Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V f SIR . Mánudagur 29. október 1962.
Magnús Gísi'Ason námstjóri
flutti nýlega í ötvarpið mjög at-
hyglisvert erindi um nám og
námsaðferðir. Var erindi þetta
einkum stílað til nemenda í ungl
ingaskólum og æðri menntastofn
ununi. Hér hreyfði Magnús Gísla-
son máli, sem því miður hefur
orðið mjög útundan í íslenzkum
skólamálum, en er þó grundvöll-
ur alls skólanáms: að hjálpa nem
andanum til þess að ná sem bezt
um námsárangri á sem auðveld-
astan hátt. Enda þótt margir hafi
eflaust hlýtt á erindi námstjór-
ans, taldi Vísir, að hér væri um
svo þýðingarmikið efni að ræða,
að ástæða væri til þess að það
birtist á prenti, til þess að skóla-
nemendur gætu haft greiðan að-
gang að því, geymt það, Iesið og
yfirvegað og reynt þau atriði,
?em bent er á til ráðleggingar.
Hér birtist erindið í tvennu lagi,
og verður siðari hlutinn í blað-
inu á morgun. Fyrri hlutinn er
þannig:
Menningarþjóðir leggja sífellt
aukna rækt við fræðslu vaxandi
verkefni, sem ekki verður leyst
í skjótri svipan (og reyndar þess
eðlis, að það verður vart nokk-
urn tíma að fullu leyst), en eigi
að síður er þetta eitt af allra
mikilvægustu verkefnum þjóðfé-
lags okkar, — það felur í sér
frjómagn til vaxtar og framfara.'
Heildarárangur   skóla-   óg
fræðslustarfsins hlýtur að veru-
legu leyti að vera kominn uridir
þeim starfsaðferðum, sem notað- •
ar eru við námið.
Erlendis er víða lögð mikil á-
herzla að leita að nýjum og betri
leiðum eða aðferðum í þágu
fræðslustarfsins, er líklegt mætti
telja að þokað gæti starfinu í þáð
horf, sem bezt hæfir staðháttum
og kröfum nýrra tfma.
Tilraunir eru gerðar til að taka
í notkun ýmis nýmæli og nýja
tækni í þessu sambandi. Má þar
nefna útvarp, sjónvarp og marg-
vísleg ný kennslutæki, m. a. svo-
kallaðar „hámsvélar", sem skapa
rrrikla möguleika til einstaklings-
bundinnar aðstoðar við nemend-
ur, sem dragast aftur úr í námi,
og einnig fyrir þá,  sem  þurfa
Magnús Gíslason námstjóri.
Þá yrði unnt að auka og bæta
kennsluna og létta heimavinnu
nemenda, en þess gerist mikil
þörf, svo sem nú er háttað á
mörgum nútíma heimilum.
Ég hygg að áður en langt um
líður verði nauðsynlegt að lengja
efni án þess að gildar ástæður
séu fyrir hendi. En börg börn og
unglingar eru skyldurækin og
taka það nærri sér, ef þau geta
ekki framkvæmt það sem til er
ætlazt af þeim.
Á barnafræðslustiginu er vel
hugsanlegt að lestur námsbók-
anna fari að yerulegu Ieyti fram
í skólanum, — ef aðstæður eru
fyrir hendi, — t. d. með þeim
hætti, þar sem um bekkjarkenn-
ara er að ræða, að síðustu
kennslustundunum á degi hverj-
um sé varið til námsbókalestrar
undir næsta dag, — væri t. d.
hægt að haga þessu þannig fyrir
ákveðinn hóp nemenda og þá
fyrst og fremst þá nemendur,
sem búa við erfiðar aðstæður
heima fyrir.
Lestur námsbóka undir eftirliti
kennara hefur þann kost, að kenn
aranum gefst tækifæri til að leið-
beina nemendum um, hvernig
skynsamlegast sé að haga nám-
inu. Það er ekki sama, hvernig
lesið er. Það getur sparað tíma,
ef skipulagsbundið er að því unn
ið að hjálpa nemendunum og
þjálfa þá í að þékkja aðalatriði
frá aukaatriðum og á hvern hátt
sé fljótlegast að tileinka sér
kjarnann í hverri frásögn. Slík
handleiðsla og tilsögn getur haft
varanlegt gildi fyrir nemendur.
