Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						10
VlSIR . Laugardagur 20. október 1962.
Eysteinn og tækjagjaldið
jj^t til vill hafa einhverjir hald-
ið að Eysteinn Jónsson
væri framsýnn stjórnmálamað-
ur. Þeir munu hafa. orðið fyrir
miklum vonbrigðum þegar þeir
heyrðu ræðu hans um efna-
hagsn 'lin og vextina á þingi' í
fyrradag.
Hvernig vildi Eysteinn láta
le'ysa síldveiðideiluna? Tillaga
hans var sú, að gengið yrði að
öllum kröfum sjómanna og síð-
an yrði úlvcgsniöiiituni greidd
sérstakt uppbðtargjald sökum
hinna dýru tækja, sem þeir
hafa keypt til báta sinna. Þá
mundi útgerðin geta staðið
undir stórhækkuðu kaupi.
Þarna talaði snillingurinn,
sem lærði sína f jármálafræði í
Samvinnuskólanum. Hvað er nú
athugavert við slikan röksemd-
arflutning?
Tlér fer Eysteinn Jónsson
fram á hvorki meira né
minna, en að uppbótarkerfið
verði innleitt aftur í allri sinni
dýrð. Ætti hann þó manna bezt
að vita að það hefir gengið sér
til húöar í íslenzku efnahagslífi
á tuttugu undanförnum árum.
Það er einmitt mergurinn
málsins, að mesta mein útgerð-
arinnar hafa verið uppbæturn-
ar, að þvi Ieyti, sem þær hafa
hvatt til kæruleysis um rekstur
og bruðls t sóunar á f jármun-
um, sem betur hefðu verið komn
ir annars staðar. Síðan var tap-
inu skellt á ríkið.
Þessa sögu þekkja allir, og
fæsta — nema Eystein mun
langa til þess að hefja aftur þá
raunarollu.
Cvo er önnur hlið á málinu
sem ekki má gleyma.
Hvaðan ætlar Eysteinn Jónsson
að taka uppbæturnar til útgerð-
armanna? Auðvitað verða þær
að koma úr rikiskassanum.
Og hvaðan fær rfkiskassinn
fé sitt? Or vösum skattborgar-
anna. Þær kosta með öðrum
orðum nýjan skatt á landsfólk-
ið. Og þetta er kjarni málsins.
Formaðu. Framsóknarflokksins
leggur til að bændur, verzlunar-
og iðnaðarmenn séu skattlagðir
til þess að útgerðarmenn fái
keypt sér ný fiskveiðitæki.
Slík hagfræði mun fæstum
þykja góð Iatína. Hitt er sönnu
nær að sjómenn og útgerðar-
menn komi sér saman um hæfi-
lega skiptingu aflahluts og
tekna útgerðarinnar. Þar verður
óhjákvæmilegt að tekið sé tillit
til þess að útgerðin hefir orðið
að leggja í mikinn kostnað
vegna nýrra tækja. En hvaða
afleiðingar hefir það haft fyrir
sjómenn, engu siður en út-
gerðarmenn?
Stórlega aukinn afla á síld-
veiðunum.
X?v það nokkur frágangssök
þótt sjómenn, sem margir
hverjir hafa á annað hundrað
þúsund krónur í tekjur eftir
nokkurra mánaða vertíð, taki
nokkurn þátt í kaupum þessara
dýru tækja?
Er það ekki sanngirniskrafa
að  þeir  greiði  hluta  þeirra
tækja, sem auka svo mjög tekj-
ur þeirra — og afla skipanna?
Vestri.
Nautnalyfjaneyzla ~
Framhald af bls. 4.
um þar sem íslenzkir sjómenn
verzla.
—  En finnur lögreglan ekki
þess háttar smyglvarning í fórum
manna sem eru undir deyfilyfja
áhrifum hér í Reykjavík?
— Lögreglan finnur mikið — í
rauninni alltof mikið — af pill-
um í fórum gistifanga sinna.
— Og hvar telja þeir sig hafa
fengið þær?
—  I sumum tilfellum segja
þeir ekki neitt, gefa ekkert upp
og eru þögulir sem gröfin. En í
mörgum tilfellum þarf ekki að
spyrja, því að umbúðirnar segja
til um hvaðan lyfin eru komin.
