Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						
10
VISIR . Mánudagur 22. október 1962.
LINCOLN —
Framhald af bls. 8.
Napoleon mikla árið 1803, fyrir
þrælahaldinu.
Að kvöldi 16. október 1854
hélt Lincoln ræðu á fjölmenn-
um fundi geg'n lögum þessum í
borginni Peoria í Illinois. Ræðan
varð einn af hátindum ferils
hans, og hún sýndi almenningi,
að nýr Lincoln var kominn til
sögunnar. Hann talaði af mikilli
alvöru og gerði í fyrsta skipti
fullkomna grein fyrir afstöðu
sinni til þrælahaldsins. Hann
hafði aldrei haldið ræðu, þar
sem eins greinilega kom fram,
hve mál þetta var honum hjart-
fólgið.
Upp frá þessum degi og þar
til hann varð forseti 1861, hélt
Lincoln margar ræður um þræla
haldið. í hinu fræga kosninga-
einvlgi hans og Stephens O.
Douglas um sæti í öldun^adeild
inni árið 1858, fluttu þeb meira
en 100 ræður hvor. Afstaða
Lincolns var þessi í aðalatrið-
um:
Þrælahald siðferðilega
rangt.
Þrælahald er siðferðilega
rangt og móðgun við æðstu hug
sjónir Bandaríkjanna, eins og
þær koma fram 1 Frelsisyfirlýs-
ingunni. En þrælahaldið, sem
þegar var til, er hið nýja ríki
var stofnað, varð að hljóta við-
urkenningu f stjórnarskránni.
Þrælahaldararnir höfðu þess
vegna nokkur réttindi sam-
kvæmt stjórnarskránni, að þvl
er þrælana snerti, og þjóðþingið
hafði enga heimild til að skipta
sér af þrælahaldinu fylkjum
þeim, þar sem það var stundað:
En þjóðþingið hafði heimild og
því bar skylda til að girða fyrir
útbreiðslu þrælahaldsins og með
þvl að halda því innan vissra
takmarka, mátti vænta þess að
þvf yrði útrýmt um síðir.
Þetta var meginatriði í augum
Lincolns — að girt yrði fyrir
frekari útbreiðslu þrælahaldsins
og unnið væri að því að uppræta
það smám saman.
En hvernig átti að vera unnt
að uppræta það? Hvernig átti
að vera hægt að veita þrælun-
um frelsi? Lincoln vissi ekki
sjálfur á þessum árum, hvernig
ieysa átti þann vanda. Hann
taldi, að nýlendustofnun í
Líberíu gæti verið lausn að nafn
inu til, en hún mundi ekki verða
framkvæmanleg. Kerfisbundin
lausn þrælanna, sem látnir
yrðu lausir stig af stigi, væri ef
til vill bezta úrræðið, en hann
taldi ekki niikla von til þess, að
þrælaeigendur mundu af frjáls-
um vilja vilja sleppa tangarhaldi
á þrælum sínum. „Þetta vanda-
mál er mér ofviða. Megi guð í
miskunn sinni veita okkur lausn
þess", skrifaði Lincoln árið
1855.
Vandamálið
var erfitt.
Alla tíð, meðan Lincoln
glímdi við þennan vanda, gerði
hann sér grein fyrir þeim mörgu
erfiðu úrlausnarefnum, sem við
mundi að fást, ef svertingjunum
væri skyndilega veitt frelsi og
væri varpað út í bandaríska
þjóðfélagið sem frjálsum mönn-
um. Hann vissi nefnilega mæta
vel, að bæði i Suður- og Norður
ríkjunum var mikili fjöldi
manna, sem voru ekki fúsir til
að viðurkenna jafnrétti kynþátt-
anna — hvað þá að framkvæma
það í daglegu Iífi — þótt þeir
væru £ sjálfu sér andvígir þræla
haldinu.
Lincoln barðist ekki sjálfur
fyrir algeru jafnrétti kynþátt-
anna, eins og menn líta á það
atriði nú á dögum, en það var
ósveigjanleg skoðun hans, að all
ir menn ættu að hafa sömu
möguleika til að bjarga sér, hver
sem hörúndslitur þeirra væri.
Það væri skýlaus réttur allra
manna, sem ekki yrði frá þeim
tekinn. Hann komst hvað eftir
annað svo að orði um þetta at-
riði: „Svertinginn á að hafa jafn
an rétt hverjum öðrum manni,
hvltum eða svörtum, til að
neyta þess brauðs, sem hann hef
ir unnið sér inn með höndum
sínum".
Borgarastríð
brýzt út.
