Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 29.10.1962, Blaðsíða 6
V I S IR . Mánudagur 29. október 1962. Lækkun flugfargjuUa yfir Atlimtshafíð Skarð í aðal- þjóðveginn Á dögunum ollu vatnavextir fyrir vestan og norðan vfða skemmdum á þjóðvegunum. Ein alvarlegasta skemmdin varð við brúna á öxnadal fremst í Öxna dalnum. Þar sprengdi vatns- flaumurinn veginn rétt hjá nýrri brú og setti stórt skarð i veg- inn. Það var mesta mildi, að tjón nlauzt ekki af þessu, því að skarðið sást ekki af vegin- um fyrr en komið var alveg að því, og venja að aka greitt um þessa nýju og breiðu brú. Myndin sýnir skarðið, en þar sem það var breiðast, mældist það um 8 metrar. Á haustfundi IATA, alþjóðasam bands flugfélaga, sem nú stendur yfir í Chandler í Arizona í Banda- ríkjunum, er m. a. til umræðu að lækka flugfargjöld yfir Atlants- hafið með eldri gerðum af skrúfu- vélum. IATA heldur fundi á hverju hausti, þar sem fyrst og fremst eru rædd fargjöld flugfélaga sam- bandsins og breytingar á þeim hverju sinni. Á yfirstandandi fundi, sem hófst 24. sept. s. 1. í Chandler og stendur enn yfir, var m. a. lögð fram tillaga um það að lækka flug- fargjöld yfir Atlantshafið með eldri gerðum af skrúfuvélum. Ekki hafa birzt fréttir um það ennþá, hvort endanleg afstaða hefur ver- ið tekin til þessa máls á fundin- um eða ekki. Flugfélag íslands er aðili að IATA og sitja tveir fulltrúar frá því haustþingið í Chandler, þeir Birgir Þórhallsson og Ingvi M. Árnason. Birgir mun vera væntan- legur heim á næstunni, en Ingvi verður áfram erlendis til þingslita. Æ NJÓSNA TOGURUM RÚSSA VERÐUR STUGGAB BURT Brezka flotamálaráðuneytið til- kynnir að þegar næstu flotaæfingar Atlantshafsbandalagsins fara fram á úthafinu muni sérstökum gæzlu- skipum falið það hlutverk að stugga rússneskum „togurum" brott af æfingasvæðinu. En eins og oft hef- ur komið fram í fréttum hefur það vakið furðu að í hvert skipti sem Atlantshafsbandalagið hefur efnt til flotaæfinga á undanförnum ár- um hafa rússneskir togarar skotið upp kollinum og verið að „tog- veiðum“ á æfingasvæðinu, svo að auðvelt hefur verið fyrir þá að fylgjast með ýmsu sem fram fer. Fram til þessa hafa flotastjórnir Atlantshafsríkjanna hikað við að stugga þessum njósnatogurum, þar sem þeir hafa verið á opnu hafi og hafa borið á sér yfirbragð fiski skipa, m. a. verið með botnvörpuna úti. En fyrir nokkrum dögum, gripu Bretar fyrst í taumana. Það var í flotaæfingum sem fóru fram í Erm arsundi og á svæðinu milli írlands og Englands. Þarna voru Bretar m. a. að reyna nýja tegund af kaf- bátaleitartækjum, sem þeim var mikið í mun að halda leynilegum. Var brezkum tundurduflaslæðara Repton þá falið það hlutverk að hafa auga með rússnesku leitarskip unum og stugga þeim i burt. Strax og æfingarnar hófust við Portsmouth á suðurströnd Eng- lands voru rússnesku „togararnir“ komnir á staðinn og virtust þeir vita glöggt um fyrirkomulag æfing anna. En gæzluskipið stöðvaði nú leik þeirra og hindraði þá f að fylgja flotanum eftir. Brezk flotayfirvöld þekkja orðið vel þessa rússnesku togara, þvl að Á fyrstu níu mánuðum þessa árs nam sala áfengis frá Áfengisverzl- uninni 168,7 milljónum króna en var á sama tíma í fyrra 142,1 millj kr. Á ársfjórðungnum 1. júlí til 30. sept. var sala sem hér segir á einstökum stöðum: kr. 48.833.791,C0 7.788.744.0 — 2.025.472,00 — 3.540.823,00 — 4.418.264,00 kr. 66.607.094,00 var salan kr. 43.412.197,00 — 6.694.452,00 þetta eru oftast sömu skipin. Er ljóst orðið af athugun á framferði þeirra, að skipin eru ekki á veið- um, heldur hafa þau ákveðnu hlut verki að gegna, að fylgjast með flotaæfingum og kanna ýmiss kon- ar varnarstöðvar Vesturveldanna. ísafjörður — 1.685.449,00 Siglufjörður — 2.984.700,00 Seyðisfjörður — 2.561.503,00 kr. 57.338.301,00 Smákafbtífur Bandaríski flotinn ætlar að láta smíða lítinn kafbát til haf- ra.msókna. Kafbátur þessi á aðeins að taka tvo menn, en hann verður samt mjög fullkominn, því að hann á að geta kafað niður í 6000 fc dýpi og verið þar um kyrrt í 24 stundir. Báturinn verð ur aðeins þriggja metra langur og á að kosta 575,000 dollara. Framhaid af bls. 9 BREYT" VIÐHORF. Þegar Þjóðverjar endurskipu- lögðu járnbrautarmál sín að heimsstyrjöldinni lokinni, varð það fyrst fyrir að grípa til gufu- eimlestanna að nýju. Þeir höfðu talsvert slangur af þeim, að vísu illa förnum og slitnum, en urðu þó að notast við þær fyrst í stað. Auk þess voru hæg heimatökin með orkugjafann þar sem kolin voru. Árið 1950 má heita að járn- brautarkerfið í Vestur-Þýzkalandi hafa verið komið að fullu í eðli- legt horf að nýju Þeir áttu 12000 gufuknúnar eimreiðir, um 700 raf magnseimreiðir og helmingi færri diseleimreiðir. Ellefu árum seinna eða í septembermánuði í fyrra hafði sú breyting orðið á að gufu- eimlestirnar höfðu fækkað niður í 6900, en rafmagnslestum fjölgað upp I 1500 og dieselknúnum eim- reiðum upp í 2000. Árið 1950 fóru gufueimreiðarnar 83% allra vega lengda sem vestur-þýzku járn- brautirnar fóru, en ekki nema 53.5%.