Og þau eru undantekningarlítið
úr einhverri Iyfjabúðinni hér i
Reykjavík, gefin út á lyfseðli frá
einhverjum lækni. En jafnvel það
— þótt allt sé eðlilega eða lög-
lega fengið — vilja eigendurnir
ekki viðurkenna. Þeir reyna þvert
á móti iðulega að rífa merkið af
glasinu og koma lyfseðlinum fyrir
kattarnef. Þeim finnst það trúnað
arbrot að gefa upp hvaðan lyfið
er fengið. Óttast e .t. v. lfka a*S
fá ekki lyf þaðan oftar ef lögregl-
an verður áskynja um hvaðan
það er fengið.
—  Talið þið við lækna sera
gefa þessa lyfseðla út?
— Já, stundum gerum við það
Við þurfum oft, eða viljum
a. m. k. vita af hverju viðkomandi
maður hefur þessi meðöl uadii
höndum og til hvers honum hafi
verið gefin þau.
Læknar svara ýmsu.
— Hverju svara læknarnir til?
—  Ýmsu. Stundum sjá þeii
aumur á mönnunum, þeir bera sig
illa,  þurfa  að  fara  á  sjóinn
eða sinna áríðandi erindum en
eru niðurbrotnir eftir fyllirí og
þurfa á hressandi meðali að haMa,
eða þá að konur þeirra eru að
springa af offitu og þurfa að
megra sig til að halda línunni o.
s. frv. Ástæðurnar eru margar,
en hins vegar tími læknanna oft-
ast svo naumur að þeir hafa ekki
tíma til að kanna málið ofan í
kjölinn, nenna heldur ekki að
standa i orðaskaki við pillubeið-
arann og þetta endar venjulegast
með því að hann fer út með lyf-
seðilinn í höndunum.
— Stundum falsa menn líka lyf
seðla?
—  Jú, það þekkjum við líka,
en það er ekki hægt að segja að
það séu mikil brögð að því.
—  Hafið þið ekki ákveðna
menn grunaða um að selja pillur?
—  Það hafa stundum verið
nefnd nöfn í því sambandi, en
ekkert sannast. Eitt sinn vitn-
aðist að nokkru magni af pillum
hafði verið stolið úr einni lyfja-
búð borgarinnar. Þjófurinn tók
að selja þær og þá vitnaðist
strax hver hann var.
Kunningjar „hjálpa".
Margir, sem við höfum talað
við, segjast hafa fengið pillur
gefins hjá kunningjum sinum, án
þess þó að vilja segja hver kunn-
inginn er. Nú það að gefa hefur
ekki verið talið til lögbrota, jafn-
vel þótt sala geti f vissum til-
fellum talizt óheimil. Og við vit
um það líka að menn verða stund
um óskaplega góðir þegar þeir
eru undir áhrifum og vilja endi-
lega miðla öðrum af þeirri sælu
sem þeir njóta sjálfir.
En svo má líka geta þess að
lögreglan hefur vitneskju um
menn «em hafa játað að hafa selt
pillur í hrekkjaskyni. Við vitum
um tilfelli þar sem þeir, seldu
gjörsamlega saklausar bætiefna-
pillur sem örvandi meðal og fólk
ið keypti þær í þeirri trú að það
kæmist undir áhrif. í öðrum til-
fellum seldu þeir hægðapillur í
sama ':yni, en í staðinn fyrir að
komast í einhverja „himnaríkis-
sælu" fékk það óstöðvandi niður-
gang. Þetta er líka til í málinu.
Eru læknar of
örlátir?
— Hefur þetta eiturlyfja- eða
pillumál valdið lögreglunni á-
hyggjum.
— Ekki aðeins áhyggjum held
ur einnig gífurlegri vinnu og stöð
ugum eltingarleik — eltingar-
leik sem endar nær alltaf á sama
staðnum — við dyr apótekanna.
— En hvað viljið þið að Iok-
um segja um þetta og hvaða ráð
teljið þið helzt til úrbóta.
