Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 20.10.1962, Blaðsíða 7
V í S IR . Laugardagur 20. október 1962. sa 7 |Bók sem á erindi tii allra verðandi mæðra Ríkisábyrgðir - sveitarfélög - einföld ábyrgð og sjálfskuldarábyrgð breyting til bóta — ein löng ræða - Einar og auðhringurinn. Umræður á þingi í gær urðu einkum um tvö frumvörp, sem fyrir lágu. Hið fyrra fjallaði um ríkis- ábyrgðir, en þar lögðu nokkrir Framsóknarmenn til, að í lög- unum um ríkisábyrgðir segi að hægt væri að veita sveitarfé- lögum sjálfskuldarábyrgð í stað einfaldrar ábyrgðár eins og þar er nú tekið fram. Hall- dór E. Sigurðsson hafði fram- sögu og rökstuddi þetta frum- varp á þann hátt, að mun erf- iðara væri nú fyrir sveitarfélög að fá lán í bönkum en fyrr vegna þessa ábyrgðarákvæðis í lögunum. Gunnar Thoroddsen varð fyr- ir svörum og afgreiddi tillögur Framsóknarmannanna á rök- fastan en einfaldan hátt. Hann benti á þá staðreynd að einföld ábyrgð og sjálfskuldarábyrgð gerðu sama gagn, munurinn væri aðeins sá, að þegar um einfalda ábyrgð væri að ræða yrði fyrst að ganga að skuldar- anum sjálfum en með sjálf- skuldarábyrgð gæti lánadrott- inn gengið beint að ábyrgðar- manni, án þess að kynna sér nokkuð hvort skuldari gæti greitt eða ekki, Lán til ríkisábyrgðar hafa verið tryggð með sjálfskuldar- ábyrgð, þar til í fyrra. Þegar það fyrirkomulag var á, fór það stöðugt v^r.andi, að lána- drottnar gengu beint að ríkinu og kröfðust greiðslu, án tillits til þess hvort viðkomandi skuld ari stæði í skilum eða ekki. Allir þingmenn voru sam- mála um, að það ástand væri óviðunandi, gjöld ríkissjóðs vegna þessa voru á ári hverju um 70 milljónir króna. Var tek- ið það ráð að auka eftirlitið með ríkisábyrgðum og setja Iögin um þau í fastari skorður. Með iögum nr. 37/1961 var tekið í gildi ákvæði um einfalda á- byrgð á lánum til ríkisábyrgða. Síðan þessi lög voru tekin í gildi, hefur nú brugðið svo við, að aldrei hefur verið gengið að ríkissjóði vegna vanskila. Með því að breyta þessum sömu lögum, eins og Framsóknar- menn fara fram á, er brotið skarð í varnarmúr þann sem settur hefur verið auk þess sem það mundi engum vera til góðs og enga þýðingu hafa. Benti Gunnar í þessu sam- bandi á, að Framsóknarmenn gætu ekki bent á eitt einasta dæmi þess, að sveitarfélagi væri neitað um lán vegna þessa lagaákvæðk. Umræður urðu einkum um tvö frumvörp segir hér að framan, en umræðurnar um það síðara var aðeins ein ræða. Ein löng ræða. Einar Olgeirsson fylgdi úr hlaði frumvarpi fjög- urra Alþýðubandalagsmanna um aukin lán ríkissjóðs til hús- byggjenda og lækkaða vexti á þeim lánum. Kjarni máls Einars var sá, að þessa peninga væri auðveldlega hægt að taka, með því að ganga yfir Austurvöll- inn, inn í Seðlabankann og seil- ast þar í frystihólf hans eftir svo sem 320 milljónum af þeim 500 milljónum króna sem í varasjóðnum væru! Einar stend- ur sem sagt enn í þeirri bjarg- föstu trú, að allar þessar mill- jónir séu frystar í bankanum, „beinlínis til að kúga alþýð- una.“ Að öðru leyti var ræða Einars á þá lund, að lýsa hinum bágu kjörum alþýðunnar, bölva þeim örfáu auðvaldskúgurum sem peningana ættu og kenna kapi- talistum hvernig þeir ættu að haga sér gagnvart vinnufólki sínu. Hrósaði hann í þessu sam- bandi Unilever auðhringnum. en sá ágæti auðhringur virðist í augum Einars vera allra meina bót. Hann heldur vart svo ræðu lengur að hann minn- ist ekki á kosti Unilever. Dreift var á Alþingi nokkr- um minni háttar þingsályktun- artillögum sem ekki er ástæða til að telja upp að sinni. Bjarni Benediktsson fylgdi