Markmiðið er að koma nemend-
um til þroska, að leggja grund-
völl, sem hægt er að byggja á,
og þá er nauðsynlegt að kenna
Magnús Gíslason námstjórí,
Nám
«.,„^.^^H.A,w' '
lerðir
kynslóðar, því að líf og hagur
þjóðánna er í örofa tengslum við
menntun þegnanna.  •
Skólar eru byggðir og aðrar
skyldar menntastofnanir til að
annast fræðslu þegnanna —
að nokkru sem kvöð í fræðslu-
eða skólaskylduformi til að
tryggja lágmarkskröfur í námi,
og að nokkru í frjálsu formi, m.
a. til sérhæfingar, en nýir starfs-
hættir og sífellt flóknari starfs-
greining gerir nauðsynina æ
brýnni fyrir ýmiss konar sérhæf-
ingu, auk hinnar almennu
fræðslu.
Hugtakið skóli greinist fyrst
og frernst í tvo meginþætti —
annars vegar ytri aðstöðu og að-
búð: skólahús, námsbækur,
kennslutæki o. fl. Þess háttar, er
nefna má nauðsynleg starfsskil-
yrði, og hins vegar sjálft starfið,
sem borið er uppi af kennaraliði
og nemendum og háð er náms-
efni og námskröfum og þá ekki
sízt skipulagningu starfsins inn-
an skólans.
Ytri aðbúð skólanna hetur
breytzt mikið til batnaðar hin
síðari ár, t. d. hér í höfuðborg-
inni og reyndar víðar annars stað
ar hérlendis, þótt enn bíði mörg
vandamál úrlausnar, en nauðsyn-
legt er að leggja nú enn meiri
áherzlu á hina — ef svo mætti
segja — innri byggingu skól-
anna, betri starfsaðferðir bæði
kennara og nemenda, endurskoð-
un á fyrirkomulagi prófa, aukna
samvinnu heimila og skóla og
e-kki sízt að íir.r.a heppilegri leið-
ir til að tengja saman nám og
vinnu — t. d. að vorlagi að skapa
traustan tengilið mill> atvinnulífs
þjóðarinnar og hagnýtrar skóla-
göngu, sv<3 námsárin verði raun-
hæfur og fjölbreyttur undirbún-
ingur til virkrar þátttöku á sem
flestum sviðum atvinnu- og þjóð
lífs.
Þetta er vandasamt og víðtækt
¦œr:
aukaverkefni af öðrum ástæðum.
En öll þessi nýsköpunarvið-
leitni stefnir að því að tryggja
eftir föngum, að námstímanum sé
vel varið bæði í skólanum og við
heimanám.
Hlutverk kennarans er mjög
mikilvægt í þessu sambandi.
Hann er m. a. verkstjóri nem-
enda sinna.
Á það má einnig minna, hve
persónulegir mannkostir kennar-
ans geta haft djúp og varanleg
áhrif á nemendurna.
Sagt hefur verið, að það skipti
ekki eins miklu máli fyrir nem-
andann, hvað hann lærir, eins og
hjá hverjum hann lærir. — Þótt.
okkur finnist hér nokkuð diúpt
tekið i árinni, ekki sízt gagnvart
þeim nemendum, sem hyggja á
framhaldsnám, hygg ég, að mörg
okkar hafi þá persónulegu
reynslu, að þegar ölium lexíum
var skilað og öllum kennjlustund
um lokið, þá hafi áhrifin, sem
eftir urðu, — þau áhrif, sem við
geymum frá skólaverunni — átt
drjúgan þátt í að móta lffsviðhorf
okkar og_ lífsskoðun, — og þá
sérstaklega áhrif þeirra kennara.
sem við mátum mikils.
Hraðinn og kapphlaupið við
tímann- sem af mörgum er talið
eitt af"stærstu vandamálum nú-
tímans — og þá ekki síður i
Skóla en á öðrum vinnustö'övum
samfélagsins — gerir það ni i
synlegt að temja sér skynsamlee
vinnubrögð og hagkvæma vinnu-
tækni.
íslenzkir skólar verða, vegna
tímaskorts, að leggia mun meiri
áherzlu á heimanám'nérrienda én
tíðkast í öðrum menningarlönd-
um.
