Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VISIR
Mánudagur 22. október 1962.
Gabbæði viröist hafa gripið
um sig hér í Reykjavík i sam-
bandi við slökkviliðsvaðningar.
Um síðustu helgi var slökkvi-
liðið kvatt út hvorki meira né
minna en fjórum sinnum alger-
ega að tilefnislausu og voru í
öll skiptin brunaboðar brotnir.
Slökkviliðið hefur tjáð Vísi
að einn brunaboðinn í bænum
hafi öðrum fremur orðið fyrir
Framh. á bls. 5.
Próf. Einar Ól. Sveinsson.
SKYNDIHAPPDRÆTTI
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
ER AÐ LJÚKA. Sala hefur
verið í fullum gangi. Meðlim-
ir Sjálfstæðisfélaganna hafa
fengið senda miða. Er nú skor
að á þá að gera skil sem allra
fyrst því að drætti verður
ekki frestað. Tækifærið til að
eignast spánýja Volkswagen-
bifreið fyrir lítinn pening hef-
ur aldrei verið stærra. KOM-
IÐ 1 SKRIFSTOFU SJÁLF-
STÆÐISFLOKKSIN OG GER
IÐ SKIL, HIÐ ALLRA
FYRSTA.
Tvö innbrof
Innbrot var /tframið í skrifstofu
Olíufélagsins, Klapparstíg 25 að-
faranótt sunnudagsins.
Þaðan var stolið bæði vindlum
og vindlingum og ennfremur
brúnni skjalamöppu með einhverju
af skjölum, en engum peningum og
engum þeim verðmætum sem
þjófnum geta að gagni komið.
Nokkur spjöll voru unnin á skrif-
stofunum.
í nótt var brotizt inn í kaffi-
stofuna Skeifuna við Ægisgarð, og
þaðan stolið einhverju magni af
tóbaksvörum.
Fullt skólastarf hafíð
Á laugardaginn hófst kennsla
í 1., 2. og 3. bekk Kennara-
skóla íslands í hinu nýja hús-
næði skólans við Stakkahlíð.
Er skólinn þar með tekinn að
fullu til starfa, en fyrr í mán-
uðinum hófst kennsla í 4.
bekk og stúdentadeild skól-
ans. Fer nú öll kennsla fram
í hinu nýja húsi að undan-
tekinni kennslu í handavinnu,
Frh. á bls. 5.
Miklar vegaskemmdir vegna úrkomu:
Vestfjarðavegur illa larinn
í stóirigningum sem urðu
á Vestf jörðum og Norður-
Hlýtur meðmæli
dðmnefndarinnar
Dómnefnd sú, sem skipuð var
til að sken úr um hæfni umsækj-
enda um embætti forstöðumanns
Handritastofnunar íslands, hefur
nú skilað áliti. Var niðurstaða
nefndarinnar á þá leið, að allir um-
sækjendur væru hæfir til starfsins,
en þeir eru próf. Einar Ól. Sveins-
soh, dr. Jakob Benediktsson, Jón-
as Kristjánsson og Ólafur Hall-
dórsson. Mælíi dómnefndin með
þvf, að próf. Einari Ól. Sveinssyni
yrði veitt starfið. Dómnefndin var
skipuð þessum mönnum: Próf.
Guðna Jónssyni frá Heimspekid.
H. Iij sem jafnframt var formaður
Tveggja bíla
leitað
Tvcímur bílum var stolið, öðrum
héðárj úr Reykjavík, hinum frá
Keflavikurflugvelli um helgina og
voru báðir ófundnir í morgun þegar
síðast fréttist.
Á laugardag var Volkswagen-
bifreið G 2673 stolið frá Keflavík-
urflugvelli og er enn ófundin.
Þetta er ljósblá Volkswagenbifreið,
gerð '62.
1 nótt var Chevroletbifreið R
11530 stolið frá Njarðargötu 39
hér í Reykjavík.
Þeir sem kynnu að hafa orðið
varir þessara tveggja bifreiða eru
vinsamlegast beðnir að gera lög-
leglunni aðvart.
nefndarinnar, próf. Halldór Hall-
dórssyni frá háskólaráði og próf.
Sigurði Nordal skipuðum af
Menntamálaráðuneytinu.
Pegar dómnefndin hefur nú skil-
að áliti sínu, má búast við, að emb-
ættið verði veitt innan skamms.
