Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 15
V í SIR . Miðvikudagur 24. október 1962. 15 Friedrich DúrrenmiBtV U NU 0© fulltrúi, og ég teygði mig eftir honum og lét hann í sætð hjá mér. Hvað eigum við að gera við þetta litla dýr, sem er þó maður, enda þótt hann sé svo afskræmdur, að hann minni helzt á dýr. Hvað eigum við að gera við þennan litla morðingja, sem er sá eini af okkur, sem er saklaus. Þessi sorgbitnu, brúnu augu endurspegla allar hörmung ar heimsins. Gamli maðurinn hafði risið upp í rúminu og virti fyrir sér þessa furðulegu sjón. Þennan risavaxna gyðing og dverginn, sem risinn lét dansa á hné sér eins og barn. „Og hvað um Emmenberger?“ spurði hann. Þá varð andlit risans eins og öskugrátt æfaforn steinn, og örin eins og þau væru höggvin í það með meitli. Hann fleygði nýtæmdri flöskunni með vold- ugri armsveiflu beint í skápana, svo að glerið þeyttist í allar átt- ir. Vesalings dvergurinn stökk eins og rotta undir skurðborðið og ýlfraði af hræðslu. „Eftir hverju varstu að spyrja, lögreglufulltrúi?" hvæsti gyðingw«9ói en náði sér þó fljótt eftir réiðikastið. Þó glömp- uðu hin ægilegu augu hans ó- hugnanlega, er hann dró upp aðra flösku úr skikkjunni og tók að svelgja í sig áfengið á ný í löngum teygum. „Maður verð- ur þyrstur af að búa í helvíti. Elskið óvini yðar eins og sjálfa yður, sagði eitt sinn maður, sem lét festa sig á krossinn á hinni klettóttu Golgatahæð, og síðan hékk hann á þessum ömurlega, hálf-fúna viðarkrossi, með blakt andi líndúk um lendarnar. Bið þú fyrir hinni vesælu sál Emm- enbergers, kristni maður. Je- hova líkar aðeins djarfar bænir. Bið þú. Hann lifir ekki lengur, sá er þú spyrð um. Hendur mín- ar eru blóði drifnar, lögreglu- fulltrúi. Ég má ekki hugsa um guðdóminn, ef ég á að inna af hendi skyldur mínar. Ég var rétt látur samkvæmt lögum Moses og gagnvart mínum guði, kristni maður. Ég drap hann, alveg eins og hann drap eitt sinn Nehle í röku hótelherbergi í Hamborg. Og lögreglan mun kveða upp sama úrskurð og þá, nefnilega, að um sjálfsmorð hafi verið að ræða. Hvað á ég að segja þér? Hönd mín stjórnaði hönd hans,, er hún tróð upp í hann hinu banvæna eiturhylki. Ég er þög- ull sem gröfin, og hinar blóð- lausu varir hans hafa lokazt fyr- ir fullt og allt. Það sem gerð- ist okkar á'millí, gýðirigsffls' og kvalara hans, hlutskipti okkar samkvæmt Iögum réttlætisins, mun enginn vita um, nema guð einn, sem lét það gerast. Við verðum nú að skiljast, lögreglu- fulltrúi.“ Risinn stóð upp. „Og hvað verður nú?“ hvísl- aði Bárlach. „Ekkert,“ svaraði gyðingur- inn, greip um axlif gamla manns ins og dró hann að sér, svo að andlit þeirra næstum mættust. Þeir horfðust í augu „Ekkert mun gerast, ekkert," hvíslaði risinn enn einu sinni. Enginn veit, að ég var hér í nótt, nema þú og Hungertobel. Ég læddist hljóðlaust eins og skuggi um gangana, inn til Emmenbergers og síðan til þín. Enginn veit að ég er til, nema vesalingarnir, sem ég rétti hjálparhönd, sem jafnt eru kristnir menn sem gyð ingar. Við skulum grafa þennan heim Emmenhergers. Nazistarn- ir sköpuðu Stutthof, milljóner- arnir þetta bæli, aðrir velja sér eitthvað annað. Sem einstakling- ar getum við ekki bjargað heim- inum. Það væri jafnvonlaust erf iði og erfiði Sisyphosar. Veröld- in er ekki í höndum okkar, held- ur ekki í höndum jarðnesks valds né nokkurrar einnar þjóð- ar. Hún er í guðs höndum og jhann einn ræður öllu. .Við get- um aðeins bjargað einstakling- um, en ekki þjóðum. Takmörk- un vesalings gyðingsins Gulli- vers er takmörkun alls mann- kynsins. Þess vegna skulum við ekki reyria að bjarga heiminum heldur reyna að standast hann, hið eina sanna- ævintýri, sem er og verður.