Með auknum og bættnm husa
kosíi  skólanna  ætti  að
lengja kennslutímann di
en daglegur kennslutími e;  v'fír-
leitt miklu skemmri i ísléf&I?um
skólum en annars staðru þekkjst.
ekki aðeins daglega heidur einnig
árlega skólagöngu íslenzkra nem
enda, ekki sfzt ef tekinn verður
upp sá siður, sem nú ryður sér
til rúms erlendis, að gefa frí á
laugardögum. En eðlilegt er, að
sá háttur sé einnig tekinn upp
í skólunum, ef hann verður ríkj-
andi á vinnustöðvum almennt.
Að minni hyggju væri unga
fólkinu okkar hollara að hefja
námið fyrr að haustinu en nú er
gert, a. m. k. í öllum skólum
þátlbýlisms, svo að hægt sé að
dreifa þyngd verkefnanna á lengri
tíma og létta þannig á nemendur
Ætla mætti, að starfið yrði árang
ursríkara með því fyrirkomulagi,
a. m. k. fyrir seinfærari hluta
nemeridanna.
Ef tíminn væri rýmri í skól-
anurn, þyrftu kennarar ekki að
byggja eins mikið á heimanámi
r.emenda og nú er nauðsynlegt,
Það er mjög aðkallandi að fá
þessu breytt, þar sem vitað er,
að skilyrði nemendanna til heima
námsins eru mjög misiöfn.
1 skólastofunni er aðstaðan til
námsins sú sama hjá öllum nem-
endum. Þau hafa öll sama næðið
til nárnsins, hafa hentug húsgögn
og handleiðslu. Heima fyrir eru
aðsræður  "n ólíkar og menn eru
margir.   Húsnæðisskortur   og
þrengsli,' e. t. v. margt í heimili
eða slæmur heimilisbragur getur
valdið því, að nemendur fá ekki
næði til að gera heimaverkefn-
uiiurn skil. Stundum eru.þessar
ástæður fyrir því, að nemendur
koma í skólann án þess að \afa
, leyst heimaverkefnin. Sumir nem
endanna  hafa  lesið vel. aðrir
opnað  bckir.a  heima.  Oft
er ókleift  fyrir  kennarann  að
dæma um það. hvað valdi því að
var   vanrækt
'  það oft heimilis
:•• mdleiðsla, ekk-
ert næði. Hiris' vegar eru svo tii
nem  .      rrj vanrækja sín verk
þeim hagkvæm vinnubrögð, að
þjálfa huga og hönd, að vekja og
viðhalda námsáhuga, en ekki að-
eins að troða í þau bóklegum
þekkingaratriðum.
Vissulega á heimanámið mik-
ilvægu hlutverki að gegna, ef því
er í hóf stillt, verkefnin eru vel
valin og ef það er vel undirbúið
í skólanum.
Það veitir nemendunum tæki-
færi til að festa námsefnið í
minni og veitir þeim einnig tæki-
færi til sjálfstæðra starfa á eigin
ábyrgð. Frelsið er fyrir miklu, ef
námsáhugi er til staðar.
Nám er í svo ríkum mæli ein-
staklingsbundið, að erfitt er að
gefa nokkra algilda reglu um eina
rétta aðferð. Einum hentar þetta
og öðrum hitt.
Einn man t. d. bezt það, sem
hann heyrir. Hann hefur næmt
heyrnarminni. Honum gengur
bezt að muna lexíuna, ef hann
les hana upphátt eða einhver les
hana fyrir hann.
Annar man bezt það, sem hann
sér. Hann hefur sjónminni. Hann
man t. d. vel það, sem skráð var
á töfluna í skólanum og getur
sagt á hvaða blaðsíðu og jafnvel
hvar á blaðsíðunni þetta eða hitt
stendur. þótt bókin sé lokuð.
Enn aðrir muna lexíuna bezt ef
þeir skrifa meginatriðin á blað
— nota þriðju skynleiðina, til-
finninguna — rithöndina — til
þess að nema námsefnið.
Flestir nota allar þessar þrjár
leiðir, en þó fyrst og fremst sjón-
ina þar sem lesturinn er megin-
atriðið.
