Vísir - 22.10.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 22.10.1962, Blaðsíða 3
VlSIR . Mánudagur 22. október 1962. 1——B8—^HmMaBa'imwiiNniwu 1 ia vv.. .. ':>ÍA:^íí:; < ■'' \ ** + ' i : i ^ i ; . S . -í ■ N ':;óí& Kirkjuþing íslenzku þjóðkirkj- unnar, hið þriðja í röðinni, er nú hafið hér í Reykjavík. Á þinginu mun m. a. verða rætt mikið um það hvort halda skuli í prests- kosningar, eða afnema þær Það mál hefir verið sent til um".?gnar héraðsfunda í prófastsdæmunum milli þinga og munu langflestar umsagnimar hneig'ast í þá átt að prestskosningar verði afnumdar og prestar skipaðir í embættin í sam- ráði við fyrirsvarsmenn kirkjunnar í hverju prestakalli. Munu flestir sætta sig betur við það fyrirkomu- lag er fram líða stundir, Eflaust verður margt rætt um starfshætti kirkjunnar á Kirkju- þinginu og þyrfti að breyta þeim til samræmis við kröfúr tímanna með ýmsum hætti og jafnvel gjör- breyta ýmsu. En þó er og verður það grundvallaratriði trúariífsins í landinu að almcnningur taki virkan þátt f því frá blautu bamsbeini, m. ö. o. að bænrækni á heimilun- um og kirkjurækni sé endurvakin. Er það alvarlegt íhugunarefni fyrir alla foreldra og uppalendur, sem gera sér ljóst, hve miklu máli það skiptir að áhrif kristindómsins þurrkist ekki út úr þjóðlífinu og heiðnar lífsskoðanir og guðsaf- neitun komi í þeirra stað. Það bera allir ábyrgð á framtíðinni í þessum efnum eins og hver og einn ber ábyrgð á sínum börnum, en ekki prestarnir einir. Myndin er af setningu Kirkju- þingsins í Neskirkju, biskup ís- lands, herra Sigurbjörn Einarsson, stendur í kór og setur þingið. Kirkjuþing hefst Neðri myndin er af öðru kirkju- þingi, hinu mikla þingi Rómversk- Kaþólsku kirkjunnar, sem nú er haldið í Rómaborg. Þar sést Jó- hannes páfi 23. og nokkrir af æðstu mönnum Kaþólsku kirkjunn ar, sem komnir eru af fjarlægum löndum margir hverjir. Þetta þing hefir að sjálfsögðu ekki eins mikil bein áhrif á kirkjulíf á Islandi og Kirkjuþing Þjóðkirkjunnar í Nes- kirkju, þótt fámennt sé. Engu að síður er það von margra að Kirkju- þingið f Róm hafi bein og óbein áhrif innan gjörvallrar kristninnar í einingar og sameiningarátt, það á að vera hlutverk þess. Innan vébanda mótmælendakirkn anna í heiminum hefir þegar um alllangt árabil gætt sívaxandi skiln ings og viðleitni í þá átt að kirkju- deildir, sem hafa ólík sjónarmið að ýmsu leyti, taki höndum saman um varðveizlu þess, sem allir kristnir menn eiga sameiginlegt og dýrmætast. Alkirkjuráðið, sem hef- ir aðsetur í Genf, er Ijósasti og á- hrifaríkasti vottur þeirrar sam- vinnu. asta mark kvöldsins hjá Gylfa. Geir bætti síðan tveim mörkum við með hörkuskotum, 10:9. Jó- hann Gíslason skoraði síðan 11:9 rétt fyrir leikslok og tryggði \-ík- ingi sigur, sem með smáheppni hefði eins getað lent hjá „fallistun um“ úr 1. deildinni í fyrra. Beztu menn liðanna voru Sigurð ur Dagbjartsson, Gylfi Jónsson og Geir Hjartarson hjá Val, en Helgi markvörður, Pétur Bjarnason og Sigurður Hauksson hjá Víkíng. FRAM — ÁRMANN 12:10. Flestir höfðu búizt við heldur auðveldum sigri Evrópubikarliðs Fram yfir Ármenningunum, sem gerðu það heldur endasleppt í 2. deildinni í fyrra og urðu í 3. sæti eftir Þrótti og Haukum úr Hafnar- firði. Raunin varð hins vegar sú að Ármenningarnir höfðu yfirburði í fyrri hálfleiknum, en urðu að láta undan síga í hinum síðari fyrir krafti og hörku Framara. Bezti handknattleikur kvöldsins var þó framleiddur af Ármenningunum í hinum nýju og faiegu ljósbláu bún ingum. Ármenningar náðu forystu ! leiknum eftir að Framarar iðfðu ;ótt