Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 5
VÍSIR . Mánudagur 29. október 1962. Gullfoss — Framh. af 1. síðu. suður af Dyrhólaey, meðan skipið veltist í roki og sjógangi, hafði bam fæðzt í þröngum farþegaklefa á neðri. gangi. „Sunnudag 28. okt. 1962 kl. 03,15 GMT, er Gullfoss var staddur á 63° N. breiddar og 17° V. lengdar á Ieið frá Leith til Reykjavíkur fæddi frú Ragnhciður Jónsdóttir svein- barn. Faðir barnsins er eigin- maður hennar, Hafsteinn Ingv arsson tannlæknir. Undirritaðir staðfesta fæð- I ínguna með innilegum ham- ingjuóskum til barns og for- eldra. Kristján Aðalsteinsson, skipstjóri, Ólöf Kristjánsdóttir, ljósmóðir, Hannes Hafstein, 2. stýrimaður, Iiulda Helgadóttir, yfirþema, F'imbogi Gíslason, 3. stýrimaður. Með slíkt hátíðlegt skjal varð' litla drengnum, sem fæddist við undirleik úthafsins, ekk' skota- skuld úr þvi að komast gegnum eftirlit íslenzkra embættis- manna. Fáeinir fréttamenn Reykjavík urblaðanna fengu að koma með út á ytri höfnina og fara niður í farþegaklefann. Og þar sat móðirin upp við dogg sælleg og glöð, en barnið skammt frá henni í lítilli körfu. Það hafði fæðzt mánuði til fimm vikum fyrir tímann, segir móðirin og er svo lítið og viðkvæmt, að það má ekki hreyfa við því, fyrr en karfan hefur verið flutt upp á fæðingadeild. — Hvernig er líðanin? spyrj- um við Ragnheiði. — Ég er nú bara stálslegin. — Var þetta fyrsta barnið? — Nei, við áttum tvo drengi fyrir. Síðan segir hún að hún Heimdallur ræðir Kúbumólið Birgir ísleifur Gunnarsson. F.U.S. Heimdallur ræðir Kúbu- málið á fundi annað kvöld í Val- höll. Hefst hann kl. 20.30. Frum- -nælandi verður Birgir ísleifur Gunnarsson lögfræðingur. Þetta er fyrsti almenni umræðufundur fé- 'agsins . þessum vetri. Kúbumálið er efst á baugi í æimsmálunum þessa dagana. Sov- ítstjórnin hefur ógnað heimsfrið- inum með tilraunum sínum til að kapa sér aðstöðu til árása og und- irróðurs í S-Ameríku. Stjóm Heimdallar skorar á með- limi félagsins að fjölmenna. hafi verið sjóveik á leiðinni og um miðnætti um nóttina hafði hún fundið að barnið var að koma. Þá vildi svo vel til, að Ijósmóðir var með skipinu, Ólöf Kristjánsdóttir úr Reykjavík. Skipsmenn segja okkur, að það hafi komið sér vel, að ljósmóðir var með, þvl að fyrst eftir að barnið fæddist, ætlaði það ekki að anda, en ljósmóðirin kunni ráð við því. Henni til aðstoðar við ljósmóðurstörfin voru svo Hulda Helgadóttir yfirþerna og Hannes Hafstein stýrimaður. Og fæðingin gekk vel í þrönga klef- anum — það var fyrir öllu. — Var þetta ekki erfiðara og sársaukafyllra en að eiga barn á fæðingadeild? spyrjum við móðurina. — .Nei, alls ekki. Mér fannst það jáfnvel ganga betur. Munur- inn er aðfeins sá, að á fæðinga- deildum er öryggið meira, ef eitthvað kemur fyrir. Og nú kemur í ljós, að eigin- maðurinn. Hafsteinn Ingvarsson, er þarna skammt frá. — Ég var nú króaður hér inni I kojukróknum meðan þetta var að gerast, segir hann við okkur. Þar hafði hann gætt eldri son- anna, Jóns Óskars, sem er 5 ára, og Þorvarðs, sem er eins og hálfs árs. . — Við vorum að koma heim, eftir að ég hafði