Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						miBrsmummmM'm
í*>

Handknattleiku r:
KR Á BOTNINUM
1 gærkveldi fóru fram 3 leikir
í Reykjavíkurmeistaramótinu í
handknattleik, þar að auki fór
fram leikur í 3 flokki karla. Kvöld-
ið byrjaði með þeim leik, og var
hann all sögulegur, þar áttust við
Pram og KR og Iauk leiknum með
sigri Fram 5—2. f hálfleik var
staðan 5 - 2 og var seinni hálfleik-
ur marklaus, sem er nær óþekkt
fyrirbrigði f handknattleik, Fram-
arar héldu boltanum nær allan
hálfleikinn, þó án þess að tefja.
Þróttur — Valur 10—10.
/ Næsti leikur var á milli Vals
og Þróttar I mfl. karla, leikur
þeirra var daufur og leiðinlegur,
alveg fram á siðustu mínútu, en
þá kom smá fjörkippur í leik-
menn. Þróttarar settu fyrsta mark-
ið, og var Grétar þar að verki,
Valsmenn kvittuðu fljótlega með
góðu marki Bergsteins, sem meira
er þekktur fyrir knattspyrnu en
handknattleik. Rétt fyrir hálfleiks
lok var staðan 3-3, en þá tókst
Valsmönnum að setja 2 mörk í
röð, og var Bergur Guðnason að
verki í bæði skiptin. Þróttarar kom
ust marki yfir strax í seinni hálf-
leik, og enn var það Grétar sem
skoraði. Það sem eftir var skiptust
liðin á að jafna, og að komast yfir.
Þegar ein mínúta var til leiksloka
var staðan 9—9 og tóku nu leik-
menn að komast í ham. Axel kom
Þrótti yfir með góðu marki er
hann komst inn í sentringu mót-
herjanna. En Sigurði Dagssyni
tókst að jafna fyrir Val á síðustu
sekúndu, 10—10. Þessi endasprett
ur liðanna var eina sem var spenn-
andi í þessum leik. Leikmenn virt-
ust hálf kærulausir fyrir öllu þar
til í restina. Markverðir liðanna
stóðu sig einna bezt 1 leiknum,
þeir Þórður Ásgeirsson 1 Þrótti
og Egill hjá Val, en aðrir leik-
menn vart umtalsverðir.
Árniann — KR. 10—4.
Þótt leikur Vals og Þróttar væri
leiðinlegur var leikur Ármanns og
KR enn verri. Og í þokkabót gróf-
ur og ljótur. Unglingarnir hjá Ár-
manni léku sér að KR, sem áður
var stórveldi i mfl. karla. Ármenn-
ingarnir settu fjögur mörk f röð,
áður en KR-ingum tókst að pota
einu marki, en þá voru liðnar 10
mínútur af fyrri hálfleik. Seinni
hálfleikur var ólíkur þeim fyrri að
því leyti að KR-ingar settu nú 3
mörk en Ármann lét sér nægja 5
í þeim hálfleik, en þau hefðu sann-
arlega getað orðið fleiri. Leikur
þessi var, sem fyrr segir grófur
og ljótur. Ármannsliðið hefur bætt
mikið vörn sína undir handleiðslu
Einars Sigurðssonar úr FH, en
vörn liðsins hefur verið veikasti
punktur liðsins hingað til, en nú
er þetta sýnilega að batna hjá
þeim, og það að mun. Bezti maður
liðsins var markvörðurinn Þor-
steinn en hann hefur sjaldan verið
betri en I þessum leik. aðrir leik-
menn stóðu vel fyrir sínu. KR-
liðið hefur oft sýnt lélegan leik,
en aldrei hafa þeir samt verið
verri en í þessum leik. Þeir voru
grófir, samspil var ekkert, og skot-
æðið keyrði nú úr hófi fram.
Fram — ÍR 23—Í3.
