samt oftar í sendibréfum
frá hinu fjarlæga landi.
Hvílíkt ævintýri I lífi þess
norska og Islenzka fólks, sem fyr-
ir nokkrum árum settist að á
þessum stöðum suður í hitabelti,
þar sem er mesl^r gróður, fjöl-
skrúðugasta dýra- og fuglalíf og
þéttust byggð uppi á reginfjöll-
um, en á lægstu stöðum vatns-
lausar auðnir, — Öðru eigum
við Islendingar að venjast í okk-
ar ágæta landi.
Hæst er Gidolehálendið, í suð-
vestur horni Eþlóplu. Þar — og
reyndar ekki síður I Kongó — er '
útsýni einna fegurst og mikilfeng
legast. Hjallinn, þar sem Norð-
menn reistu fyrir nokkrum árum
kristniboðsstöð og þá eihnig
sjúkrahús, er á norðurbrún há-
lendisins. Handan sílækkandi
smáhæða fyrir fótum manns sem
á hjallanum stendur, hverfur há-
lendið og hrynur I snarbröttum
brekkum, en augað staðnæmist
við ljósgular og grænar sléttur
dalsins mikla, 2500 metrum
neðar. Þar er og Rúspolivatn til
hinriar mestu prýði, líkast norsk-
um firði: Mjótt og langt og skógi-
vaxnar hlíðar upp frá því báða
vegu.
Þar niður frá er engin byggð.
En uppi á hálendinu er skammt
milli þorpa. Þau láta, Htið yfir
sér. Stráskýlin eru ekki háreist,
þau hverfa inni á milli gróðurs-
ins likt og heyföng I þýfi.
Það út af fyrir sig er ævintýri
fyrir Norðurlandamenn, að hafa
séð þessi þorp, stigið fæti inn í
afríkanskt stráskýli, yfirlætis-
lausustu mannabústaði í heimi.
Meiri hluti mannkynsins býr í
þorpum. En afrlkönsk þorp eru
þó heimur út af fyrir sig. Eftir
að hafa séð kofana gleðst maður
fólksins vegna yfir því, að þeir
eru ekki ætlaðir til þess að vera
fbúðarhús, heldur næturskýli í
heitu landi.
Til s^uðausturs, ,50 km frá
Gidole,' er Konsóháiéndið,' brún-
gult á blettum eftir langyinna
þurrka og ber með sér að þar er
minni úrkoma enda miklu lægra.
Og landið lækkar eftir þvi sem
sunnar og austar dregur: Fjöll
og hálsar, dalir og sléttur. Og
loks Borana, stærsta hérað Suð-
ur-Eþíópíu, með þyrkingslegan
visinn gróður mestan hluta árs-
ins, en iðagrænt óðar er urkomu
gerir. Mest ber á ávölum hæðum
með líðandi halla niður að breið-
um dölum, á leiðinni frá Javelló
suður til Mega og Moyale, á
norður landamærum Kenja, á
þriðja breiddarstigi norður af
miðbaug.
Senn er liðinn mánuður siðan
Jóhannes, íslenzki læknirinn í
Gidole, skrifaði heim, og var þá
staddur í Javelló eftir að hafa
heimsótt fyrr nefnda staði. Hann
skrifar:
„Ákveðið hefur verið að lækn-
arnir heimsæki kristniboðsstöðv-
arnar þrisvar á ári. Ég var beðinn
að fara til Javelló, Mega og Moy-
ale. Við lögðum af stað frá Gid-
ole 2. júlí. Það stóð svo illa á
sem mest gat orðið, að fara frá
starfinu I Gidole. Áslaug og Liv
(báðar hjúkrunarkonur) urðu ein-
ar eftir og tóku á sig alla ábyrgð
á sjúkrahúsinu og kristniboðs
stöðinni. Við ókum fyrsta daginn
til Javalió (200 km leið um fjö'i
og dali rudda vegu), og héldum
ferðinni áfram daginn eftir ti'
Mega."
Til  skýringar á  þessum  bréi
kafla skal skotið hér inn stuttri
lýsingu á þessari leið, eftir annan
mann semhana hefur farið:
Ekið var um lágar hæðir b';
grunn daladrög. Allur gróður v.
visnaður vegna vatnsskorts op
bar mest á kyrkingslegum runn-
um með þyrnibroddum. Við ók-
um niður í dalverpi í von um a?.
finna þar vatn. Við sáum að hirð
ingjar höfðu smalað þar saman
búfénaði  til  brynningar.  Þeir
Sjúkur var ég og
vitjuðuð mín"
höfðu grafið mikla holu eða
brunn, niður að vatni. Fjórir
menn handlönguðu gruggugt
vatn í skinnskjólum upp á brunn-
barminn. Aðrir tóku þar við skjól
unum og færðu skepnunum vatn-
ið. Við gátum notað það til að
fylla á vatnsgeyminn en annars
ekki .