— Við viljum segja það, að frá
leikmanns sjónarmiði virðast
læknar ávísa alltof miklu af
nautnameðalalyfseðlum. — í
flestum tilfellum er vart
hugsahlegt að það geti ver-
ið að undangenginni ítar-
legri rannsókn. Við teljum að
fólk geti verið án flestra þess-
ara lyfja og sé blátt áfram bet-
ur komið án þeisra. Fyrst og
fremst teljum við að lyf eins <jg
amfetamin, ritalín og preludin
megi að fullu og öllu hverfa, og
auk þess verði læknar að gæta
fyllstu varúðar með svefnlyf og
önnur róandi meðöl.
Fermingar á morgun
Ferming í Langholtskirkju sunnu-
daginn 21. okt. kl. 2. Prestur séra
Árelíus Níelsson.
Stúlkur:
Dagbjört Rebekka Aðalsteinsdóttir,
Langholtsvegi 73.
Guðlaug Sigmarsdóttir Melstað, við
Vatnsenda.
Guðríður J.úlíusdóttir, Ásgarði 5.
Herdís Jónsdóttir, Básenda 4.
Jóhanna Gunnarsdóttir, Kleppsveg
108.
Pálína Kristinsd. Goðheimum 4.
Ragnheiður Guðrún Gunnarsdóttir,
Hjallavegi 19.
Sigríður Svava Kristinsdóttir, Goð-
heimum 4.
Vilhelmína Sigurðardóttir, Álfheim-
um 38.
Þorbjörg Júlíusdóttir Ásgarði 5.
Piltar:
Björn Júlíus Gústafsson, Sólheim-
um 23.
Bragi Guðmundsson, Bústaðav. 73.
Eggert Gunnarsson, Gnoðavogi 38.
Guðjón Steinar Aðalsteinss., Lang-
holtsvegi 73.
Guðmundur Freymóður Sigurjóns-
son, Lönguhlíð 7.
Jón Haukur Ólafsson, Ásgarði 45.
Lárus Andri Jónsson, Básenda 4.
Páll Vídalín Sigurðsson, Álfheim-
um 38.
Páll  Eiríkur  Símonarson,  Suður-
landsbraut 75 a.
Pétur Hallgrímsson, Laugarásv. 29.
Sigurður Friðrik Lúðviksson, Mána
hlíð v/Geitháls.
Sævar Már Ólafsson, Asgarði 45.
Ferming í Fríkirkjunni 21. okt.
kl. 2 e. h. Prestur séra Þorsteinn
Björnsson.
Stúlkun
Camilla Olsen Richartsdóttir, Hverf
isgötu 59.
Elísabet Pétursdóttir, Nökkvav. 18.
Guðrún Karlsdóttir, Laugavegi 141.
Hafdís E. J. Höjgaard, Suðurlands-
braut 94.
Ingibjörg Ingvarsdóttir, Hringbraut
113.
Kristbjörg  Stella  Þorsteinsdóttir,
Skólavörðustíg 35.
Lilja  Dóra  Eyþórsdóttir,  Réttar-
holtsvegi 79.
Margrét  Guðmundsdóttir,  Holts-
götu 31.
Ólöf S. J. Höjgaard, Suðurlands-
braut 94.
Sigríður Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Lyngbrekku 28, Kópavogi. ,
Piltar:
Halldór  Kristján  Júlíusson,  Þor-
finnsgötu 8.
Sæsíminn —
Framhald aí bls. 1
Vegalengdin sem Neptune hef
ur lagt er 1527 kílómetrar frá
Nýfundnalandi til Frederiksdal á
Grænlandi og 1543 kílómetrar
þaðan til Vestmannaeyja, 'eða
alls 3070 kílómetrar. Hófst lagn-
ingin þann 19. september og hef
ur staðið síðan að undanskilinni
stuttri viðdvöl í Grænlandi.
6
dagar eru eftir þar til
dregið verður í Skyndi-
happdrætti Sjálfstæðis-
flokksins. Notið einstakt
tækifæri. Drætti verður
ekki frestað.
Óðins-félagar
Skorað er á Óðins-félaga að
gera skil sem allra fyrst í Skyndi
tiappdrætti Siálfstæðisflokksins.
