Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VlSIR . Mánudagur 22. október 1962.
ÍSLENZ
ÚR
fslendingur sem dvel-
ur fjarri fósturlandsins
ströndum hefir sent Vísi
bréf þar sem hann ræðir
um ýmis þau mál sem
efst eru á baugi hér
heima og blöðin hafa
gert að umtalsef ni. Birt-
ast hér nokkrir pistlar
hans, en auga hans er
glöggt og athugasemdir
hans oft athyglisverðar.
Við kirkjugarðinn í
Fossvogi
Gleðilegt var að lesa um
Kristsmynd Thorvaldsens í Foss
vogsgarði, og alla viðleitni til
þess að bæta þar og prýða.
En í sambandi við þetta dett-
ur mér aftur í hug — aftur og
enn — smámál sem ég reifaði
fyrir nokkrum árum. Ég benti
á hve leiðinleg og ótótleg spild-
an mjóa er, sem verður milli
kirkjugarðsins og mannvirkja
hans annars vegar og Hafnar-
fjarðarvegarins hins vegar,
sunnan 1 Öskjuhlíðinni. Sá í
sumar 3m leið að enn situr
þarna við sama, að mestu, þótt
bílastæði hafi verið gerð þarna
á bletti. Enda var það svo er
ég ræddi þetta hér um árið við
einn af forráðamönnum kirkju-
garðsins, að sá sagði stutt og
gott að þetta kæmi þeim ekk-
ert við.
En þetta er ekki satt og rétt
að fullu. Víst kemur það mann-
virkjum kirkjugarðsins við
hvernig þarna er umhorfs. Með
sáralitlum kostnaði mætti slétta
alla ræmuna milli vegar og
garðs, þannig að þarna kæmi
sléttur gróinn völlur eða —
og — bílastæði eftir þörfum.
Ekki þarf annað en að fjar-
lægja nokkuð af grjóti, sem
Reykjavíkurhöfn og fleiri aðilar
þurfa oft á að halda, og svo að
aka nokkru af mold og möl í
svæðið, og alltaf fellur meira
og minna til af slíku, sem þarf
að losna við.
Vill ekki Bálfararfélagið
taka þetta til athugunar. Sjá
ekki allir aðilar hve miklu
huggulegra og menningarlegra
verður að horfa frá þjóðvegin-
um heim að kirkjugarðinum, ef
hin umrædda ræma milli vegar
og garðs væri sléttuð og gerð
vel útlítanc . — Nú hefir verið
allmikið aðgert að græða og
fegra Öskjuhlíðina, vel sé
mönnum fyrir það, þótt hinu
sé ekki að leyna að það hefir
verið gert með ærnum kostn-
aði, og langt fram yfir það sem
vera þurfti, ef skynsamlega
hefði verið á haldið. — Takið
nú kirkjugarðsræmuna til með-
ferðar — með litlum kostnaði
og dálítilli fyrirhyggju, það er
öllum aðilum til sóma að laga
þar til.
Kristmynd Einars Jóns-
sonar í Skálholtskirkju
Les um það, að í ráði sé að
setja Kristsmynd Einars Jóns-
sonar í Skálholtskirkju, sem
altaristöflu. Gleðilegt væri það
og vel til fundið að hið mikla
listaverk snillingsins fengi
þann samastað. En ég varð
bæði undrandi og órór er ég
las það, að um leið væri í ráði
að breyta myndinni — laga
hana til, á þann hátt að stækka
hana og „útfæra í mosaik". —
Hvaða undur og ósköp eru hér
á seyði? Hver leyfir að slíkt sé
gert? Er myndin ekki nógu góð
eins og hún er, frá hendi meist-
arans? Mér er þessi hugsunar-
háttur óskiljanlegur. Er ekki
svo um fleiri sem áttu því láni
að fagna að kynnast Einari, auk
þess að kynnast verkum hans?
Var ekki nóg misgert £ Skál-
holti gagnvart listamanninum
Einari Jónssyni, þegar byggð
var hin illfræga hlaða og fjós
á hólnum þar sem Einar hafði
valið minnismerki sínu um Jón
Arason stað? Væri minnismerk-
inu nú komið upp og það stað-
sett þar sem Einar taldi það
bezt komið, myndi það standa
í höm undir hlöðuvegg á hinu
illa staðsetta búi Skálholts-
bónda. •— Nei, þar kemur vit-
anlega ekkert minnismerki úr
þessu, þar kemur vonandi
vænn votheysturn, svo að for-
ráðamenn Skálholts sjái betur
6g að fulluhvers konar aðfarir
það voru er gripahús og íbúðar-
hús bónda voru staðsett þar
sem þau eru, f stað þess að
flytja búið vestur á Gerði, eins
og bent var á að heppilegast
væri, og að öllu leyti betra
heldur en að efna til „Efri-
bæjar" í Skáholti, eins og gert
var, á svo hörmulegan hátt.
Þrengslavegur
— Austurvegur heitir aann
raunar lögum samkvæmt.