í fyrra. Sýnir þetta glögg- lega hvaða umskipti eru að eiga sér stað, enda mun það ætlunin að gufulestirnar hverfi úr sög- unni með öllu innan fárra ára. Til þessarrar breytingar ber margt, m. a. það, að gufulestirnar eru í senn aflminni og hæggeng- ari heldur en raf- eða diesellestir, þær krefjast meira mannahalds vegna kyndingar, og loks það að það fylgir þeim meiri óhreinindi af kolum og reyk. Árið 1957 þurfti á 10 milljón smálesta af kolum til orkuvinnslu járnbraut- anna í Ve. Lur-Þýzkalandi. Til gamans skal þess getið hér að ef allir dráttarvagnar þýzku járnbrautanna væru tengdir sam- an i eina lest fyrir utan járn- brautarvagnana sjálfa — myndi sú lest verða 120 kílómetra löng, léBmillj. krónurí áfengi á 9 mán. Reykjavík Akureyri Isafjörður Siglufjörður Seyðisfjörður Á sama tíma 1961 eins og hér segir: Reykjavík | Akureyri eða lest sem næði frá Reykjavík og að Hvítá í Borgarfirði með því þó að farið væri eftir lengd þjóð- vegarins, en ekki beinni línu. Önnur tala sem einnig talar sínu máli, um hvílíkt risafyrirtæki járnbrautirnar í Vestur-Þýzka- landi eru, er sú að hvern rúm- helgan dag ársins fara 36000 járn brautir úr járnbrautarstöðvum landsins í lengri og skemmri ferð- ir, ýmist með farþega eða flutn- ing innanborðs. ÞRÓUN TÍMANS. Fyrsta eimreiðin sem hóf ferðir í Þýzkalandi var búin 40 hestafla dráttarvél. Á árinu sem nú er að líða hafa Þjóðverjar látið smíða margar eimreiðir sem knúnar eru * 6 þúsund hestafla orku. Þetta er þróun tímans. Eins og eðlilegt er berast þýzku járnbrautirnar í bökkum, annars vegar vegna hinnar gífur- legu nýbyggingar og fjárfesting- ar vegna viðreisnarinnar hins vegna vegna samkeppni við flug- vélar og bifreiðir og reyndar við skip líka, þvi að mikið er flutt, einkum af varningi, eftir ám og skipaskurðum. Til þess að mæta þessari sam- keppni hafa járnbrautirnar tekið upp ýmis konar þjónustu til að gera ferðalangnum lífið sem þægilegast. Klefarnir sjálfir eru rúmgóðir og þægilegir, hægt er að velja milli reykingaklefa og þar sem ekki er reykt, langleiða- lestir eru búnar bæði svefnklefum og matarvögnum og nú eru þær einnig búnar skrifstofum þar sem ferðalangurinn getur fengið skrif- stofustúlku í þjónustu sína fyrir sanngjarnt gjald og falið henni að vélrita og skrifa sendibréf fyrir sig meðan ð ferðinni stendur. Ég hef aldrei ferðazt jafn mik- ið eða lengi samfleytt með járn- brautum og ég gerði á þessu hausti í Þýzkalandi. í hálfan mán- uð samfleytt fór ég meira eða minna á hverjum degi — oftar langar vegalengdir. Ég kveið þessu til að byrja með, óttaðist að þetta væri þreytandi og leið- inlegt, en ég komst fljótlega að raun um það að þegar skip eru undantekin er ekkert farartæki jafn þægilegt sem járnbrautin. Maður er þar að vi§su leyti eins og heima hjá sér, getur staðið og setið að vild, borðað þegar mann svengir og jafnvel sofnað í mjúk- um hægindastól, en þess á milli tekið sér göngu milli vagnanna og notið útsýnisins út um stórar og bjartar rúður járnbrautarklef- anna. Þá var jafnvel ekki laust við að ég saknaði þessa farar- tækis hér í heimalandi mínu. Um leið varð mér hugsað til þess hvílíkur skóli jámbraut myndi hafa orðið í þessu landi óstund- vísinnar — íslandi — þar sem þess er þráfaldlega krafizt að bæði bifreiðar' og flugvélar bíði eftir þeim sem sofið hefur yfir sig. Að utan — Framhald af bls. 8. ar. Þessar kosningar skipta því óvenjulega miklu máli fyrir þró un stjórnmálanna í Bandaríkj- unum næstu tvö árin, og fyrir hann persónulega, enda hefur hann lagt sig allan fram til að berjast fyrir í kosningabarátt- unni, enda eru margir af hinum nýju frambjóðendum Demo- krata, eindregnir stuðnings- menn hans. En hvað sem öliun. spám líður verða kosningarnar meira spennandi en oft áður af þessum ástæðum. ESIE3S!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.