lokið tann- læknanámi, segir hann. Þegar við fórum frá Kaupmannahöfn, voru þeim drengjunum gefnir tveir páfagaukar. Og þegar Jón Óskar heyrði í morgun að hann hefði eignazt bróður um nótt- ina, mælti hann spaklega á sinn hátt: — Jæja, mamma, þá komum við heim með tvo páfagauka og einn nýjan bróður. Það ríkti sannarlega gleði hjá þessari litlu fjölskyldu £ þrönga klefanum, vegna þess að allt hafði gengið vel. Þeim höfðu borizt hamingjuóskir víðs vegar að. Og það var gleði meðal farþega og áhafnar skipsins. Þetta var fyrsta barnið, sem fæðist um borð í Gullfossi, og einn skipsmanna sagði: — Við vorum eiginlega okkar í milli búin að gefa drengnum nafn. — Við viljum kalla hann „Haf- stein“, og það vill þá einmitt svo vel til, að faðirinn heitir því nafni. Eftir á hittum við ljósmóður- ina og spurðum hana hvort það hefði nokkurn tíma komið fyrir hana á ferðalögum, að þurfa að hjálpa með þessum hætti. — Nei, svaraði hún, ekki á ferðalögum, nema einu sinni fyr ir nokkrum árum þurfti ég að taka á móti barni á Hringbraut- inni í sjúkrabíl á leiðinni upp á fæðingadeild. 2. stýrimaður er heldur sagna- fár um atburðinn, sem hann að- stoðaði við. Það er ekki fyrr en rétt þegar fréttamaðurinn, sem er kunningi hans, er að ganga frá skipinu, að hann víkur sér að honum og segir: — Ég get aðeins sagt þér það, að það er dásamlegur viðburður, þegar barn fæðist. Það er dásamlegasti viðburður í heiminum. j Geislun — Framh. af 1. síðu. sem búa í Noregi á sömu breidd argráði og Reykjavík stend- ur á. Landlæknir kvaðst að svo stöddu ekki hafa í hyggju að skipuleggja víðtækar mælingar. Hins vegar hefði hann farið fram á það við nokkra hópa, sem eru á leið til útlanda, að þeir létu mæla geislun f líkama sínum. Þangað til niðurstöður Halldór Kiljan Lax- ness rithöfundur kom í gær heim með Gullfossi úr langri ferð til útlanda. Fréttamaður Vísis hitti hann um borð, þegar skipið var að sigla inn á höfnina og fékk skyndisamtal við skáld- ið, þar sem það sat inni í klefa sínum nr. 25. — Hvað finnst yður um á- standið á Kúbu? Þér viijið e. t. v. fordæma Bandaríkjamenn? — Nei, ég ætla ekkert að fara að tala um það. Áður en ég fór frá Kaupmannahöfn heyrði ég ræðu Kennedys forseta, og síðan hef ég ekkert fylgzt með þessu. Ég er andstæðingur „kalda stríðsins”, hata það og fyrirlít og lyktin af því fyllií mig við- bjóði. — Fannst yður að John Stein beck ætti skilið að fá Nóbels- verðlaunin? — Ég hef fylgzt með Stein- beck frá því hann fór að gefa út sínar fyrstu bækur. Við erum á sama aldri og einkanlega kynntist ég vel fyrri ritum hans. Maður las meira af bókum á fyrri árum og svo Ies maður oft vissan part af framleiðslu höf- undar og myndar sér þannig skoðun á honum. Seinni bækur hans þekki ég ekki eins vel. — Þér hafið kannski hitt hann þegar þér dvölduzt í Am- eríku? — Nei, ég hef aldrei hitt hann né haft neitt samband við hann. En mér finnst að hann hafi „Lyktin afkalda stríi- iau fyllir mig viibjóii" — Stutt rabb við LAXNESS nýlegu heimkominn átt skilið að fá verðlaunin, ég hef alltaf álitið hann einn af fremstu rithöfundum Bandarikj- anna. Það