Sé í blaði rétt í þessu, að
senn sé komið vegasamband
alla leið um Svínahrauns-
brunna og Þrengslin og allt
suður yfir niður að Vindheim-
um í Ölfusi.
Fregnin hljóðar þannig: —
Aðeins vantar um 100 m spotta
til að endar mætist á austur-
brún Hellisheiðar". f sömu
andrá er talað um Þrengsla-
veg yfir Hellisheiði. Þrengsla-
vegurinn nýi yfir Hellisheiði er
nú rétt að vera samfelldur" —
o. s. frv.
Mér varð illa við er ég las
þetta. Einn ruglingurinn cnn,
þar sem Reykvíkingar brengla
nöfnum, og taka upp nýja
ranga nafnhætti til málskemmda
og í áttina frá þvl að
þekkja sitt land til þess að
þekkja það ekki ..— til van-
þekkingar. Hér geta blöðin ráð
ið miklu, jafnvel öllu, ef 'pau
gæta þess að nefna staði og
hluti réttum nöfnum. En þau
geta líka rutt nafnaruglingi og
vanþekkingu. braut, og fest hið
ranga í máli, ef þau skilja ekki
sitt hlutverk og skyldu, /drð-
andi málið og landið.
Þrengslavegur — hinn nýi
Austurvegur liggur alls ekki
um Hellisheiði. — Það er full
fjarstæða og missögn að *egja
slíkt, og komast svo að orði.
Þrengslavegur  iiggur  ekki  um
Hellisheiði fremur en Krísuvík-
urvegur eða Þingvallavegur, þó
að lega Þrengslavegar sé nær
Hellisheiði heldur en t. d.
Krísuvíkurvegar. Að ósi skal
á stemma. í öllum bænum blaða
menn.notið ekki þessa vitleysu
í skrifum, eyðið henni og not-
ið rétt og rökrétt nafn á hinum
nýja Austurvegi, eðlilegast tel
ég að nafnið - Þrengslavegur
festist í máli, en hitt þarf mönn
um einnig að vera Ijóst --
fyrst og fremst blaðamönnun
— að vegurinn liggur ekki um
Hellisheiði — alls ekki. Það
eru engir tveir lagðir vegir um
þá heiði.
¦ Á undanförnum árum og ára
tugum hafa Reykvíkingar gert
töluvert að því að brengla
nöfnum líkt því sem ég hér
hef nefnt. Mér finnst nauðsyn-
að vera á verði á móti slíku.
Það geta blaðamennirnir og
blöðin bezt gert. Án þess áó
lengja mál mitt um of get ég
nefnt tvö dæmi um slíkt nafna
brengl.
Leirvogsárvatn á Mosfellsheiði
nefna fjölmargir Reykvíkingar
Svanavatn, og ferðamenn, ó-
kunnugir á þessum slóðum, eru
farnir að taka þessa vitleysu
eftir. Þetta á auðsjóanlega rót
sína að rekja til þess að hús-
Hinn nýi Þrengslavegur.
kofi var byggður við Leirvogsár
vatn, við ósinn þar sem Leir-
vogsá fellur úr vatninu, og af
fordild og vöntun á rökvísi var
húsið nefnt Svanastaðir. Má
vera að ég geri þeim er að
nafngiftinní stóðu rangt til ekki
gat þá grunað að Reykvikingar
væru svo málhaltir að færa
svana-heitið yfir á vatnið.
Oft er talað um Bugðubrú
á Mosfellsheiðarvegi. Þetta tr
rangnefni, tilkomið eftir 1930
er vegurinn var lagður yí'ir
heiðina norðan Leirvogsárvatns


Engin brú er á ársprænunni
Bugðu sem fellur í vatnið frá
norðaustri Sunnan vegarins.
Þar sem mis-nefnd er Bugðu-
brú á veginum, heitir Rjiípna-
gil og Rjúpnalækur, hið rétta
nafn á brúnni er því Rjúpnagils
lækjarbrú eða heldur Rjúpna-
gilsbrú.
Fleiri dæmi lík mætti nefna,
en ég sleppi því.
Svo eru nöfnin sem týnast.
Nú hafa þeir reist minnismerki
í Kópavogi, en hve margir
Reykvíkingar þekkja nú 6r-
nefnið Skoímói — við Kópa-
vog?
Austri.
Læknisdómar alþýðu;Sknr$t|í|ieild.
er fróðleg bók
Á þessum síðustu tímum stór-
kostlegra sigra mannsins á flest-
um sviðum vísinda og tækni, gleym
ist það harla oft, að hin gamla
þekking, sem ekki er studd nein-
um vísindalegum rannsóknum, hef-
ur oft leyst með sínu lagi ýmsan
vanda, án þess að vísindin geti
þar bætt við eða aukið.
