Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						8
VÍSIB
VISIR . Mánudagur 22. október 1962.

Utgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri: AxeJ Thorsteinsson.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði.
I lausasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Æsifrétt eðo raunveruleiki?
í Morgunblaðinu í gær lætur einn af lyfjafræð-
ingum bæjarins hafa þetta eftir sér um deyfilyf jamálið:
„Málið hefir meira verið sett upp sem æsifréttir
en raunveruleikanum samkvæmt".
Vísir og Alþýðubláðið hafa undanfarið bent á þá
hættu, sem staf ar af aukinni ólöglegri dreif ingu á væg-
ari nautnaryfjum, einkum meðal yngra fólksins í
Reykjavík. Þau skrif telur lyfjafræðingurinn ekki
„raunveruleikanum samkvæmt". Og dagblaðið Tíminn
segir í gær að hér sé um lítið annað að ræða en „venju-
legar slúðursögur".
Hvað er hæft í þessum fullyrðingum?
Yfirlæknir Slysavarðstofunnar lýsti því yfir í vik-
unni að hann teldi að óhugnanlega margir neyttu deyfi
lyfja hér í bæ og ekki væri hægt að nefna málið ann-
að en þjóðfélagsvandamál.
Yfirmaður rannsóknarlögreglunnar hefir Iýst því
yfir að það færi vaxandi með hverju ári að menn neyti
þessara nautnalyfja, jafnvel unglingar undir tvítugs-
aldri, og sé þróun þessara mála geigvænleg. Þráfald-
lega hafi bifreiðastjórar verið handteknir undir áhrif-
um þessara lyfja.
Formaður Læknafélagsins bar fram ákveðnar
tillögur hér í blaðinu, sem væru til þess fallnar að
stemma stigu við vaxandi notkun deyfilyfja.
Vísir telur að þessir menn séu allir dómbærari
á það hvað er raunveruleikanum samkvæmt í þessu
efni en lyfjafræðingarnir, sem fást við sölu nautna-
lyfjanna. Því miður er ekki unnt að afgreiða málið
með því einu að nefna það „slúðursögur". Aukin ólög-
leg sala og neyzla nautnalyfja er alvörumál, sem krefst
róttækra aðgerða réttra yfirvalda og, eins og komið
hef ir f ram hér í blaðinu, þá er þeim aðilum sem um mál
ið ber að fjalla ljóst í hvaða vanda hefir verið stefnt.
Rannsókn sú, sem Saksóknari rikisins hefir fyrirskip-
að í nautnalyf jamálinu mun væntanlega leiða það enn
betur í ljós. Og það er hlutverk blaðanna að skýra frá
staðreyndum og áliti þeirra manna, sem gerst mega
um þessi mál vita, í stað þess að þegja.
Formaður lyf jafræðinga segir á prenti í gær: „Það
getur verið hættulegt að blása svona mál upp, því
það vill vekja áhuga á efninu''.
Hér er Vísir lyfjafræðingnum ósammála. Það þarf
einmitt „að vekja áhuga á efninu". Hættan liggur ekki
í fyrirsögnum blaðanna heldur í þögninni.
Æsku þessarar borgar er lítill greiði ger með at-
ferli þeirra manna og málgagna, sem reyna að sann-
færa lesendur sína um að hér sé allt með felldu. Að-
eins éitt orð er til yfir slíkt hátterni: ábyrgðarleysi.
ÞEGAR
LSNCOLN
GAF
ÞRÆLUN-
UM FREL5I
Lincoln  undirritar boðskapinn um, að þrælunum
sé veitt  i'relsi, í viðurvist nokkurra ráðherra sinna.
Þann 22. september síðastlið-
inn voru liðin 100 ár frá þvi að
ástsælasti forseti Bandaríkj-
anna, Abraham Lincoln, gaf
þrælunum frelsi með tilskipun,
sem hann gaf út, meðan á borg
arastyrjöldinni ægilegu stóð.
-x
Abraham Lincoln var fæddur
f fylkinu Kentucky, þar sem
þrælahald tíðkaðist, og þótt
hann myndi ekki mikið frá æsku
sinni, sagði hann svo frá í sjálfs
ævisögu, sem út kom 1860, að
faðir hans, efnalítill maður,
hefði flutzt frá Kentucky yfir
Ohio-fljót til hins frjálsa fylkis
Indíana — „sumpart vegna
þrælahaldsins í Kentucky".
