Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						8
V1SIR . Mánudagur 29. október 1962.
VISIR
Utgefandi: Blaðaútgáfan VISIR.
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson, Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinssbn.
Fréttastjóri: Þorsteinn Ó. Thorarensen.
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskrifstargjald er 55 krónur á mánuði.
I bwsasölu 4 kr. eint. — Sími 11660 (5 lfnur).
Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f.
Sigur   Kennedys
Þær fregnir bárust út um heiminn í gærkvöldi,
að Krúsév hefði tilkynnt Kennedy að allar rússnesku
árásarstöðvarnar á Kúbu skyldu eyðilagðar undir eft-
irliti Sameinuðu þjóðanna.
Þar með hefir Kennedy unnið mikinn sigur í
Kúbudeilunni. Bandaríkin fá fram sitt mál skilyrðis-
laust. Sovétríkjunum hefir verið settur stóllinn fyrir
dyrnar. Ríkisstjórnin í Washington má vera mjög
ánægð í dag, því þróun mála hefir orðið eins hagstæð
og hún framast gat orðið fyrir Bandaríkin. Forsenda
Krúsévs, að hafnbanninu verði aflétt, skiptir hér engu
máli, því það var í upphafi einungis sett á til þess að
knýja fram þessar málalyktir.
Atburðir gærdagsins endurspegla tvær mikilvæg-
ar staðreyndir. f fyrsta lagi eru þeir vitni um að Sov-
étríkin virðast vilja leggja sig í líma við að komast
hjá ófriði og átökum við Bandaríkjamenn. í öðru lagi
sýna þeir að Bandaríkin — og Vesturveldin — eru
sterkari en þau sjálf ef til vill hyggja.
Loks tóku Bandaríkin frumkvæðið í kalda stríð-
inu og settu Sovétríkjunum lokakosti. Sú framkvæmd
bar ávöxt og Sovétríkin tóku þeim kostum með skyn-
semi og stillingu. Og lokin verða vafalaust þau, að
á kemst fundur æðstu manna, þar sem reynt verður
að komast að víðtækara samkomulagi en um Kúbu
eina. Hvort sá fundur verður árangursríkur er ann-
að mál.
Steinrunnin fornaldardýr
Það sýnir hve okkar eigin íslenzku kommúnistar
eru orðin steinrunnin fornaldardýr að eftir að Kastró
hefir lýst sig fúsan til þess að leggja niður árásar-
stöðvarnar, og í sama mund og Krúsév ítrekar þá yf-
irlýsingu, tróna fslandskommar upp með áróðursfund
í Háskólabíói.
Þar er lýst algjöru fylgi við byggingu árásar-
stöðvanna! Kastró er hylltur fyrir það að hopa hvergi
og brýndur á því að standa sig vel gegn Bandaríkj-
unum. Nú skuli hann halda áfram að byggja eldflauga-
stöðvarnar og láta engan bilbug á sér finna.
Oft hafa íslenzkir kommúnistar orðið að athlægi
og gert sig að viðundri á síðustu árum, en varla
nokkru sinni sem í gær. Kastró og Krúsév reyndust
hálfu vitrari en Magnús Kjartansson og kaffisellu-
kerlingar og klapplið Páls Bergþórssonar.
Væri ekki ráð að bíða með næsta áróðursfund,
þangað til línan er örugglega komin til íslands?
Kosningar til Bandarikja-
þings fara fram í byrjun
nóvcmber. Kosið verður m .a.
um 39 sæti í öldungadeild
Bandarfkjaþings. Á núver-
andi þingi hafa Demokratar
21 þessara sæta en Repu-
blikanar 18 sæti. Það er erf-
itt að spá um kosningaúrslit
í Bandaríkjunum, en eftir
ýmsum sólarmerkjum að
dæma er sennilegt að hlut-
Kennedy Bandarikjaforseti í Springfield á kosningaferðalagi sínu.
Þýðingarmiklar kosn-
ingar fyrir Kennedy
föllin í deildinni breytist ekki
mikið. Demokratar hafa nú
64. sæti en Republikanar
36 sæti.
