Vísir - 23.10.1962, Side 9

Vísir - 23.10.1962, Side 9
VÍSIR . Þriðjudagur 23. október 1962. 9 1 ^mi Thorsteinson tónskáld andaðist hér í borg 16. okt. s.l. 92 ára að aldri o^ einum degi betur. Tæpum sex vikum áður varð honum fótaskortur, féll og hlaut mikii meiðsli. Hann var þá fluttur á sjúkrahús og átti ekki þaðan afturkvæmt. Með honum er hnigið í valinn eitt ástsælasta tónskáld þjóðarinnar, ljúfmenni og sérstæður persónuleiki, ó- gleymanlegur öllum þeim, sem kynni höfðu af honum. Árni er fæddur 15. okt. 1870 f Reykjavík , landfógetahúsinu við Austurstræti, þar sem Hress- ingarskálinn er nú. Þar steig hann fyrstu sporin og þar ólst hann upp. í Reykjavík ól hann aldur sinn, að undanteknum námsárunum í Kaupmannahöfn. ■p*aðir hans var Arni Thorstein- son landfógeti, bróðir þjóð- skáldsins Steingríms, en því embætti gegndi Árni um rúm- lega fjörutíu ára skeið. Hann var jafnframt bæjarfógeti í Reykja- vík um hríð, varamaður í Lands-- yfirrétti í forföllum dómara og konungskjörinn þingmaður frá 1873—1903. Árni landfógeti lét ýmis framfaramál til sín taka, rit- aði um síldveiðar, laxaklak og súrheysgerð og hvatti menn til þess að sinna þessum málum. Og það var fyrir ötula forgöngu hans, að Reykjavík fékk sitt fyrsta sjúkrahús, „gamla spítal- ann“, sem löngu síðar varð aðal- bækistöð Hjálpræðishersins. Hann var fyrsti bæjarfógetinn, sem reyndi að koma á fastara skipulagi varðandi byggingar og götulagningar í bænum. Hann var sagður mildur maður og var horiUm óljfift 'að taka hart á yfir- sjónúm borgaranna, éins og skyld an 'bauð''‘Hönum. Jón Helgason / hans Valgerðar Jónsdóttur, sýslu manns á Móeiðarhvoli. Valgerður var ekkja eftir Hannes biskup Finnsson i Skálholti, er Stein grímur fékk hennar, og móðir Þórunnar, .ömmu tónskáldsins i föðurætt. Valgerður er því lang- amma tónskáldsins f báðar ættir. Börn Árna landfcgeta og Sophiu Kristjönu konu hans eru þessi: Ha es lögfræðingur og Jrankastjóri Islandsbanka, Þór- unn, gift Franz Siemsen sýslu- manni i Hafnarfirði, Sigríður fyrri kona Páls Einarsson hæsta réttardómara og fyrsta borgar stjóra í Reykjavík og loks Bjarni. Eru systkinin öll dáin. Á rni Thorsteinson tónskáld varð stúdent 1890, fór þá til Hafnar, varð cand. phil. árið eftir og las lögfræði í nokkur ár, en hætti því námi og lærði ljós- myndafræði. Hann stundaði ljós- myndasmíði hér I Reykjavík eftir það í tvo áratugi, til 1918. Þá gerðist hann bókhaldari hjá Sjó- vátryggingarfé'.agi fslands og gegndi því starfi u 10 ára skeið, eða til ársins 1929. Jafnframt ljós myndastofunni hafði hann með höndum frá 1907 húsatryggingar í Reykjavík fyrir danskt vátrygg- ingafélag. Árið 1930 gerðist hann starfsmaður Landsbankans, og gegndi því starfi þar til hann varð að fara frá fyrir aldurssakir Aldamótaárið 1900 gekk hann að eiga Helgu Einarsdóttur dannebrogsmanns Guðmundsson- ar á Hraunum í Fljótum. Steig hann þá heillaspor og höndlaði hamingjuna. Þau eignuðust fjög- ur börn, þrjár dætur, Soffíu, sem er gift enskum bankamanni, Jó- hönnu, gjaldkera hjá Sjúkrasam- laginu, og Sigríði, ekkju Jóhanns Sæmundssonar prófessors í lækn isfræði, og einn son, Árna lög- fræðing, mesta efnismann, sem dó á bezta aldri. Árni missti Helgu konu sína fyrir fjórum ár- um. ■ inann, bæöi Kó, og hljómsy.eit og varð þessi stund Árna síðan ógleymanleg, Þá átti hann einmp margar góðar endurminningar um Hartmann gamla, sem mjög hafði komið við sögu kór Ins og var þar heiðursfélagi. Árni var einn af stofnendum söngfélagsins „17. júní“ og söng f þeim kór Þessi ágæti karlakór. sem Sigfús Einarsson stjórnaði, frumflutti nokkur karlakórslög eftir Árna þetta, er eitt af snjöllustu kór- lögum okkar. Árið 