úr hlaði frumvarpi um innheimtu meðlaga, í samræmi við Norð- urlandasamþykkt, og i efri deild flutti Jón Árnason frumvarp sitt um tunnuverksmiðju á Akranesi. Bæði þessi mál fóru umræðulaust til 2. umræðu. fengið betri meðmæli, en fólgin eru í eftirfarandi ummælum Jón- asar Bjarnasonar læknis, sem birt verða hér á eftir. Þau eru ærin trygging þess, að hér er á ferðinni bók, sem öllum verðandi mæðrum er nauðsynlegt að kynna sér sjálfra sín vegna. Þá er og birt með bókinni umsögn móður, sem einmitt hefur notið þeirrar þjálfunar, sem nauðsyn- leg er talin og lýst er í bókinni. Umsögn Jónasar læknis er svo hljóðandi: Ot er komin lítil bók, sem nefnist „Slökun og eðlileg fæð- ing“, og er leiðbeiningar til verð- andi mæðra. Bókin er samin af frk. Huldu Jensdóttur yfirljós- móður Fæðingarheimilis Reykja víkurborgar. Höfundur bókarinnar, frk. Huldu Jensdóttur, þarf vart að kynna fyrir lesendum blaða höfuðborgarinnar, svo mikið og gott er brautryðjendastarf henn- ar þegar orðið sem yfirljósmóð- ir og forstöðukona hins tiltölu- lega nýstofnaða Fæðingarheimil- is Reykjavíkurborgar. Sem ung og nýútskrifuð Ijósmóðir fylltist Hulda eldlegum áhuga hins enska brautryðjanda Dr. Reeds, um sársaukalausa fæðingu. Að loknu námi hér heima gerði hún allt sem hún gat til að afla fram- haldsmenntunar á þeim stöðum sem kenningar þessar voru við- hafðar. Árangur þessarar mennt- unar og eigin reynsla af henni er svo bók sú, sem hér um ræðir. Bókin lætur lítið yfir sér, en er að mínu áliti gulls ígildi fyrir verðandi mæður og reglulega Framh. á 5. sfðu. Ovanalegar loðkápur Feldi fyrrnefndra dýra keyptu fyrir nokkrum árum aðeins konur, sem voru nátengdar tízkuhúsum, eða vildu ganga öðruvísi klæddar en almenn- ingur. Nú, aftur á móti kaupa þá mikið konur sem eiga 2 — 3 sígilda pelsa fyrir (þ. e. minka og safala o. þ. h.) og vilja breyta til. Virðast feldir þessir vera jafnvinsælir hjá öllum ald- ursflokkum. Margir álíta að ástæðan fyrir þessum vinsældum sé, að fram- boð á minkum sé orðið mikið, og því þyki fínt að eiga dálítið sérstæða pelsa. Flestir hinna nýju pelsa eru nijög loðnir, og er það að ýmsu leyti ókostur. Þeir eiga á hættu að verða snöggir, og ekki grenna þeir konur, þvert á móti. Snöggir feldir eru þó einnig vinsælir, t. d. feldir kálfa, sela, zebradýra og af jagúar. Spá flestra er þó sú, að mink- ar muni halda velli, þrátt fyrir 'allt. Til vinstri: Loðinn pels úr íslenzku kinda- skinni. Neðri myndin: Mjög óvenjulegur feldur af Mongólíulambi. Prentsmiðja Guðmundar Jó- hannssonar hefur gefið út bók- ina „Slökun og eðlileg fæðing" eftif Huldu Jensdóttur ljósmóð- ur. Að líkindum getur bókin ekki Minkafeldir, sem lengi hafa verið í hásæti pelsatízkunnar, hafa nú fengið skæða keppi- nauta, og eru íkornafeldir þar fremstir í flokki. Frægar konur, sem virðast ráða allmiklu í heimi pelsatízkunnar hafa nú Iátið gera sér pelsa úr íkorna- skinnum og þar með sýnt, að þau eru á hraðri leið upp á við. íkornaskinn hafa ekki verið í tízku síðan um 1930, og hafa minkar og safalar ráðið ríkjum. Á síðastliðnum fimm árum hef- ur þó orðið nokkur breyting á. Feldir þefdýra, gaupu, hlé- barða, refa, villikatta, lamba og jafnvel kinda, svo að nokkuð sé nefnt, eru sífellt að ná meiri vinsældum, og hefur það jafn- vel gengið svo Iangt, að mjög frægur pelsateiknari lét með- höndla refafeldi eins vandlega og feldi minka og safala. Þessi grái íkornapels á ef til vill eftir að verða' aðaltízkupelsinn. ni|—,W!!PPFag23—IWBBEM—>11 IIWPi 'I I 4IAU.. BÐ --MI.V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.