koma fram í hugann bækur hans eins og Mýs og menn og Þrúgur reiðinnar. — Þér hafið heyrt að sumir gagnrýna mjög harðlega að Steinbeck skyldi fá verðlaunin, sumir segja að 30 rithöfundar hefðu átt þau betur skilið. Hefð uð þér viljað veita verðlaunin einhverjum öðrum, ef þér hefð- uð ráðið? — Það er sjálfsagt hægt að finna einhverja honum fremri. En það hefur aldrei komið til greina að ég færi að veita Nó- belsverðlaun. Ég hef aldrei einu sinni notfært mér rétt minn til að mæla með einum eða neinum við akademíuna. — Og viljið þér svo að lokum greina frá því á hvaða ferðalagi þér hafið verið núna? — Ég hef ferðazt langt — um Skandinavíu, Rússland, England og Þýzkaland. — Og hvert var erindið? — Eins konar verzlunarferð, að semja við sín viðskiptasam- bönd. — Og selduð þér nokkuð? Nú gl'Tir skáldið við spurn- ingunni. — Ja, svona þetta vana Iega, það er veriö að gefa bæk- urnar mínar út bæði fyrir aust- an og vestan. Það er einna skemmtilegast til frásagnar, að nú er verið að gefa Sjálfstætt fólk út á „Bengali", tungumáli Tagores. kvörðun um það hvort fram- kvæmdar verða fjöldamælingar hér. Hættan er engin, en við viljum hafa vaðið fyrir neðan okkur sagði landlæknir. þær kröfur, sem gerðar er til að stöðu í sambandi við þær. Mundi „standardinn" á Reykjavíkursjúkra húsunum óhjákvæmilega lækka niður á það sem er á sjúkrahúsum úti á landi. Væri það ekki talið verjanlegt ástand á aðalsjúkrahús um í einu landi. Yfirleitt er nú farið að líta svo á, að Kúbumálið sé úr sögunni, þótt eftir sé að ljúka því formlega. Þv£ hefur lyktað með fullum sigri og miklum álitsauka fyrir Kennedy forseta. Uppgjöf — Hætta þeir — Framh. af 1. sfðu. andi læknar fenau kjarabætur, en ekkert hefði orðið úr þvf. Taldi hann að þessi kjarabarátta hefði . Framhald at bls 1 dregizt úr hömlu, þar sem tvö ár rfkjamanna reyndust og siðferði- væru liðin síðan hún hófst. [ lega mjög sterkar, því að þær stjórn stofnunarmnar verður skip- Læknarnir gera kröfur um greiðsl I gengu aðeins út á það að stöðva : u®- EINAR ÓLAFUR SVEINSSON - Framh at 16 síðu um að koma þessu vel af stað. Annars er réttara að bfða með að ræða þetta frekar, þangað til ur fyrir vaktavinnu og unna frí- | vopnasendingar og þegar allt kem- daga, auk hækkandi bílastyrks. er | ur a]js eru f^;r rnótfallnir þvf hefur verið óbreyttur síðan 1954. að stöðva vopnasendingar. I þriðja I ^ambandi vio pennan yfirvof- . . * . , .. , andi læknaskort á sjúkrahúsunum la?’ var aðstaða Russa ve.k á tjáði annar Iæknir Vísi í morgun, Kuf)u emfaldlega vegna þess, að að eftir b.ottför læknanna yrði eyjan er í svo mikilli fjarlægð frá þeirra mælinga væru fengnar ekki unnt að gera ýmsar aðgerðir j Sovétríkjunum, að Rússar gátu yrði ekki tekin endanlega á- f sjúkrahúsunum án þess að lækka ekki varið hana. Vísir hefur komizt eftir því, að stjórn Handritastofnunar íslands verði væntanlega skipuð innan skamms, en í henni eiga sæti auk forstöðumanns, þjóðminjavörður, landsbókavörður, þjóðskjalavörður og þrfr menn aðrir, kosnir af há- skólaráði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.