1907 birtist fyrsta sönglagaheftið eftir hann. „12 einriingslög með píanóundir- ;ik“. Hö'undurinn var þá orðinn 37 ára gamall. Með þessu söng- lagahefti skipar hann sér undir eins í fremstu röð í hinum fá- menn íslenzka tónskáldaflokki. essi 12 einsöngslög urðu nær öll þjóðkunn á skömmum Arni Thorsteinson TÓNSKÁLD biskup segir um hann í bókinni „Þeir, sem settu svip á bæinn“: „En sem landfógeti og umsjónar- maður fjálmálanna munu fáir verða taldir jafnokar hans i frá- bærri reglusemi um allt, sem að embætti hans laut“. Ámi landfógeti var sonur Bjarna amtmanns og konferens- ráðs Þorsteinssonar á Amarstapa og konu hans Þórunnar Hannes- dóttur biskups Finnssonar í Skál- holti. Bjarni amtmaður tók fyrst- ur upp ættarnafnið Thorsteinson. Hann var einn af aðalstofnendum Bókmenntafélagiins og talinn einhver vitrasti og lögfróðasti embættismaður landsins á sinum tíma. Tæp 30 síðustu æviárin var hann alblindur og bjó lengst af eftir það í húsi því við Austur- völl, sem Steingrímur rektor, sonur hans: eignaðist eftir hann. Bjarni amtmaður átti það sameig- inlegt sonursyni sínum, tónskáld- inu. að verða fjörgamall. Hann dó 95 ára að aldri árið 1876. Kona Árna landfógeta var Sophia Kristjana Hannesdóttir kaupm. Johnsen, en Hannes var sonur Steingríms Jónssonar biskups í Laugarnesi og konu Listhneigðina sækir Árni í báð- ar ættir. Steingrímur skáld, föð- urbróðir hans, hafði yndi af tón- list og átti þátt 1 lagavali í söng- hefti Jónasar Helgasonar, þýddi söngtexta... og frumsamdi aðra. Móðurbróðir Árna var Steingrím- ur Johnsen, hinn mikli söngmað- ur og snjall söngstjóri, og hefur Árni sagt svo sjálfur frá, að það hafi einmitt verið Steingrímur Johnsen, sem opnaði eyru hans og vakti áhuga hans á söng og tónlist. í Latínuskólanum var Árni strax tekinn í söngfélag skóla- pilta og stúdenta. Hann Iét sér ekki þeitta nægja, heldur söng hann einnig í öðru söngfélagi. Árni söng ávallt fyrsta bassa, því að hann hafði þýða baritón- rödd. Á Hafnarárunum söng hann í danska stúdentakórnum og átti þaðan margar góðar endur- minningar, sérstaklega í sam- bandi við Grieg, sem stjórnaði kórnum í fimmtugsafmæli sínu, þegar hann söng hið kunna kór- verk hans „Landkjenning". Gagn- tók norska tónskáldið hvern sem síðar urðu þjóðkunn. Árni undi sér hvergi betur en í söng- félögum, eins og lesa má í end- urminningum hans, „Hörpu minninganna“, sem Ingólfur Kristjánsson færði í letur. Einn kaflinn hefur fyrirsögnina: „I söngfélögum er gott að vera“. Árni var farinn að semja söng- lög fyrir aldamótin, en leit síðar á þau sem ófullkomnar tilraunir. Hann sá eftir því, að hann lét það eftir Valtý Guðmundssyni að birta þrjú þessara æskuverka í „Eimreiðinni". En ég tel ástæðu- laust fyrir hann að harma það, hvað eitt lagið snertir, en það er lagið „Er sólin hnígur hægt í djúpan sæ“ (Hannes Hafstein), því þetta er g^tt lag og hefur orð- ið vinsælt, enda samið af innri þörf. Hann samdi það fullur saknaðar, er hann frétti lát Stein- gríms Johnsen, móðurbróður síns, í ársbyrjun 1901. Árið 1905 birtist í „Hörpu- hljómum“ lagið „Álfafell“ (Rýk- ur mjöll yfir rennslett svell) við kvæði Gumundar Guðmundsson- ar. Þá gat engum blandazt hugur um, að komið var fram frum- legt tónskáld með þjóðinni, því tíma. Meðal þeirra eru: „Fífil- brekka", „Vona minna bjarmi", „Rósin“, „Þess bera menn sár“, „Já láttu gaminn geysa fram“, „Nú ríkir kyrrð í djúpum dal“, „Kirkjuhvoll" o. fl. Árið 1913 komu út „Þrjú söng- lög úr Lénharði fógeta“, samin eftir beiðni feðganna Einars H. Kvaran og Ragnars Kvaran. Lög- in eru þessi: „Taflið“, „Landið mitt“ og „Dauðinn ríður um ruddan veg“. Þessi lög eru sér- kennilega fögur og