En þrátt fyrir það, þótt ekki
sé hægt að gefa út neinar algild-
ar rer um nám og námsaðferð
ir, eru þ oft gefin almenn ráð,
sem öllu námsfólki er hollt að
hafa til athugunar í þessu sam-
bandi.
Nýlega las ég nokkur slík boð-
orð  í  erlendu  blaði.  Þeim  var
beint til nemenda í gagnfræða-
og menntaskólum, en gætu ugg-
Iaust átt við námsfólk á öllum
aldri.
Þau voru þannig í meginatrið-
um:
Láttu fara vel um þig þegar þú
lest lexíurnar þínar. Sittu á þægi
legum stól.
Hafðu vel bjart í kringum þig.
Notaðu gjarrian borðlampa, en
láttu ljósið koma frá nlið, helzt
frá vinstri, eða aftan frá á bókina
eða blaðið. Æskilegt er að hafa
góða almenna lýsingu í herberg-
inu auk borðlampans. Skörp skil
milli ljóss og myrkurs þreyta
sjónina.
Lestu ekki of lengi í einu. Ofr
er hollt að lesa ekki nema hálf-
tíma eða þrjú kortér í einu, en
gera svo hlé í 10—15 mínútur
og standa þá upp og hreyfa sig.
Reyndu að fá næði meðan á
lexíulestrinum stendur. Reyndu
að komast að samkomulagi við
heimilisfólkið um að það haldi
eftir föngum kyrru fyrir, á meðan
lexían er lærð, ef þú hefur ekki
herbergi út af fyrir þig.
Gerðu þér ljósan tilganginn
með náminu. Hvers vegna er
nauðsynlegt að leggja þetta á
sig? Til hvers gengurðu í skóla?
Hafðu röð og reglu í kringum
þig. Það er góð regla að hafa ekki
annað, t. d. ekki aðrar bækur á
skrifborðinu en þær, sem þú ert
að nota hverju sinni.
Strikaðu undir í bókinni og
skrifaðu meginatriði íexíunnar
hjá þér, um leið og þú lest.
Reyndu að skilja það, sem þú
ert að læra. Skrifaðu hjá þér þau
orð og orðatilíæki, sem þú skilur
ekki og fáðu þau skýrð við fyrsta
tækifæri, ef ekki heima, þá f skól
anum.
Vertu virkur og áhugasamur
við námið. Fátt örvar meira á-
hugann en góður árangur í námi
eða starfi. Ef þú þvingar þig til
að ná betri árangri í námsgrein,
sem þér leiðist, getur áhuginn
vaknað fyrr en varir.
Þannig hljóða heilræðin.
(Framhald í blaðinu á morgun).
Um sérnám
Vegna misskilnings þess, er gæt-
ir í greininni „Hugleiðing um
skólamál" eftir Egil Jónasson Star-
dal, cand. mag., sem skrifuð var í
Vísi 11. október sl., leyfi ég mér
með samþykki höfundar umræddr-
ar greinar að birta eftirfarandi
leiðréttingu:
í greininni stendur m. a., að hús-
stjórnarkennari geti byrjað starf
eftir tveggja vetra hússtjórnar-
námskeið.
Inntökuskilyrði í Húsmæðra-
kennaraskóla Islands er gagn-
fræðapróf, eða landspróf, þar að
auki eins vetrar nám í húsmæðra-
skóla.
Námið í Húsmæðrakennaraskól-
anum er síðan tveir vetur og eitt
sumar samfleytt, eða 3V& ár með
húsmæðraskóla.
Einnig skal þess getið, að nokkr-
ir húsmæðrakennarar hafa stúd-
entspróf og margir hafa lokið
framhaldsnámi við háskólann í Ár-
ósum. Námsferill þeirra er því allt
að 9—10 ár.
B. S.
átkilfuBieður norð-
6@nzkra Ecóra
Laugardaginn 20. okt. var hald-
inn aðalfundur Heklu, sambands
norðlenzkra karlakóra, en í því eru
9 kórar, sem stendur.
Stjórn sambandsins var öll end-
urkjörin, en hana skipa Áskell
Jónsson söngstj^r} á Akureyri for-
maður, Þráinn Þórisson skðlastjóri
í Mývatnssveit ritari og Halldór
Helgason bankafulltrúi á Akureyri
gjaldkeri.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16