Einn þessara manna bauð okk-
ur heim til sín. -Nokkrar fjöl-
skyldur höfðu búið um sig á af-
viknum stað inni í kjarrskógi, í
hrörlegustu skýlum sem ég hef
nokkurn tímann séð. Sagði mað-
urinn okkur að enginn I hans ætt-
flokki hefði nokkru sinni stigið
fæti inn I afrlkanskt stráskýli,
hvað þá heldur veglegri mannabú
staði. (Segja má um hirðingja að
þeir „tjalda til einnar nætur".
Þeir hafa ekki fasta búsetu).
Við sáum mikinn fjölda fugla
og dýra meðfram veginum. —
Gasellur og antilópur hlupu I
loftköstum er þær sáu bllinn
nálgast. í Borana sunnanveðri er
mikið um ljón, gíraffa, zebrahest
og fíla. Vondur fíll hafði ekki alls
fyrir löngu drepið þrjá menn á
veginum  sem  við  ókum  eftir.
„Við komum til Mega á þriðju-
degi og vorum þar til föstudags.
Eftir hádegi, daginn sem við
komum, vann ég á sjúkraskýlinu.
Fjöldi fólks streymdi að og þurfti
margt af því skurðaðgerða við.
Tvo næstu daga garði ég ekki
annað en skera upp, hafði alls
tuttugu uppskurði, þar af tíu
kviðslit, tvær augnaaðgerðir,
húðflutning og fituæxli. Við vor-
um að til kl. ellefu að kvöldi báða
dagana.
Föstudaginn 6. júlí vorum við
á fótum kl. fimm um morguninn
og vorum komnir Suður til Moy-
ale kl. tlu."
Byggingar í Moyale bera þess
nokkur merki, að bærinn er í ná-
býli við land þar sem tæknilegar
framfarir eru meiri en I Eþíópíu.
Er skammt að fara suður yfir
landamæri Kenya til vörukaupa,
eða til þess að komast I samband
við póst og síma, en slík firn eru
óþekkt á öllu hinu mikla land-
flæmi Suður-Eþíópíu, sem sé
Bórana.
Frá Moyale skrifar Jóhannes:
„Til Moyale komum við kl. tíu
um morguninn hinn 6. júlf. Ég
Olafur Olafsson kristni-
boði lýsir íslenzka
kristniboðinu / KONSÓ
sér. Fíllinn drap bæði mann og
skepnu.
Jóhannes skrifar frá Mega eft-
irfarandi:
Einn þeirra teymdi úlfalda á eftir
hvíldi mig til kl. eitt eftir há-
degi. Þá skoðaði ég sjúklinga i
sjúkraskýli ríkisins, sem þar er.
Því lauk ég á rúmum klukkutíma,
enda  ekki  aðstaða til  skurðað-
gerða. Síðar brugðum við okkur
yfir landamærin og gerðum inn-
kaup. Þar var á öllu annar biær.
Búðir voru fullar af vörum, yfir-
leitt ódýrari en í Addis Abeba.
Kl. sex um kvöldið ókum við af
stað aftur. Við borðuðum kvöld-
mat I Mega. Þa leit ég á sjúk-
linga sem ég hafði skorið upp.
Síðan héldum við áfram til Jav-
elló, og komum þangað kl. tvö
um nóttina. I gær vann ég í
sjúkrahúsi kristniboðsins hér.
Aðsókn var ekki eins gífurleg og
í Mega, en við stóðum samt við
skurðaðgerðir til kl. níu i gær-
kveldi.' Héðan fer ég heim til
Gidole á þriðjudag (10. júlí),
sleppi Kongó að þessu sinni."
Jóhannes og Áslaug, kona
hans, hafa nú verið í Eþíopíu um
það bil tvö ár. Þó að oft hafi
komið bréf, hafa þau fátt sagt frá
sínu starfi. Því hefur ekki þótt
óviðeigandi að birta þessar glefs-
ur úr síðasta bréfinu, og skjóta
inn á milli upplýsingum, sem
hann gefur sér ekki tíma til að
skrifa.
Þegar Norðmenn reistu sjúkra-
hús á kristniboðsstöð sinni í
Gidole, lögðu kristniboðsvinir
hér á landi ofurlítinn skref fram
til kaupa á tækjum, Vitað var að
sjúkrahúsið mundi fá hina mestu
þýðingu fyrir starf okkar í
Kongó, þar sem við höfum
sjúkraskýli. Yfirvöldin gáfu ekki
leyfi til að þar yrði byggt sjúkra-
hús. Konsó átti að vera hluti hins
víðlenda „héraðs" læknisins í
Gidole. Með því að Jóhannes hef-
ur eftirlit með sjúkraskýlinu í
Kongó og heilsufari kristniboð-
ann, og þar sem Norðmenn gera
okkar starfi margvíslegan og ó-
metanlega greiða, bað Samband
íslenzkra kristniboðsfélaga um
að hann yrði á þess vegum.
Ó. Ó.
i|»*
„Stráskýlin hverfa inni á miili gróðursins líkt og heyföng í þýfi".
...-...-...'..¦,...": ¦-           .    .-¦ -V/íís
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16