Þegar borgarastyrjöldin brauzt
út tæpum tveim mánuðum eftir
að Lincoln hafði verið kjörinn
forsqti, var um að tefla einingu
ríkisins og útbreiðslu og eflingu
undirstöðuatriða lýðræðisstjórn-
ar. En borgarastyrjöldin snerist
einnig um þrælahaldið, því að
það var helzti ásteytingarsteinn
inn, sem hafði orsakað styrjöld-
ina. Eftir þvl sem æ fleiri fylki
í norðurhluta landsins — Norð-
urríkin — veittu því stuðning,
að þrælum skyldi veitt frelsi,
helgaði Lincoln sig þessu máli
af æ meiri áhuga, því að hann
óskaði einnig, að allir menn
væru frjálsir. Svo fór, að þetta
atriði varð honum mikilvægara
en nokkurt annað.
Lincoln vonaði, að unnt
mundi verða að..:veita iþrælunum
frelsi smám saman. Fjann beitti
sér fyrir því; áð stjórnin í Wash
ington bætti tjón þrælaeigenda í
þeim fylkjum, sem vildu fallast
á slíka áætlun, og hvatti leið-
toga þeirra þrælafylkja, sem
sneru ekki baki við stjórninni,
til að hegða sér í samræmi við
þetta. Jafnframt lagði hann til,
að stjórnarskránni yrði breytt I
samræmi við þetta. Lincoln hug
leiddi jafnvel möguleikann á
stofnun nýlendu og gerði ráð-
stafanir til, að athugaðir yrðu
möguleikar á að framkvæma
slika fyrirætlan, svo og til að
vekja áhuga leiðtoga svertingja
fyrir máli þessu.
Þrælunum
veitt frelsi.
Snemma sumars 1862 ákvað
Lincoln að láta til skara skrlða,
þegar tíminn væri hentúgur til
þess. Það varð I september á
sama ári, þegar Suðurríkjaher-
inn var neyddur til undanhalds
eftir blóðuga orustu við Antie-
tam í Maryland-fylki. Þann 22.
september gaf Lincoln út bráða
birgðaboðskap um að þrælunum
væri veitt frelsi, og honum var
svo fylgt eftir með endanlegri
tilskipun um sama efni, sem gef
in var út skömmu síðar eða 1.
janúar 1863.
Lincoln sté þetta afdrifarika
skref, sem snerti næstum fjórar
milljónir svertingjaþræla, i
krafti þess valds, sem honum
var veitt sem æðsta yfirmanni
hers og flota. Slíkt skref var
aðeins hægt að réttlæta sem
hernaðarráðstöfun, sem gerð
væri til að draga mátt úr fjand-
manninum og stuðla að einingu
ríkisins, því að stjórnarskrá
Bandaríkjanna heimilaði ekki
forsetanum að gera þetta.
Söguleg
tilskipun.
Boðskapur Lincolns og tilskip
un var í samræmi við skoðanir
hans, en Lincoln vildi gera öll-
um mðnnum Ijóst, að hann hefði
enga heimild til að rökstyðja
opinberar athafnir sínar með
persónulegum tilfinningum sín-
um. Hann komst svo að orði 4.
apríl 1863:
„Ég er í eðli mínu á móti
þrælahaldinu. Ef það er ekki
ranglæti, er ekkert ranglæti til.
Ég man ekki, hvenær ég var
ekki þeirrar skoðunar. Samt hefi
ég aldrei talið að forsetavaldið
gæfi mér ótakmarkaðan rétt til
opinberra áthafna á grundvelli
þessarar skoðunar minnar".
Þótt boðskapurinn veitti ekki
öllum þrælum frelsi samstund-
is, þar sem hann náði aðeins til
þeirra svæða, þar sem uppreisn
geysaði, var hann einn af hátind
um borgarastyrjaldarinnar. —
Lincoln taldi hann mikilvægustu
stjórnarathöfn sína og mikilvæg
asta atburð 19. aldar. Hann olli
aldahvörfum í framförum mann-
kindarinnar og varð upphafið á
endalokum þrælahaldsins í
Bandaríkjunum. Hann breytti
öllu eðli styrjaldarinnar og gerði
hana að miklu leyti að krossför
í þágu frelsisins, og hann veitti
þeim von og uppörvun, sem
báru fyrir brjósti frelsi manna
hvarvetna í heiminum.
En starfið í þágu frelsisins
var ekki" á enda með boðskap
þessum. Næsta rökrétta skrefið
var að skrá frelsi þetta í stjórn
arskrá landsins. Það gerðist 18.
desember 1865, þegar samþykkt
var 13. breytingartillagan við
stjórnarskrána, þar sem segir,
að „hvorki þrælahald né ófrjáls
þjónusta skuli látin viðgangast
í Bandaríkjunum, nema sem refs
ing fyrir afbrot".