Sem ungur maður í Indiana
og Illinois hafði Lincoln ekki
aðeins lesið og heyrt um þræla-
haldið, en hann hafði einnig séð
það í framkvæmd. Hann hafði
tvívegis farið niður eftir Missis-
sippi-fljóti til New Orleans, og
þar hafði honum gefizt tækifæri
til að sjá þrælahaldið, þar sem
það var að allra dómi verst.
Fyrstu mótmælin
árið 1837.
Þegar Lincoln hafði verið kjör
inn á fylkisþing í Illinois, lagði
hann fram tillögu til þingsálykt
unar um að þingheimur and-
mælti þrælahaldinu, sem hann
taldi byggjast á „stórlega rangri
og óskynsamlegri stjórnar-
stefnu". Það var fyrsta opinbera
fordæming hans á fornum hátt-
um, sem fluttir höfðu verið frá
hinum gamla heimi til nýlendna
Englendinga í nýja heiminum
um það bil 200 árum áður.
Síðan var þrælahaldið orðið
einn af máttarstólpum hins
bandaríska þjóðfélags. Menn
sættu sig við það í helmingi
fylkjanna, það var meira að
segja viðurkennt í stjórnar-
skránni, og órjúfandi tengt kyn-
þáttavandamálinu, því að þræl-
arnir voru allir svertingjar.
Þótt Lincoln væri aðeins 28
ára gamall, er hann lagði fram
tillögu sína 1837, var honum
þetta allt Ijóst. Tillaga hans
náði ekki aðeins til fordæming-
ar & þrælahaldinu, heldur  og
Hermaður frá Norðurríkjunum hefir barið að dyrum og gengið
inn í svertingjakofa til að lesa boðskap Lincolns um, að þrælun-
um sé veitt frelsi. Myn þessi er eftir gamalli stungu, sem geymd
er í bókasafni þjóðþingsins í Washington.
þeirri kenningu, sem komnar
voru frá andstæðingum þess,
því að ekki var tekið tillit til
þess i kenningum þessum,
hversu flókið vandamálð var og
hverjar afleiðingar það mundi
hafa í för með sér, ef þrælahald
ið væri afnumið. Lincoln Ieit svo
á, að ef þrælunum væri veitt
frelsi skyndilega, mundi það
frekar auka en draga úr illum
afleiðingum þrælahaldsins.
„Ég bít á vörina ..."
En hann var andvígur þræla-
haldinu, hvar sem hann komst
í snertingu við það, og sönnun
þess, hve mjög það lá honum á
hjarta, er að finna í bréfi frá
honum til náins vinar f Ken-
tucky:
„Ég viðurkenni, að ég hef and
styggð á að sjá, hvernig þessir
vesalingar eru eltir, handsamað
ir og þvingaðir til ómannúðlegs
strits, en bít á vörina og segi
ekkert. Árið 1841 fórum við
saman á gufuskipi frá Louisville
til St. Louis. Þú manst væntan-
lega eins og ég, að & skipinu
voru 10—12 þrælar, hlekkjaðir
saman með járnhlekkjum. Sú
sýn kvaldi mig án afláts, og ég
sé eitthvað í líkingu við hana
í hvert skipti sem ég er í Ohio
eða einhverju hinna þrælafylkj-
anna. Ég verð alltaf vansæll af
því".
En þegar bréf þetta var ritað,
24. ágúst 1855,, var Lincoln
hættur að bíta á vörina og
þegja. Hann hafði sett skoðanir
sínar fram opinberlega.
Þrælahaldið
breiðist út.
Tilefnið var samþykkt þjóð-
þingsins á lögum, sem höfðu
mikil áhrif hvarvetna í landinu
og vöktu mikla gremju og and-
úð Lincolns og hundraða ann-
arra manna. Þetta voru hin al-
ræmdu Kansas- Nebraska-lög,
sem opnuðu stóran hluta Louis
iana-svæðisins (er var eiginlega
allur Mississippi-dalurinn), er
Bandaríkin höfðu keypt af
Framh. á 10. síðu.
I"
) i
] j | (i.ffitVj }¦*<'' < •'' i •'•' rt t t t i\ I [•'flt'.fi l i '' )<\ \ l''í')';i"í í' l'| ji'ri i \ | \ y 1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16