Síðasti leikur kvöldsins, var
einna skemmtilegastur þótt hann
væri ójafn, áttust þar við erfða-
fjendurnir í handknattleik Fram
og ÍR. Búizt var við jöfnum og
fjörugum leik, en sú varð ekki
raunin. Fjörugur var hann að vísu,
en að engu leyti jafn. Fyrstu mín-
úturnar voru jafnar eins og gefur
að skilja þegar aðeins eitt mark
skilur en fljótlega fóru Framarar
að saxa framúr, og settu hvert
glæsi markið á fætur öðru, í hálf-
leik var staðan 14 — 7 fyrir Fram,
og í síöar hálfleik hélt sama stór-
skotahríðin áfram á mark ÍR. En
nú voru Framarar óheppnir því
þeir áttu ekki færri en 6 stangar-
skot. ÍR-ingar gáfust ekki upp þótt
illa gengi á móti hinum vel æfðu
Frömurum og börðust hetjulega
fram á siðustu stund. En það
var ekki nóg að berjast nú, því
yfirburðírnír  voru  ótvíræðir  hjá
Fram. Leiknum lauk því með
miklum sigri Fram 23—13. Leik-
urinn var, sem fyrr segir hraður
og skemmtilegur en ójafn. 36 mörk
í 30 mínútna leik sýnir að lítið er
hægt að tala um spil hjá liðunum,
því þetta gerir rúmlega 1 mark á
mínútu. ÍR-liðið var ekki sem verst
I þessum fyrsta leik sínum og bar-
áttuhugann vantar sýnilega ekki
hjá liðinu nú frekar en fyrr. Beztu
menn liðsins voru bræðurnir Gylfi
og Gunnlaugur Hjálmarssynir
ásamt Hermanni sem stóð vel fyrir
sínu sem fyrr. Framarar eru sýni-
lega komnir í hörku æfingu og er
enginn þar öðrum fremri. í þess-
um leik bar mest á nýliðanum í
markinu Atla Marinóssyni, sem lék
fyrri hálfleikinn og varði nann
markið að stakri prýði. Aðalmark
vörður liðsins Sigurjón Þórarins-
son lék seinni hálfleikinn og var
hann ekki síðri. Eftir leikinn
stilltu liðsmenn ÍR sér upþ og
þökkuðu fyrir leikinn og óskuðu
Frömurunum góðrar ferðar til
Danmörku, en þeir halda utan á
föstudaginn kemur.       K.L.P.
Kjörgarðs-
kaffi
KJÖRGARÐI
Matar- og kaffisala frá
kl. 9—6 alla virka daga.
Salurinn fæst einnig
leigður á kvöldin og um
helgar fyrir fundi og
veizlur.
KJÖRGARÐSKAFFI
Sími 22206.
Myndin sýnir Defa hreyfilhitara tengdan við hreyfil f Traktor.
Defa hreyfilhitarinn
með hitastilli
er nauðsynlegur á allar vökvakældar vélar.
Auðveldar gangsetningu í köldu veðurfari.
Hitarinn fæst ísettur hjá:
Spindli h.f. við Rauðará.
Smiðjubúðin
við Háteigsveg . Sími 10033
Skrifstofur vorar
eru íiuítar að Laufásvegi 36, Þverá.
VerzSunarráð íslands
Afgreiðslustúlka
Okkur vantar konu eða stúlku til afgreiðslu-
starfa hálfan daginn nú þegar. Æskilegt að
umsækjandi væri eitthvað vön. Aldur helzt
ekki undir 25 árum.
•.                 .....• -...i
TEIGABÚÐIN, Kirkjuteig 19.
Islenzlca
körfu-
knattleiks-
liðið
Frá vinstri: Haukur
Hannesson, Þorsteinn
Hallgrímsson, Sigurð-
ur Þorsteinsson, Birg-
ir ö. Birgis, Bjarni
Jónsson, Guðmundur
l'orsteinsson, Hólm-
steinn Sigurðsson, Ein
ar Matthíasson, Agn-
ar Friðriksson, Ólafur
l'horlacius,     Davfð
Helgason.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16