Bækur —
Framhald af bls. 9.
Sögufélagsins, sem flytur að þessu
sinni þetta efni meðal annars: Álits
skjal C. E. Bardenfleths um stjórn
Islands 1849, Upphaf kröfunnar um
þingræði á íslandi eftir Odd Didrik-
sen, Um tygilstyrkinn í íslenzkum
heimildum eftir próf. Magnús Má
Lárusson, Bréf Magnúsar Gizurar-
sonar Skálholtsbiskups í Niðarósi
1232 um tygilsstyrk, Fornubúðir
eftir Gísla Sigurðsson, Athugasemd
um Arons sögu eftir Hermann Páls
son, Þróun í húsaskipun Islendinga
að fornu, eftir Nönnu Ólafsdóttur,
Trú á hrjósturvídd og útilegumenn
eftir Björn Sigfússon og sitthvað
fleira. Sumum greinanna fylgir
stuttur útdráttur á ensku eða
þýzku.
Ritstjórar Sögu eru Björn Sig-
fússon og Björn Þorsteinsson, en
bækurnar eru allar prentaðar í ísa-
foldarprentsmiðju.
4
dagar eru eftir þar til
dregið verður í Skyndi-
happdrætti Sjálfstæðis-
flokksins. Notið einstakt
tækifæri. Drætti verður
ekki frestað.
Fiskileit —
Framhaid af bls. 9
fullkomnari leitartækjum en hag
kvæmt er að hafa á veiðiskip-
um, hægt er að hagnýta þekk-
ingu fiskifræðinga með góðum
árangri og áhafnir skipanna fá
mikla þjálfun í að fylgjast með
fiskigöngum.
Um þorskveiðarnar er það að
segja, að það er varla til ennþá
vísir að verkaskiptingu. samsvar
andi þeirri, sem lýst hefur verið
hér að framan. Að vísu hafa
verið gerð út skip til að leita
nýrra fiskimiða, en sú útgerð
hefur verið stopul og staðið að-
eins skamma hríð í einu. Eng-
inn vafi er á því, að sú tak-
markaða leit, sem gerð hefur
verið, hefur gefið margfaldan
hagnað. Þannig hafa í leitar-
ferðunum fundizt auðug fiski-
mið bæði við Grænland og Ný-
fundnaland, sem togararnir hafa
ausið af síðan, þó úrtök hafi að
vfsu orðið.
Það er tæplega efamál, að
verkaskiptingin á þorskveiðun-
um milli leitarskipa og veiði-
skipa, mundi auka aflamagnið
til muna, alveg eins og sildar-
aflann. Þetta á ekki sízt við um
veiðar togaranna, en mikið af'
tfma þeirra fer í leit að fiskin-
um, bæði hér við land og á
fjarlægum miðum. Stöðug út-
gerð eins togara til fiskileitar
er fyrirtæki, sem telja má víst
að gæfi margfaldan hagnað í
þjóðarbúið. E. L v. yrði útkom-
an bezt með því að gera út 4
af ca. 45 togurum eingöngu til
fiskileitar, og væru tveir á f jar-
lægum miðum og tveir á heima-
miðum. En réttara mun að
byrja með einn og sjá hvað set-
ur.  u i      ••-.  !¦;.  ¦  ¦¦¦¦>.
Það, sem einkum veldur því,
hvað verkaskipting milli skip-
anna er skammt á veg komin,
mun ekki vera vantrú á gildi
hennar, heldur miklu fremur tog
streita um, .íver eigi að bera
kostnaðinn af útgerð leitarskip
anna. Að vlsu er undarlegt, ef
svo er. Ríkissjóður mun stór-
græða á síldarleitinni í sumar,
þó að hann greiði allan kostnað
við hana, þar sem kostnaðurinn
kemur margfaldur aftur sem
hækkun á skatt- og tolltekjum
í kjölfar meiri veiði. Útgerðar-
menn hefðu grætt á síldarleit-
inni, þó að þeir hefðu orðið að
skipta kostnaðinum á milli sín,
og sama er að segja um sjó-
menn. Hér.fór vel, þar sem rík-
issjóður var svo hagsýnn að
kosta leitina, þó líklega hefði
mátt gera betur.
