Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 3

Tölvumál - 01.07.1999, Blaðsíða 3
Tímarit Skýrslutaeknifélags íslands •E*F*N*I* mmggi Linux kjarninn ÓSKAR B. HaUKSSON Hvað er Linux? Marteinn Sverrisson Hvenær Linux og hvenær Windows? Gunnar Þór Gestsson Netkæfa Björn Davíðsson Lagaleg hlið 2000 vandans Guðjón Rúnarsson Hvert vilt þú láta teyina þig í dag? Ágúst Úlfar Sigurðsson Hvað er tungutækni og fyrir hverja? Heiðar Jón Hannesson Skýrsla um tungutækni Rögnvaldur Ólafsson og Eiríkur Rögnvaldsson Tölvur og prentiðnaður Hjörtur Guðnason Hagnýting háhraða- og nútímaf jarskipta Örn Orrason 5 ÍÖ 16 19 21 25 27 30 31 35 Það hefur ekki farið framhjá neinum hversu mikið Linux hefur verið í sviðsljósinu á þessu ári og mikil þátttaka á ráðstefnu Skýrslutæknifé- lagsins sýndi svo ekki er um villst að áhuginn teygir sig hingað norð- ureftir. Eins og lesa má í greinunum í þessu blaði eru rætur Linux gjör- ólikar því sem annars þekkist á stýrikerfamarkaði þar sem nánast öll önnur hafa verið samin innan tiltekinna fyrirtækja og fyrirtækin berj- ast um hylli notendanna. Linux er á allt öðrum nótum. Þróunin er unn- in af einstaklingum vítt og breitt og hagnaðarvonin er ekki höfð að leiðarljósi. Allt skal gefið. Aðalmennirnir vel þekkt nöfn, nánast hug- sjónamenn, höfundurinn nýtur mikillar hylli og eins eru áhrif notenda mikil. Trúlega er lógó Linux, mörgæsin sæla, eitthvert joað vinaleg- asta sem fyrirfinnst í tölvugeiranum. Það væri hægt að verja löngu plássi til að vitna í erlend tímarit sem hafa fjallað um Linux. Sum hver hafa látið stýrikerfið í hendurnar á óvönum notendum, til að sjá hvort þeir ráði við það einir og óstuddir en svo eru aðrir sem segja að þetta stýrikerfi sé kjörið fyrir vana menn sem vilja kafa djúpt og breyta og bæta að eigin geð- þótta. Ekki hefur þótt verra að Linux gengur vel á tölvum sem annars hefði verið lagt. Mesta athygli hefur þó vakið að mjög stór fyrirtæki á borð við Oracle og IBM og fleiri eru að bjóða hugbúnað sem gengur á Linux og úrvalið vex dag frá degi. Stýrikerfið hefur þannig fengið einskonar gæðastimpil þeirra stóru. Baráftan milli stýrikerfa tekur aldrei enda, engin leið að sjá langt fram í tímann og mikið er í húfi og höfundur Linux hefur haft uppi stór orð um Microsoft. Microsoft telur stöðu sína ansi trygga gagnvart Lin- ux og það má til sanns vegar færa á marga lund en sagan hefur sýnt að hlutirnir geta breyst á skömmum tima, samanber þessa tilvitn- un úr ET-blaðinu frá október 1993, þegar NT var að koma fram: „Margir-gera því skóna að NT komi til með að ýta OS/2, Unix, NetWare og fleiri stýrikerfum út í kuldann og víst er að því er einmitt beint gegn þessum stýrikerfum". I þessu tölublaði er einnig komið inn á tungutækni og stöðu ís- lenskunnar í tölvum. Nýlega gaf Mennntamálaráðuneytið út skýrslu sem nefnd á vegum ráðuneytisins hafði samið og fjallaði ítarlega um stöðu mála og hvaða stefnu ætti að taka. Staðreyndin er sú að ís- lenskan á í vök að verjast og vel gæti farið svo að hún bíði ósigur fyrir enskunni þegar kemur að því að tölvur skilji talað mál. Þetta snertir einnig fleiri svið eins og að glata ekki stöðu íslenskra sérstafa í stafatöflum, að leturgerðir verði áfram fáanlegar með íslenskum sér- stöfum og að forrit verði útbúin með islenskum orðabókum og orð- skiptingar verði samkvæmt íslenskum reglum. Einar H. Reynis. 1 02 1-724X Tölvumál 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.