Hægt er að gera upp f skrif-
¦tofum álfstæSisflokksins við
'Yuslurvöll.
Helgi Hauksson, Þvervegi 36.
Hilmar Ásgeirsson,  Suðurlandsbr.
24.
Jón Bjarni  Þorsteinsson,  Sporða-
grunni 9.
Kjartan Þór Guðmundsson, Grens-
ásvegi 45.
Ólafur Ólafsson, Höfðaborg 63.
Ferming í Fríkirkjunni kl. 10.30.
Prestur séra Gunnar Arnason.
Stúlkur:
Anna Eyjólfsdóttir, Ásgarði 3.
Ásdís Þorsteinsdóttir, Teigagerði 3.
Ásta Rönning, Bústaðabletti 17.
Auður  Gústafsdóttir,  Ásagötu  7,
Kópavogi.
Erna Magnúsdóttir, Breiðagerði 8.
Guð.munda Hafdís Jónsdóttir, Þing-
hólsbraut 9, Kópavogi.
Guðrún Filippusdóttir, Rauðagerði
18.
Iris Sigurðardóttir, Hólmgarði 7.
Margrét  Gústafsdóttir,  A-götu  7,
Blesugróf.
María G. Ingólfsdóttir, Sunnubraut
29, Kópavogi.
Petra  Jónsdóttir,  Álfhólsvegi  49,
Kópavogi.
Sigríður Júlíusdóttir, Réttarhóli við
Sogaveg.
Sigrún  Ólafsdóttir,  Melgerði  16,
Kópavogi.
Sjöfn Skúladóttir, Rauðagerði 17.
Piltar:
Bjarni Finnsson, Ásgarði 28.
Einar Þorsteinsson, Teigagerði 3.
Felix Eyjólfsson, Ásgarði 3.
Guðm. Thorsteinsson, Kópavogsbr.
12, Kópavogi.
Hákon  H.  Pálsson,  Hlégerði  13,
Kópavogi.
Jóhann Karlsson, Borgarholtsbr. 42
Kópavogi.
Kristján Á. Bjarnason, Hlíðarv. 44
Kópavogi.
Pétur Sigvaldason, Teigagerði 13.
Stefán L. Jónsson, Háagerði 11.
Vilhelm V. Guðbjartsson, Hverfis-
götu 76 B.
Örn Þorvarðsson, Bræðratungu 58,
Kópavogi.
Kvennasíða -
Frh. af bls. 7.
þess virði að vera lesin með
gaumgæfni. Bætir hún af miklum
mun tir þeim mikla þekkingar-
skorti, sem hin verðandi móðir
hefur átt við að búa, hvað í
vændum er, og gefur henni um
leið tækifæri til að kynnast
hvernig hún geti alið barn sitt
á sem eðlilegastan hátt.
Bókinni er auk formála og inn-
gangsorðs skipt í þrjá hluta.
Fyrsti hlutinn fjallar um:
1. Vöðvaspennu — vöðvaslökun
2. Fósturmyndun.
3. Lfl:.imsrækt.
4. Slökun.
5. Öndun.
6. Mataræði.
Annar hluti fjatiar um:
1. Fæðingu.
2. Sængurlegu.
3. Brjóstameðferð.
4. Móðurmjólkina.
5. Hinn nýborna þjóðfélagsþegn.
Báðir þessir hlutar eru skrif-
aðir á mjög frambærilegan hátt
á auðskildu máli fyrir hvern
þann sem vill kynna sér þessi
mál. Hverjum kafla fylgja vel
gerðar skýringarmyndir til að
gera efni þeirra enn augljósara.
Þriðji hlutinn tekur svo yfir
minningar frá Iiðnum tímum og
kveðjuorð. Er sá hlutinn einkar
hugljúfur og sýnir bezt hvaða
tökum Ijósmóðurstarfið hefur náð
á frk. Huldu og hvað hún reyn-
ir að láta aðra njóta góðs af því
með sér.
Hafi frk. Hulda Jensdóttir
þökk fyrir útgáfu þessarar bókar
sem ég álít að eigi erindi ti)
allra verðandi mæðra.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16