Útgerð togara til fiskileitar er
dýrari en síldarleitin, og því vex
mönnum sú útgerð meira í aug-
um. Það mun þó vera eins um
þessa útgerð og sildarleitina, að
fleiri en einn aðili mundi hafa
af henni mikinn hagnað, þó að
hann bæri allan kostnað, eða a.
m. k. ríkissjóður og útgerðarfé-
lög togaranna. Hagsmunir rík-
issjóðs liggja hér ekki eingöngu
í auknum skatt- og tolltekjum,
heldur einnig í því að losna við
að greiða skuldir togaranna, en
slíkar greiðslur hafa numið
milljónatugum á undanförnum
árum, einkum eftir að togaraút-
gerðin varð að taka á sig skakka
föll af útfærslu landhelginnar.
En af einhverjum ástæðum
veigra báðir aðilar sér við kostn
aðinum og ætlast sennilega hvór
um sig til þess, að hinn hafi
forgöngu í málinu og kosti leit-
ina.
Þetta er mál, sem þetta Al-
þingi þyrfti að láta til sín taka
og finna lausn á. Sparsemi get-
ur stundum verið dýr, og mun
hér vera gott dæmi um það.
Jón E. Þorláksson.
^lfeií énorins -
¦fiKsrnJia.V W Ms. c
„Hvað át£ú við?"
„Þetta á skylt við tWuasinjsf^
en láttu það ekki fara lengra'\
segir Gógó og er nú prakkaraleg-
aur í framan eins og svo oft á
„vellinum" í keppni.
„Knattspyrna er list samkvæmt
þessu —¦ ekki svo?"
„List eða ekki list — hún
reynir á meira en skrokkinn —
hún er spurning um að nýta þetta
fína, sem menn fara dult með".
\^IÐ DRUKKUM export-kaffið
með ólund og horfðum út
um gluggann á hótelinu niður á
Kaupangstorgið og á kaupfélags-
bygginguna og þaðan á Verzlun-
ina Hamborg og gömlu Gud-
manr. Jndlun á horninu á Hafn-
arstræti og Kaupangsstræti. Þeir
voru að Ioka búðunum.
„Fluttistu ekki suður fyrir fá-
um árum?"
„Ég skrapp þangað til tveggja
ára dvalar, ég er bólstrari eins
og þú veizt, vann hjá Öndvegi í
Rvík ........ Það var aldrei mein-
ingin hjá mér að yfirgefa Akur-
eyri".
Ragnar lék með Hafnfirðingum,
þegar hann var fyrir sunnan, og
ekki er til sá knattspyrnumaður
og kattspymu-unnandi á Suður-
nesjum, sem kannast ekki við
nafn hans. „Hann er úrvals-
knattspyrnumaður", sagði knatt-
spyrnu-gagmýnir, sem tekið er
tillit til í Reykjavík. „Þeir fara
fáir í skóna hans", bætti hann
við. „Hann var alltaf 1 góðu
formi — hann er þannig gerður
þrátt fyrir allt", sagði annar fót-
boltakönnuður hér. í viðtali var
Stanley Matthews,,. þrezka knatt-
spyrnustjarnan, eitt sinn sppurð-
ur að því, hvað væri knattspyrnu
manni nauðsynlegast gegnum
allt harkið. „100% táp og
hreysti", svaraði Stanley.
„TVOTARÐU eða notaðirðu legg-
11 hlífar?"
„Hætti þvi snemma", sagði
Gógó, „þær eru klossaðar og
bara til trafala".
„Aldrei fengið spark?"
„Slapp alveg við það — hef
aldrei  meiðzt".
„Segðu mér — hvernig voru
viðbrögð þín fyrir keppni?"
„Leikgleði mætti kannski kalla
það — kannski svolítið spenntur
fyrst þegar á völlinn kom, en það
lagaðist strax og farið var að
spila".
„Ekkert hugsað um áhorfend-
ur?"
„Ekki minnsta, náttúrlega geta
þeir létt undir — mikið lifandi".
„Og þegar hallaði á þitt lið í
leiknum — hafði það áhrif á
þig?"
„Maður hugsaði aðeins um að
komast áfram með boltann, með-
an flautan stöðvaði ekki".
„Hefurðu verið dæmdur úr
leik?"
„Ég hef fengið áminningu, en
ekki verið rekinn af velli".
„Þegar þú skoraðir mark —
vissirðu það fyrirfram?"
„Ég fann það vanalega á mér,
ef það var banaskot", sagði hann.
-  s t g r.
Óðins-félagar
Skorað er á Óðins-félaga að
gera skil sem allra fyrst i Skyndi
liappdrætti Siálfstæðisflokksins.
Hægt er að gera upp í skrif-
itoíum álfstaíisflokksins við
Austurvöll.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16