Þetta á við á mörgum sviðum,
læknislistarinnar sem ýmsum öðr-
um, og þekktur íslenzkur læknir
sagði til dæmis einu sinni frá því
í blaðagrein, að þegar hann hefði
verið ungur, og maður nokkur
fengið berklasár, hefði það ráð
verið tekið, að „skúm" var skafið
úr skoti á baðstofusúðinni og lagt
við sárið, er greri við svo búið.
Þar var um að ræða „penicillin"
þeirra tíma. Sitthvað fleira sýnir,
að það er gott, hvað gamlir kveða.
Bók nokkur, sem Prentsmiðja
Guðmundar Jóhannssonar hefur
gefið út nú í haust, rifjar þetta
meðal annars upp. Heitir bók þessi
„Læknisdómar .alþýðunnar" og er
eftir bandarískan lækni, D. C. Jar-
vis, sem starfandi hefur verið í
Vermont-fylki í norðausturhluta
Bandaríkjanna. Er þarna um að
ræða alþýðlegar leiðbeiningar á
sviði heilsufars manna og ýmis ráð
til viðhalds heilsunni, gildi ýmis
konar matartegunda, sem menn
leggja sér til munns og þar fram
eftir götunum. Geta má hér nokk-
urra kaflaheita, svo að menn geti
betur glöggvað sig á efni bókar-
innar: Þjóðareinkenni og alþýðu-
lækningar, Fyrsti heilsufarsmæli-
kvarðinn, Eðlisávísun æskunnar,
Kalíum og nýting þess, Hunang og
i hollusta þési, 'lollusta sjávargróð-
ursins, Joð og mikilvægi þess,
Læknisfræðileg rök alþýðuheilsu-
fræðinnar og svo framvegis.
Gissur Ó. Erlingsson hefur þýtt
bókina vel og samvizkusamlega,
enda er mikilvægt, að ekki sé kast-
að höndunum til slíkrar þýðingar,
því að ekki gildir um hana sömu
lögmál og til dæmis þegar um
skáldverk er að ræða, þar sem
þýðandi getur oft leyft sér dálítil
frávik, og slíkt er oft til bóta. Um
bókina segir þýðandi m. a. í for-
mála:
„... Mannleg mein eru nokkurn
veginn þau •ðmu hvar sem er —
með ýmsum undantekningum að
vísu, svo sem hitabeltissjúkdómum.
Kvef er eins á íslandi og Ástralíu,
gigtin hér sú sama og í Perú og
Pakistan. Það er því óhætt að
ganga tit frá því, að þessi bók
fjallar ekki um annað en það, sem
við þekkjum af eigin sjón og
reynd ... Þessi bók gefur mönnum
leiðbeiningar um mataræði og holl-
ustuhætti, og eru niðurstöður henn
ar hvarvetna studdar góðum rökum
og nákvæmum athugunum höfund-
arins. Ráðleggingar hennar eru svo
einfaldar og auðveldar til eftir-
breytni, að engum ætti að vera
vorkunn að hlíta þeim og sann-
prófa gildi þeirra á sjálfum sér.
Það er aðeins eitt, sem áherzla er
lögð á: að neyta matar, sem gerir
líkamann óhæfan bústað fyrir
sýkla ...".
Enginn .afi leikur á, að margir
munu haf? gaman af að lesa þann
fróðleik, sem bókin hefur að
geyma, og vafalaust munu margir
einnig hafa gagn af honum.
Um klukkan hálf þrjú-leytið á
föstudag varð slys í fyrirtækinu
Cudo-gler h.f. í Skúlagötu 6.
Starfsmenn fyrirtækisins voru að
taka rúðu út úr hillu, en misstu
hana svo að hún brotnaði og lentu
brot úr henni á hendi stúlku, sem
var þar að störfum, Ingu Ingimund-
ardóttur, D-götu í Blesugróf. Inga
hlaut allmikinn áverka á hendinni
Á föstudag klukkan rúm-
lega 5 varð drengur, Stefán R.
Bjarnason, Laugavegi 72, fyrir bif-
reið á Barónsstíg neðanverðum. —
Hann var fluttur í Slysavarðstof-
una, en mun ekki hafa meiðzt illa
Ekið á kindur
Það óhapp vildi til um hádegis-
bilið á föstudag að ekið var á tvær
kindur á Miklubraut. Þær limlest-
ust svo mjög við ákeyrsluna að
Ióga varð þeim báCm.
Það var jeppabirfeið, sem ekið
var á kindurnar, en þær munu hafa
hlaupið þvert í veg fyrir hana og
gat ökumaður ekki hemlað í tæka
tíð. Óhapp þetta vildi til gegnt
Háaleiti.
Lögreglunni var tilkynnt um slys
ið, fjarlægði hún kindurnar og til-
kynnti eigendum þeirra hvernig
komið var.
Heimdellingar
Þeim fækkai dögunum þan^-
að til dregið verður i Skyndi-
appdrætti Ojálfstæðisflokks
ns. Gerið því skil jem allr3
íyrst. Komið í skrifstofur Sjált
stæðisflokksins við Austurvöll.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16