mikið og hart að marki beirrn. /ar hraði f leiknum mikill og ólík- ur hinum fyrri og þeim sem á eft- ir kom. Fram náði forystu elnu sinni f fyrri hálfleik, en það var þegar Guðjón skoraði 3:2 fyrir Fram, en bæði það mark og mark Karls Ben. sem jafnaði 2:2 voru hálfgerð klaufamörk. Markvörður Ármanns, Sveinbjörn Björnsson átti stórkostlegan leik og varði ó- trúlegustu skot og vörnin átti mjög góðan leik í fyrri hálfleik, en síðari hálfleikurinn afhjúpaði út haldsleysi Ármenninga en góða æfingu Fram, sem náði yfirhönd- inni í lokin eftir að Ármenningar j höfðu haft yfir 9:6, en Framarar skoruðu síðan sex mörk í röð og höfðu leikinn í hendi sér og unnu 12:10. ÞRÓTTUR — KR 11:10. Sigur nýliðanna í 1. deild undir- strikar svo sannarlega fyrir KR að fallið í 2. deild gín við liðinu ef ekki verður við gert. Stjörnur ’.iðs ins: Karl, Reynir og Heinz duga ekki lengur til að afla sigra Leik ur þessi var annars mjög illa leik- inn og greinilegt að hvorugt liðið er í nándar nærri nógu góðri æf- ingu. Sigurinn var einungis Grétari Guðmundssyni, elzta leikmaini liðsins að þakka. Reynsla hans og kunnátta vísaði honum alltaf á smugurnar í KR-vörninni og þann- ig skoraði hann 6 markanna fyrir lið sitt. Kr tók forystuna eftir fátækleg- ar tilraunir beggja liða að skora. Næsta mark var líka KR-ma.k. Grétar jafnar fyrir Þrótt og enn jafnar hann í 3:3 eftir að Reynir skoraði fyrir KR. Þróttur koinst síðan yfir og í hálfleik var stað- an 5:4 fyrir Þrótt. I síðari hálfleik komust Þróttarar upp í 10:6, en byrjuðu jafnframt að reyna ?.ð tefja leikinn, sem vel að merkja verður bráðlega bannað í nand- knattleik. Þessi leikaðferð reynd- ist vel fyrir KR, því hvað eítir annað komUst þeir inn í leik Þrótt- ar og skoruðu. Gerðist leikurinn allspennandi undir lokin og voru KR-ingarnir á góðri leið með að jafna, en Þróttarar sóttu ekki að marki KR. Það var aðeins heppni Þróttara að dómarinn, Gylfi Hjálm arsson flautaði af er leikar voru þeim í hag 11:10. Umsjónarfélög leikkvölda á Há- logalandi ættu að reyna að koma betra skipulagi á afgreiðslumál að- göngumiða en var fyrsta kvöldið, en þá varð fólk að standa úti í rigningunni og kuldanum alllengi áður en inn varð komizt. óvænt úrslit í gær I gærkveldi var Handknattleiks- mótinu haldið áfram að Háloga- landi og urðu úrslit sem hér segir: 2. flokkur kvenna: Víkingur — Fram 7 — 4. 2. flokkur kvenna: /irmann — K.R. 6-2. 2. flokkur kvenna: Valur — Þróttur 8 — 3. 3. fl. karla A riðill: K.R. — Valur 8 — 6. 3. fl. karla B riðill: Víkingur — I.R. 9-4. 2. fl. karla A riðlii: K.R. — Fram 6 — 5. 2. fl. karla A riðill: Valur — Í.R. 11-10. 2. fl. karla B riðill: Víkingur — Ármann 9 — 5. Úrslit í sumum flokkum komu mikið á óvart, t. d. sigur K.R. yfir Fram í 2. flokki, en á íslands- mótinu var lið Fram eitt það bezta en K.R. aftur í lélegra helmingnum en nú sigruðu þeir verðskuldað yf- ir liðinu, sem hefur 4 leikmenn er taka þátt 1 Evrópukeppninni. Framarar leggja sýnilega mikla á- herzlu á meistaraflokkinn í ár, því 2. flokkinn vantaði alla samæf- ingu. Þá kom verðskuldaður sigur K.R. í 3. flokki yfir íslandsmeist- urum Vals mikið á óvart, og mót- staða Í.R, á móti Val í 2. flokki vakti ekki síður undrun áhorf- enda í gær en þar var litli bróðir Gunnlaugs Hjálmarssonar, Gylfi, aðal driffjöðurin. Kep. Markhæstír Markahæstir 1 fyrstu leikjum Reykjavíkurmótsins: Ingólfur Óskarsson, Fram 8 Grétar Guðmundsson, Þrótti 6 Hörður Kristinss., Ármanni 5 Reynir Ólafsson, KR 5 Gei'r Kristjánsson, Val 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.