“ Síðan lagði risinn gamla manninn varlega niður, eins og faðir barn sitt. „Komdu litli apinn minn,“ kallaði hann og blístraði. Dverg- urinn stökk hjalandi og malandi upp á vinstri öxl gyðingsins. „Já, svona, litli morðinginn minn,“ sagði risinn og lét vel að dvergnum. „Við verðum sam- an. Okkur hefur verið sparkað út úr mannfélaginu af náttúrunn ar hendi, en mér vegna þess, að ég heyri hinum dauðu til. Lifðu heill, lögreglufulltrúi, við eigum fyrir höndum langa næturferð U l A A5RU7TLY* TR.EAMJLOUS PRU/A5EATS ANN0US1CEI7 THAT SAVASE JUNSLE CATS HAI7 STRUCK AðAIN! WHAT WAS 5EHINI7’ THIS MYSTER.V? WHV WERE ^VTHS NATIVES W 5EINS ATTACKE!? »V TH£ ' CAKNIVOfCES? l-lð'?760 Trumbuslögin gáfu til kynna að annað þorp hefði orðið fyrir árás villidýranna. Tarzan flýtti sér í áttina til þorpsins til að fylgjast með því sem gerðist .... en hann vissi ekki að óvinveittir villimenn gerðu honum fyrirsát. mi super- filmu- ISskurÍEin til hinna víðáttumiklu rússnesku héraða, og við munum halda nið ur í hina skuggalegu undirheima þessa heims, ofan í hina leyndu bústaði þeirra, sem eru ofsóttir af hinum voldugu." Enn einu sinni veifaði gyðing- urinn gamla manninum. Síðan greip hann báðum höndum urr grindverkið og beygði járnsteng- urnar í sundur og smeygði sér út um gluggann. „Lifðu heill, lögreglufulltrúi," sagði hann enn einu sinni með sinni undarlegu, syngjandi rödd Aðeins öxl hans og hið stóra nakta höfuð sást upp fyrir gluggakistuna, og við vinstri vanga hans hvíldi afskræmt and lit dvergsins. Kringlóttur mán- inn skein yfir hægri öxl risans Þannig virtist svo sem hann bæri gjörvallan heiminn á herð- um sér, bæði jörðina og mann- kynið. „Lifðu heill, minn ótta- lausi riddari, minn kæri Bár- lach,“ sagði hann. „Gulliver heldur aftur til risanna og put- anna, í nýjum löndum, nýjum heimum, stöðugt og án afláts. Lifðu heill, lögreglufulltrúi, lifðu heill,“ og svo var hann horfinn. Gamli maðurinn lokaði aug- unum. Friður færðist yfir hann, og er hann heyrði hurðina opn- ast, fylltist hann gleðitilfinningu því hann vissi, að Hungertobel var kominn til að sækja hann og flytja hann aftur heim til Bern. SÖGULOK. „Ég mun ekki drága þennan hval, sagði Kalli ákveðinn, þéi skulið finna einhvern annan til að draga þennan hval yðar til hafnar, það er of mikil áhætta fyrir mig“. Herra Bizniz brosti. „Ég er viss um að þér viljið gera það“ svaraði hann og klappaði Kalla á öxlina, „fyrir það fyrsta er Súperskóp filmu félagið ekki nízkt á peninga sína, og í öðru lagi er hvalurinn sem ég sagði yður frá... Nei, þér munið sjá hann sjálfur Gamli félagi, þetta er allt saman glens og gaman“ Ka41i heyrði alls ekki það síðasta sem hann sagði. „Súperskóp filmu félagið er ekki nízkt á peninga, endurtók hann dreym- andi.“. „En herra Bizniz, eftir hverju bíðum við? Leggjum af stað svo að þér getið sýnt mér þetta ferlíki sem þér kallið hval.“ ðdýr söfa- borð, aðeins kr. 975.00

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.