falla vel að texta, en það sama má reyndar segja um flest önnur sönglög eftir hann. Árið 1921 komu út 10 sönglög fyrir karlakóra, sem flest hafa vsrið sungin af kórum okkar. Meðal þeirra eru „Sólu særinn skýlir“ (Stgr. Thorst.), „Ljósið loftin fyllir“ (Þorst. Gíslason), „Öll él birtir upp um síðir“ (Bjarni Jónsson frá Vogi), „Ríð- um, ríðum rekum yfir sandinn" (Grímur Thomsen) o. fl. Árin 1921 og 1922 komu út Einsöngs- lög með píanóundirleik I—IV. f þessum heftum eru m. a. Iögin „Inngjaldr í skinnfeldi", „Vala- gilsá“ (H. Hafstein), „Friður á .orðu“ (Guðm. Guðmundsson), „Ríðúm er rökkvar í roki og byl“ (Grímur Thomsen), sem er eitt af veigarr.estu lögum höfund- 'rins. Ekki hafa fleiri sönglög eftir Árna verið prentuð, en nokkur einstök lög, eins og „Þar sem háir hólar“ hafa verið gefin út sérprentuð, eða komið í blöðum og tímaritum og söngvasöfnum, eins og t. d. „Landið mitt fagra með litskrúðug fjöllin", en kvæð- íð hefur tónskáldið sjálft ort. Eins og vænta má eru mörg af sönglögum Árna í íslenzkum söngvasöfnum. Auk hinna prentuðu sönglaga eru enn mörg enn óprentuð í handritum. Guðmundur Guðmundsson skáld og Árni voru miklir vinir á þessum árum og hafði Árni miklar mætur á kvæðum hans, enda hefur hann samið lög við mörg þeirra, eins og „Vorgyðjan kemur“, „Fögur sem forðum", „Kirkjuhvol", „Frið á jörðu“, „Álfafell", „Rósin“ o. fl. Guð- mundur orti „Rósina“ (Hún fölnaði, bliknaði, fagra rósin mín) er Sigríður systir Árna lézt árið 1905, en Árni samdi iagið, sem sungið var yfir moldum hennar. Tjá hafa kvæði eftir Hannes Hafstein orðið fyrir vali hans, eins og „Já — láttu gaminn geysa fram“. En mikið má skáld- ið Magnús Gislason, sem eitt sinn vann á ijósmyndastofu Árna, vera honum þakklátur fyrir lagið „Nú ríkir kyrrð í djúpum dal“, sem gert hefur kvæðið frægt. Árni samdi sönglög sín í tóm- stundum og var honum þetta tómstundastarf hjartfólgið. Og ég geri ráð fyrir, að um það séu ekki skiptar skoðanir, að hann hefur með sönglögum sínum gef- ið þjóðinni dýrar gjafir. Hann kastaði ekki höndum að verkinu, en kynnti sér rækilega efni kvæð anna, því hann taldi það mikils- vert I sambandi við sönglaga- gerð, að ljóðin falli vel að texta. Hann gefur, þegar vel tekst, meira en skáldið og hefur ijóðið upp í hærra veldi. Ámi var algjörlega sjálf- menntaður sem tónskáld og naut engrar tilsagnar í tónfræði. Er þetta því furðulegra sem verk hans öll eru með miklum menn- ingarbrag og eru auðugri að hljómbrigðum en margra tón- skálda, sem meiri menntunar- hafa notið. Þessu réð að nokkru leyti hin meðfædda tónlistargáfa og ótvlræður smekkur, og að hinu leytinu, að hann vandist á að hlusta á góða tónlist frá blautu barnsbeini og hafði ótví- ræða tilfinningu fyrir því, hver hljómbrigði voru rétt og hver röng. Það er innileiki og einlægni, sem einkenna sönglög Áma. Þess vegna hafa þau orðið vinsæl og er hlutur hans betri en flestra annarra að því leyti, að þjóðin þekkir að tiltölu fleiri sönglög eftir hann en nokkurt annað ís- lenzkt tónskáld, að ég hygg, og hefur sungið þau í meira en hálfa öld og syngur þau enn. Og þetta er næsta eðlilegt, því að hann hlaut gáfuna í vöggugjöf. Ámi er Ijóðrænt söngvatón- skáld og lögin hans eru litsterk stemmningslög. í mörgum er þungur alvörutónn, öðrum hóg- vær gleði og enn öðrum karl- mannlegur þróttur. En öll lögin eiga það sameiginlegt, að þau hafa greinilegan svip höfundar síns. Þau eru ekki sitt úr hverri áttinni, heldur sömu ættar. Árni var tónlistargagnrýnandi I mörg ár, síðast við Morgun- blaðið. Er þetta vandasamt og vanþakklátt starf og á þeim árum unnið endurgjaldslaust af áhuga Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.