Þessar kosningar eru, ejnkum
þýðingarmiklar fyrir ÍSehnedy
Bandaríkjaforseta. Á þeimgetur
oltið hvort honum tekst að
koma í gegnum þingið ýmsum
af þeim málum, sem hann hefur
lengst barizt fyrir og voru hans
aðalkosningaloforð í forseta-
kosningunum.
Sennilegt er að Demokratar
séu öruggir um 12 af þeim sæt-
um, sem kosið verður um og
Republikanar vissir um 8 sæti.
Meðal þekktra Demokrata, sem
eru ekki vissir um endurkjör
eru Fulbright, formaður utan-
ríkismálanefndar öldungadeild-
arinnar Mike Monroney og
Wayne Morse. Af Rebublikun-
um eru í hættu foringi þeirra I
öldungadeildinni Everett Dirk-
sen, Thomas Kuchel, Thruston
Morton og Alexander Wiley.
Edward, bróðir Kennedy for-
seta, er ekki talinn alveg viss
um kjör f Massachusetts, en
forsetinn vann á sínum tíma
sæti af Republikananum Henry
Cabot Lodge, og hafa Demo-
kratar haldið því síðan.
Abraham Ribicoff, sem var
heilbrigðismálaráðherra Kenne-
dy-stjórnarinnar, en sagði af sér
til að fara í framboð til öld-
ungadeildarinnar er talinn muni
sigra    Republikanann,    Horace
Seely-Brown jr., en þetta sæti
er á núverandi þingi skipað
Republikana.
Þetta sæti er annað af tveim
sætum sem Demokratar eru
nokkurn veginn vissir um að
vinna af Reþublikunum. Annars
Romney, frambjóðandi Repu-
blikana í Michigan t. v.:
hafa Demokratar stóra mögu-
leika á að vinna 5—6 sæti af
andstæðingum sínu'm. Republik-
anar eru hins vegar ekki vissir
um að vinna sæti af Demokröt-
um.  Af þeim níu s«tum,  sem
h

Georg Cabut Lodges (lengst t. v.) asamt Eisenhower (í miðju) á
kosningafundi í Boston.
Demokratar hafa haft, og óvissa
ríkir um, eru aðeins þrjú í veru-
legri óvissu. Talið er að Demo-
kratar haldi hinum neð litlum
meirihluta.
Á sama tíma sem kosið verð-
ur til öldungadeildarinnar fara
fram kosningar ríkisstjóra í
nokkrum ríkjum Bandaríkjanna.
Mesta athygli vekur kosningin í
Califomiu, en þar eigast við nú-
verandi ríkisstjóri Pat Brown og
frambjóðandi Republikana í síð
ustu forsetakosningum, Richard
Nixon. Mikil óvissa ríkir um úr-
slitin. Báðir flokkar leggja mik-
ið kapp á kosninguna. Kennedy
og Eisenhower hafa báðir komið
þangað og Kennedy mun fara
til Californiu aftur, til að berj-
ast fyrir Brown, og frambjóð-
anda Demokrata til öldunga-
deildarinnar.
í New York er Nelson Rocke-
feller talinn öruggur um sigur
yfir andstæðing sínum Demo-
kratanum Morgenthau. Þó er tal
ið sennilegast að yfirborðir
hans verði ekki eins miklir og i
sigri Rockefellers yfir Averel!
Harriman fyrir fjórum árum.
j
I Michigan er í framboði fyrir
Repubiikana maður er oft heyr-
ist nefndur líklegur frambjóð-
andi þeirra við næstu forseta-
kosnLigar. Það er Georg Romn-
ey, fyrrverandi forstjóri Ameri-
can Motors, sem framleiðir
Rambler-bílana. Þykir margt
benda til þess að Romney njóti
vaxandi fylgis, og verði kjörinn
með verulegum yfirburðum.
J janúar verða liðin tVö ái
frá því að John Kennedy tók
við forsetaembættinu i Banda-
ríkjunum. Þaðvar í janúar, en
hann var kjörinn í nóvember
Ekkert nema eitthvað stórkost
legt og ófyrirsjáanlegt getur
komið i veg fyrir að hann verði
aftur í kjöri til forsætisembætt
isins. Sigur hans getur oltið ;-.
því hve miklar undirtektir kc;;;;
fær hjá þinginu, en þær hafa
fram að þessu verið miður góð
Framh. á bls. 6.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16