Auk forstöðumannsins er gert ráð
fyrir, að við Handritastofnun ís-
lands starfi 2 aðstoðarmenn hans,
sem hafi fullt og fast starf við
stofnunina. Þar að auki er gert ráð
fyrir, að við stofnunina starfi
styrkþegar um nokkurt skeið í
Framh. á bls. 5.
landi í lok síðustu viku
hafa orðið miklar vega-
skemmdir. Langmestar
hafa skemmdirnar orðið í
Barðastrandasýslu og einn
ig nokkuð í Vestur ísaf jarð
arsýslu.
Norðurá í Borgarfirði
f læddi yf ir veginn í gær, en
hefur nú sjatnað. Þá fór
Grjótá í Svínadal upp af
Leirársveit úr farvegi og
brauzt í gegnum veginn.
Fréttaritari Vísis á Akureyri
segir, að Öxnadalsá muni hafa
brotið skarð í þjóðveginn milli k.
6 og 9 £ gærmorgun við norður-
enda nýju brúarinnar. Nóttina áð-
ur hafði stórrigning verið í Öxna-
dal og óvenjuleg hlýindi. HIjóp
af þeim sökum mikill vöxtur í ána.
Bllstjóri, sem leið átti suður
öxnadal um 9 leytið varð fyrstur
var við skemmdirnar. Hins vegar
er  vitað  um  vegfarendur sem
þarna fóru um kl. 6 og urðu ekki
varir við neitt óvenjulegt.
Skarðið bak við brúarstöpulinn
er um 8 metrar þar sem það er
breiðast, en nær þó ekki í gegnum
veginn heldur stendur vesturbrún
in mikið til óskemmd.
Brú þessi var byggð 1960 og
stendur gamla brúin um 100 metr-
um neðar og hefur verið hægt að
notast við hana.
Það verður að teljast mikið lán
að slys skyldi ekki hljótast af þess
um skemmdum, því að þær sjást
ekki fyrr en komið er alveg nð
þeim, en vegurinn þarna er beinn
og góður og brúin breið svo aS-
staða er öll góð fyrir greiðan akst-
ur.
Vegaskemmdirnar á Vestfiör'3-
um um helgina hafa orðið mjög
miklar, þó þær séu ekki miklar á
hverjum stað. Vegamálastjómin
hefir verið að fá fregnir af þessum
skemmdum en þó eru ekki öll kurl
komin til grafar, en skemmdirnar
eru á fjölmörgum stöðum á aiiri
Vestfjarðaleiðinni, og ekki ólfklegt
að hér sé um  hundruð  þúsunda
Framhald á bls. 5
Prestur  Norðfirðinga
Sr. Árni Sigurðsson prestur á
Hofsósi var kjörinn prestur á Norð-
firði með miklum atkvæðayfirburð-
um. Prestskosning þar fór fram 14.
október, en í morgun voru atkvæð-
in talin í skrifstofu biskups.
Á  kjörskrá  voru  894 en 613
Stendi'f bandarísk innrás
á KÚBU fyrir dyruml
7
Sterkur orðrómur hefur kom-
ið upp um það í Bandaríkjun-
um, að bandarisk innrás á Kúbu
standi fyrir dyrum. Styðst þetta
við fréttir um að mikill herafli
sé nú kominn saman á Flórida
og flotadeildirnar á Karibahafi
hafi verið efldar mjög að und-
anförnu.
Vegna þessa orðróms hefur
bandaríska hermálaráðuneytið
gefið út tilkynningu um að
þessi orðrómur sé úr lausu lofti
gripinn. Segir ráðuneytið í til-
kynningunni, að það sé að vísu
rétt, að miklu herliði, flota og
flugliði hafi verið safnað sam-
an við Karibahaf, en að þessi
liðssamdráttur standi einungis
í sambandi við miklar her- og
flotaæfingar, sem eru að hefjast
þarna. Upplýsir ráðuneytið, að
20 þúsund hermenn, 40 herskip
og öflugt fluglið taki þátt í æf-
ingunum. Heræfingar þessar
fara aðallega fram í kringum
eyju eina skammt frá Puerto
Rico.
. Orðrómurinn um að innrás
Framh  á 5. siðu.
greiddu atkvæði. Atkvæðin féllu
þannig, að sr. Árni fékk 422 at-
kvæði, Sigurjón Einarsson kennari
vtÆ: 0

wm
Sr. Arni Sigurðsson
í Kópavogi 130 og sr. Trausti Pét-
ursson prófastur á Djúpavogi 50
atkv. Einn seðill var auður og einn
ógildur.
Sr. Árni Sigurðsson hefur þannig
verið kosinn prðstdr' á. Norðfirði
lögmætri kosningu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16